Morgunblaðið - 25.11.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.11.1966, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. nóv. 1966 Sé/ici. StgU/dfu/t cfárutJuth, Guð/6*tssotc sfrUfak ttiZv &ARNA-OG UAfG(.lNfGA&Æn UR SIGURVEGARAR. Höfundur: Berhard Stokke. Þýöandi: Sigurður Gunnars- son. Bókaútgáfa Æskunnar. Prentsmiðjan Oddi hf. SJÁLFSAGT hefir það verið skemmtilegri forsíðu að þakka, að ég valdi mér þessa bók til lestrar úr hópi margra annarra. Það var eitthvað ævintýralegt við hana, eitthvað óráðið. Víst er um það, að innihaldið reyndist einnig ævintýralegt. Tveir ungir bræður, föðurdeys- ingjar, lenda í tiörðum átökum við svíðing auðbygg'junnar, berj- ast fyrir tilverurétti sínum og móður og systur sinnar, og eins og í öllum ævintýrum blutu þeir sigur að lokum, með góðs manns Sbj.álp. En allan tímann, meðan á lestri sttóð, haifði ég þáð á tilfinning- unni, að höfundur hefði ráðizt í verk, er hann réði ekki við. Söguþráðurinn er af þeim sök- um á stundum teygður svo brak- ar í eða þá vafinn saman, að úr verður ílækja. Á baksíðu stend- ur, að hann hafi í æsku verið smali á fögrum fjallaslóðum. Það dreg ég hreint ekki í efa, en skeifing hlýtur að vera langt e-íðan, e'ða þá eðli norsks búsmala allt annað en íslenzks. Margar fiíásagnirnar af dýrunum eru svo Athuga- semd 1 FRÉTTUM frá Alþingi í Mbl. 2. nóv. las ég, að 29 umsækjend- um hafi nú í sumar verið veitt leyfi til byggingar sumarbústaða á svæðinu austan og vestan við Gjábakka „enda verði svæðið skipulagt og náttúruverndarráð fylgzt með úthlutun". í þessu sambandi tel ég rétt að eftirfar- *ndi komi fram: í fyrsta lagi: Ekkert samband var haft við náttúruverndarráð er leyfi voru veitt til byggingar sumarbústaða á þessu svæði. Ekki mun heldur hafa verið haft neitt samband við þjóð- minjavörð, sem rétt hefði þó verið að gera. í öðru lagi: Þótt náttúruvernd- arráð hafi, því miður, ekki vald til að koma í veg fyrir hinar fyr- jrhugu sumarbústaðabyggingar, hefur það einróma lagzt gegn þeim, þar eð þær hljóti óhjá- kvæmilega að trufla friðhelgi þjóðgarðsins og telur ráðið, að fremur bæri að vinna að því stækka hið friðlýsta svæðL í þriðja lagi: Ólíklegt er, að náttúruverndarráð muni nokk- urntíma vilja bera nokkra ábyrgð á þessum leyfisveiting- um til sumarbústaðabygginga í Gjábakkalandi. Þær leyfisveiting ar eru og verða, umbúðalaust sagt: endemis hneyksli. Þar bera þeir einir ábyrgð á, sem til hafa stofnað. Þeirra eru bökin breið. Sigurður Þórarinsson. einkennilegar, að lesandi, sem alinn er upp í sveit, hlýtur að draga þá ályktun, að höfundur hafi skrifað þær efltir mynd og hana tekna á heldur lélega kassa- véL Vissulega stendur hvergi, að sagan skuli vera kennslubók í bú fræði, það er rétt, en algjör ó- þarfi er að auka um vanþekk- ingu unglinga í borgum á fer- fættum málleysingjum. Hún er nóg fyrir. Ég hefði kosið, að höAundur- inn hefði valið kjarna verks síns, baráttu föðurleysingjanna á kot- býlinu, vdð harðsvírann Grím bónda, aðra umger'ð. Tilgangur- inn er vissulega góður. Það hefði verið gaman að fá góða sögu af bariáttu unglinga við sjálfa sig, þegar byrði lífsins leggsit svo óvægin á þá. Þýðing æskulýðsleiðtogans Sig urðar Gunnarssonar, kennara, er prýðileg, eins og vænta mátti, samvizkusamlega unnin og af hans þekktu snyrtimennsbu Hinu vil ég ekki leyna, að óg sé eftir dýrmætum tíma hans í þessa bók frá mörgum öðrum. Útgáfan er snotur. Prófarka- lesitur góður og verk prentsmiðju vel unnið. GAUKUR VERÐUR HETJA. Drengjasaga. Höfundur: Hannes J. Magnús- son. Bókaútgáfa Æskunnar. Prentsmiðjan Oddi hf. ÉG fagna því að hafa átt þess kost að kynnast þessari bók, svo margt er það, er prýðir hana. Fyrst er þar til að taka, að hún angar af kærtleika tii ungs fólks og löngunar t.