Morgunblaðið - 12.11.1966, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.11.1966, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1966 Atvinnurekendur — Verzlunnrmenn Maður með staðgóða þekkingu, sem undanfarin ár hefur unnið sem skrifstofu stjóri í stóru, þekktu fyrirtæki, óskar nú af sérstökum ástæðum eftir vel iaunuðu sjálfstæðu starfi og/eða að gerast. meðeigandi í öruggi íyrirtæki. Að sjálfsögðu verður farið með tilboð og tilskrif sem algert trúnaðarmál. Tilboð merkt: „Þagmælska — 9834“ óskast sent afgr. Mbl. SÓLÓ STÁL- HÚSGÖGN VIÐ BJÓÐUM YÐUR: Úrvals vörur. — Lipra þjónustu. — Hagkvæm viðskipti. — Sýnum nú 2 innréttingar ásamt tilheyrandi raftækjum. Úrval af skrauthillum, veggskápum og liillum. SKORRI HF. Suðurlandsbraut 10. — Sími 3-85-85. Hýtt glæsilegt úrval af ÍTÖLSKUM KVEHSKÖM tekið fram í dag 2. HÆD Austurstrœti sex (Nýja húsið) Hýtt úrval af TIMPSOH karlmannaskóm J. HÆÐ Austurstrœti sex (Nýja húsið) Ealcd eldhús — El'mborg Framhald af bls. 19 að heilsa hennar var oft stopul og annir við súsmóðurstörf á stóru heimili gerðist hún um- svifamikil í heimi bókmenntanna og hefur hún um áratugi verið einn af mikilvirkustu rit'höfund- um þjóðarinnar. Ritstörf henn- ar ætla ég ekki að dæma hér, það munu aðrir gera á öðrum vettvangi, en bækur hennar hafa fyrir löngu skipað henni þann virðingarsess, sem henni ber, og ennþá skrifar hún sem ung væri til ánægju og yndis fyrir hinn stóra hóp aðdáenda sinna. Ung að árum kynntist frú Elín borg málefnum sálarrannsóknar- manna, en hafði í upphafi ekki mikinn áhuga á þeim. En þegar maður hennar var prestur að Mosfelli í Grímsnesi, kom Andr- és Böðvarsson, miðill á heimili þeirra og dvaldist hann hjá þeim 'heilt sumar. Hjá honum sat hún sinn fyrsta miðilsfund með þrem ur prestum, eiginmanni sínum, séra Ingimar, séra Kjartani Helgasyni í Hruna og séra Jóni Magnússyni, föður Magnúsar heitins prófessors. Henni datt þá ekki í hug að trúa neinu, sem þarna kom fram og var hún með sjálfri sér undrandi yfir því, að þessi maður skyldi geta slegið slíku ryki í augu þessara gáfuðu og menntuðu manna. En eitthvað knúði hana til að halda áfnam að sitja þessa fundi, og segir hún sjálf svo frá, að sér hafi verið efst í huga ósk um að fá tækifæri til að koma upp þeim svikum, sem hún hélt áð miðillinn beitti. En „svikin“ reyndust torfundin, en í þess stað komu fram ótal atvik af ýmsu tagi, sem ekki var hægt að véfenga. Eitt sinn er hún sat fund með séra Jóni Magnússyni, segir mið iliinn í hálf „trance“, að hann sjái lítinn dreng í kjöltu séra JV>ns, og hann bætir við. „Ég sé að þú átt hann, en hann á ekkert nafn“. Frú Elínborg vissi ekki til þess að þau hjónin hefðu misst barn og hugsaði með sér. „Þetta er nú áreiðanlega ekki rétt hjá honum og nú fæ ég gott tækifæri til að leiða athygli séra Jóns að þvi“. Eftir fundinn spurði hún séra Jón hverju þetta sætti. Hann svaraði. „Þetta er mjög athyglisvert. Ég hef aldrei talið okkur eiga nema þessa tvo syni, Magnús og Þorstein, og býst ég ekki við að neinn viti það nú nema ég og konan min, að á fyrsta hjúskaparári okkar ól hún sveinbarn, sem fæddist andvana og hlaut þessvegna ekki skírn. Þá bjuggum við að Hvammi í Laxárdal". Þannig mynduðu mörg smá- atriði órjúfandi keðju merki- legra sannana, og svo fór, að hún sannfærðist smám saman um að bak við þennan mann stæðu þroskaðar verur irá æðri heimi, og hann væri verkfæri í höndum þeirra til þess að brúa bilið á milli hins sýnilega heims og hins ósýnilega. Gerðist hún nú eindreginn spíritisti og hefir hún helgað nokkrum hluta bóka sinna dulrænum málum, m.a. ritað bækur um miðlana Andrés Böðvarsson, Kristinn