Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. nðv. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Ejarnason frá Vigur. Matthías Joi'annessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. B.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Cuðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriitargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. J lausasölu kr. 7.00 eintakið. FYRSTA SKREFIÐ Ðíkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp þess efnis, að togarar fái verð jöfnunargjald á olíu endur- greitt. Frumvarp þetta er lið ur í viðleitni til þess að bæta hag togaraútgerðarinnar í landinu og skapa henni rekst ursgrundvöll. Verðjöfnun á olíu og ben- zíni hefur verið framkvæmd síðan á árinu 1953, en á þeim tíma voru togarar gerðir út frá mörgum stöðum í öllum landshlutum. Á þessu hefur nú orðið gjörbreyting. Tog- araútgerð hefur lagst niður allstaðar nema í Reykjavík, Htfnarfirði og á Akureyri. Þá hefur sú öfugþróun orð ið í sambandi við verðjöfn- unargjald á olíu, að það hef- ur að undanförnu komið hin um arðvænlegu síldarverk- smiðjum á Austurlandi til góða á þann hátt, að togararn ir hafa raunverulega greitt stórfé til þeirra með verðjöfn unargjaldinu. Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefur að und- anförnu rætt ítarlega um vandamál togaraútgerðar- innar, og bent á raun- hæfar leiðir til úrbóta á beim. Ein af þeim var sú að fella niður verðjöfnunargjald á olíu til togaranna, og sú ráðagerð er nú að verða að veruleika með framvarpi ríkisstjórnarinnar um það efni Þessu fyrsta skrefi ríkisstjórnarinnar til þess að skapa togurunum að nýju rekstursgrundvöll ber vissulega að fagna og vænt- anlega fylgja í kjölfar þess aðrar raunhæfar ráðstafanir til þess að þessi mikli atvinnu tæki geti á ný þjónað því mikilvæga hlutverki, sem þau í áratugi hafa haft í ís- lenzku atvinnulífi. ur í utanríkisráðuneyti Ribb entrops. Fari svo að Kiesinger verði eftirmaður Erhards sem kanzlari Vestur-Þýzkalands mun athygli manna beinast að ákveðnum staðreyndum. í fyrsta lagi, að hann er til- tölulega lítið þekktur utan Vestur-Þýzkalands og hefur því ekki enn áunnið sér það almenna traust, sem oft fylg ir nöfnum þekktra stjórn- málamanna. í öðru lagi hlýt- ur sú staðreynd að vekja athygli, að Kiesinger á kjör sitt mjög að þakka Franz Josef Strauss fyrrum varnar málaráðherra, sem að margra dómi er að verða hinn „sterki maður“ Vestur-Þýzkalands. Fari svo að Kiesinger verði kanzlari og Strauss áhrifa- mikill ráðherra í ríkisstjórn hans, má búast við töluverðri breytingu á utanríkisstefnu Vestur-Þýzkalands. Strauss hefur verið talinn helzti leið togi „Gaullista“ í Vestur- Þýzkalandi og komist hann til aukinna áhrifa í Vestur- þýzkum stjórnmálum, má fastlega búast við því, að sambandið milli Frakklands og Þýzkalands batni á ný. En engu skal um það spáð hvaða áhrif það hefur á sam vinnu Vestur-Þýzkalands við aðrar Evrópuþjóðir. Það fer ekki á milli mála, að miklar breytingar eru í vændum í Vestur-Þýzkalandi og það hlýtur að vera von allra lýðræðissinnaðra manna, að þær breytingar verði á þann veg, að styrkja lýðræðið í landinu og treysta stöðu ábyrgra stjórnmála- manna þar í landi. LOFTPÚÐASKIP BREYTINGAR í VÆNDUM 17" ristilegir demókratar í Vestur-Þýzkalandi hafa nú valið sér nýjan leiðtoga, Kurt Georg Kiesinger for- sætisráðherra í Baden Wúrt- emberg. Kiesinger sigraði í atkvæðagreiðslu innan þing- flokks Kristilegra demókrata, og hlaut mun fleiri atkvæði en keppinautar hans Schröd- er utanríkisráðherra og Barr zel formaður þingflokksins. Enn er að vísu ekki ljóst, hvort Kiesinger tekst að mynda meirihlutastjórn í Vestur-Þýzkalandi. Líklegt er að það reynist honum nokk uð örðugt, sérstaklega vegna pólitískrar fortíðar hans, en hann var meðlimur í nazista flokki Hitlers, og starfsmað- ^T'veir þingmenn Sjálfstæðis ■*• flokksins, þeir Guðlaug- ur Gíslason og Sigurður Óli Ólafsson, þingmenn Suður- landskjördæmife hafa lagt fram á Alþingi þingsályktun- artillögu um að rannsakað verði hvort svonefnd loft- púðaskip henti íslenzkum að- stæðum. í greinargerð tillögu þeirra, kemur fram, að Vest- mannaeyingar hafi fylgst með framförum á þessu sviði, og telja hugsanlegt að hér geti verið um samgöngubót milli lands og eyja að ræða, en loftpúðaskipin þurfa eng- in hafnarmannvirki til þess að athafna sig við. Loftpúðaskip þessi voru upphaflega smíðuð í