Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 21
Laugardagur 12. nóv. 1966 MORCUNBLAÐ1Ð 21 1 IVfagnús Þórðarson: Hugleiðingar um Vietnam STRÍÐIÐ í Víetnam er sagt faroðalegra en filest önnur stríð, og er þá mikið sagt. Svo mikið er víst, að það hefur knú- ið menn um víða veröld til að taka afstöðu til þess, öðrum stríð um fremur. Sú ákvörðun Banda ríkjastjórnar að standa við skuld bindingar sinar og veita Suður- i Víetnömum aðstoð hefur kom- I ið miklu róti á hugi m.argra. Áróðursmenn mótaðilans hafa oft átt auðveldan leik, því að vfða er grunnt á and-amerík- anismanum, og svo er 'látið líta út sem Golíat sé rétt einu sinni farinn að lumbra á Davíð. Mörg um finnst leikurinn ójafn, og er þá ekki að sökum að spyrja, að fainn ímyndaði „lítilmagni" fær bróðurhlutann af samúðinni. Hitt vill þá stundum gleymast, að um varnarstríð er að ræða gegn greinilegum árásaraðilja, sem hefur beitt margfalt farylli- legri aðferðum í hernáði sínum en varnaraðilinn. Áróður komm únista nú er svipaður og sá, sem þeir höfðu uppi í Kóreustríðinu, en því virðast margir hafa gleymt um þessar mundir. Marg ir þeirra, sem gagnrýna vörn- ina í S-Víetnam, virðast gleypa áróður kommúnista furðu hrá- an, og, eins og til er ætlazt, beina þeir geirum sínum aðal- lega að Bandaríkjamönnum, sem eru þó aðeins ein af 36 þjóðum, *em veita Suður-Víetnömum ■tuðning, og ein af sex þjó'ðum, 6em berjast í Víetnam. k ★ r Allar styrjaldir eru hræðileg- er, og allar hljóta þær að bitna á saklausu fólki, óbreyttum borg urum, að meira eða minna leyti. AHir heilbrigðir menn hafa sam úð með þessu fólki, og enginn eérstakur aðiili getur leyft sér að þykjast hafa einkarétt á sam úðinni. I>að á heldur ekki að ekipta neinu máli, hvorum meg- in landamæra fólkið býr, sem verður fyrir faörmungum af völd tim stríðsguðsins; fólkið í norðri falýtur að njóta jafnmikillar sam úðar okkar og fólkið í suðri. f þeirri styrjöld, sem nú er háð í Víetnam, er fólkið í Suð- ur-Víetnam mun hrjáðara en fólkið í Norður-Víetnam. í fyrsta iagi er styrjöldin að langmestu leyti háð í S-Víetnam, — og til ekamms tíma eingöngu þar. í öðru lagi hefur Víetkong beitt elíkri ógn (terror), að með fá- dæmum er. Hrýðj uverkamenn- irnir, sem ég get ekki kallað •nnað, hafa gert sér leik að því að kasta sprengjum að lang- ferðabílum og strætisvögnum, inn í veitingahús og á fjölfar- in stræti. í>eir hafa skilið tíma- •prengjur eftir á miðjum mark- •ðstorgum, og fyrir kosningarn- •r í S-Víetnam í haust reyndu þeir að hræða fólk frá þátttöku «neð því að skjóta sprengikúl- wm á kosningafundi og hóta hverjum manni dauða, sem dtrfðist að greiða atkvæði. f fcérubunum, sem þeir hafa á valdi sínu, beita þeir algerri ógn •rstjórn. Mörg hundruð frétta- manna, sem fá að fara frjálsir ferð* sinna um S-Víetnam, hafa fcorið vitni um þetta. Árið 1964 voru 1795 óbreytt- lr borgarar í S-Víetnam drepnir f faryðjuverkum og launmorð- «m Víebkongmanna (þar af 436 embættismenn). Sama ár var •,554 óbreyttum borgurum rænt (þar af 1131 embættismanni). Mannránin eru aðallega stund- «ð til þess að hræða aðra frá því að taka opinbera afstöðu eegn kommúnistum eða vera fclutlausir. Oft eru þau liður í hefndaraðgerðum gegn fjölskyld •m, sem hafa verfð tregar til að lát* uppskeru sína eða syni af fcendi. Stundum er krafizt lausn •rgjalds, en oftar hverfa þeir, •em rænt er. Hafa þeir sumir lundizt í fiangabúðum