Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 22

Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 22
22 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1966 — Hugleiðingar Framhald af bls. 21 Bandaríkjamanna í Víetnam. Kann talaði 14. des. 1961 um „hið hættulega ástand vegna tilrauna N-Víetnams til að leggja S- Víet nam undir sig“. Hann segir síð- an, að ljóst sé orðið, að af á- settu ráði sé stefnt að því í hernaðaráætlun kommúnista að framkvaema hana með morðum, manndrápum og taumlausu of- beldi. Enginn vafi geti leikið á því, að þessari terror-a'ðferð sé stjórnað að utan — frá Hanoi, og þannig rjúfi stjórnin þar Gen farsamninginn, sem hún skrifaði sjálf undir 19,54. Kennedy minn- ir á, að þótt Bandaríkin hafi ekki verið aðili að samningnum, hafi þau Jýst yfir því, er hann var gerður, að þau mundu líta mjög alvarlegum augum á endurnýj- un ofbeldis- og árásaraðgerða. Hann segir Bandaríkin vera reiðubúin að verða við hjálpar- beiðni S-Víetnama, þar sem far ið sé fram á vernd og áðstoð við að varðveita sjálfstæði þeirra. 2. ágúst 1961 lýsti Kennedy því yfir, að „Bandaríkin væru ákveð in í því að láta ekki skort á stuðningi, sem Bandaríkin gætu veitt, valda því, að S-Víetnam félli í hendur kommúnistum“, og í annað skipti sagði hann: „Bandaríkin hafa ákveðið að verða við hjálparbeiðni S-Víet- nams, aðsto'ða við að varðveita sjálfstæði þess, vernda þjóðina fyrir morðingjum kommúnista og búa henni betri lífsskilyrði með því að stuðla að hagvexti landsins". Allar vonir um friðsamlega sameiningu Víetnam-ríkjanna urðu að engu, er Hanoi-stjórnin jók stöðugt skæruhernað sinn í S-Víetnam. Átta mánuðum eft- ir að Kennedy tók við embætti, 25. sept. 1961, ávarpaði hann Ailsherjarþing Sameinúðu þjóð- anna og sagði þá: „S-Víetnam hefur orðið fyrir árás, — stund um eins morðingja, stundum skæruliðaflokks, og nú upp á síðkastið heilla herdeilda. . . . Enginn getur kallað þetta „frels isstríð" .... Þessar árásir eru ekki síður raunverulegar, þótt menn séu fremur stungnir til bana á heimilum sínum en skotn ir á vígvelli". Tveimur árum síð ar, 12. sept. 1963, sagði Kennedy á blaðamannafundi, að „stefna Bandaríkjanna í Víetnammálinu væri mjög einföld: Við viljum, að stríðið vinnist, áð kommún- istum sé haldið í skefjum, og að Bandaríkjamenn þarna geti far- ið heim. Þetta er stefna okkar, og ég veit, að þetta er einnig stefna fólksins í Víetnam". Jafnvel Fullbright, sem ýms- um er tamt að vitna til af ein- hverjum ástæðum, hefur aldrei ljeð máls á því, að bandaríski herinn færi frá S-Víetnam, nema N-Víetnam láti af árásum sín- um. ★ Þegar árið 1954 (4. apríl) seg- ir Eisenhower í einkabréfi til Churchills, þar sem hann ræðir um Indókína og ásókn kommún ista: „Ef mér leyfist aftur að vísa til sögunnar, þá mistókst ókkur á sínum tíma að stöðva Híró- hító, Mússólíni og Hitler, vegna þess að við unnum ekki samtím- is og sameiginlega. Þesssi mis- tök voru upphafið að margra ára hræðilegum harmleik, hættu legum og örvæntingarfullum. Gæti ekki verið að þjóðir okk- ar hefðu Jært eitthvað af þeirri lexíu?