Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
260. tbl. — Laugardagur 12. nóvember 1966
Lang stærsta
og fjölbreyttasta
blað landsins
Breyttur tími á barna-
heimilum eftir verkfall
Nú opin kl. 8-5 í stað 9-6
Konan sem lézt af afleiðing-
um bílslyss í Kópavogi, er hún
féll út úr bílnum, hét Auður
Gréta Valdimarsdóttir, fædd
13.2 1937 og því 29 ára að aldri,
er hún lézt.
í GÆRMORGUN voru samning-
ar sáttanefnda í vinnudeilu að-
stoðarfólks á barnaheimilum
samþykkt.ir af viðkomandi fé-
lögum, og tók varnaheimilin í
Reykjavík til starfa aftur kl. 1
eftir hádegi. í kjölfar þessara
samninga fylgir breyttur vinnu-
tími á barnaheimilunum, þannig
að þau verða opin kl. 8 á morgn-
ana til kl. 5 síðdegis, í stað kl.
9—6 áður. Margar konur, sem
vinna úti, þurfa að hafa börn
sín á barnaheimilum og getur
þessi breytti tími barnaheimil-
anna skipt máli fyrir þær. Hann
ætti t. d. að koma til góða fyrir
verksmiðjustúlkur, sem byrja
vinnu kl. 8, en kemur sér aftur
| á móti illa fyrir konur, sem
I starfa í verzlunum, er loka kl. 6.
Mbl. fékk nánari upplýsingar
um þetta hjá Boga Sigurðssyni,
framkvæmdastjóra Sumargjafar.
Hann sagði, að meðan breyting-
in væri að komast á, eða næsta
hálfa mánuðinn að minnsta
kosti, yrði komið til móts við
þá sem verst eru settir, þannig
að möguleikar yrðu á að sækja
börnin eitthvað seinna, en síðan
væri reiknað með að fólk lag-
aði sig eftir þessu um breyttan
tíma. Konur vinna úti á ýmsum
tímum, og víðast er hætt kl. 5,
þó ekki alls staðar. Sagði Bogi,
að raunar hefði áður verið rætt
um að stytta gæzlutíma barn-
anna síðdegis, því það þætti
nokkuð mikið fyrir litlu börnin
að vera á barnaheimilunum frá
kl. 1—6.
Áhugi
rœkt
FUNDUR var haldinn i Félagi
áhugamanna um fiskrækt, þriðju
daginn 7. nóv. s.I. Á fundinum
urðu fjörugar umræður um fiski
rækt fslendinga og um það sem
ábótavant er í þeim málum, og
hvað gera þarf til að fiskrækt
landsmanna geti haldið áfram að
Handtekinn
fyrir smygl
LÖGREGLAN hér í borginni
varð í fyrrinótt vör við það, að
maður var að handlanga ein-
hvern varning úr þýzka skipinu
Meerkatze út í bifreið, sem stóð
þar skammt frá. Lögreglan
veitti bifreiðinni eftirför er hún
ók á brott og stöðvaði bifreið-
ina á Hverfisgötu. Við leit í bíln
um fundust 24 flöskur af 75%
vodka. Maðurinn sem átti vínið
reyndist vera Þjóðverji aí hinu
þýzka skipi og játaði hann á sig
að hafa ætlað að smygla vín-
inu í land.
á tisk-
eykst
vaxa; enda hér um mikilvægt
verkefni að ræða.
Formaður félagsins, Bragi Ei-
ríksson, tók fyrstur til máls, setti
fundinn og bauð gesti velkomna.
Benti hann á það, að fundurinn
væri haldinn í samræmi við
megintilgang félagsins, þann að
efla þekkingu á fiskræktarmál-
um. Þá kom einnig fram í setning
arávarpi formanns félagsins, að
félagið hefur á stefnuskrá sinni
að hafa áhrif á löggjöf varðandi
fiskrækt og fiskvernd.
