Morgunblaðið - 25.11.1966, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.11.1966, Qupperneq 25
Föstudagur 25. nóv. 1966 MORCUNBLAÐID 25 Sex nýiar bœkur írú Fróðaútg. Bókaútgáfan Fróði í Reykja- haft orð á því við höfundinn að vík hefur sent frá sér 6 nýjar bækur fyrir þessi jól. 3 þeirra eru barnabækur, og tvær eftir íslenzka höfunda, Hugrúnu skáldkonu og Eirík Sigurðsson skólastjóra. Bók Hugrúnar heitir Strokubörnin og er 147 blaðsíður að stærð, prýdd allmörgum myndum. Torfi Jóns son teiknaði kápu. Höfundur segir í formál, að saga þessi sé skrifuð eftir samnefndu útvarps leikriti, sem leikið var í barna- tíma útvarpsins. Margir hafa — Hrabritunarb. • Framhald af bls. 12 félags Norðurlands vestra boðaði í samráði við Valgarð Haralds- son, námstjóra til aðalfundar fé- lagsins og námskeiðs í Höfða- kaupstað dagana 14. — 16. okt. s.l. Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri setti námskeiðið föstudaginn 14. okt. kl. 14.30. Bauð hann fund- armenn velkomna og þó sérstak- lega þá Valgarð Haraldsson, námstjóra og Sigurþór Þorgils- son, kennara úr Reykjavík, en hann var leiðbeinandi á mótinu. Kynnir hann þar undirbúning og grundvallaratriði starfrænna kennsluaðferða eftir því, sem tími vannst til. Hvatti Sigurþór kennara til að taka þegar á þess- um vetri upp slíkar kennsluað- ferðir að einhverju leyti. Námskeiðið sóttu 26 kennarar af Norðurlandskjörsvæði vestra. Kl. 18.00 á laugardag (15. okt.) flutti Valgarður Haraldsson, nám stjóri erindi um skólamál. Ræddi hann nokkuð um próf og nám barna, taldi hann ekki æskilegt að fella niður heimanám barna hér m. a. vegna þess hve skóla- tími er hér stuttur í mörgum skólum. Hann vonast eftir góðu samstarfi milli kennara og hinn- ar nýstofnuðu skólamálanefndar. Aðalfundur Kennarafélagsins var haldinn á laugardaginn kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa vou samþykkta tillögur um áskorun á Menntamálaráðu- neytið að láta semja og gefa út stutta handbók í háttvísi og holl- um umgengnisvenjum. Þá var skorað á yfirstjórn fræðslumál- anna að hlutast til um, að ráð- inn verði sem fyrst sérlærður maður til að annast sálfræðiþjón- ustu við skóla í Norðurlands- kjördæmi vestra, og ennfremur að hraða sem mest byggingu heimavistarskóla og sameiningu fámennra skólahéraða í stærri heildir. * Loks var skorað á stjórn S.Í.B. að láta birta , 1 Menntamálum hvað fólgið er í lið þeim á launa- miða kennara, sem nefnist annar frádráttur. Páll Jónsson fyrrver- andi skólastjóri var kjörinn heiðursfélagi kennarafélgasins. Stjórn félagsins skipa nú: Garðar Jónsson, skólastj. Hofsósi, Pála Pálsdóttir, kennari, Hofósi og Svavar Jónsson, skólastjóri Sólgörðum. Námskeiðið stóð í þrjá daga og lauk með kaffisamsæti, sem hreppsnefnd Höfðakaupstaðar bauð til. Barna- og unglingaskólinn í Höfðakaupstað var settur 6. okt. Sama kennaralið er við skólana og s.L skólaár, að því breyttu, að Páll Jónsson, sem verið hetfur skólastjóri við skólann frá stofn- un 1939 lét nú af skólastjórn, en við tók Jón Pálsson, sem verið hefur kennari við unglingaskoÞ ann nú undanfarið. í skólunum oru nú 70 börn og 50 unglingar á þrem bekkjum gagnfræðastigs- ias. Kennarar við skólana eru 5 «g stundakennarar. láta leikritið koma út í sögu- formi, og hefur hún nú leitast við að verða við þeirri ósk. Áð- ur hefur Hugrún sent frá sér 6 barna- og unglingabækur. Off- setprent prentaði en bókbindar- inn hf. batt inn Týndur á