Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ 23 Laugardagur 12. nóv. 19S6 „Strokið um strengi" Endurminningar Þórarins Guðmundssonar '„STROKIÐ um strengi" nefnist nú bók með endurminningum Þórarins Guðmundssonar, fiðlu- leikara og tónskálds. Ingólfur Kristjánsson, rithöfundur, hefur fært hana í letur. 1 Þórarinn Guðmundsson fór utan til náms í fiðluleik aðeins 14 ára gamall og var fyrsti fs- lendingurinn, sem lauk prófi er- lendis í þeirri listgrein. Hann hvarf heim að námi loknu þótt honum stæði til boða atvinna erlendis. Hér hefur hann svo Starfað í fimm áratugi og lagt mikinn skerf til eflingar ís- lenzkri tónlist sem fiðluleikari, tónskáld, hljómsveitarstjóri og kennari. Þetta er 11. bók Ingólfs Krist- jánssonar. Hann hefur áður skrifað ævisögur, smásagnasöfn og ljóðabækur. Bókin er 250 bls. að stærð. — Fræöimennska Framhald af bls. 17 að lesandann skortir allar for- sendur til að fylgjast með rök- semdafærslu ritdómarans. Rit- dómarinn virðist hafa gleymt því, að mikill þorri læsra íslend- inga er alinn upp við þær mál- fræðikenningar sem hann for- dæmir, og að þeim var meira að segja kennt að bera trúarlega lotningu fyrir því sem hann kall- ar hefðbundinn villulærdóm. Mér þætti það ótrúlega glöggur leik- imaður sem lært gæti nóg af þess um ritdómi til að losa sig að gagni við þau málfræðilegu hind- urvitni sem öruggt má telja að hann hafi lært í skóla. í fræðilegum ritdómi þurfa almennir lesendur mjög á því að halda, að ritdómarinn leiði þá við hönd sér í sannleikann, en því er ekki hér að heilsa. Rit- dómarinn er til dæmis óspar á að fordæma „fánýti þess að skil- greina setningafræðileg og önn- ur málfræðileg hugtök á grund- velli merkingar", enda er þetta kjarninn í hörðum dómi hans, en dæmi hans um rétta eða ein- hvers nýta skilgreiningu eru harla fá. Og hann villir fyrir ómálfróðum lesanda þegar hann segir að þetta fánýti hafi „lengi verið ljóst“. Loks finnst mér það nálgast skort á fræðilegri hæ- versku að láta þess ekki stutt- lega getið, að fjöldi þeirra mál- vísindamanna sem hafna allri skilgreiningu á grundvelli merk- ingar, hafa síður en svo bundið enda á merkingarvandamálið heldur eiga í stökustu vandræð- um með allt sem að „merkingu" lýtur. Þótt eg þannig telji ritdóm þrófessors Hreins engum að gagni, vona eg að enginn ætli xnér þá heimsku að telja gagns- litla þá þekkingu sem að baki honum býr. Eg tel þvert á móti að hún eigi hið brýnasta erindi við íslenzkukennara og norrænu- Hún er prýdd fjölda mynda. .Ut- gefandi er Setberg. Þórarinn Guðmundsson fræðinga og raunar allan lands- lýð, ekki sízt vegna þess, að hún er stórum líklegri til að stuðla að sannri málmenningu en þær hégómlegu fingrafettur sem lengi hafa tíðkast mest hjá umbóta- mönnum um málnotkun íslend- inga. Megi þessi þekkkig sem fyrst ná til sem flestra, og megi þeir sem yfir henni búa finna sem flestar happasælar leiðir til að koma henni á framfæri. — Minning Framhald af bls. 11 hlutum meiri en á bóklegu námi. Að loknu stúdentsprófi hóf hann því verklegt riám í vél- smíði, fyrst hér heima í Vél- smiðjunni Hamri, en síðan um nokkra ára skeið hjá hinu þekkta vélafirma Th. Tryge í Odense á Fjóni. í framhaldi af þessu verklega námi innritaðist Páll 1933 í Köbenhavns Elektro teknikum og lauk þaðan prófi 1937. Þegar Páll kom heim var á ýmsum sviðum þröngt í búi í íslenzku atvinnulífi. Þó voru í þann tíma ýmsir framsýnis- menn, sem töldu, að íslenzkur iðnaður ætti sér hér einhverja frarntíð. Eitt með mörgu, sem þá var reynt, var stofnun iðn- fyrirtækja til að hamla á mótr kreppu og markaðsmissi á Spáni o.fl. í Hafnarfirði var einu slíku fyrirtæki hleypt af stokkunum, var það Raftækjaverksmiðja Hafnarfjarðar, Rafha. Páll eign aðist hlut í þessu fyrirtæki og varð jafnframt starfsmaður þess. Starfssvið hans varð síðan innan vébanda þessa fyrirtækis og hygg ég, að tæknikunnátta hans og samvizkusemi í starfi hafi, ásamt öðru, aukið hróður íslenzks iðnaðar og þar með veitt Páli þá fullnægingu. sem var honum persónulega kærkom in. f