Þór Guðjónsson, veiðimála-
stjóri, var meðal gesta fundar-
ins, og flutti hann ræðu og sýndi
skuggamyndir. Skýrði hann í
megindráttum frá sögu fiskrækt-
ar í heiminum, en drap lítillega
í lok máls síns á fiskræktarmál
Islendinga, og sagði, að þau mál
væru á byrjunarstigi, og ætti fisk
ræktin hér á landi við að stríða
fjármagnsskort, vöntun á ' sér-
menntuðum mönnum, og einnig
reynsluleysi.
Jakob Hafstein forstjóri tók
næstur til máls og ræddi fisk-
Framhald á bls. 31
Sagði Bogi, að gengið hefði
verið að því skilyrði fulltrúa
starfsstúlknanna að greiða 33%
álag á vinnutímann eftir kl. 5, en
það var ein aðalkrafan af þeirra
hálfu. En aftur á móti var fall-
ist á tilboð um önnur atriði, eins
og vinnuveitendur buðu þau. En
kröfurnar, sem fram voru settar
voru auk 33% álagsins eftir kl.
5, um kaup matráðskvenna, 7%
álag fyrir stúlkur sem vinna
hálfan daginn, og álag til
stúlkna, sem settar eru yfir
deild. Það væri rangt að þetta
væru ekki nýjar kröfur, sagði
Bogi.
Fundurvegna
Búrfellsdeilu
SÁTTASEMJARI boðaði deilu-
aðila í Búrfells-kjaradeilunni á
fund kl. 10 í gærmorgun og lauk
þeim fundi á hádegi. Aftur hófst
fundur með sömu aðilum kl. 8,30
í gærkvöldi og stóð enn er blað
ið fór í prentun.
Fundur hjá Hvöt
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
heldur fund á mánudagskvöld-
ið 14. nóv. kl. 8.30 í Sjálfstæðis-
húsinu. A fundinum talar Magn
ús Jónsson, fjármálaráðherra.
Og á eftir verða skemmtiatriði
og kaffidrykkja.
Eru Sjálfstæðiskonur hvattar
til að fjölmenna og taka með
sér gesti, og beðnar um að mæta
stunavíslega, svo fundur geti
hafizt á réttum tíma.
Hlífðarútbúnaður á drátt
arvélum lífsnauðsyn ,
- segir Henry Hálfdánarson form. SVFI
BANASLYSlö sem varð í
Reykholtsdal sl. miövikudag
er 16 ára drengur frá Bolung-
arvík varð undir dráttarvél,
sem hann ók sjálfur, er 5.
banaslysið af þessu tagi í ár.
Alls hafa í ár orðið 22 bif-
reiða- og dráttarvélabanaslys,
skv. upplýsingum Henrys
Hálfdánarsonar, form. SVFÍ.
Henry sagði, að banaslysum
við dráttarvélaakstur færi
fjölgandi. í fyrra urðu 3 dauða
slys þanníg og 1964 voru þau
2. Henry sagði, að athyglis-
vert væri, að í ár hefðu ungl-
ingar á aldrinum lð—16 ára
látizt af völdum þessara slysa,
sá yngsti var 14 ára. Áður
hefðu þeir veri'ð yngri, á aldr-
inum 10—12 ára. Vant væri
að sjá hvað þessu ylli, ef til
vill óaðgæzla unglinganna, ef
til vill það, að þeir væru látn-
ir beita dráttarvélunum á erf-
iðu landi.
Þá gat Henry þess, að flest
eða öll banaslysin hefðu orðið
á dráttarvélum, sem hvorki
hefðu hús eða grind til hlífð-
ar. Nú væri búið að lögfesta,
að bændur mættu ekki kaupa
dráttarvélar nema með húsi
eða grind, en grindin veitti
þó ekki eins mikla hlífð og
húsið. Kvað Henry slíkan
hlífðarbúnað á dráttarvélum
lífsnauðsyn.