“ Þetta er mergurinn málsins. Það veltur á vörn S-Víetnama og bandamanna þeirra, hvort út þenslustefna kommúnista verð- ur stöðvuð í Asíu, áður en hún kveikir nýtt heimsófriðarbál. Það er kynlegur útúrsnúning- ur, þegar varnaraðilinn er tal- inn valda hættu á heimsstyrjöld með því að verja frelsi sitt. Slíkur öfuguggaháttur í hugsun er naumast ætlandi öíðrum en svo sanntrúuðum kommúnistum, að þeir geta ekki lengur hugsað sjálfstætt eða rökrænt en láta mata sig á hráum og grófum á- róðri. ★ Sá er gæfumunur á styrjald- araðiljum í Víetnam, að annar drepur óbreytta borgara vitandi vits, en hinn reynir eftir fremsta megni að hlífa þeim. Bandarísk- ir flugmenn hafa t.d. mjög ströng fyrirmæli um að varpa ekki sprengjum nema á hernaðarlega mikilvæga staði, þar sem ó- breyttra borgara sé ekki von, og það er einmitt þess vegna, sem sprengjum hefur hvorki ver ið varpað á Hanoi né Haiphong, þótt stríðsolíugeymar í nágrenni Hanoi hafi veri'ð eyðilagðir. Með loftárásum sínum á staði í N- Víetnam eru Bandaríkjamenn að veikja árásarmátt kommún- ista, draga úr stríðs'krafti þeirra og reyna að gera þeim skiljan- legt, að hernaður þeirra borgi sig ekki og sé vonlaus, þegar fram í sæki. Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafa margítrekað, að þeir séu reiðubúnir að setj- ast þegar í stað að samninga- borðinu án nokkurra skilyrða. Þeir hafa lýst því yfir, að þeir séu til viðtals um hin svoköll- uðu fjögur atriði Hanoi-stjórnar innar. Tvívegis hafa þeir hætt loftárásum á N-Víetnam (í seinna skiptfð í 37 daga), með- l.n beðið var eftir svari frá Hanoi um það, hvort stjórnin þar vildi hefja samningaumræð- ur. Hún virðir friðarumleitanir ekki svars. Reynt hefur verið að ná sambandi við hana eftir ýmsum leiðum, diplómatískum og persónulegum, en allt kem- ur fyrir ekki. Johnson hefur sagt, að ekkert vanti nema borð og stól, svo að hægt sé að fara að semja. Enn virðist Hanoi- stjórnin gera sér einhverjar von ir um sigur, fyrst hún slær sí- fellt á hina útréttu hönd eða læzt ekki sjá hana. Pekingstjórn inni er líka ósárt um líf þús- unda Víetnam-manna, meðan henni er naúðsyn að halda uppi ófriði á landamærum sínum og í útjaðraríkjum. ★ Víst er mál, að styrjöldinni linni, en hvað á til bragðs að taka, þegar annar aðilinn neit- ar með öllu að setjast að samn- ingaborðinu? Bandamenn S-Víet nama geta ekki stokkið í burtu og ofurselt S-Víetnam innrásar- hernum úr norðri. Þarf ekki að eyða orðum að því, hvert áfall það yr'ði hinum frjálsa heimi, ef Bandaríkjamenn svikju skuld bindingar sínar. Þar með væri flóðgáttin opnuð fyrir útþenslu- stefnu Kínverja, en þeir hafa lýst því opinberlega yfir, að styrjöldin í Víetnam sé fyrsta „þjóðfrelsisstríðið" af mörgum. Þeir hafa ekki farið dult með það, að Síam er næsta bráðin. Um ieið væri allt valdajafnvægi í heiminum úr sögunni, en það hefur hingað til komið í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Hinn reyndi stjórnvitringur og stjórnmálama'ður, Paul-Henri Spaak, sem drjúgum hefur stuðl að að samvinnu Evrópuríkja og eflingu Atlanshafsbandalagsins, sagði í marz sl.: „Vissar staðreyndir verða ekki vefengdar: Eftir að Genfarsamn ingurinn var gerður árið 1954, blönduðu Bandaríkin sér ekki í mál Víetnams. Meðan þar ríkti friður, gerðu Bandaríkjamenn ekki annað en að senda fáein hundruð rá'ðgjafa og tæknifræð inga þangað .... Árið 1960 lýsti kommúnistaflokkur N-Víetnams því yfir opinberlega (á þingi), að nauðsynlegt takmark N-Víet- nams væri að vinna sigur á S- Víetnam .... Þannig hófst þessi barátta. . . . Smátt og smátt hóf ust liðsflutningar frá N-Víetnam til S-Víetnam. . . . Það var þá, en ekki fyrr, sem Bandaríkja- menn blönduðu sér í málið“. í sömu ræðu lagi Spaak á- herzlu á, hve mikilvægt það væri fyrir NATO-þjóðirnar, að Bandaríkjamenn stæðu við skuld bindingar sínar, hvar sem væri í heiminum, en hlypust ekki frá þeim. Hann minnti á hættuna af Sovétríkjunum í Evrópu, sem náði hámarki skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. „Þá fögnúðum við því nær öll, er Bandaríkin komu okkur til hjálp ar. . . . Treystist nokkur til að halda því fram, að frjálsum þjóð um Asíu sé ekki ógnað af heims veldisstefnu Kínverja? Hvernig getum við komizt hjá því að gera okkur ljóst, að hlutverk Bandaríkjanna í heiminum krafðist þess, að þau tækju sömu afstöðu nú til Asiu og þau tóku áður tid Evrópu“. Spaak lauk máli sínu með því að segja, að hann vissi ekki, hvers vegna sumurn virtist ekki geta skilizt, að miklu meira væri í húfi í baráttunni í Víet- nam en sjálfstæði eða þrældóm- ur fólksins í Víetnam, þótt það væri nægilegt út af fyrir sig. Ástæðulaust er me'ð öllu að liggja hundflatur fyrir Banda- ríkjamönnum og gleypa allt hrátt, sem frá Washington kem- ur, eða frá hinum fámenna en háværa hluta þjóðarinnar, sem bölsótast út í Johnson vegna Víet namstríðsins. Bandarískt lýð- ræði tryggir líka frjálsustu og beztu fréttaþjónustu, sem heim- urinn hefur þekkt, svo að auð- velt er að vega og meta aðgerð- ir bandarísku stjórnarinnar 1 ljósi hennar eigin skýringa og gagnrýni ! andstæðinga hennar. Ástæðulaust er einnig að kyngja við öllu, sem frá Moskvu eða Peking kemur, en það virðast ólíklegustu menn gera me'ð beztu lyst. Hins vegar mættu sumir minnast þess, að þátttaka Bandaríkjanna i síðustu heimsstyrjöld réð úrslit- um um það, hvort nazismanum tækist að leggja undir sig alla Evrópu og e.t.v. allan heiminn, að bandarísk hjálp gerði það kleift, að Vestur-Evrópa reis hratt og örugglega úr rústum eftir stríðið, að Marshallaðstoðin kom í veg fyrir kreppu og atvinnuleysi í mörgum Evrópuríkjum eftir stríðið, að þessi aðsto'ð ásamt hern- aðarbandalagi við Bandaríkin tryggði frelsi V-Evrópu og stöðv aði framsó'kn kommúnismans, að valdajafnvægið í Evrópu og að miklu leyti í heiminum öllum er komið undir styrkleika Bandaríkjanna, að ekkert annað lýðræðisríki er nógu öflugt til þess að geta stemmt stigu við ofbeldisöflum, sem vilja lýðræ'ðið feigt, er við búum við, að langmestur hluti þeirrar að stoðar, sem vanþróuð og fátæk lönd njóta, kemur frá Bandaríkj unum, að friðurinn í Víetnam var rof inn af þeim aðilja, sem Banda- rí'kjamenn berjast við, að þessi aðili (Hanoi-Peking) vill ekki samninga, að þessi aðili vígbjóst á „hlut lausa beltinu", að styrjöldin í Víetnam er prófsteinn á mátt útþenslustefnu kommúnismans í Asíu, að sigur kommúnista í Asíu hlyti að leiða til aukins yfir- gangs, skv. yfirlýstri stefnu Pek ingstjórnarinnar, og líklega a'ð lokum til 'heimsstyrjaldar. Þessi upptalning er alls ek'ki frumleg, og hún gæti líka verið miklu lengri. Sannleikurinn er sá, að Bandaríkin eru eina heims aflið, sem við, er trúum á vest- rænt lýðveldi, getum sett traust okkar á gegn útþenslustefnu kommúnismans. Þar með er alls ekki sagt, að þau séu gallalaus, enda mundu Bandaríkjamenn