einkalífi varð Páll mikillar hamingju aðnjótandi. Hann kvæntist 3. juní lBðl Inger, dótt ur Valdemars Möller, deildar- stjóra í Kaupmannahöfn, en henni hafði hann kynnzt þar snemma á námsárum sínum. Frú Inger er gædd miklum mannkostum og hvers manns hugljúfi, er henni kynnist. Þeim varð þriggja barna auðið: Elísa- bet, hjúkrunarkona, gift S. A. Malmberg, haffræðingi, Jón, matreiðslúmaður, kvæntur Pálrn ey Ottósdóttur, og Valdemar, nemandi í menntaskóla. Er á orði haft, að heimilislíf þessarar fjölskyldu hafi verið mjög til fyrirmyndar og sambúð foreldra og barna einlæg og ástúðleg. í dag verður gerð útför Páls. Samúðarkveðjur eru s.endar með línum þessum til frú Inger, barna hennar og annarra ætt- ingja, en minningin um góðan dreng mun lifa í hugum gam- alla félaga og vina. Oddur Guðjónsson. — Afmælisrabb Framhald af bls. 14 Svo var einnig smásaga eftir mig í alþjóða smásagnarkeppn- inni Vorld prize stories. í keppni þessa bárust um hundruð þús- und smásögur og var 41 þeirra valdar úr af tveimur dómnefnd um og birtar í bók. Þar af voru þrjár eftir íslendinga. Ein eftir Jochum Eggertsson, ein eftir Jóhannes Helga og svo mig. Sagan, sem ég sendi heitir Ást- in er hégómi. Sökum mistaka er urðu komu dulnöfnin okkar Jóhannesar Helga með sögun- urn, en ekki nöfnin. Ég tel þetta eina þá mestu viðurkenningu sem ég hef fengið á rithöfunda- ferli mínum. — Þó skömm sé frá að segja hef ég lítið lesið eftir unga ís- lenzka höfunda. Þeir eru nú margir að byrja og reynslan inun skera úr um hvað úr þeim verður. — Nei, nú er ég hætt að skrifa, eða það má segja svo. Ég á í fórum mínum handrit sem ég kannski fullgeri, en ég býst ekki við að byrja á nein- um nýjum viðfangsefnum. stjL Garðahreppur og Bessastaðahrepps hafa spila kvöld 14. þ.m. Spilað verður 1 samkomuhúsinu á Garðaholti. Byrjað verður að spila stund- víslega kl. 9. Garðhreppingar eru beðnir að fjölmenna og taka með sér gesti. Síld tll Bolungavíkur SJÁLFSTÆÐISFÉLÖG Garða- BOLUNGAVÍK, 11. nóv. — Guð mundur Péturs er væntanlegur hingað í kvöld með 1900 tonn af síld. Telur frystihúsið eins mikið í frystingu og hægt er, en afgangurinn af síldinni fer í bræðslu í verksmiðjunni. — H.S. Leiðrétting í MBL. í gær var birt frétt frá AP-fréttastofunni um árekstur tveggja bandarískra skipa, sem bæði voru sögð kafbátar. Átti árekstur þessi að hafa gerzt á hafinu milli íslands og Grænlands. Frétt þessi barst blaðinu skömmu áður en það fór í prentun og um svipað leyti hríðversn uðu móttökuskilyrði, og fékk blaðið því ekki leiðréttingu sem fréttastofan sendi frá sér skömmu síðar. Hún barst hinsvegar í gær. Hið rétta er, að kjarnorku kafbáturinn Nautilus rakst á flugvélaskipið Essex, er kaf- báturinn sigldi upp að því, og urðu skemmdir á turni kafbátsins. Árekstur þessi átti sér ekki stað skammt frá íslandi, heldur um 360 mílur austur af N-Carolinu-ríki i Bandaríkjunum. — Myndin sýnir Nautilus. Sæmileg trygging var á hús- I iiiu þar sem það V£ir gamalt orð- I ið og úr sér gengið, en innbú| I Var lágt vátryggt. Úrklippur úr nýlegum blöðum 'Búið var heldur I ekki stórt, 7 kýr og um 150 ær auk nokkurra hrossa. Ég I geri ráð fyrir að um helming I ur innbúsins hafi náðst. Það var tryggt fyrir 200 þús. kr. | Bærinn var lika vátryggður, en ekki hátt.. f f FYRRINÓTT brann íbuðarhús-l ið að Vatnsendabletti 33 x Kópa-1 1 vogi til kaldra kola og fólkið seml þar bjó missti allt innbú sitt óvá| Itryggt. rEkki er lenn kannað hversu miklar i Iskemmdir hafa orðið í þessum leldsvoða. Fjós og hey mun hafa | Iverið tryggt að nokkru leyti. takid vel eftir ! . . missti allt innbú sitt óvátryggt.“ „. . . en innbú var lágt vátryggt.“ „Húsið var lágt vátryggt og innanstokks- munir fjölskyldunnar óvátryggðir.“ „Fjós og hey mun hafa verið tryggt að nokkru leyti.“ „Bærinn var líka vátryggður, en ekki hátt.“ „. . . tókst ekki að bjarga neinu af innanstokksmunum fólksins . ..“ hafið þér nægilega vel trqggt ? ALMENNAR TRYGGINGAR HF. PÓSTHÚSSTRÆYI 9 SÍMI 17700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.