Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 2
* 2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1966 VKERO Á USTAVERKUM aÚRENS TEKOR UM 20 ÁR Nelson Rockefeller, ríkisstjóra í New York, bregður hér heldur betur í brún, er einn aðdáenda og stuðningsmanna hans reynir að koma á hann kossi! — Myndin var tekin í Albany í New York s.I. mánudag, er Rockefeller hafði þar viðkomu í kosninga Ieiðangri, en á þriðjudag var hann endurkjörinn ríkisstjóri í New York. Ekki mistök þuls í FRÁSÖGN hér í blaðinu í gær undir fyrirsögninni: „Víxlaði tölu á hæsta vinningi“, var komízt þannig að orði, að fréttaþulur í útvarpinu, hafi víxlað töluröð er hann las frétt af hæsta vinn- ingi í 11. flokki háskólahapp- drættisins, en ekki áttað sig á mistökunum fyrr en nokkru síð- ar. Fréttaþulur sá, sem hér um 0 ræðir bað Mbl. í gær, að leið- rétta það ranghermi að hann hefði víxlað töluröðinni, þar eð þau mistök hefðu átt sér stað í fréttastofunni. Kosið í Öryggisróðið New York, 11. nóv. — NTB. ALLSHERJARMNG Sameinuðu þjóðanna kaus í dag fulltrúa fimm ríkja til setu í Öryggis- ráðinu næstu 3 ár, frá 1. janúar n.k. að telja. Það voru fulltrúar Danmerkur, Kanada, Brazilíu, Eþíópíu og Indlands, sem kosnir voru. f>að eru fulltrúar Hollands, Nýja-Sjálands, Urugay, Uganda og Jórdaníu, sem víkja úr örygg isráðinu nú. Volvo 144. Volvo 144 í Húskólabíó í dag Rómaborg, 10. nóv. AP-NTB HALDIÐ er áfram björgunar- starfi á Ítalíu, en miðar víða hægt, að því er fréttamaður AP i Flórens segir. Þessi mikla lista- verkaborg er enn næsta lömuð eftir flóðin á dögunum. Um tíu þúsund hermenn aðstoða við björgunarstarfið i Flórens-hér- aði, en að sögn borgaryfirvaid anna veitti ekki af því, að þeir væru allir í borginni sjálfri. Hjúkrunargögn, teppi, tjöld og fégjafir berast enn víða að. Þess er t.d. getið, að Rauða kross deildir í Evrópu, Bandaríkjun- um, Kanada og Ástralíu hafi sent gjafir, að verðmæti nær líu milljónir ísl. kr. Á nokkrum stöðum í Firenze hefur rafmagni aftur verið kom- ið á og samgöngur út úr borg- inni eru orðnar sæmilegar 1 henni sjálfri verður vart þver- fótað fyrir leðju, rotnandi braki, sundurtættum skolpleiðslum, skrokkum dauðra dýra og öðr- um óþverra. Af öllu þessu ligg- ur ónotalegur óþefur yfir borg- inni og uggur manna um að upp komi farsóttir fer vaxandi. Bólu efni gegn taugaveiki hefur ver- ið sent til Firenze og annarra borga og bæja, sem illa urðu úti í flóðunum. f dag var unnið að því að grafa þúsundir dýraskrokka sem komu í ljós, jafnóðum og flóðið sjatnaði. í Firenze einni voru grafin 2000 dýr og sömuleiðis 200 lestir af rotnuðum matvæl- um, sem legið höfðu eins og hrá viði um markaðstorg borgarinn- ar. Jafnframt er stöðugt unnið að því að greiða úr listafjársjóðum borgarinnar, sem hafa orðið hörmulega úti. Yfirumsjónar- maður listasafnanna í Firenze, dr. Ugo Procacci upplýsti í dag, að um 1300 listaverk hefðu skemmzt. „Þetta er hörmulegt," sagði hann, „flest listaverkin, sem við höfum grafið upp, eru með um 5 cm þykku lagi af leðju og öðrum óþverra — og af mörgum hefur málningin ét- izt upp, af vatninu. Þannig hafði til dæmis farið fyrir málverkinu „Krossfestingin“ eftir Cimabue, sem hann taldi ,eitt dýrmætasta listaverkið er skemmzt hefði, — væri það eitt af 20—30 dýrmæt- ustu listaverkum í Ítalíu allri. Dr. Procacci taldi, að taka mundi um tvo áratugi að hreirsa listaverkin, sem orðið hafa fyrir skemmdum. Meðal annarra málverka, sem skemmdust mikið eru „María mey með barnið“ eftir Cranach, og „Hercules og Davíð“ eftir Beccafumi. Margar lágmyndir á kirkjuveggjum skemmdust og sömuleiðis undirstöður að kirkjuturnum og fornum kirkju byggingum. Þá er haldið áfram að bja”ga bókum og handritum og hafa þúsundir þeirra verið þurrkuð og flutt í klaustur, þar sem munkar munu vinna að viðgerð þeirra. Einnig eru komnir til Firenze fjölmargir bandarískir listasérfræðingar, sem aðstoða við viðgerð handrita og lista- verka. Loks er þess getið í fréttum* frá Firenze, að af um það bil hundrað föngum, sem sluppu úr fangelsum í flóðinu, höfðu í dag verið handteknir 61, — hinir eru ófundnir. Einn hinna hand- teknu var kominn til Júgósla- víu, en lögreglan þþr tók hann og sendi yfirvöldunum á ítaliu. Washington. — NTB. BANDARÍSKIR vísindamenn sprengdu kjarnorkusprengju með anjarðar í Nevadaeyðimörkinni á föstudag, að því er tilkynnt hef- ur verið. Sprengjan var lítil. Bjarni Benediktsson tnlar ó klúbbfundi Heimdallar í dog FYRSTI klúbbfundur Heim- dallar á haustinu verður hald- inn í dag laugardag. Dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra er gestur fundarins og flytur ræðu, sem hann nefnir „Breyt- ing á stjórnmálabaráttu". Klúbbfundurinn hefst kL 12.30 í Tjarnarbúð (niðri). Heimdallarfélagar eru hvatt- ir ti' að fjölmenna á klúbb- fundinn, sem án efa verður stórfróðlegur. 