Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 17
Laugardagur 12. nóv. 196* MORGU N B LADIÐ 17 Jóhann S. Hannesson, skólameistari: Fræðimennska og kennslubdkapólitík n. L Á MIÐVIKUDAGIN'N í vikunni *em leið birtist í Morgunblaðinu 1 a n g u r ritdómur prófessors Hreins Benediktssonar um nýút- komna kennslubók í setninga- fræði eftir dr. Harald Matthías- son. Nú háttar svo málum á ís- landi, að útkoma kennslubókar fyrir framhaldsskóla, góðrar eða slæmrar, er stórviðburður. Hæfir því vel, að um hverja slíka bók sé skrifaður langur og ýtarlegur ritdómur, og skiptir miklu, að vel takist til um dóminn ekki síður en um bókina. Við háskóla eins lands á að vera að finna hæfustu menn þess i hverri fræðigrein, og er það því í sjálfu sér gleðiefni, að prófessorar taki skólabækur til dóms; með því er tryggt að bækurnar verði dæmd- .ar eftir þvi, seni bezt er vitað í hverri grein á hverjum tíma, að minnsta kosti ef sú grein sem í hlut á er kennd við háskóla landsins og á sér þar ein- hverja sögu. Dagblaðadómar um kennslubækur virðist mér muni hafa það markmið, að fræða al- menna lesendur um eðli þeirrar greinar sem bókin fjallar um, vekja athygli kennara á kostum bókarinnar og vara þá við göllum hennar, þakka höfundi það sem vel hefir tekizt og benda honum á það sem betur hefði mátt fara — í stuttu máli að leggja grein- inni og öllum sem hún kemur við sem allra mest lið. Slíkra rit- dóma er frá engum frekar að vænta en þeim, sem ráða yfir hinni fullkomnustu fræðilegu þekkingu. Hins ber þó að gæta, þegar meta skal notagildi kennslubók- ar, að fleira kemur þar til greina en fræðileg sjónarmið ein. Þótt sparsemi sé hin mesta dygð, er það alkunna að menn geta verið svo fátækir að þeir hafi ekki ráð á að spara. Á svip- aðan hátt getur ástandið í kennslu einstakra greina orðið svo slæmt vegna lélegs bókakosts og lélegrar kennara- menntunar um langan tíma, að skólarnir hafi ekki tök á að nýta hina fullkomnustu fræðilegu þekkingu. Að mínum dómi stend- ur einmitt þannig á um hina mál- fræðilegu hlið móðurmálskennsl- unnar á íslandi í dag, og þessu tel eg að megi með engu móti gleyma þegar dæma skal nyt- semi nýrrar kennslubókar í ís- lenzkri málfræði. í ritdómi sín- um sneiðir prófessor Hreinn al- gjörlega hjá þessari hlið málsins. Fyrir vikið er ritdómurinn ó- sanngjarn, sennilega skaðlegur, og áreiðanlega að minna gagni «n efni standa tiL Til að forðast misskilning er rétt að draga það ekki lengur að taka skýrt fram, að eg er síður en svo ósammála þeim fræðilegu viðhorfum sem liggja til grund- vallar dómi prófessors Hreins. Fg brenn ekki síður en hann í skinninu eftir því að nútíma málvísipdum sé komið á fram- færi í íslenzkum kennslubókum. En eins og áður er sagt kemur hér fleira til en fræðileg sjónar- mið ein. Eins og þeir sem að bók dr. Haralds standa er eg fram- haldsskólakennari og því ekki óeðlilegt, að þegar um mörg sjónarmið er að ræða, að áhugi minn beinist fyrr að öðru en ómengaðri fræðimennsku. Rit- dómarinn er hinsvegar prófessor við Háskóla íslands og því kannske jafneðlilegt að áhugi hans beinist fyrr að öðru en kennslu og kennaramenntun. Eg hefi sakað prófessor Hrein um ósanngirni og hlýt að reyna að finna þeim orðum stað. >ess er þá fyrst að geta, að í ritdómi sínum kemst hann ótilhlýðilega seint að því atriði sem öll sann- girni krefst að lögð sé megin- áherzla á, sem sé það, hversvegna bók dr. Haralds er ekki eins og ritdómarinn vill hafa hana. Rit- dómarinn segir eftir dúk og disk: „>að þarf vitaskuld ekki að taka það fram, að ekki er rétt að leggja höf. beint allt það til lasts, sem fundið hefir verið að. Flest hefir það tíðkast lengi.