Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 19

Morgunblaðið - 12.11.1966, Page 19
Laugardagur 12. nóv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 19 Elínborg Lárusdóttir 75 ára í dag, 12. nóvember, verður Ærú Elínborg Lárusdóttir, skáld- kona 75 ára, og geri ég ráð fyr- Ér, að gestkvæmt verði á heim- Éli hennar eins og löngum fyrr. Verða þó enn fleiri af hinum míkla lesendahópi hennar að láta Bér nægja að senda henni þakkir og heillakveðj ur úr fjarlægð. Oft 'hef ég um það hugsað, hvernig á því stendur, hvað ís- lenzkum skáldkonum hefur öðr um frernur veitzt það auðvelt að ná góðuim vinsældum meðal alþýðu manna, svo að þær hafa orðið meðal alþýðu manna, svo að þær hafa orðið meðal mest lesnu rithöfunda þjóðarinnar. Sennilega stafar þetta af því, hvað konum lætur yfirleitt vel að segja sögur blátt áfram og án allrar tilgerðar og útúrdúra. Œívað mikið af þulum okkar og þjóðsögum, jafnveil þeim allra beztu, munu vera runnar und- an tungurótum kvenna? Frá því IÞuríður dóttir Snorra goða, sem var margspök og óljúgfróð, lagði tfyrstu rithöfundum vorum orð á tungu, hafa þjóðarinnar ætt- imæður iðkað sagnlist í hjáverk- um og blásið henni í brjóst sín lum niðjum. Þær hafa mótað hið dýra gull tungunnar í sögum og eevintýrum, sem ekki gleymast og þótt hafa því betri sem lengri timar liðu. Frú Elínborg Lárusdóttir er ein af þessum skáldkonum, og hefur hún lagt fram svo mik- inn og góðan skerf til bok- mennta þjóðarinnar að undrum sætir, miðað við aðstæður henn- ar og ævikjör. Hún er fædd að Tunguhálsi í Skagafirði 12. nóv. 1891 og voru foreldrar hennar Þórey Bjarna- dóttir, Hannessonar hins nafn- fræga skáldprests á Ríp í Skaga firði, og Lárus Þorsteinsson Jonssonar bónda á Kálfavöllum i Staðarsveit á Snæfellsnesi. Voru þau Jóhann heitinn Sæ- mundsson, prófessor, þremenn- ingar í þá ætt, og stóðu þannig að Elínborgu í allar áttir gáfað ir kynstofnar. - Ung að árum fór hún í Kvenna skólann á Blönduósi og var þar að námi tvo vetur, var síðan í hússtjornarskóla á Akureyri og loks tvo vetur í Kennaraskólan- «m í Reykjavík. Varð þó ekki af því, að hún gerðist kennari, því að þá sýktist hún af berkl um og varð að dvelja þrjú ár því sem næst á Heilsuhælinu að Vífilstöðum. Munu þau ár þó «kki hafa orðið henni ávaxta- snauð, því að í nágrenni við dauðann verða menn skyggnari ® dypstu rök lifsins og tilver- nnnar, og þar vakr.aði hin blundandi skáldæð í brjósti hennar. Árið 1918 giftist hún Ingimar Jónssyni guðfræðingi, seinna presti að Mosfelli í Grímsnesi og skólastjóra í Reykjavík. Var heimili þeirra löngum bæði mannmargt og gestkvæmt sök- «m vinsælda húsbændanna og hinna margháttuðu starfa, sem séra Ingimar gegndi löngum. Skorti þar aldrei risnu né gott atlæti við gest og gangandi, enda eiga margir góðs að minnast af viðkynningunni við þessi örlátu og greiðasömu hjón, þar *em vinstri höndin vissi aldrei favað hin hægri gaf. Þeir sem eitthvað þekktu til hins annasama heimilis, sem frú Elínborg hefur löngum veitt for- Btöðu, hljóta að undrast afköst hennar í bókmenntaheiminum, því að brátt verða það um það bil þrír tugir bóka, sem hún hefur annað hvort ritað eða séð wm útgáfu á, og enn mun