játa það manna seinastir. Vegna þess að Bandarikin eru lýðræð- isríki, er jafnan höfð þar uppi svo hávær gagnrýni á stjómend urna, að andstæðingar þeirra þurfa ekki lengur að leita púð- ursins. f Bandaríkjunum sjálf- um má heyra öll rök, sem hér og annars staðar eru notuð me'ð eða móti aðild þeirra að Víet- namstríðinu. ★ Suður-Víetnamar berjast ekki einir í landi sínu. Þeir eiga fjöl mennasta herinn, en auk þess hafa Bandaríkjamenn, Ástralíu- menn, Nýsjálendingar, Suður- Kóreumenn og Filipseyingar þar herlið. Eru þetta allt innrás- arherir? Auk 'þess að berjast með Víetnömum, veita framan- taldar þjóðir þeim margháttað- an stuðning. Ber þar fyrst að nefna Bandaríkjamenn, sem hafa veitt þeim gífurlegan stuðning til skólamála, landbúnaðarmála, heilbrigðismála, tækniþróunar o.s.frv. Þa'ð er staðreynd, sem gleymist einkennilega oft, að þrátt fyrir allar hörmungarnar í S-Víetnam, hafa orðið þar mikl ar og ótrúlega örar framfarir síðan 1954. Eftirtaldar þjóðir (auk fram- angreindra) veita S-Víetnam ým iss konar stuðning og sýna með því í verki, hver afstaða þeirra er til styrjaldarinnar: Thailend- ingar, Malajsíumenn, Laosbúar, Framhald á bls. 25 Eiginkona mín og móðir okkar, LILJA SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR Heiðarbæ 2, andaðist fimmtudaginn 10. nóvember á Farsóttarhús- inu Reykjavík. Jón Anton Ström og börn. Hjartkær eiginmaður minn og faðir, JÓIIANN TORFI STEINSSON fyrrum yfirvélstjóri, lézt hinn 11. nóvember síðastliðinn. Esther Steinsson og börn hins látna. Bróðir minn, GUÐMUNDUR GUÐmJNDSSON Vesturbraut 5, Keflavík, andaðisl að heimili sínu 10. þ. m. Jóhann Kr. Guðmundsson. Jarðarför föðursystur okkar, KRISTÍNAR DAVÍÐSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. nóv. kl. 10,30 f.h. — Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á kristniboðið í Konsó. Fyrir hönd vandamanna. Helga Daníelsdóttir, Klara Guðmundsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför, ARA MARONSSONAR Fyrir hönd aðstandenda. Helga G. Helgadóttir. Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengdaböm- um og systkinum og öllum þeim, sem sýndu mér fá- dæma góðvild með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 70 ára afmælinu 2. nóv. si. Amfríður Álfsdóttir, ísafirði. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR Skúlagötu 72. Fyrir hönd vandamanna. Anna Rísberg. Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, STEINÞÓRS BJARNASONAR Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Hjartans þakkir til allra nær og fjær fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR KRISTFRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR Fyrir hönd aðstandenda. Hólmfríður Magnúsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu mér og fjöl- skyldu minni samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, BÖÐVARS MAGNÚSSONAR fyrrverandi hreppstjóra, Laugarvatni. Hjartans þökk fyrir þá vinsemd og virðingu er minn- ingu hins látna var sýnd. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Eyjólfsdóttir og fjölskylda. Þakka öllum fjær og nær fyrir hlý handtök og heilla- skeyti á áttræðisafmæli mínu 26. fyrra mánaðar. Kær kveðja til ykkar allra. Guðmundur Jónsson, , . . . Steinsholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.