“ Hér er um hrapallegan misskiln- ing að ræða. Vitaskuld þarf að taka þetta fram skýrt og skorin- ort, þó ekki væri nema vegna þess, að í öllu sem á undan er farið hefir ritdómarinn með orðalagi sínu gert höfundinn persónulega ábyrgan fyrir öllu sem hann hefir fundið að. Vita- skuld þarf að taka það fram, að ádeila ritdómarans snýst ekki fyrst og fremst um einstök at- riði heldur um þann fræðilega grundvöll sem höfundur byggir á. Ritdómarinn veit það, sem fjöldi lesenda hans veit ekki, að höfundurinn byggir á hefð á sér ekki einungis langa sögu hel'lur er enn í fullu fjöri um allan hinn vestræna heim — hvort sem honum og mér og öðrum sama sinnis er það ljúft eða leitt. Hann veit það, þótt það hvergi komi fram í ritdómi hans, að hin nýrri og óumdeilanlega fram- hverfari viðhorf sem liggja að baki hörðum og óvingjarnlegum dómi hans eiga enn alls staðar erfitt uppdráttar í móðurmáls- kennslu í skólum. í Bandaríkjun- um standa málvísindi til dæmis á mjög háu stigi, og tugir ef ekki hundruð prófessora birta þar grein eftir grein og bók eftir bók um þau fræði, og þó er þar móð- urmálskennsla í skólum enn svo til ósnortin af hinum nýju við- horfum, eða var það að minnsta kosti til skamms tíma. Bylting í móðurmálskennslu er þar eins nauðsynleg og hér, og þar vantar ekki forsendurnar — fræðistörf prófessora við háskóla landsins — en samt lætur byltingin á sér standa. Að álasa nokkrum manni fyrir að valda ekki af sjálfsdáðum og á svipstundu slíkri byltingu hér á landi er hrópleg ósanngirni. Hér skortir allar forsendur. >að er ekki nóg með að nýrri mál- vísindi séu hér enn að heita má gjörsamlega óþekkt. Mér er ekki kunnugt um eina einustu ís- lenzka yfirlitsbók eða yfirlits- grein um málvísindi, hvorki gömul né ný, hvorki eftir prófessor né nokkurn annan mann. Málvísindi er ekki meðal þeirra fræðigreina sem eiga sér merkilegasta sögu við Háskóla íslands. Til marks um það má nefna að í afmælisriti því er Bandalag háskólamanna helgaði Háskóla Islands á fimmtugsaf- mæli hans er enga grein um málvísindi að finna. Við þetta bætist það, sem öllum málfræð- ingum er kunnugt, að um fáar fræðigreinar er meira af alröng- um hugmyndum á sveimi meðal leikmanna en einmitt um mál- vísindi; jafnvel um læknisfræði mun þekking almennings ekki mótast eins af kreddum og kerl- ingabókum og um málfræði. Á íslandi er ástandið í þessu efni þeim mun verra sem mikið af orku íslenzkra málfræðinga hefir farið í algjörlega vanhugsað og iðulega skaðlegt málhreinsunar- stagl, þar sem fræðileg sjónarmið hafa aldrei átt lífsvon. Væri það verðugt verkefni fyrir vel upp- lýstan málfræðing að grípa þar í taumana. Allt tekur sinn tíma, einnig útbreiðsla þekkingarinnar. Mið- stöð allrar þekkingar í þessu landi er háskólinn. >að sem þar var talið góð og gild vísindi og vegsemdar vert í gær, hlýtur enn að vera í nokkru gildi í skólun- um í dag. Margir íslenzkukenn- Jóhann S. Hannesson. arar við framhaldsskóla lands- ins hlutu menntun sína við Há- skóla íslands. Fyrir vikið eru þeir ekki undir það búnir, nema þá þeir allra yngstu, að kenna íslenzku í anda nýrri málvísinda og myndu standa uppi meira og minna ráðalausir með bók af því tagi sem prófessor Hreinn álasar dr. Haraldi fyrir að hafa ekki skrifað. >egar svo er í pottinn búið er sennilegt að bíða verði til morguns eftir þeirri setninga fræði sem við prófessor Hreinn þráum báðir jafnheitt. Og þá er skylt að þakka allt sem gerir nóttina bærilegri. III. Svo innilega sammála sem eg er prófessor Hreini um það, hverskonar kennslubók í setn- ingafræði við þyrftum að eignast og þyrftum að geta notað, er eg honum þó algjörlega ósammála um nytsemi þeirrar bókar sem ritdómur hans fjallar um. Hann lætur svo um mælt, að hér sé um að ræða „greinilega og hrapallega afturför frá þeim bókum, sem notaðar hafa verið í kennslu undanfarna áratugi." Eg er ekki einn um þá skoðun, að þessi dómur sé fjarri sanni, þótt eg sé ef til vill einn um það álit mitt, að afturför frá fyrri kennslubókum í þessari grein sé lítt hugsanleg. >að skal tekið fram, að prófessor Hreinn vill ekki lofa þær bækur, heldur tel- ur að þeim fyrirgefist meira „vegna aldurs.