Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU N B LAÐIÐ Laugardagur 12. n<5v. 1966 Hef alltaf kunnað vel við mig við skrifborðið — Afmælisrabb Lárusdóttur Árið 1935 kom á bókamarkað- inn smásagnabók eftir óþekktan böfund, Glínborgu Lárusdóttur að nafni. Bókin fékk góða dóma og viðtókur og seldist fljótlega upp og þar með var rithöfundarfer- Hl Elínborgar hafinn. Hún hefur á þeim þrjátíu og sex árum skrif að tuttugu og sex bækur, — smá sögur, skáldsögur, ævisögur og bækur um dulræn efni. Og núna fáum dögum fyrir 75 ára afmæli skáldkonunnar kom út nýjasta bók hennar „Dulrænar sagnir". f tilefni afmælisins og bókarút- komunnar heimsótti ég Elín- borgu fyrir stuttu og ræddi við hana um stund. — Ég er fædd að Tunguhálsi í Skagafirði 12. nóv. 1891. For- eldrar mínir voru Þórey Bjarna- dóttir Hannessonar prests að Ríp í Skagafirði og Lárus Þor- steinsson Jónssonar frá Kálfár- völlum á Snæfellsnesi. — Já, ég er fædd í baðstofu eins og flest börn þeirra tíma og ég ólst upp í torfbæ með hlóðareldhúsi. Það voru nú ekki vélarnar sem léttu störfin þá. það var t. d. allt slegið með gömlum amboðum og farið á engjar langan veg. Ég man vel eftir því að ég var látin færa ergjafólkinu mat enda var upp- eldismátinn þá sá að krefjast þess af okkur, yngri kynslóð- inni, að við yrðum sem fyrst sjálfsbjarga, —. fær um að bera ábyrgð á okkur og vinna fyrir okkur. Þetta er ákaflega góður uppeldismáti, held ég, þótt vinnu kerjan hafi stundum verið um of. Það þætti a.m.k. mikið nú ef utiglingum væri boðið upp á hana. Á minu heimili voru haldn aa- kvöldvökur og þá ýmist kveðnar rímur eða lesnar sögur Ég nian þannig eftir að Svoldar rímur voru kveðnar og lesnar voru margar skemmtilegar sög- i*r. Svo las ég mjög mikið þegar ég var stelpa. Móðir mín og Hanres móðurbróðir minn áttu mikið af bókum. Þetta voru í miklum meirihluta gamlar bæk- *r, svo sem Noregskonunga- sögur, Eddurnar, Illionskviða og ég r'an nú ekki hvaða og hvaða. Flestar þessar bækur voru með gotnesku letri og ég man að ég las Njálu í fyrsta sinn með slíku tetri. Svo var amma mín fróð kona og sagði okkur krökkun- um margar skemmtilegar sögur ttm huldufólk og útilegumenn. Það var ákaflega ánægjulegt að j við Elínborgu rithöfund hlýða á þetta og ég var sólgin í þessar sögur. En á kvöldvökun- um varð líka að vinna. Fólkið sat við tóvinnu. Ullin var kemd og spunnin og það var prjónað. Ég prjónaði mikið af sjóvettl- ingum sem síðar voru seldir í kaupstaðinn. —• Það var farið að Sauðár- króki og var það um 12 tíma lestargangur. Mér þótti ósköp gaman að því að fara í kaupstað inn og man eftir því hvað mér þótti ljósin í húsunum mörg. — Þegar ég fór fyrst að heim an var það til náms við Kvenna skolann á Blönduósi. Þá var ég á fimmtánda árinu. Þá var þar skólastýra Guðríður Sigurðar- dóttir frá Lækjarmóti í Víðidal sem síðar giftist Jónatani á Holtastöðum. ^kki man ég glöggt hvað náms meyjarnar voru margar, en senni lega hafa þær verið um fimmtíu. Ég man eftir mörgum þeirra eins og t.d. Arnfríði heitinni Long, konu Valdimars Long í Hafnar- fiiði en við héldum alltaf kynn ingu okkar. Flestar skólasystra minna eru látnar núna, enda eldri en ég. Það var aðeins ein sem