Ör- æfum nefnist bók Eiríks Sig- urðssonar. Hún er 127 blaðsíð- ur að stærð prýdd mörgum myndum eftir Ragnheiði Ólafs- dóttur. Bók þessi er tileinkuð Sambandi dýraverndunarfélaga á íslandi. Sömu aðilar sáu um prentun og bókband og á bók Hugrúnar. Bókin fjallar um Palla og klárinn Rauð, sem voru miklir vinir. Rauður hverfur og Palli leitar hans sumarlangt og finnur hann síðar í eyðidal. Bók Eiríks er einkanlega ætluð börnum og unglingum 10-14 ára að aldri. Síðasta barnabók Fróða er Lotta í Ólátagötu eftir Astrid Lindgren, en íslenzkuð eftir Ei- rík Sigurðsson. Fjölmargar mynd ir prýða bókina eftir Ilon Wik- land. Bókin fjallar um Lottu fimm ára, sem vaknar einn morg un í mjög vondu skapi, hafði dreymt illa, og er reið út í allt og alla. Önnur bók um Lottu er til á íslenzku, sem heitir Börnin í Ólátagötu. Bókin er 72 blaðsíður að stærð og prent- uð í Offsetprent. Fjórða bók Fróða er bók eftir danska háðfuglinn Willy, Brein- holst og heitir Kysstu konuna þína. Eiginmannagaman, , og prýdd fjölmörgum skemmtileg- um myndum eftir Léon. Andrés Kristjánsson snéri bókinni frjáls lega á íslenzka tungu. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Eddu, og er bókin 139 blaðsíður að stærð. Segir á kápusíðu bókar- innar, að Kysstu konuna þína sé ólík öllum öðrum bókum. Þetta er tómstundaiðjufræði eiginmannsins, en efnið er tekið sérstæðum tökum. Kápa bókar- innar er all sérstæð. Fimmta bók Fróða heitir Leið in mín eftir norska biskupinn Kristian Schjelderup, sem mörg j Hugrún skáldkona. um íslendingum er að góðu kunnur, en hingað var honum boðið fyrir allmörgum árum. Asmundur Guðmundsson fyrr- um biskup íslenzkaði bókina, sem er 206 blaðsíður að stærð, prentuð í Offsetprent hf. Torfi Jónsson teiknaði kápu. Höfund- ur segir í formála, að bók þessi sé mjög persónuleg. Henni sé hvorki ætlað að vera vísindarit né bókmenntaafrek, heldur fram rétt vinarhönd til með- bræðra á erfiðum tímum. Á kápusíðu bókarinnar segir um höfundinn, að hann hafi far- ið víða og sé gáfaður og fjöl- menntaður. Á stríðsárunum var hann um hríð fangi á Grini og flutti fagnaðarerindi Krists með al fanganna. Skömmu síðar varð hann biskup í Hamarsstifti Sjötta og síðasta bók Fróða er bókin Framsýni og forspár Je- ane Dixon. Ruth Montgómery segir frá. Sveinn Víkingur ís- lenzkaði. Bókin er 188 blaðsíð- ur að stærð, prentuð í Offset- prenti, og kápu teiknaði Torfi Jónsson. Frú Jeane Dixon hefur vakið athygli víða um heim vegna dulhæfileika sinna. Und- anfarið hafa forspár hennar birzt árlega í blöðum Bandaríkjanna, og þótt rætast ræiklega. Meðal annars er sagt, að hún hafi séð fyrir morð Kennedys forseta, og gerði ítrekaðar tilraunir til að koma í veg fyrir ferð hans til Dallas. Mynd af höfundinum er á kápusíðu bókarinnar. Bæjorstjóin Hainarijorðar biðni um stuðning við Norðurstjörnunu Mbl. barst í gær svohljóð- 'andi frét frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar: I TIiLEíFNI af viðræðum stjórnar formanns „Norðurstjörnunnar“ h.f. við bæjarráð hinn 14. þ.m. og í framhaldi af aðgerðum bæj arstjórnar, samþykkir bæjar- stjórn eftirfarandi: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tel ur að með stofnun niðursuðu- verksmiðju „Norðurstjörnunnar-1 h.f., hafi þeir einstaklingar og lánastofnanir, er stóðu að henni, hrundið í framkvæmd merkri til- raun til fullnýtingar sjávarafla, en nauðsyn slíks hefur mjög ver ið á lofti haldið og hlotið al- menna