þ.a. verða því veg- vísir til þroska. Þetta tvennt sameinar hún ágæta vel, enda höfundurinn enginn viðvaningur til verka, þar eð þetta mun fjórtánda ritið, er hann sendir frumsamið, frá sér. Það verður líka hverjum lesanda ljóst, að hér voru ei orð barin saman til þess að kaupa fyrir þau teppi, eða t.þ.a. greiða me'ð þeim olíu- reikninginn, heldur af hinu, að á- hyggjur ungs fólks hafa orðið eftir á skrifstofu skólastjórans, hafa elt hann og krafizt lausnar fyrir fleiri en þá unglinga eina, er fundi hans náðu. Höfundur gerir enga tilraun t.þ.a. teljaist hafa leyst lífsgátur annarra, heldur bendir lesandanum á, með hjálp sögupersónanna, hvernig hann telur réttast, að bregðast við ýmsu því, er margt ungt fólk telur ókleifan vegg. Aðalsöguhetjan, Gaukur Atla- son, ellefu ára snáði, brýtur t.d. heilann um það, hvers vegna sumir fæðist bæklaðir til þessa lifis, og hvers vegna þeim sé oft gert að ganga utan alfara vegar. Þetta er mörgum æskumannin- um erfið raun, raun, sem hann getur ekki rætt við aðra um, þá er gott a'ð eiga bók að vini, er varpar ljósi á veginn. Ekki get ég stillt mig um það að benda á, hve skemmtilega höfundur ræðir við hina ungu um myrkfælni þeirra. Ógnir myrkursins verða ýmist grænar kattarglyrnur eða þá fagnandi heimalingur, þegar ljósi er varp- að á þær. Lesandanum er hlátur í hug, er hann fylgir Gauki, þar sem hann flýgur yfir, hvað sem fyrir er undan þessum skelfilegu draugum. Hrokinn og hugsunarleysið á sinn fulltrúa í bók þessarL Það er Hallur litli Guðmundsson. í óvitaskap sínum kemur hann mörgu illu til leiðar, en atvik verða til þess, að skrápurinn þvæst af dreng og öðlingshjar.ta kemur í ljós. Stíll höfundar er ekki léttur en skýr, og kostur er það mik- ill, að hann gerir kröfur til orða- forða lesandans. Því a'ðeins læra unglingar fagurt mál, að það sé fyrir þeim hafL Eitt atvikanna, er bókin grein- ir frá, hefir elt mig sfðan ég las frásögnina af þvd, og er ég langt í frá í sátt við það. Þeir félag- arnir Gaukur og Hallur verða eitt sinn vitni að bifreiðaslysL SjáMsagt hafa þeir í góðri trú tekið að kúldrast með hina slös- uðu pilta, en vita verða allir unglingar það, að s'likt er háska- legt athæfi og getur kallað daúða yfir hina siösuðu. Það þarf bunn- áttu til að fara með slasaðan mann. Auðvitað áttu þeir að hag ræða þeim báðum, þar sem þeir voru eftir slysið, og bíða síðan komu sjiúkrabifreiðarinnar. Bókin er í heild snoturlega út- gefin- Prentvillup úkinn hefir þó læðzt að borði setjarans og talið skemmtilegt að heyra Þorbjörn, skólastjóra slá u msig með einnri þéringu, er hann ræðir við vin sinn Halldór lækni. Auðvitað er þetta meinlaust í annars vel prófarkalesinni bók. Hitt verðux að teljast til lasts, að á nokkrum stöðum virðist vandvirknin hafa dottað, er sáður voru réttar af til prentunar. Slíkt lýtir svo ágæta bók. Hafi Bókaútgáfa Æskunnar beztu þakkir fyrir bókina, hún er þess sannarlega virði að vera gefin út og verða lesin. Das Haydn trio „HAYDN-TRÍÓIГ frá Austur- ríki hélt tvenna tónleika fyrir félaga Tónlistarfélagsins sl. mánu dags- og þriðj udagskvöld í Aust- urbæjarbíói. Á efnisskránni var tríó eftir Haydn í F-dúr, eitt af þessum klassísku tríóum, þar sem sellóistinn hefur lítið annað erindi upp á svið en að elta vinstri hönd píanóleikarans. En óhætt er að segja, að Schultz, sellóleikari, hafi gert sér mat úr hverjum einasta tóni, sem Haydn svo sparsamlega lagði honum í hendur. Þá léku þeir félagar „írsk þjóð- lög“ eftir Martin. Þetta var tríó í þremur þáttum, þar sem raðað var saman mörgum einlituðum lögum, sem strokhljóðfærin fluttu að vísu ágætlega, en yfir sífelldum iðandi sekkjapípuklið píanósins. Hljóðfallsáherzlur voru í stí'l við Bartók, og ef þessi Martin, (sem skráður var án fornafns í efnisskránni) var Frank Martin, þá var þetta verk slæmur fulltrúi þess sérkenni- lega persónuleika. Lokaverkið var Es-dúr tríó Schuberts, op. 100. Þar var loks öllum gert jafnhátt undir höfði frá höfundarins hendi. Píanó- leikarinn