var yngri. Sigríður frá Geit askarði. Þegar ég hafði lokið námi við Kvennaskólan fór ég norður í Eyjafjörð og kenndi börnum einn vetur. Þar var nú ekkert skólahús, svo kennt var á bæj- unum og var ég aðallega á þrem ur bæjum. Mér féll starfið ágæt- lega og voru krakkarnir þæg við mig. Síðan fór ég hingað til Reykjavíkur 1912 og hóf þá nám í Kennaraskóla íslands. — Ég lauk ekki prófi þaðan þar sem ég veiktist á miðjum vetri og varð að fara á heilsu- hælið á Vífilstöðum og þar var ég í hátt á þriðja ár. — Eftir að ég náði heilsunni að nýju dvaldist ég hér í Reykja vík og árið 1918 giftist ég séra Ingimar Jónssyni og tveimur árum síðar tók hann við presta kallinu að Mosfelli í Grímsnesi og fluttum við þá þangað. Þar vorum við í sex ár, eða unz maðurinn minn tók við stöðu skólastjóra við gagnfræðaskóla í Reykjavík. Sá skóli var þá stofnaður og var fyrsti gagn- fræðaskólinn hér. — Ég byrjaði ekki snemma að skrifa. Það má segja að það hafi verið 1932 og 1935 kom svo fyrsta bófcin mín út fyrir til- Elínborg Lárusdóttir viljun eina saman. Á þessum þremur árum hafði safnast sam- an hjá mér töluvert af smá- sögum og ég ætlaðf mér aldrei að gefa þetta út. Ein kunningja kona mín er þekkti Einar Hjör- leifsson Kvaran hvatti mig til þess að láta hann lesa handritin og varð það úr. Einar eggjaði mig síðan til þess að gefa þetta út og varð sá endirinn. Svo hef- ur þetta haldið einhvern veginn áfram og ég hef skrifað. Ég neita því ekki að ég kann ákaf- lega vel við mig við skrifborð- ið. — Vinnudagurinn var oft lang ur og ónæðisamur. Maðurinn minn hafði skrifstofu sína hér heima í tuttugu ár og þá varð ég náttúrulega að taka á móti hringingum og gefa upplýsingar um skólann og stundum að taka á móti umsóknum fyrir hann. Hann hafði fyrst mörg ár svo lélegt húsnæði fyrir skólann að það varð jafnvel að fjórsetja í suma bekkina. En ég skrifaði alltaf á daginn, aldrei á nóttunni eins og sumir gera. Ég vandi mig á það að ég gat lokað mér þannig að ég hélt mér við efnið þótt fólk væri stöðugt að koma eða fara. Annars hefði ég aldrei getað skrifað neitt því það var alltaf annaðhvort dyrabjallan eða síminn sem létu í sér heira. Þetta var náttúrulega óheppi- legasti staður sem ég get hugsað mér fyrir rithöfund að hefja rit- störf sín á, en einhvern veginn var löngunin til þess að skrifa svo sterk að ég gat þetta. En ég hef nú stundum látið mér detta í hug að hefði ég haft betri að- stæður og betri tíma og ró og kyrrð, þá hefði ég ef til vill getað látið eitthvað gott frá mér fara. Þetta vil ég nú samt ekki fullyrða, því það væri að of- meta sjálfan sig og það er sízt viðeigandi. — Já, mér var vel tekið og KLÚBBFUNDUR Fyrsti klúbbfundur vetrarins verður í Tjárnarbúð í dag kl. 12,30. Gestur fundarins verður að þessu sinni dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og nefnist erindi hans: „Breyting á stjórn- málabaráttu“. — Heimdellingar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Heimdallur F. U. S. meðfram þessvegna hélt jég á- fram. Það var eins og fólk hvetti mig til þess að halda áfram því að bækur mínar seldust yfirleitt upp. Förumenn er komu út 1939 —1941 seldust upp á einu ári. — Bókin sem nú er nýlega