“ Mér virðist þetta orðalag benda til þess, að hann sé ekki með öllu ósam- mála þeim sjónarmiðum sem sett eru fram hér að ofan. >að sem okkur ber helzt á milli, sýn- ist mér, er það, að í málvísindum tel ég fortíðina enn standa yfir hér á landi, þótt nútíðin sé að vísu farin að glefsa í hælana á henni). Ritdómarinn villir hér um fyrir þeim sem bókin gæti orðið að gagni: þeim mörgu kenn urum sem orðnir eru uppgefnir á eldri kennslubókum og ríður meira á svigrúmi í dag en bylt- ingu á morgun. í þessu felst sá skaði sem eg tel sennilegt að ritdómurinn muni valda. >að er satt, að hin fræðilega undirstaða í bók dr. Haralds er hin sama og í þeim bókum sem notaðar hafa verið undanfarna áratugi, og eg tek það fram einu sinni enn, að eg er prófessor Hreini sammála um það, að sú undirstaða er í grundvallarat- riðum röng. En þegar þeirri þungu og ótímabæru mótbáru sleppir, leynir sér hingsvegar ekki fyrir þeim lesanda sem eitt- hvað veit til setningafræðikennsl unnar í islenzkum skólum, að í bók dr. Haralds er að finna eindregna viðleitni til að hverfa — eftir því sem grundvöllurinn leyfir — frá sem allra mestu af þeirri dómadagsvitleysu sem hingað til hefur verið kjarninn í setningafræðikennslunni. Jafn- vel í höndum kennara sem enga þekkingu hafa á nýrri málvís- indum getur þessi bók losað meira en lítið um þær hömlur sem setningafræðikennslan hefur hingað til lagt á skilning og áhuga nemenda. Eins og nú er ástatt um kennslu í þessari grein er því hér um að ræða mikla framför — að minnsta kosti frá sjónarmiði þeirra sem við kennslu eru riðnir og ekki hafa ráð á að fórna daglegri skyldu sinni fyrir fræðileg sjónarmið. Eg veit ekki hvort prófessor Hreini hefur sézt yfir þetta s^óla sjónarmið er hann samdi ritdóm sinn, en mér þykir það ósenni- legt. Mér þykir sennilegra að þögn hans um þessa hlið máls- ins stafi af því, að hann telji hið fræðilega sjónarmið meira virði en svo, að nokkur tæki- færisstefna í þessum efnum komi til greina. >að er fjarri mér, að vanmeta eða vanvirða þá skoðun sem eg er hér, með réttu eða röngu, að eigna prófessor Hreini. Eg vildi þvert á móti óska að norrænufræðingar og íslenzku- kennarar hefðu ráð á henni. Hversu fjarri fer því, að við höfum ráð á hreinum fræðilegum sjónarmiðum þegar ræða skal kennslu og kennslubækur í ís- lenzku, má sjá á ritdómi prófess ors Hreins sjálfum. Sjónarmið hans blinda hann fyrir því sem hverjum manni ætti að liggja í augum uppi. Hann ræðir á ein- um stað um „sorgargöngu setn- ingafræðinnar" og tekur sem dæmi um hana að „á því herrans ári 1966 þykir það sjálfsagt . . . að gefa út íslenzka setningafræði, þar sem einn aðalkaflinn og sá næstlengsti fjallar um kommu- setningu og setningu annarra greinarmerkja“. Eg er til með að fallast á, að hér sé um sorgar- göngu að ræða, en ég skil ekki hneykslun og undrun ritdómar- ans. Hann veit eins vel og hver annar, að kommusetning er ekk- ert smáatriði í íslenzku þjóðlífi. Hann hlýtur til dæmis áð vita það, að í útvarpsþætti sem helg- aður er rökdeilum um íslenzk menningarmál hefur kommusetn- ing verið tekin til umræðu, og alls ekki í gamni, að minnsta kosti ekki af háfu allra umræð- enda. Ritdómarinn veit það líka, að í íslenzkum málvísindum hefur ekkert það gerzt, almenn- ingi kunnugt, síðan fyrri kennslu bækur í setninga- og greinar- merkjafræði kom út, sem gerði árið 1966 verulega frábrugðið þeim herrans árum 1925, 1943 eða 1955. >að er sem sé sjálfsagt, eins og málum er háttað, að blandað sé saman setningafræði og greinarmerkjasetningu í ís- lenzkum skólum; í því felst sorg- arsagan en ekki í hinu, að í bók dr. Haralds skuli vera kafli um merkjasetningu. Hitt mun rit- dómarinn ekki vita, sem mér er af tilviljun kunnugt um, að dr. Haraldur telur þetta ekki sjálf- sagt. Hvatamenn bókarinnar hafa sagt