W. Kamper rendist vera eftirminnilegasti persónu- leikinn í Haydn-tríóinu. Leikur fágun og lipurð, en sú fágun var líka ósjaldan á kostnað styrks. í Schubert var það mest áber- andi, þar mátti heyra glitrandi tært skrautið og skalarunur, en voldugir hljómar urðu fremur léttvægir í höndum hans. Leik félaganna var vel tekið og (á þriðjudagskvöldið) léku þeir aukalega þátt úr Ravel tríó- inu. Efnisskrá Tónlistarfélagsins hefur oft verið vel úr garði gerð, t. d. þegar það lætur prenta textaþýðingar laga á söngpró- grömmum. Á þessum tónleikum Haydn-tríósins var efnisskráin hins vegar ófullnægjandi, þar voru nöfn höfunda prentuð án fornafna, og getur slíkt orsakað dálítil rangindi gagnvart höfund- unum og áheyrendum, eins og t.d. í sambandi við nafn Haydns. 1 heildarútgáfum á Tríóum Jós- efs Haydns eru verk eftir bróður N. K. ÞREÐJUDAG verður Gullna hliðið sýnt í 30. skipti í Þjóðleikhúsinu að þessu sinni. Eins og endranær hef- ur aðsókn að Gullna hliðinu verið ágæt og hafa fá leikrit verið sýnd jafn oft á leik- sviði Þjóðleikhússins. Leik- stjóri er Lárus Pálsson og hef ur hann alltaf verið leikstjóri við Gullna hliðið, þegar það hefur verið sýnt á leiksviði hér í bæ. Myndin er af Guð- björgu Þorbjarnardóttur í að- allilutverkinu. hans Mikael Haydn oft látin fylgja með. Meir að segja Schubert-nafnið getur verið vill- andi, því að ekki má gleyma kontrabassaleikaranum og tón- smiðnum Franz Anton Schubert, sem frægur er fyrir að hafa með- tekið af misgáningi endursent hindritið af lagi nafna hanis Franz Peter Schubert, „Álfakóngurinn1*. í bréfi til útgefandans segir Franz Anton orðrétt: „Furðulost- inn verð ég að lýsa því yfir, að þetta verk var aldrei af mér samið. Ég ætla mér að halda eftir þessu handriti, til þess að reyna að komast að því, ef þesa er nokkur kostur, hver sendi yður svona rusl á slíkan ósæmi- legan máta, og til að geta upp- götvað hvaða náungi hefur þann- ig misnotað nafn mitt“. Þorkell Sigurbjörnsson. HraÖritunarhækl- ingur kominn út HÚSNÆÐI TIL SÖLU í húsi Vörubílastöðvarinnar Þróttar við Borgartún er til sölu 600—1200 ferm. húsnæði. — Tilboð sendist undirrituðum, sem gefa allar nánari upplýsingar: málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Aðalstæti 6, III. hæð. Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. „DRÖG að íslenzkri hraðritun — hraðritunartákn algengustu orða tungunnar“ nefnist nýútkominn handritaður bæklingur, sem laganeminn Jón Ögmundur Þor- móðsson hefur tekið saman. Bæklingurinn er sniðinn eftir Pitman-hraðritunarkerfinu að fengnu leyfi Sir Isaac Pitman & Sons Ltd., London. Jón Ögmundur kveður bækl- inginn hentugan til þess að sníða tvo meginvankanta af hraðritun og klæða hana búningi, sem á að geta hentað öllum þeim, er vilja auka skriftarhraða sinn að mun. Verður lesendum gefinn kostur á að læra einvörðungu til fullnustu hagnýtasta kjarna hraðritunar eða með öðrum orð- um að rita hraðritunartákn al- gengustu íslenzku orða á met- tíma. Skammstafanir þessar stuðla ekki sízt að skriftarhraða beztu hraðritara eða a.m.k. 250 orða hraða á mínútu. Leitazt hefur verið við að gera bækling þenn- an, sem er fyrst og fremst ætlað- ur til sjálfnáms eins aðgengileg- an og framast er unnt, m. a. með því að undirstrika þau atriði, sem mikilsverð geta talizt. Jón Ögmundur segir, að hrein- ritun sé ónauðsynleg sé upp- skriftin einungis ætluð til eigin nota og á að vera unnt að lesa reiprennandi úr táknunum, þegar þau hafa á annað borð verið numin. Ljóst er að margir geta haft nokkurt gagn af þess- ari hraðritunarkunnáttu, hentar hún t. d. vel ræðumönnum við gerð uppkasts, blaðamönnum I viðtölum, námsmönnum, svo og þeim, sem rita þurfa ýmis minn- isatriði í dagsins önn. Bækling- urinn er 31 blaðsíða í stóru broti. Kostar hann 135 krónur. P. J. 24. okt. Stjórn Kennara- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.