út komin heitir Dulrænar sagnir og er það efni sem safnast hefur mér á undanförnum árum. Þetta eru sagnir sem skrifaðar eru upp eftir fólki svo það er nú varla hægt að segja að hún sé eftir mig, þó að ég hafi skrifað hana Næsta bók mín á undan þessari var smásögur er hét Svipmyndir og þar á undan kom út afmælis bók um Hafstein miðil. — Með þesar bók er kemur út núna eru þær tutugu og sjö það eru smásögur, skáldsögur og ævisögur. Það er allt annað form sem verður að hafa þegar smásagan er skrifuð heldur en skáldsaga. Smásagan verður eig inlega að vera lokuð og hún snýst mest um einn einstakan at burð eða persónu. Ég hef skrifað þrjár ævisögur. Þar er fyrst að nefna ævisögu Jóns Eiríkssonar, síðan um Sigurjón Gíslason á Kringlu og þá ævisögu Hólm- fríðar ekkju Guðmundar Hjalta sonar. Þær ævisögur sem ég hef skriíað eru eftir frásögn fólksins sjálfs. Það er náttúrulega mis- gott að lýsa fólki og þekkja það. Maður getur verið samvistum árum saman við fólk án þess að þekkja það og öðrum getur mað ur kynnst á nokkrum dögum. — Stærsta bókin mín er Dals- ættin, en hún kom út í fjórum bindum, Förumenn komu í þrem ur og Símon og Steingerður í tveimur bindum. — Ég verð nú að segja þá sögu eins og hún er. Ég hef aldrei litið í bók eftir sjálfa mig, eftir að hún hefur verið komin út. En ég held að það séu Förumenn sem ég ber einna mestar tilfinningar til. Það er nú samt tilviljun að sú bók varð til. Ég hafði þekkt gamlan mann noiður í Skagafirði þegar ég var að alast upp og var hann malari í svéitinni. Gamla fólkið sagði og trúði því að hann hefði verið umskiptingur, því það var sagt, að hann hefði verið bundinn við rúmstólpana á daginn á meðan stjúpa hans var úti á engjum. Ég settist niður og ætlaði að skrifa smásögu um Andrés malara, en svo fór að uppkastið var um 700 blaðsíður. Þetta vafðist saman og kom án þess að ég gæti við það ráðið. Þar hef ég líka fyrirmynd af öðrum persónum. Jóhann beri var fyrirmynd af persónunni friðlausi förumaðurinn og Sölvi Helgason af Sólon Sókratesi. Flestar aðrar persónur bókar- innar áttu sér ekki stoð í raun- veruleikanum, og yfirleitt tek ég ekki lifandi fólk sem fyrirmynd að persónum í bókum mínum. — Já, ég hef skrifað um dul- rænt efni. Ég hef skrifað, auk nýútkomnu bókarinnar, tvær bækur um Hafstein miðil, eina bók um Kristínu Kristjánsdótt- ur og svo um miðil sem kom til okkar þegar við vorum á Mosfelli, — Andrét heitinn Böðv arsson. — Nú orðið hef ég mikinn áhuga á dulrænum efnum. Ég hef verið og er sjálf skyggn og mig hefur líka dreymt ákaf- lega merkilega drauma. Þeir hafa margir komið fram og þeg- ar ég tók eftir að svo var fór ég að hafa þá reglu á að skrifa drauma mína niður og mest að þeirri dulrænu reynslu sem ég hef orðið fyrir hef ég einnig skráð. Ég var ákaflega vantrú- uð á hið dulræna og vildi losa mig við það og láta það ekki i ná tökum á mér, en það hefur mér ekki tekizt. — Ég sé stundum sýnir sem ég ræð ekkert yfir sjálf. Það er svo margt sem ég sé og ég get ekki nefnt það og vil ekki fara að lýsa því. Ég hef reynt að láta sem minnst á þessu bera og hingað til hafa fáir vitað um þetta. Það atvikaðist þannig að annað eða þriðja ár- ið sem ég var á Mosfelli