Fundur í Félagi áhugamanna um fiskrækt
Þau gátu aftur farið á barnaheimilið sitt, í Laugaborg, þessl
tvö í gær. Þau heita Andri og Hanna, og eru tveggja og
fjögurra ára gömul. Mamma þeirra vinnur í húð frá hádegi
og fer með þau. en amma þeirra sækir þau og sést þarna
vera að hjálpa þeim að búa sig til heimferðar.
ísland sigraði
Danmörk 3-1
Friðrik sigraði Larsen — íslendingor
eru nú í 9.-10. sæti
í SJÖTTU urnferð skákmótsins
á Kúbu tefldu Islandingar við
Dani. Friðrik sigraði Bent Lar-
sen glæsilega í 45 leikjum og
var skákin sýnd á 10 fermetra
stóru sýningarborði, sem komið
hafði verið upp á framhlið bygg
ingar við eitt aðaltorg Havana.
Fylgdist mikill mannfjöldi með
skákinni og klöppuðu áhorfend-
ur Friðriki lof í lófa, er Larsen
gaf skákina.
Aðrar skákir í viðureign Dana
og íslendinga fóru þannig að
Guðmundur Pálmason vann
Andersen, Freysteinn tapaði fyr
ir Petersen, og Ingi vann Bnnk-
Clausen. ísland 3 — Danmörk 1.
Viðureign annarra landa iauk
þannig, að Bandaríkin og Ung-
verjaland skildu jöfn 114 vinn
ing hvort, en ein skák fór í bið.
Tékkóslóvakía vann Noreg með
3 vinningum gegn 1. Argentína
tapaði fyrir Rúmeníu með 2Vi
gegn IV2. Rússland vann Spán
með 3% gegn 14. Kúba hlaut
1 Vt vinning í skákum sínum
gegn A-Þýzkalandi, sem hlaut
214 vinning. Júgóslavía hlaut
214 vinning gegn Búlgaríu, sem
hlaut 114 vinning.
Deila Sovétríkjanna og Banda
ríkjanna er nú til lykta leidd.
Eins og getið hefur verið í frétt*
um báðu Bandaríkjamenn um
frestun á skák milli heimsmeist
arans Petrosjans og Roberts
Fischer, þar eð Fischer hafði þá
nýtekið Gyðingatrú og gat því
ekki trúar sinnar vegna teflt
fyrr en eftir kl. 18 á laugardag.
Skákirnar hefjast hins vegar
tveimur tímum fyrr og neituðu
Sovétmenn Fischer um frestun
á skákinni. Þessu mótmæitu
síðan Bandaríkjamenn með þvl
að mæta ekki til leiks og var
Sovétmönnum þvi dæmdur vinn
ingur í öllum fjórum skákunum.
Bandaríkin kærðu þennan úr
skurð (4—0) og í fyrrakvöld
kom úrskurður um að viður-
eign Sovétmanna og Bandarikja
manna skyldi fara fram síðar
og sættu Sovétmenn sig við það.
Sagði talsmaður Sovétsveitarinn
ar að sveitin vildi ekki svipta
áhorfendum mótsins ánægjunni
Framhald á bls. 31
Leikoror væntonlegir í sjónvnrpið
FRAM að þessu hafa leikarar
ekki starfað fyrir íslenzka sjón
varpið, þar sem ekki er búið að
ganga frá samningum milli þess
ara aðila. Hafa samningar staðið
yfir, og verið skipzt á tilboðum,
og sgði Pétur Guðfinnsson, sjón
varpsstjóri, að þeir væru nú
langt komnir og líkur til að skrif
að verði undir næstu daga. Úr
því getur maður átt von á að
leikarar fari að sjást á sjónvarps
skerminum.
Látni maðurinn
Maðurinn sem fannst látinn
í fyrradag í gamla kirkjugarð-
inum og greint var frá í blaðinu
í gær, hét Þorsteinn A. Jóns-
son 52 ára að aldri til heimilig
eð Ásgarði 125.