25 ára starfsafmæli: Zontaklúbbur Reykfavíkur — Heldur skemmtun til fjáröflunar fyrir heyrnardaufa í DAG verður bifreiðasýning í Háskólabíó milli kl. 13.30 og 16.00 og þar kynntar Volvobif- reiðir. Fyrsta bifreiðin af gerð- inni Volvo 144 kom til lands- ins sl. fimmtudag. Bifreið þessi vakti geysimikla athygli, er hún var kynnt á Norðurlöndum í sumar og hafa erlend bifreiða- blöð lokið miklu lofsorði á hana. m Volvoumboðið á fslandi Gunn- ar Ásgeirsson h/f bauð frétta- mönnum í gær að skoða bifreið- ina. Var þar samankomin fjöldi manna, sem létu í ljós aðdáun sína á glæsileika hennar og frá- gangi. Svo virðist, sem Volvo- verksmiðjurnar hafi við smíði bifreiðarinnar, sem tók 3 ár, lagt mesta áherzlu á öryggi og ör- yggisútbúnað. M. a. eru þykk gúmmírönd á báðum stuðurum, stýrisstöngin gengur i sundur við árekstur og ef högg kemur aftan til á bifreiðina hallast stólbakið aftur. Fréttamönnum var sýnd kvik- mynd, sem sýndi smíði bifreið- arinnar frá því fyrsta þar til hún var tilbúin, og sást þar m.a. er tveim slíkum bifreiðum var ekið á vegg með 50 km hraða og var undravert hve vel þær stóðust höggið. Forráðamenn fyrirtækisins sögðu fréttamönnum að fyrsta sendingin væri nær öll seld og ekki vitað hvenær von væri á næstu sendingu. Verð bifreiðanna ei sem hér segir: Volvo 144 4ra gíra, 4ra dyra 85 ha vél 276.000,00 kr. Volvo 144 4ra gíra, 4ra dyra með yfirgír 115 ha vél kr. 281.000,00 kr. Volvo 144 sjálf- skiptur 4ra dyra 85 ha vél 420.500,00 kr. MIÐVIKUDAGINN, 16. nóvem- ber n.k. heldur Zontaklúbbur- inn í Reykjavík hátíðlegt 25 ára afmæli sitt. Af því tilefni gengst klúbburinn fyrir skemmtun í Súlnasal Hótel Sögu á miðviku- dagskvöldið til fjáröflunar fyrir starf hans, sem eingöngu miðar að því að hjálpa heyrnardaufum Þar verður ýmislegt til skemmt unar, m.a. tizkusýning frá París- I artízkunni, einsöngur — Guð- 1 mundur Jónsson, óperusöngvari ! syngur nokkur lög við undirleik Olafs Vignis Albertssonar og sið an verður happdrætti, þar sem um marga góða vinninga verð- ur að tefla. Zonta-hreyfingin er upprunn- . in í Bandaríkjunum upp úr I heimsstyrjöldinni fyrri. Þá voru konur kallaðar í auknum jnæli til ýmissa starfa í þjóðfélaginu og tóku að mynda samtök sín í milli. Klúbbfélagar eru yfir- I leitt konur sem starfa í ýmsum ' greinum þjóðfélagsins. | Zontaklúbbur Reykjavíkur ■ var stofnaður árið 1941 og voru stofr.-endur 15 talsins. Fyrstu stjórn hans skipuðu Helga Sig- urðsson, form., Ellen Hallgríms- son, Jóhanna Magnúsdóttir, Anna Friðrikssen, Emilia Borg og Margrét Árnadóttir. Nú eru í klúbbnum 36 konur úr jafn- mörgum starfsgreinum og skipa stjórn hans nú Rúna Guðmunds dóttir, form., Vigdís Jónsdóttir Sigríður Gísladóttir, Jakobína Pálmadóttir, Guðrún Helgadóttir og Emma Cortes. Klúbburinn setti árið 1944 það markmið að hjálpa mál- og heyrnarlausu fólki, styrkja það til starfa eða náms, eða á annan liátt. Arið 1959 var farið að leggja meiri áherzlu á aðstoð við heyrnardauf börn og jafn- framt á að finna heyrnardeyfu í tæka tíð svo að unnt væri að hjáipa börnum betur en ella. í því skyni hefur klúbburinn lagt fram fé til kaupa á tækjum og til þjálfunar starfsfólks, fóstru og kennara, sem leiddi til þess að komið var á fót heyrnarstöð í samvinnu við stjórn Heilsu- verndarstóðvar Reykjavíkur. Með skemmtuninni á miðviku- dagskvöldið vonast Zontaklúbb- urinn til að geta aflað fjár til aukinnar aðstoðar við þessa heyrnarstöð. (Frá Zontaklúbb Reykjavíkur) ; Kl. 14 var alhvasst á sunn- I an og skúraveður um sunn- : anvert landið, en norðan Z lands var gola eða kaldi og ■ bjartviðri. Hiti var 4 til 7 : stig á láglendi, við frostmark • a Kli. Djúpa lægðin við vestur- ströndina hægði talsvert á sér þar í gær, en gert var ráð fyrir, að hún yrði komin aust ur fyrir land í dag og valda þá norðlægri átt og frosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.