hún eiga eitthvað eftir i pokahorn inu. Flest eru þetta skáldrit, meiri eða minni, en lílsa bækur um menn og málefni, sem skáld konan hefur haft áhuga fyrir. Fyrsta bók hennar Sögur kom 6t árið 1985, en síðan hver bók in af annarri og sumt af því viðamiklar skáldsögur, og eru þar fyrirferðarmestir sagnflokk- arnir Förumenn I-III, sem komu út á árunum 1939 40, og Hoi-fn- ar kynslóðir I-IV, sem kom út 1960-64. Af öðrum stórum skáld sögum má nefna Símon í Norð- urhlíð og Steingerður, en af smásagnasöfnum:- Gróður, Leik- ur örlaganna og Svipmyndir, sem kom út á seinasta ári. Smá- sögur frú Elínborgar eru marg- ar mjög snjallar og hnitmiðaðar og var ein þeirra valin í World Prize Stories, sem kom út í London 1956, þar sem valið var úr 100.000 smásögum víðs vegar að úr heiminum af hin- um hæfustu bókmenntadómur- um. Einna mesta skáldverk frú Elínborgar mundi skáídsagna- flokkurinn Horfnar kynslóðir mega teljast, en það er ættar- saga skáldkonunnar sjálfrar, saga Djúpadalsættár í Skaga- firði, þar sem margt var stór- brotinna manna. Styðst; hún þar að miklu leyti við , sögulegar heimildir, og er þetta jafnframt aldarfarssaga frá þeim tímum, þegar þjóð vor átti mest í vök að verjast. Það er að vísu örðugt viðfangsefni að gera slíkar ætt- arsögur, sem ná yfir langt tíma- bil. Sagan rís á breiðum grunni, fjöldamargt fólk kemur við sögu eins og hjá höfundum Islendingasagna, og af sögu- sviðinu liggja vegir í allar áttir. En þetta er eins og lífið sjálft. Vandinn liggur í því að gæða sögupersónurnar lífi og hafa til- finningu fyrir aldarfarinu, en það krefst skyggni og þekkingar um örlög horfinna kynslóða. Frú Elínborg þekkir sitt fólk og sér það ljóslifandi fyrir sér. Þess vegna verður saga hennar litrík og kraftmikil, jafnframt því sem hún hefur þann tilgang að gera grein fyrir þeim eðlis- kostum, sem gerðu þjóðinni unnt að lifa af eitt erfiðasta tíma bil sögu sinnar, þegar einokun og hallæri krepptu fastast að. Bækur hennar eru mkill minnisvarði yfir íslenzka bænda menningu. Hún hefur orðið vin- sæll höfundur vegna þeirrar þekkingar, sem hún hefur á ís- lenzku alþýðufólki. Hún hirðir lítt um að klæða sögupersónur sínar í tízkuföt. Þær koma til dyranna eins og þær eru klædd- ar. En þetta er mannkostafólk inni við beinið, einnig þeir, sem breyzkir eru og hafa lent á önd- verðum meið við lögin, eða meinlegum örlögum. Samúðin er það sem gerir hana skyggna á hið góða og fagra, sem leynist í hverri mannssál. Einkum hefur frú Elínborg lagt stund á að þreifa eftir hjart- slætti norrænna tilfinninga og lundarlags, þeirrar skapgerðar, sem um aldaraðir hefur öðlazt festu og styrk af því að sveigja ekki úr vegi fyrir örðugleikun- um og hopa hvergi undan skyld- unni, hvort heldur hlýða örlaga- valdinu og hinztu álykíun vit- undar sinnar, hvað sem yfir dyn ur. Konur þær, sem hún lýsir eru- yfirleitt mikillar gerðar og meðvitandi þeirrar köllunar, að þær séu skapaðar til að þjóna lífinu í heild, fremur en stund- arlöngunum og njóta skamm- vinnrar gleði. Þær skilja, að þær eru hlekkir í langri ættarkeðju, sem hefur hlutverk að inna af höndum fyrir land og þjóð. Þær bera ábyrgð gagnvart framtíð- inni, og hugsa því