Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 30
m m uagui IIUV. lilDO Cassius berst viö Cleveland Williams Leikurinn fer fram í Texas aðfaranótt þriðjudags dögunum reyndist Clay 94,8 kg. en Williams var 98 kg. Þær sögur fara af Cleveiand Williams að hann geti gert hið ólíklegasta. Högg hans eru þung og nái hann góðu höggi munu ekki margir standast afl þess. Spurningin er því nú hvort hann kemur einu sliku á Classius Clay og verður heimsmeistari — eða að Clay verji titil sinn einu sinni með heiðri og sóma. Itölsku Evrópumeistararnir í körfuknattleik gegn KR CASSIUS Clay — heimsmeist arinn, sem oftar en nokkur ann- ar hefur varið titil sinn, mætir enn í hringnum á mánudaginn. Sá leikur hans fer fram í Hou- ston í Texas og mótherjinn verð ur Cleveland Williams 33 ára gamall kappi. Williams var áður fyrr afskap Iega þunghöggur hnefaleikari og vann flesta sína leiki á rothögg- um í upphafi keppni. Nú hefur aldur færst yfir hann og hann er viðbragðsseinni en áður og því er ekki gert ráð fyrir að hann verði erfiður fyrir Cassius Clay. Standa veðmálin 5 á móti 1 Clay í hag. Leikurinn fer fram kl. 10.30 að staðartíma en þá er ísl. kl. 2.30 að morgni þriðjudags. Leikn um verður sjónvarpað í kvik- myndahús í 111 borgum sem ráða yfir um hálfri milljón sæta Á vellinum sjálfum er gert ráð fyrir um 50 þúsund áhorfendum og greiða þeir í aðgangseyri frá 5-50 dölúm. Cleveland Williams á sérkenni legan feril að baki. Sem ungur maður vann hann flesta sína hnefaleikakappleiki. En á s.l. ári lenti hann í tuski við lög- reglumenn á þjóðvegi í Texas og fékk skot í sig og var lengi vel ekki hugað líf. Léttist hann úr 97 kg. í 72 kg í legunni og var talið að hann myndi aldrei keppa aftur í hnefaleikum. SENN líður að því að Evrópu meistararnir í körfuknattleik, ítalska liðið Simmenthal, komi hingað á vegum KK, en liðin drógust saman í 1. umferð í keppninni um Evrópubikar meistaraliða í körfuknattleik. Verður fyrri leikurinn hér á Iandi, en síðan leika KR-ingar á heimavelli ítalska liðsins í Milano. KR dreifði í gær eftirfarandi upplýsingum um Evrópumeist- arana. Nr. 5. G. Jellini. 19 ára. Bakvörður. Hefur 15 unglinga- landsleiki að baki. Hæð: 188 cm og þyngd: 78 kg. Nr. 6. G. Vianello. 28 ára gam- all. Framherji. 192 cm á hæð og 85 kg. Hefur 95 sinnum leikið með landsliði ítala. Nr. 7. G. Pieri. Fyrirliði Simmenthal á leikvelli. Bakvörð ur. 29 ára 192 cm: á hæð og er 87 kg. Hefur 70 landsleiki að baki. Nr. 8. M. Masini. 22 ára gam- all. 2 metrar og 6 cm. á hæð og 102 kg. á þyngd. Hann leikur miðherja og hefur 58 landsleiki að baki. Nr. 9. Austin „Red“ Robbins. Bandaríkjamaður. Hann lék síð- asta ár með Tennesse-háskóla og var valinn í „All-star“-lið Tennessee. Hann er 22 ára, 204 cm. á hæð og leikur miðherja. Nr. 10. A. Riminucci. Aldurs- forseti liðsins, 31 árs. Hann leik ur bakvörð. Hann er 188 cm á hæð og 78 kg. Hefur 60 lands- leiki að baki. Nr. 11. L. Gnocchi. 24 ára gamall. Framherji. Hæð: 185 cm og þyngd: 75 kg. Hefur leikið 4 unglingalandsleiki. Nr. 12. F. Longhi 21 árs að aldri. Miðherji. 2 metrar sléttií! á hæð og er 83 kg. á þyngd. Hann hefur 15 unglingalands* leiki að baki. Nr. 13. G. Ongaro. Framherjl, 25 ára gamall. 193 cm á hæð og 82 kg. Hann hefur 8 sinnum leik: ið með landsliði ítala. Nr. 14. M. Binda. Bakvörður. 