Víetkongs, þar sem þeir eru hafðir í svelti eftfa fyrirmyndum frá Dachau Hitlers og Vorkuta Stailíns. Morð in og mannránin bitna oft á al- saklausu fólki, einkum morðin. T.d. var stúlka ein myrt, af því að bróðir hennar hafði gerzt lið hlaupi úr her Víetkongs. l»rátt fyrir slíkar hefndaraðgerðir, strjúka nú um 1000 manns á mánuði hverjum frá Víetkong. Önnur stúl-ka var myrt, af því að bróðir hennar (lögregluþjónn í næsta þorpi) hafði naumlega sloppið undan mannaveiðurum kommúnista. ★ Markmiði’ð með þessum terror- aðgerðum öllum er: að hræða fólk; koma þeim hugsunarhætti á, að mótspyrna sé tilgangslaus, stjórnin í Saígon sé þess van- megnug að vernda borgara lands ins, og því sé bezt að kaupa sér frið með því að játast undir vald Vietkongs. Inni í miðri Saí gon eru launmorðingjar komm- únista á kreiki, og er þess skemmst að minnast fyrir okk- ur blaðamenn, þegar ritstjórinn Tu Chung, sem hélt úti óháðu blaði, andvígu Saígon-stjórninni og kommúnistum, var myrtur, tveimur mánuðum eftir a’ð hann hafði fengið lokaaðvörun frá Víebkong. Hér þarf ekki að ræða frekar um hermdarverk Víet- kongs, sem alkunn eru öllum þeim, er fylgjast með erlendum fréttum, þótt furðulítið hafði ver ið greint frá þeim í blöðum og útvarpi hér. Minna má þó á myndir þær, sem birtust í Mbl. næsbliðinn sunnudag af pynd- uðum og sveltum föngum Víet- kongs. I>ar var um að ræða lið- hlaupa úr skæruliðasveitúm kommúnista, sem þeir náðu aft- ur á sitt vald og settu í svelti og á pyndingabekkinn. Mynd- .irnar hefðu eins getað verið i eknar í Dachau eða Buchen- wald. Þá má og minna á forsíðu grein í Lesbók Morgunblaðsins 14. ágúst s.l., „Aðferðir Víet- kongs í Víetnam*'. Tvær mynd- ir, sem greininni áttu að fylgja, þóttu of hroðalegar til að vera birtingarhæfiar. Á an.narri sáust lík fjögurra drengja á aidrinum 5-12 ára. Pappírsblað var fest með prjóni við lík elzta drengs- ins, og á því stóð skrifað: „Svona fer fyrir börnum þeirra, sem vinna með Saígon-stjórninni!“ ★ Trúir því nokkur, að með þess um faætti berjist þeir, sem hafa góðan málstað og eiga stuðning alþýðu manna vísan? Trúir því nokkur, að þessir menn séu þess umkomnir að „frelsa” þjóðina í S-Víetnam ? Og frá hverju á að frelsa hana? Ekki virðast allir þeir, sem þykjast geta talað af viti um Víetnam vera tiltakanlega fróðir um þjóð og landshætti. Sjálfur erkimótmælandi okkar tíma, Bertrand Russel, sem þótti snjall fram undir miðjan ald- ur, filaskaði herfilega á grund- vallaratriðum, þegar hann var a'ð auglýsa hin fáránlegu sýnd- arrétbarhöld, sem jafnvel de Gaulle hraus hugur við að láta halda í landi sínu, og bæði Svíar og Svisslendingar munu sennilega frábiðja sér. Hann balaði um, að þjóðin í S-Víetnam væri und- ir oki „ættbálkahöfðingja” („tri bal chiefs”) og stórjarðeigenda, og sýnir það, að hann veit ekk- ert um þjóðfélagshætti í land- inu. Þetta minnir óneitanlega á það, þegar hann afgreiddi Warr en-skýrsluna, áður en hann hafði lesið hana. Fyrst sjálfur Russel er ekki betur að sér, má ætla að minni bógar norður í höfum þurfi a'ð lesa betur. Um það þarf varla að deila, að S-Víetnam er ekki fullkom- ið lýðræðisríki eftir hinni ströngu mælistiku okkar Vest- urlandamanna, og N-Víetnam þá náttúrlega enn síður. Sjálf- sagt má finna þar dæmi um spillingu og gerræðislegar stjórn arathafnir, enda spara frétta- menn Vesturlandablaða í Saí- gon ekki að fræða okkur um slíkt, þegar þeir