kom þangað Andrés Böðvarsson mið ili. Konan hans hafði hjúkrað mér þegar ég var á heilsuhælinu á Vífilstöðum og mér var ákaf- lega hlýtt til hennar. Ég heim- sótti hana svo einu sinni þegar ég var að útrétta fyrir mitt heimili í Reykjavík og var þá Andrés veikur og sagði mér að hann ætlaði upp í Tungur og vera þar um sumarið og reyna að ná heilsu sinni. Sagði ég þá við hann eitthvað á þessa leið, að hann ætti að koma við á Mosfelli og skyldi ég láta flytja hann uppeftir. Andrés kom svo rétt eftir að ég var komin heim og það atvikaðist svo að hann var hjá okkur allt sumarið. Við máttum gjöra svo vel að halda fundi með honum, því ella var hann ómögulegur maður. Fundirnir voru jafnan haldnir á hélfsmánaðarfresti. Á fyrsta fundinum sem ég var á voru þrír prestar. Séra Kjartan í Hruna, séra Jón Magnússon og svo maðurinn minn. Ég var nú ekki trúaðri á þetta en svo að eftir fundinn hneykslaðist ég á því hvað þeir voru trúaðir á það sem fram kom á fundinum, — ég trúði engu. En það fóru nú svo leikar að ég varð að trúa því að hægt væri að liafa samband við framliðna menn. Á síðasta fundinum sem ég sat með Andrési sagði hann fyrir um rithöfundaferil minn. Það var 1929 og var ég þá ekkert byrjuð á að skrifa. Hann kom þá á heimili okkar hér í Reykja vík og sagði á fundinum við mig: Þú átt eftir að vinna verk sem þú ert ekki byrjuð á. „Hvað er það,“ sagði ég og var dauð- hrædd um að ég ætti eftir að verða miðill sökum þess hversu næm og dulræn ég var. „Þú færð að vita það seinna,“ sagði hann „en það er verk sem varð- ar alla þjóðina". Og ég veit ekki um verk sem ég hef unn- ið sem varðar þjóðina, nema ef það eru ritstörf mín. — Ég man eftir mörgum merkilegum viðburðum í sam- bandi við hið dulræna. Ég get sagt frá sem dæmi, draum er mig dreýmdi áður en Ingimar, maðurinn minn, sótti um Mos- fellið og hafði ég þá aldrei kom ið í Grímsnesið. Þá kom ég áreiðanlega í svefni að Mosfelli því að ég sá landslagið þar og þekkti mig þegar ég kom þar ári síðar. Ég þekki útsýnið úr suð- urglugganum þar sem maður sá Skáiholtstunguna og ánnar mæt ast við odd hennar, Skálholt og kirkjuna þar. Einnig þekkti ég herbergj asnipun í húsinu, eink- um í norðurhúsinu. — Það er oft óþægilegt að vera skyggn, sérstaklega eí maður sér óorðna atburði. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, að ég var það fyrr en ég var komín undir tvítugt, en systir mín var áreiðanlega skyggn og hún hafði þá gáfu að sjá atburði sem gerðust í fjarska, og ef hún studdi höndum á borð þá fór það að lyftast. Skyggnin er mikið í minni ætt, en hún er sú sama. og Indriða miðils. Senni- lega er þetta allt komð frá Ei- ríki ríka í Dal en hann var mað ur mjög skyggn og sá atburði íyrir. — Sumar sýnir mínar hafa varað það lengi að mér hefur fundizt þær vera raunveruleiki og ekki trúað öðru fyrr en þsor hurfu. — Það er búið að þýða eftir mig eina bók, sem á að koma út í Kanada var það prófessor við Þarlendan háskóla er þýddi en ég veit ekki hvort hún er komin út. Einnig hafa verið þýddar eftir mig á ensku svo og kafli úr bókinni um Hafstein Björnsson sem að spíritistar i London tóku upp í sitt safn. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.