185 cm á hæð og 80 kg. Hann er 24 ára að aldri og hefur leikið 4 unglingalandsleiki. Nr. 15. Steve Chubin. Banda- ríkjamaður. 22 ára gamall. Hæð 192 cm. og þyngd 88 kg. Hann leikur framherja. í Bandaríkjun um lék hann m.a. með úrvals- liði Rhode Island-fylkis síðasta ár. Þjálfari Simmenthal er Angelo Cattaneo. Meðalhæð leikmanna Simmenthal er 1 meter og 93 cm og meðalaldur er 24 ár. Til samanburðar má geta þess að meðalhæð KR-inga eru rétt rúmir 188 cm. og meðalaldur 20,5 ár. En batinn kom fljótt og nú hefur Williams leikið fjóra kapp leiki og unnið alla á rothöggi. Olíukóngur í Texas annast um- sjón hans mála — og það hefur sitt að segja fjármálalega. En þar með er ekki sagt að hann reisi sér hurðarás um öxl með því að fá leik við Cassius Clay. Clay er enginn aukvisi í faginu og hefur sem atvinnu- i maður í iþróttagreininni 26 sigra að baki og ekkert tap. 21 af þess um leikjum hefur hann unnið á rothöggi. Er kapparnir voru vigtaðir á Níu leikir um helgina REYKJAVÍKURMÓTINU í hand knattleik verður fram haldið um þessa helgi og fara alls fram níu leikir í dag og á morgun. í dag leika í 2. fl. kvenna Fram og KR og einnig Valur og Vík- ingur. í 3. fl. karla leika Þróttur og Ármann. f 1. fl. karla verða þrír leikir; milli Vals og Vík- ings, KR og ÍR og loks milli Fram og Þróttar. í dag verður leikið að Hálogalandi. Á morgun sunnudag fara leik- ir fram í íþróttahöllinni í Laug- ardal og leika þá í meistarafL karla Þróttur og KR, næst Vík- ingur og Valur og síðast Fram og Ármann. Auglýsendur athugið! Auglýsingaskrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h. virka daga, nema laugardaga frá kl. 9—12. —★— Handrit að auglýsingum þurfa að hafa borizt aug- lýsingaskrifstofunni fyrir hádegi DAGINN ÁÐUR en þær eiga að birtast. —★— . Handrit að STÓRUM AUGLÝSINGUM, sem birtast eiga í SUNNU- DAGSBLAÐI þurfa að hafa borizt auglýsinga- skrifstofunni FYRIR KL. 5 Á FIMMTUDEGI, en handrit að smærri aug- lýsingum í síðasta lagi kl. 4 á föstudögum. —★— Myndamót þurfa að fylgja auglýsingahandriti, ef mynd á að birtast í auglýsingu. — Við get- um séð um að láta gera hvers konar myndamót með etuttum fyrirvara. —★- Virðuleg úftlör Benedikts G Wauge ÚTFÖR Benedikts G. Waage heiðursforseta íþróttasambands íslands, fór fram í gær frá Dóm kirkjunni. Mikill mannfjöldi var viðstaddur útförina sem var hin hátíðlegasta. Áður en útförin hófst lék lúðrasveit fyrir kirkju- dyrum en síðan jarðsöng sr. Óskar J. Þorláksson. Guðmund- ur Jónsson söng, Þórarinn Guð- mundsson lék á fiðlu og félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands léku. Félagar úr Karlakór Reykja víkur önnuðust söng, bæði í kirkju og kirkjugarði en jarð- sett var í Fossvogskirkjugarði. Við kistu stóðu félagar Bene- dikts í Frímúrarareglunni heið- ursvörð og afreksmenn úr ÍR og KR stóðu heiðursvörð við fána ÍSÍ. Meðal kirkjugesta var forseti Islands, forsætisráðherra, mennta málaráðherra og dómsmálaráð- herra. Úr kirkju báru stjórnar- menn ÍSÍ en í kirkjugarði báru félagar úr Frímúrarareglunni og formenn og fulltrúar sérsam- banda ÍSÍ. FELACSHEIMIU Opið hús sunnudagskvöld HEIMDALLAR y 1____- $* ■ w j 1 .jgjFa þ M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.