Bret- landi, og hafa miklar fram- farir orðið í smíði þeirra á síðustu árum. Þau eru nú komin í notkun víða um lönd, Þannig fór um fjölbýlishús í Niigata í Japan í jarðskjálfta fyrir nokkrum árum. //í? YUf'avr *Ftua\ Verður hægt ai segja fyrir um jariskjálfta ? Laser-geislun beitt í merkum rannsóknum í Kalifornlu FLEST dauðsföll, er verða af völdum jarðskjálfta, t. d. er 14 manns fórust í Perú nýlega þegar kirkja hrundi yfir þá, stafa af því, hversu óvænt og fyrirvaralaust jarðskjálfta ber að höndum. Væru tök á því, að segja fyrir um jarðskjálfta með nokkurra klukkustunda, eða jafnvel nokkurra mín- útna fyrirvara, myndi fólk yfirleitt geta varið líf og limi einfaldlega á þann hátt að fara út úr húsum, þar sem það er statt. Á Strawberry-tindi í San Bernadino-fjöllum í Kaliforn- íu er nú unnið að nýjum til- raunum varðandi jarðskjálfta- spár. Komið hefur verið upp þar tækjum, sem senda frá sér tvo „laser“ geisla, þ.e.a.s. tvo örgranna hátíðnigeisla, annan sýnilegan, hinn infra- rauðan, til spegils, sem stað- settur er á öðru fjalli, Keller- tindi, í 15 km fjarlægð. Geislanum er endurvarpað þaðan til hreyfanlegrar rann- sóknarstöðvar og mæling geislanna gefa til kynna hreyfingar á speglinum. Las- erkerfið hefur þegar sannað, að það sýnir hreyfingu, sem nemur aðeins % úr þumlungi, og vonir standa til að með endurbótum geti það sýnt hreyfingar, sem nema aðeins 1/25 úr þumlungi. Með því að fylgjast á þennan hátt með örlitlum hreyfingum jarðskorpunnar er hugsanlegt að hægt verði að segja fyrir um jarðskjálfta. Ein jarðskjálftakenningin ger- ir ráð fyrir því, að jarð- skjálftar hefjist með örsmáum hræringum í jarðskorpunni, venjulega við sprungur, sem síðan verki hvor á aðra og aukizt. Slíkar smáhræringar geti smátt og smátt byggt upp gífurlegan þrýsting og spennu í dýpri jarðlögum. Við til- tekinn punkt kunni þrýsting- urinn að valda skyndileg- um efna- eða eðlisbreyting- um í staðbundnum grjótlög- um, þannig að þau skyndi- lega sundrizt í smærri ein- ingar. Slík sundrun gæti vald- ið meiriháttar jarðskjálfta. Ennþá er hér aðeins um kenningu að ræða, og margt er enn ólært varðandi orsakir hinna mismunandi tegunda jarðskjálfta. Sumir jarðskjálft ar eiga upptök sín djúpt í iðrum jarðar, aðrir eiga þau miklu grynnra. Helzta verkefni rannsókn- anna í Kaliforníu er að leita og finna einhverjar breyting- ar, sem verða áður en til jarðskjálftans sjálfs kemur, mæla þær og rannsaka. Ein aðferðin, sem beitt er, er grundvölluð á þeirri kenn- ingu, að þensla sú og þrýst- ingur, sem byggist upp í jarðskorpunni áður en til jarðskjálftans kemur, kunni að breyta rafmagnsviðnámi á viðkomandi stað. Þannig gætu mælitæki, sem sökkt væri djúpt í jörðu, mælt þrýsting- inn á hverjum stað beinfi Vís- indamenn þeir, sem standa að tilraunum í Kaliforníu vona að þeim muni takast að kom- ast að raun um þær eðlis- hræringar í jarðskorpunni, sem byggja upp þrýsting þennan. Bandarísk nefnd, skipuð af forseta landsins, lagði nýlega til, að 20 hlustunarstöðvar skyldu settar á stofn á mesta jarðskjálftasvæði Kaliforníu, þ. e. við hina nær 700 km löngu Andreas-sprungu. Ef þessar hlustunarstöðvar hefðu einnig á að skipa laser-mæli- tækjum, gætu þær veitt upp- lýsingar, sem öllu máli skiptu 1 viðleitninni til þess að segja fyrir um jarðskjálfta og bjarga þannig mannslífum. (Observer — öll réttindi áskilin). og reynslan af þeim þykir góð. Hið athyglisverðasta fyr ir okkur íslendinga í sam- bandi við þessi loftpúðaskip, er það, að þau fara bæði um sjó og land, og þurfa ekki dýr hafnarmannvirki til þess að athafna Sig á. Tillaga fyrrnefndra þing- manna Sjálfstæðisflokksins er því vissulega hin athyglis- verðasta, og full ástæða til að rækilega verði athugað hvort hér sé um að ræða samgöngu bót, sem hentað geti íslenzk- um aðstæðum. Lýsisherzlu- verksmiðja VEGNA umræðna á Alþingi og ummæla í dagblöðum vil ég taka fram, að ég hef ekki lagt til, að byggð verði lýsisherzlu- verksmiðja með 50 tonna afköst- um á sólarhring. í álitsgerð minni notað i ég stærð verksmiðju, sem unnið gæti úr 50 tonnum af lýsi á sólarhring sem grundvöll til að reikna út hvort tímabært væri að reisa lýsisherzluverksmiðju á íslandi, en jafnframt tók ég fram í álitsgerðinni að rann- saka þyrfti, áður en lýsisherzlu verksmiðja væri byggð, hve hag- kvæmt væri að hafa afköst hennar mikil. Jón Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.