mér að höfundur hafi aukið í bókina kaflanum um merkja- setningu fyrir eindregin tilmæli þeirra, en þeir töldu að án þess kafla myndi bókin síður full- nægja þörfum kennaranna sem hún er ætluð. Hvað sem líður sambandi setningafræði og greinarmerkja, hefði ritdómaranum ekki átt að sjást yfir það, að einmitt í kafl- anum um merkjasetningu kemur gleggst fram það markmið höf- undar, að losa íslenzkukennsluna úr því öngþveiti sem hún hefur lengi verið í. Eg er svo ein- dreginn tækifærissinni, að eg fagna þeirri skynsamlegu við- leitni af þessu tagi og vil að hún sé þökkuð að verðleikum, eins þótt eg sjálfur líti svo á, að merkjasetning komi málvís- indum ákaflega lítið við. í landi þar sem lærðustu málfræðingar — eða næstlærðustu, að minnsta kosti — umgangast kommur eins og helga dóma, er hægt að vera þakklátur fyrir minna en algjöra byltingu. Ritdómarinn er greini- lega andvígur kommustaglinu, en fyrir hollustu sína við réttmæt fræðileg viðhorf verður hann hér sekur um ómaklegt vanþakk- læti, og má af því marka að starf hans er ekki vandalaust. Af svipuðum orsökum ratar ritdómarinn í vanda í ummæl- um sínum um 3. kafla bókarinn- ar. >ann kafla telur hann að mestu eða öllu óviðkomandi setningafræði og fordæmir hann því að heita má ummælalaust. Að mínum dómi hefði ritdómar- inn átt að fagna því, að kafli sem þessi var hafður í bókinni; hann hefði samt getað sagt á kaflan- um kost og löst eftir sínu mati. >etta er sem sé sá kafli bókar- innar sem öðrum köflum fremur miðar að því sem ritdómarinn telur hið eiginlega hlutverk setn- ingafræðinnar: „að gefa nemend- um nokkra innsýn í uppbyggingu íslenzks máls og notkun þess í ræðu og riti og stuðla þannig að því að glæða málskyn nemenda og bæta málbeitingu þeirra og málsmeðferð". Vel má vera, að efni þessa kafla falli utan setn- ingafræði í ströngum skilningi, og myndi ég þó nokkurn veginn treysta mér til að deila um það við ritdómarann í vinsamlegu spjalli. En það skiptir ekki nokkru máli. >ví að eins og nú er ástatt um íslenzkukennslu í skólum gegnir sama máli um þennan kafla og kaflann um merkjasetningu: fyrir þær um- bætur sem þar er að stefnt er enginn vænlegri vettvangur en setningafræðikennslan. Kjarni málsins er að mínum dómi sá, að öll viðleitni til að hressa upp á viðhorf íslenzkra nemenda til tungu sinnar er ómaksverð og þakkaverð — og á því herrans ári 1966 mun meira virði en ströng skilgreining á því, hvað sé setningafræði. Skaðinn sem eg tel ritdómur prófessors Hreins kunni að valda stafar þannig í stuttu máli af þvi, að hann fordæmir á fræði- legum grundvelli bók sem gæti komið að miklu hagnýtu gagni eins og málum er nú háttað. Leiðin frá öngþveiti til fræði- legrar fullsælu er löng og krók- ótt. Eg lái engum þótt hann missi þolinmæðina á þeirri leið. En það rýrir óneitanlega gildi hans sem leiðsögumanns. IV. Nú finnst mér senn mál að linni, en þó á ég eftir að gera grein fyrir því, hversvegna eg tel minna gagn að ritdómi prófessors Hreins en efni standa til. Efnin eru að sjálfsögðu fyrst og fremst þekking og lærdómur ritdómarans og þar næst staða hans. Eg tel að ritdómurinn hefði frekar orðið að gagni á öðrum vettvangi, t.d. í tímaritinu íslenzk tunga. >ar hefði ritdóm- arinn haft meira svigrúm til að skýra fræðilegan grundvöll dóms síns, og þar hefði hann náð beint til þeirra lesenda sem einhver von er að dregið geti nytsamleg- an lærdóm af ummælum hans. Ritdómurinn eins og hann er nægir ekki venjulegum blaðales- anda til neins raunverulegs skilnings á því, hversvegna bók- in er fordæmd. >rátt fyrir hin mörgu dæmi ritdómarans er venjulegur lesandi litlu nær um það, hvernig að kennslubók í setningafræði ætti að vera. >etta stafar ekki fyrst og fremst af því, hversu oft stappar nærri að dæmin séu röng og ummæli höf- undar mistúlkuð, heldur af hinu, Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.