verða þess var- ir. XJm athafnir einræðisstjórnar innar í Hanoi, sem ríkir í lokuðu landi, fréttum við vitanlega minna. Stjórnmálaleg þróun í átt til lýðræðislegs stjórnarfars er eflaust skemmra á veg komin í S-Víetnam en okkur þykir æski legt. En í hvaða þróunarlandi er lýðræðið alfullkomið? í>au ríki skipta nú tugum í Afríku og Asíu, þar sem þegnarnir búa við enn frumstæðara „lýðræðis”- skipulag en Suður-Víetnamar gera þó. I>ví má heldur ekki gleyma, að landið hefur átt í stöðugu stríði mörg undanfarin ár. Ef afgreiða á Saígon-stjórn- ina með því, að hún sé ólýð- ræðisleg er ég hræddur um, að við mættum fara að fyrinlíta ríkisstjórnir yfirgnæfandi meiri hluta þeirra ríkja, sem nú eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum. ★ Já, frá hverju á að frelsa þjóð ina í S-Víetnam? Það er íhug- unarverð staðreynd, að íbúarnir í S-Víetnam hafa aldrei tekið höndum saman við kommúnista nema þvingaðir. í frelsisstríðinu við Frakka notuðu kommúnist- ar tækifærið til þess að losa sig við allar þjððfrelsishreyfingar, sem ekki vildu samfylkja með þeim í einu og öllu. Er af því ófögur saga. Þeir voru eini aðilinn, sem fékk reglu- legar vopnasendingar er- lendis frá. Við Genfarsamning- ana, sem Hanoi-stjórnin undir- ritaði hálfnauðug vegna kröfu Kínverja og Rússa, en Banda- ríkjamenn undirrituðu aldrei og hafa því ekki getað rofið, var landinu skipt. Andkommúnist- ar voru víða mjög öflugir í norð urhlutanum, einkum meðal ka- þólskra í strandhéruðunum við Tongking-flóa. Þeir fluttust eða voru fluttir suður á bóginn, og kommúnistastjórnin í Hanoi lagði undir sig lönd þeirra. Hins vegar urðu skæruliðasveitir kommúnista eftir á víð og dreif í suðurhlutanum, t.d. í óshólm- um Mekongs, og lögðu þær aldrei niður vopn. Diem forseti hafði nóg að gera fyrst eftir að hann kom til valda við að upp- ræta hina fjölmennu glæpa- mannaflokka, sem réðu lögum og lofum í ýmsum héruðum og Frakkar höfðu haldið hlífiskildi yfir, en á meðan voru sveitir Víetkongs efldar. Þar með var Genfarsamningurinn rofinn í fyrsta sinn, og síðan hófu sveit- irnar skæruhernað sinn, sem færðist fljótilega mjög í aukana. Kosningar var ekki hægt að faalda, þar eð kommúnistar komu þegar á ógnarstjórn sinni í mörg um faéruðum, en í Genfarsamn- ingunum var ákvæði um, að kjós endur yrðu að vera frjálsir og með öllu óþvingaðir. Á ýmsu hefur gengið í stjórn- málalífi S-Víetnam. Ríkisstjórn- ir hafa oltið úr sessi af mörgum ástæðum, ráðherrar hafa sagt af sér o.s.frv. (í N-Víetnam er aft- ur á móti aldrei skipt um stjórn). Miklir flokkadrættir hafa verið með kaþólskum og heittrúuðum Búddatrúarmönn- um og stundum skorizt í odda. Andstaða kaþólskra, Búddatrú- armanna, stúdenta, verkalýðsfé- laga og fleiri aðila hefur oft ver ið mjög sterk gegn þeirri stjórn, sem þá og þá stundina hefur setið í Saígon, og stundum hafa tveir eða fleiri þessara aðilja tekið höndum saman um að fella stjórnina, oft í samráði við hluta hersins. En aldrei hefur það kom ið fyrir, að neinn þessara að- ilja hafi fiallið fyrir þeirri auð- sæju freistingu að gera banda- lag við Víetkong. Svo óvinsæl hefur engin ríkisstjórn í Saigon orðið, að nokkur hafi svo mik- ið sem fært það í tal að hafa einhvers konar samvinnu við kommúnista, hvað þá að lýst hafi verið yfir samstöðu eða sam úð með þeim. Þessi staðreynd talar sínu máli um lýðhylli kommúnista í S-Víetnam. Kosningarnar, sem