fyrst og fremst um, að hver hlekkur sé heilsteyptur og traustur, hvað sem líður stundarhag þeirra sjálfra. í skáldverkum frú Elínborgar er óvenjudjúpur og víðfeðma skilningur. Hún hefur valið sér það hlutskipti, að skyggnast inn í sál og sögu þjóðar sinnar á liðnum öldum, eins og t.d. Sig- rid Undset gðrði meðal Norð- manna, enda svipar henni um sumt til hennar. Enn er ótalinn sá þáttur í rit- verkum frú Elínborgar, sem fjallar um dulræna reynslu ýmiss konar, og eru þar enn ekki komin öll kurl t.il grafar, því að von er einmitt á þess kon ar bók frá hennar hendi um þess ar mundir. Væri skáldkonan naumast eins skyggn á íslenzkar skapgerðir, ef hún þekkti ekki líka þennan þátt, enda er hún sjálf gædd miklum dulrænum hæfileikum, þó að lítt hafi hún flíkað því. En skrifað hefur hún greinargóðar bækur um þrjá miðla: Andrés Böðvarsson, Haf- stein Björnsson og Kristínu Kristjánsson, og mun það ein- hvern tímann koma í ljós, að slíkar bækur hafa verið betur ritaðar en óritaðar, þegar farið verður að leita, eftir skynsam legum leiðum, laúsnar á mörg- um þeim vandamálum og gátum, sem nú bögglast fyrir brjóstinu á efnisvísindamönnum, um sál- arlífið og eilífðina. Sú gáta verður aldrei ráðin með því að komast til tunglsins, heldur með því að skyggnast betur um í djúpum . andans. En ekki átti nú þessi grein að vera nein bókmenntasaga eða eftirmæli, heldur aðeins fáorð kveðja til göfugrar og mikillar konu, sem lokið hefur miklu og merkilegu dagsverki. Líf henn- ar sjálfrar hefur verið hetju- saga, eins og saga kynslóðanna, sem hún hefur skrifað um. Bið ég henni og’ ástvinum hennar allrar blessunar í tilefni af þess- um áfanga ævinnar. Benjamín Kristjánsson. Eitt af þeim lögmálum, sem mannkynið verður að lúta er hve hratt hjól tímans s-nýst. stund-um finnst okkur ótrúlegt hve óðfluga árin hverfa, eitt af öðru í tímans djúp, og svo fer mér, er ég lít yfir f-arinn veg og minnist þess, er ég, ungur að árum kynntist frú Elinborga Lárusdóttur fyrir þremur ára- tugum og eignaðist hennar traustu vináttu, sem ávallt hefur verið mér mjög dýrmæt. Frú Elínborg Lárusdóttir er fædd 12, nóvember 1891, að Tunguhálsi í Skagafirði. Foreldr ar hennar voru Lárus Þorsteins- son, bóndi þar og kon-a hans Þórey Bjarnadóttir, bónda a’ð Hofi í Vesturdal, Hannessonar, prests að Ríp. Hið fagra hérað Skagafjörður hefir löngum feng ið orð fyrir að ala dugmikla og framtakssama menn, en ekki ihafa síður komið úr sveitum Skagafjarðar, gáfaðar og elsku legar konur og er frú Elínborg ein þeirra. Hún stundaði ung nám við Kvennaskólann á Blönduósi og tvo vetur var hún í Kennaraskólanum í Reykjavík, en varð um tvítugt fyrir þeirri þungu raun að missa heilsuna á tímabili, og varð hún að dvelj- 18. maí 1918 giftist hún séra Ingimar Jónssyni og hafa þau eignast tvo syni. Þrátt fy-rir' það Framhald á bls. 18 Munið merkjasölu Blindrafélagsins á morgun Blindrafélagið skultuna^B PARTY HELLIÐ GEGNUM LOKIÐ! Enginn bruni á fingrum — ekki baun úr pottinum. SKUIiTUNA ,.Party“-pottar hafa marga kosti. Skaftið er ein- angrað, vel fest og þægilegt í hendi. Allar húsmæður þurfa að eignast nýtízku skaftpott.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.