Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 25
F MORGUNBLAÐIÐ 25 Laugardagar 12. nóv. 1966 — Hugleiðingar / Framhald aí bls. 22 Japanir, Formósumenn, Kanada- anenn, þjóðir Argentínu, Brazi- líu, Dóminíska lýðveldisins, [Ecuadors, Guatenaölu, Uruguays lOg Venezúelu, írar, Bretar, iFrakkar, Belgar, Hoílendingar, ILúxemborgarar, Vestur-Þjóð- iverjar, Austurríkismenn, Sviss- lendingar, ítalir, Spánverjar, Danir, Grikkir, Tyrkir, fsraels- imenn, Persar, Pakistanar og Ind verjar. ForráSamenn þeirra Asíu- þjóða, sem að ofan eru taldar (og Indónesa og Singapore-búa Bð auki) setja traust sitt á for- ystuhlutverk Bandaríkjamanna í þessu stríði. Meira að segja Jap anir, sem hafa vandlega gætt hlutleysis í þessu máli, lýstu yf- ir vanþóknun sinni á uppgjafar (Taðleggingum de Gaulles til Bandaríkjamanna. Stáðreyndin er sú, að hefðu Bandaríkjamenn ekki farið að flytja herlið í rík tun mæli til Víetnams á síðasta ári (ekki var það nú fyrr), væru kommúnistar nú allsráð- andi í Suðaustur-Asíu. i Utanríkisráðherrann í Thai- Xandi (Síam), Thanat Khoman, »agði nú í haust: I „Fyrir hálfu ári virtist lítill vafi leika á því, að við mund- um brátt standa frammi fyrir öxulveldi kommúnista frá N- Kóreu til Indónesíu, sem fæli £ sér Víetnam, Kambodsju og væntanlega Laos. Þetta hefði valdið slíkum þrýstingi á önnur lAsíuríki, að naumast hefði ver- íð kleift að standast Ihann. í Bumum tilvikum hefði ekki einu isinni getað orðið um nei-na mót spyrnu að ræða. Þessi ógnun við \ Ifrelsi okkar er horfin nú og kem ur aldrei aftúr, ef aðgerðir (Bandaríkjamanna i Víetnam leiða stríðið til lykta, og það er ég sannfærður um. Hin fjöl- mörgu ríki Asíu, sem lúta ekki Ikommúnistisku stjórnarfari, Btefna nú að æ öflugri samvinnu, lem gefur okkur miklar framtíð arvonir“. Annar síamsikur ráð- Iherra, Pote Sarasin, sag"ði, að Víetnam hefði verið prófsteinn fan, sem allt hefði oltið á, bæði með tilliti til trausts Asíuþjóða á Bandaríkjamönnum, vilja þeirra og getu til að standa við ikuldbindingar sínar, og með illiti til möguleika kommún- Ssta á algerum sigri. Hefðu Bandarikjamenn haldið að sér Ihöndum, hefði vonleysi gagn- tekið rnenn og flestir farið að eðhyllast frfðkaupa- og uppgjaf arstefnu. „Nú er enginn lengur £ vafa um, að kommúnistar eigi framtíðina ekki fyrir sér hér um slóðir". — Adam Malik, Utanríkisráðherra Indónesíu, hef ur lýst því yfir, að indónesísk- um kommúnistum hefði á einn eða annan hátt tekizt að ná öll um völdum í sínar hendur, ef B-Víetnam hefði verið gefið upp é bátinn. Hann bætti því við, að líramtíð Indónesíu og sjálfstæði væri enn að miklu leyti komið undir úrslitum Víetnamsstríðs- ins. I ★ F‘ Á árunum fyrir seinni heims- ■tyrjöldina tókst Hitler að hræða marga tii fylgis við sig eða a.m.k. itil undanlátssemi. Með friðarræð um og vopnaskaki tókst honum Bð villa lýðræðisþjóðunum sýn eða hræða þær, meðan hann lagði hvert landið eða landskik- »nn á fætur öðrum undir sig. Stefna fríðkaupasinna var vin- ■æl meðal almennings, sem ekki vildi fara að berjast fyrir óljósar bugsjónir í fjarlægum löndum. A árunum eftir seinni heims- •tyrjöldina lék Stalín sama leik ©g með sama árangri, unz menn áttuðu sig og tóku baráttuna upp. Sókn kommúnista var stöðvuð í Grikklandi, Filippseyjum, Mal- alkkaskaga og Kóreu. Enn er reynt að tefla sama tafl. Enn eru sumir svo barnalegir í hópi lýðræðissinna, að þeir vilja Igefa alla vörn upp í fánýtri von «m að hinn aðilinn sjái þá að ■ér og fari ekki fram á meira. I ILétu þeir félagar, Hitler, Mússó- líni og Híróhító, sér nægja að tá td. Rínarlönd, Austurríki, Sú- detatand, Bæheim, Mæri, Slóv- akíu, Menel, Abbyssiníu og Man sjúríu? Engu en líkara en sumum sé ekki sjálfrátt, þegar þeir lepja upp allan óhróð- ur kommúnista um galla ilýðræðisríkjanna, sem að vísu eru langt frá