haldnar »oru í S-Víetnam 11. sept. sl- sýna einnig ljóslega hug þjóðar- innar. Þrátt fyrir að kommún- istar ógnuðu með hermdarverk- um og framkvæmdu þau, og þrátt fyrir áskoranir Búddatrú- arleiðtoga til fólks um að sitja heima, var koSningaþátttaka 73%. Þessa staðreynd vilja kommúnistar og samúðarmenn þeirra ekki minnast á. Enginn þekktur maður í S- Vietnam, — stjórnmálamaður, verkalýðs-, stúdenta-, æskulýðs-, kirkju- eða búddistaleiðtogi — hefur nokkru sinni gengið í lið með Víetkong. í þeim hluta for- ystuliðs Víetkongs, sem útvarp- ið í Hanoi hefur nafngreint, er ekki að finna einn einasta þekkt an mann frá S-Víetnam. Þegar 300 dagar voru ákveðnir til filutn ings fólks milli S- og N-Víet- nams með Genfarsamningnum 1954, kusu tæplega 80,000 manns að fara norður, en um 900,000 að fara suður. Skiljanlegt er, að erf itt hefur verið að koma öllu þessu fólki fyrir, og er ótrúlegt, hve vel og greiðlega það gekk á aðeins tveimur árum. 300,000 flóttamenn að norðan hafa bætzt við síðan. Frá því í desember 1964 og til 20. marz í ár flýðu 904,584 flóttamenn frá svæðum í S-Víetnam, sem hafa verið á valdi Víetkongs. 321,684 höfðu þegar fengið jarðnæði eða fasta atvinnu í borgum, 122,063 höfðu fengið bráðabirgðaatvinnu og húsnæði, en 460,837 bjuggu enn í flóttamannabúðum. Hvers vegna flýði þetta fólk undan „frelsurunum”? Hvers vegrva flýði það ekki til Víetnams? Og hvers vegna er tala lið- í ca. 1000 á mánuði? Allt ber að sama brunni: Al- menningur í Víetnam fylgir kommúnistum ekki að málum, nema þá af hræðslu. Þess má geta hér, að flótta- mannabúðir eru „vinsæl” skot- mörk hjá Víetkong. í janúar sl. voru flóttamenn að fagna nýju tunglári (,,Tet“) í búðum í Tuh- iep, 48 km. fyrir norðan Quang Ngai. Búðirnar voru óvarðar. Rétt fyrir dögun ruddust Víet- kong-liðar inn á hátíðasvæðið, skutu á varnarlaust fólkið, kon- ur, karla og börn, drápu 33, særðu 57, brenndu 11 íbúðar- skála, sprengdu skólahús í loft upp, drógu rauðan fána að húni og hurfu síðan aftur inn í frum skóginn eftir að hafa gert skyldu sína við frelsishugsjón kommún- ismans. f félagslegum málum hefur náðst undraverður árangur í S- Víetnam síðan 1954. Skólar, heilsugæzlustöðvar og sjúkráhús hafa risið upp í þúsundatali, og er talið, að hvergi hafi jafnörar framfarir orðið í þessum hluta heims, að Japan einu undan- skildu, en Formósa og S-Kórea fylgj® fast á eftir. Þetta starf hefur Víetkong ekki getað séð í friði, heldur t.d. lagt allt kapp á að brenna skólahús. Helztu fórnarlömfa morðingjanna eru hvers konar embættismenn, bæj arstjórar, lögregluþjónar, skóla- kennarar, sjúkraliðar, hjúkrunar konur, læknar, landbúnaðarfræð ingar og bændur, sem eru treg- ir til að gjalda skattinn eða iána syni sína. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að hér er ekki um sanna „þjóðfrelsisbaráttu” að ræða, heldur eina af valdatil- raunum kommúnista, sem þeir ættu að vera farnir að kannast við, er eitthvað hafa fylgzt með heimsmálunum á síðari áratug- um. Annars vegar er kommún- isminn, sterkasta aftuthaldsafl kúgunar og þjóðfélagslegs órétt lætis á þessari öld, hins vegar tilraun til að koma á lýðræði, frjálsasta þjóðfélagsformi sem þekkist og eitt er samboði’ð sið- uðum mönnum. ★ Otail sannanir eru fyrir því, að Víetkong-hreyfingin er ekki annað en handbendi kommún- istastjórnarinnar í HanoL sbr. t.d. skýrslur lögfræðinganefndar , Alþ.