viðurkenningu. óhagstæð verðlagsþróun ásamt ýmsum byrjunarerfiðleikum, hafa valdið þessu fyrirtæki miklum fjárhags örðuglei’kum og leitt til reksturs stöðvunar um sinn. Með því hinsvegar að snúizt hefur til betri vegar um rekst- ursskilyrði fyrirtækisins, sölu- verð framleiðsluvara hækkað á erlendum markaði, afkastageta verið aukin og lagður grundvöll- ur að aukinni hagkvæmni í rekstri, lítur bæjarstjórn það mjög alvarlegum augum, hvort heldur frá almennu sjónarmiði eða að því er varðar atvinnuhorf ur í bænum, einkum fyrir kven- fólk, ef þessi merka og að mörgu leyti vel grundvallaða tilraun yrði hér með lokið, svo sem allt útlit er fyrir, og verksmiðjan leyst upp, ef til vill einvörðungu vegna stundarerfiðleika. Fyrir því skorar bæjarstjórn á hið háa Alþingi og ríkisstjórn að egra þegar í stað tiltækar ráðstafanir svo að til slíkra aðgerða þurfi eigi að koma fyrr en þá að feng- inni nokkuð lengri reynslu. — Verði fyrirtækinu veittur nokk- ur rekstursstuðningur í þessu augnamiði, svo sem nú á sér stað um suma aðra þætti atvinnulífs- ins, sem þó hafa að baki lengri þróun. Telur bæjarstjórn slíkt þvi meiri nauðsyn þar sem fyrir- tækið er búið fullkomnustu tækj um til framleiðslunnar, hefur fyrir hana öruggan erlendan markað og margt bendir til þess að fyrirtækið geti átt fyllsta til verurétt og trygga framtíð ef því yrði komið til hjálpar til þess að komast yfir þá byrjunarerfið- leika, sem nú ógna frekari tilveru þess.“ Stefán Jónsson (sign.), Árni Gunnlaugsson (sign). Hörður Zóphaníasson, (sign.) Áttræðis- afmæli ÁTTATÍU ára er í dag, frú Þór- halla Jónsdóttir, Hamarsstíg 33, Akureyri, ekkja Konráðs Vil- hjálmssonar, kennara og fræði- manns. Saigon, 23. nóv. — NTB BANDARÍKJAMENN misstu í dag 27. flugvélina, síðan átökin í Vietnam hófust. Var sú flug- vél skotin niður nærri hafnar- borginni Haiphong, í N-Viet- nam. Þriggja manna áhafnar er saknað. Þetta er þriðja banda- ríska flugvélin, sem skotin er niður yfir Vietnam á 11 dögum. Leiðrétting í FRÉTT um útgáfubækur Al- menna bókafélagsins á þessu hausti hér í blaðinu, laugardag- inn 19. þ. m., var það ranghermt að bókin „Þorsteinn Gíslason, skáldskapur og stjórnmál“, komi út í janúar nk. Bókin kemur út nú innan fárra daga. í henni birtast ljó'ð og ýmsar greinar eft- ir Þorstein Gíslason og í heild er prentuð stjórnmálasaga Is- lands 1896—1918. ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu, er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. JÖMBÓ Teiknari; J. M O R A Spori er ennþá mjög æstur. Honum varð mikið um heimsókn þjófsins og ekki var gott að rekast á hurðina. En hvernig get- ur Júmbó verið viss um að þjófurinn var á eftir honum og vinum hans? — Auð- vitað getur það hafa verið tilviljun, segir Júmbó .. . — . . . en líklegt þykir mér að Álfur og þorpararnir séu á hælunum á okkur. Þeir hafa ekki enn gefið upp vonina um að fá fjársjóðinn í sínar hendur. — Ósköp er fólk ágjarnt, tautar skipstjórinn. — En nú langar mig til að fara að sofa, segir hann og slekkur ljósið. — Ef fleiri JAMES BOND James -X—■ —X- þjófar skyldu birtast, þá vekur þú tnic, Júmbó. — Ég skal sjá fyrir því. — Eftir flugferðina í gegnum gluggann kemur vin ur okkar, þjófurinn, ekki aftur, segir Júmbó og býður góða nótt. Eítii 1AN FLEMING Hraðlesiin með lik Spang’s innanborðs stakkst fram af hUoarteinunum niður í fjallshlíðina. Við skuium fara héðan, James!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.