Kristjáns- son og þann, sem þessar línur ritar. Minnist ég margra ánægju legra stunda frá samstarfi okk- ar við samningu þeirra tveggja bóka, sem hún helgaði miðils- starfi mínu. Skagafjörður er um marga hluti sérstæður og hefir til að bera óvenjulega og margbrotna fegurð, hrikalega og stórbrotna og að hinu leytinu hlýja og milda. Hver minnist ekki sér- kennilegrar fegurðar skagfirskra vetrarkvölda, bragandi norður- ljóa og ísilagðar viðáttu Ey- lendisins, „nóttlausrar voraldar — veraldar" með heiðvindana hlýju og gró'ðurilm úr grasi og kjarri, þegar allt er að vakna til nýs lífs, hásumarsgróðurs og heyanna og fagurra haustkvölda með fölnandi gróður en fyrir- heit um geymd hins viðkvæma gróðursprota undir fannfeldi vetrarins. Úr þessu héraði er iistamanns sál frú Elínborgar sprottin, og er ekki eðlilegt, að næmgeðja barnssál mótist af slíku um- hverfi? Bækur hennar bera þess líka vitni, að þar er á ferð höfund- ur, sem slær á marga strengi og minnist ég sérstaklega hins mikla sagnabálks hennar: „Föru menn“. Þar kemur einnig vel í ijós hin mikla samúð hennar með þeim, sem minnimáttar eru, eða ekki binda bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. En erum við ekki al'lir föru- menn á þessari jörð? A'ð lokum vil ég um leið og ég óska frú Elínborgu hjartan- lega til hamingju með þennan merkisdag í lífi hennar, þakka þeim hjónum óbrigðula vináttu frá fyrstu kynnum við mig og konu mína og óska henni þess, að sú hlýja og mildi, sem andar frá bókum hennar megi umilykja ævikvöld hennar og aftanskinið verða henni bjart og fagurt. Hafsteinn Björnsson EIN mikilvirkasta og víðlesn- asta skáldkona þjóðarinnar, El- ínborg Lárusdóttir, er 75 ára 1 dag. Hún fæddist að Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi, og voru foreldrar hennar Lárus Þor- steinsson, bóndi þar, og kona hans, Þórey Bjarnadóttir. Eiín- borg gekk í kvennaskó’ann á Blönduósi 1908—10, nússtjórn- arskóla á Akureyri 1911 og i Kennaraskóla íslands 1912'—14. Hefur hvort tveggja, húsmæðra fræðslan og kennaramenntumn efalaust oft komið sér vel fyrir frú Elínborgu síðar í iít'inu og gerir enn. Árið 1918 giftist hún séra Ingimar Jónssyni síðar skóla- stjóra. Kom í hlut hennar að vera húsmóðir, fyrst á Mosfeili í Grímsnesi 1922—28, en síðan í Reykjavík. Fyrsta bók Elín- borgar, Sögur, kom út 1935, þeg ar hún var 44 ára. Hóf hún því ekki snemma rithöfundarferil sinn, og hafa að líkindum hei.n- ilisástæður valdið, en siðan hef ur hver bókin rekið aðra: skáid sögur, æviminningar, bækur um dulræn fyrirbrigði. Gegnir furðu, hve miklu hún hefur af- kastað á bókmenntasviðinu, jafnframt tímafreku húsmóður- starfi, auk félagsmála, sem hún hefur tekið þátt í. Hér verða ekki verx Elínborg ar metin. En að mínum dóml eru hófsöm, en róleg, öfgalaus og trúverðug frásögn höfuðko't- ir vinnubragða hennar. Vríða dregur hún upp þjóðlífsmyndir, er seint munu fyrnasi. Þanmg er lífs- og listagildi verka henn- ar saman fléttað. Þau eru líka íslenzk í bezta skilningi þess orðs. Virðist mér, að hróður skáldkonunnar hafi stöðugt far- ið vaxandi með árunum Frú Elínborg var meðal stofn enda Félags ísienzkra tithöf- unda og sat mörg ár í atjórn þess. Ég leyfi ,nér fyrir hönd mína og félagsins að þakka henni mikil bókmenntaafrek, ágæta samvinnu í félaginu langa tíð og margan tebolla í té látinn á heimili hennar og séra Ingi- mars. Að svo mæltu óska ég afmæl- isbarninu og fjölskvldu þesa gæfu og gengis í hvívetna um ókomin ár. Þóroddur Guðmundsson. Lækningastofa mín er ílutt á Klapparstíg 25. Viðtalsbeiðnir í síma 1-12-28. GUÐJÓN LÁRUSSON, læknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.