-eftirlitsnefndarinniar, sem stofnuð var með Genfarsamn- ingnum 1954. Víetkong er ekki á neinn hátt sjálfstæð, suður- víetnömsk hreyfing. Benda má á nokkur atriði. í júlí 1959 birtist grein eftir Ho Chi Minh í málgagni belg- iska kommúnistaflokksins, Rauða fánanum. Þar segir hann berum orðum: „Við erum að koma á sósíalisma í Víetnam, en að þessu sinni aðeins í öðrum hluta landsins. í hinum hlutanum er það enn hlutverk okkar að stjórna og leiða til sigurs hina lýðræðislegu og andheimsveld- issinnuðu miðstéttabyltingu". Þessari skýlausu yfirlýsingu um, að stríðinu í S-Víetnam væri stjórnað frá Hanoi, var fylgt á eftir með annarri yfir- lýsingu, sem yfirhershöfðingi N-Víetnams, Vo Nguyen Giap, gaf í málgagni kommúnista- flokks N-Víetnams, „Hoc Tap“, í janúar 1960. í henni segir, að „N-Víetnam sé orðfð að stórkost legum bakfajarli hers okkar” og „undirstaða byltingarinnar í öllu Víetnam". Nokkrum mán- uðum síðar lýsti Ho Chi Minh því yfir á flokksþingi kommún- ista í N-Víetnam, að verið væri að breyta landinu í „traustan grundvöll baráttunnar fyrir sam einingu alLs landsins”, og fyrsti ritari flokksins, Le Duan, sagði aðalverkefnið framundan vera það að „frelsa suðurhlutann”. í þinglok (30. sept. 1960) var sam þykkt að helztu markmiðin væru tvö: „A'ð framkvæma byltingu sósíalismans í N-Víetnam og að frelsa S-Víetnam“. Áherzla var lögð á, að „þessi tvö „strateg- ískú“ verkefni væru nátengd". Ekki þarf frekar vitnanna við um hlutdeild Hanoistjórnarinn- ar að ófriðnum í S-Víetnam, og ef einhver skyldi enn halda, að kommúnistar væru aðeins einn aðili af mörgum í Víetkong, sem Hanoistjórnin kallar hinu fagra nafni „Þjóðfrelsisfylking S-Víet- nams“, þá skal honum bent á grein í „Hoc Tap“ í janúar í ár, en þar segir, að staðreyndin sé sú, að „fylgjendur marx-lenín- ismans séu lífið og sálin í þjó'ð- frelsisfylkingu S-Víetnams og i rauninni sjálfur einingarkjarni fólksins í S-Víetnam. Þeim er ætlað hið sögulega ætlunarverk að frelsa S-Víetnam, og því ráða þeir fer’ðinni". ★ Þegar talað er um „stigaukn- ingu” („escalation”) stríðsins, mætti minnast þess, að á árun- um 1959—1960 voru 4,500 sér- þjálfiaðir og bardagavanir skæru hðar sendir frá Hanoi til S-Víet nams og 6,200 árið 1961. Á þess- um tíma (og allt fram á mitt ár 1965) störfuðu aðeins rá'ð- gjafar og aðstoðarmenn úr banda ríska hernum með her S-Víet- nams (ekki bardagalið). Þegar stjórnin í Saígon fór fram á hernaðaraðstoð frá Bandaríkjun um í maí 1960, ákvað Washing- tonstjórnin að auka tölu aðstoð- armannanna úr 327 í 685. Árið 1965 var svo komið, að fjölmennir herflokkar úr fasta- her N-Víetnams streymdu suður yfir landamærin á mánuði faverj um (e'ða um Laos og Kambod- sju), og Hanoistjórnin reisti hernaðarmannvirki á vopnlausa svæðinu (afvopnaða eða hlut- lausa beltinu). Þá fyrst fóru Bandaríkjamenn að senda bar- dagalið til Víetnams. Þess má og geta, að það voru ekki Banda ríkjamenn, sem sendu fyrstu bar áttusveitirnar tiil S-Víetnams, heldur voru það Suður-Kóreu- menn (í marz 1965), sem löngu höfðu gert sér ljóst, hver hætta var á ferðum. ★ Þeir, sem helzt hallmæla John son um þessar mundir, láta gjarnan líta svo út, að þá hafi Kennedy verið betri. Hann hefði ekki „látið þvæla sér út í styrj- öld hinum megin á hnettinum'*. Þeir hinir sömu virðast gleyma því, að þa'ð var Kennedy öðrum fremur, sem markaði stefnu Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.