því a’ð vera alfulikomin, en þó margfaldlega betri en einræðisríki kommún- ismans. Þjóðfélagið getur ekki heimtað neitt þakklæti frá þeim mönnum, sem það hefur stríðal- ið, en þó mættu þeir gjarnan reyna áð hugsa sjálfstætt og rök rænt annað veifið og leggja þannig sitt litla og sjálfsagt létt- væga pund á vogarskál þess þjóðfélags, sem gerir þeim kleift að hugsa, skrifa og tala frjálst, eins og mönnum sæmir, í stað þess að styðja þau einræðisöfl, sem mundu kefla þá, mættu þau ráða, eða í bezta falli stinga upp í þá dúsu. — Fyrirtæki Framhald af bls. 8 meiri eða minni tæknilega mennt un. Eru nokkrir þeirra tækni- fræðingar. Framkvæmd áætlunarinnar um stuðning ríkisvaldsins við hagsmunasamtök vinnumarkaðar ins til að stofna til hagræðingar starfsemi byggist á framlögum á fjárlögum. Munu á næsta ári Skemmtikvöld Félag' óháðra borgara, Hafnarfirði, efnir til skemmtikvölds fyrir félagsmenn og gesti þeirra og stuðningsmenn H-listans í sam- komuhúsinu á Garðaholti laugardaginn 26. nóv. nk. kl. 9 e.h. Gömlu dansarnir. — Þátttaka tilkynnist fyrir 20. nóv. nk. til Huldu Sigurðar- dóttur, sími 51622, Sjafnar Magnúsdóttur, sími 50104, Haraldar Kristjánssonar, sími 50157 eða Sigurjóns Ingvarssonar, sími 51390. Skemmtinefndin. vei’ða veittar tæplega 3,3 millj. kr. til þessara mála og er notk- un fjárins fólgin í námskostn- aði utanlands og innan, uppi- haldskostnaði erlendis, ferða- kostnaði og framlagi til launa- kostnáðar, sem ríkissjóður tek- ur þátt í um fjögurra ára skeið meðan nýjung þessi er að festa rætur. Þess má að lokum geta, að framkvæmd áætlunar þessarar stjórnar þriggja manna nefnd, sem skipuð er þeim alþingis- mönnunum Pétri Sigurðssyni og Sigurði Ingimundarsyni, og Sveini Björnssyni, frkstj. IMSÍ. (Tilk. frá IMSÍ) Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406. Björn Sveinbjornsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4, 3. hæð (Sambandshúsið). Símar 12343 og 23338. Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður Austurstræti 6. — Sími 18354. Batiksýning á Akureyri Akureyri, 10. nóv. FRÚ Sigrún Jónsdóttir fri Reykjavík, opnaði sýningu á ýms um listmunum í Kaupvangsstræti 4, s.l. laugardag. Því miður geld ur þessi fagra sýning þess hve húsnæðið er þröngt og ólientugt, en þar er að sjá marga fallega og nýstárlega hluti. Á sýningunni ber mest á batikvörum af ýmsu tagi, m.a. má nefna messuklæði, vegg- skreytingar, lampa og kvenfatn- að margskonar. Auk þess eru þar ýmsir kirkjugripir, veggteppi, myndvefnaður úr ull og silki o.fL Aðsókn hefur verið mjög mikil og mikill fjöldi muna hefur selzt. Ákveðið hafði verið að sýningunni lyki á fimmtudags- kvöld en vegna hinnar miklu að- sóknar var hún framlengd til föstudagskvölds. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. J'ÖMBÖ Teiknari: J. M O R A íj PIB eonKÍMÍ Júmbó gerir kaupmanninum það skilj- anlegt, að hann vilji hafa mótor í vagn- inum. — Þá verðum við að athuga dýr- ari gerðirnar, segir Chien Fu. Chien Fu hefur ekki til sölu nema einn vagn, sem í er mótor — og hann er gamall og nokkuð illa farinn. En í stað- inn er hann líka ódýr og Júmbó er strax reiðubúinn að kaupa hann. — Ef það er þá öruggt að hann getur JAMES BOND komizt áfram án þess að það þurfi að ýta á hann. Chien Fu fullyrðir hann um að vagninn sé í bezta standi og hann hafi fjölda viðskiptavina, sem vilji kaupa hann. . . . Eftii IAN FLEMING James Bond lYIMflEWt I W Tiffany hjálpaði mér að ýta sporvagn- inum í áttina að teinaskiptingunni. Við gátum heyrt til hraðlestarinnar úr mik- illi fjarlægð. — Við höfum ýtt vagninum yfir teina- skiptin, sagði Tiffany undrandi, — hvern skollann. . . . — Það sem ég hef í huga, Tiffany, svaraði ég, — er að setja hraðlestina yfir á hliðarsporið. Hjálpaðu mér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.