Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. nóv. 1968 MORGUNBLAÐIÐ 3 Sigdæld í Vatnajðkli orsök Skaftárhlaups í Ijóiða skipti á !áum árum Sigið er á sínum stað í Vatna jökli norðvestur af Vatns- hamri í Grímsvötnum, alveg eins og þau 3—4 skipti, sem hlaup hefur komið í Skaftá á undanfömum árum. Það gátu Jöklafélagsmenn, sem í gær flugu inn yfir flóðasvæð ið og jökulinn með flugvél Flugmálastjórnarinnar, geng- ið úr skugga um. En í þeirri ferð voru m. a. jarðfræð- ingarnir Sigurður Þórarins- son Guðmundur Kjartansson, Guðmundur Sigvaldason og flugmaðurinn Sigurjón Einars son. Sigurður Þórarinsson sagði, að sér hefði sýnzt sigdældin í jöklinum svipuð að stærð og 1955, eða á að gizka kíló- meter í þvermál, en kannski ívið dýpri eða um 120 m. djúp. Þetta er í fjórða skiptið á fáum árum sem þarna verð ur sig og fær vatnið fram- rás í Skaftá, en ekki Tungnaá eins og e. t. v. væri eðlíleg- ast, en það gefur til kynna að þarna séu móbergshryggir undir. Um ástæðuna fyrir slíku sigi, getur verið tvennt til. Annað hvort að eldsumbrot séu undir jöklinum, sem ekki ná upp úr jökulhettunni. Eða þá að þar undir sé stöðugur jarðhiti, sem bræðir frá sér jökulinn og fær framrás þeg ar ákveðið magn af vatni hefur safnast. Sigurður sagði að hlaupið væri greinilega í rénun. Það hefði flætt yfir allmikið svæði vestast í Skaftárhraun inu. Við jökulröndina hefðu verið lítil verksummerki og engir jakar í vatninu þar upp frá. En áin hefði kannski brotið af sér ís niðurfrá. Voru jöklarannsóknarmenn mjög þakklátir Flug- málastjórninni fyrir að hafa enn einu sinni bjargað því að þeir gátu séð hvað um var að vera, því mjög mikilvægt er að geta skoðað þessi fyrir- brigði. Jón Eyþórsson, formað ur Jöklafélagsins, sagði að aðalatriðið væri nú að vita að þetta hlaup hefði komið í nyrðri upptök Skaftár og staf ar af þessu sama þekkta sigi. Ef vatnið hefði komið fram í syðri upptökum árinnar, þá hefðu menn óttast að elds- umbrot væru undir Skaftár- jökli. Hafa jöklarannsóknarmenn STAKSniNAR Krossinn sýnir hvar sigdældin myndast og sendir vatns- gusu undan jökulröndinni í nyrðri kvísl Skaftár og veld- ur flóði í ánni. Vegurinn aust ur að Kirkjubæjarklaustri sést á teikningunni. mikinn áhuga á að vita hvort þetta sé nýtt fyrirbrigði á seinni árum, eða hvort Skaft árdalsmenn muna eftir slíkum hlaupum fyrr á tímum. Stjómarfrv. á Alþisigi: Nýskipan prestakaila og prófastsdæma Stofnaður verði Kristnisjóður gegna margvíslegu hlutverki: Að launa aðstoðarþjónustu presta og guðfræðinga 1 víðlendum og fjölmennum prestaköllum, að launa starfsmenn, sem ráðnir eru til sérstakra verkefna í þágu þjóðkirkjunnar samkv. ákvörðun kirkjuþings, styrkjasöfnuði, sem ráða vilja starfsemnn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðs- mála, liknarmála eða að öðrum mikilvægum verkefnum, veita fátækum söfnuðum starfsskilyrði einkum á þeim stöðum, sem prestaköll hafa verið sameinuð og kirkjuleg þjónusta er sérstök um erfiðleikum háð, kosta bú- ferlaflutning guðfræðinga, sem settir eru til þjónustu, styrkja námsmenn til undirbúnings und ir preststarf og önnur kirkjuleg störf, styðja hverskonar starfsemi kirkjunnar til eflingar kristinni trú og siðgæði með þjóðinni. Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um skipun prestakalla og prófasts dæma og um Kristnisjóð. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að prófastsdæmum verði fækkað úr 21 í 15, en presta- köllum utan Reykjavíkur úr 109 í 89. Þá er það nýmæli í frum- varpinu að stofna skal Kristni sjóð, sem ætlað er að veita kirkjunni nokkurt aukið svig rúm til starfa, en kirkjuþing mun bera ábyrgð á. Frumvarp þetta er liður í gagn gerðri endurskoðun ýmissa atriða varðandi skipulagsform þjóðfé- lagsins og er tilgangur þess að færa skipulag og starfsmögu- leika þjóðkirkjunnar til sam- ræmis við nýjar aðstæður. Kirkjumálaráðherra skipaði í apríl 1965 fimm manna nefnd til þess að endurskoða skipun prestakalla og prófastsdæma og er frumvarpið árangur af starfi liefndarinnar. 1 greinargerð frumvarpsins Begir, að meginstefna þess sé í raun og veru sú að viðurkenna staðreyndir, sem þegar leggja fyrir og samræma skipulag þjóð kirkjunnar í verulegum atriðum því þjóðfélagsástandið sem fyrir hendi er í dag. Þess ber að geta að mörg þeirra prestakalla, sem nú er lagt til að sameina öðrum köllum hafa verið prestslaus ár- um, eða jafnvel áratugum sam- an. Ymiss önnur nýmæli eru í frumvarpinu. Lögfest er embætti prests í Kaupmannahöfn, sem starfar meðal íslendinga þar, og annars sfaðar á Norðurlöndum, heimild er veitt til að ráða prest til sjúkrahúsþjónustu, en við slíka þjónustu hefur undanfarið starfað einn fyrrverandi prestur, og heimild er til að ráða prest til starfa meðal sjómanna. Þá er gert ráð fyrir að fjölga svonefnd- um farprestum í tvo og heimild veitt til að ráða tvo menn til aðstoðar æskulýðsfulltrúa. Ýmis fleiri nýmæli eru í frumvarpinu. Kristnisjóður sá sem stofna skal samkv. frumvarpinu á að Verðstóðvumar frv. til fyrstu umræðu í dðg Á FUNDI neðri deildar Alxingis i dag kl. 2 e.h., verður verðstöðv unarfrumvarp ríkisstjórnarinnar tekið til fyrstu umræðu. Þá verð ur tekið til fyrstu umræðu frum varp um breytingu á prestaköll- um. Bræðralag Fram- sóknarmanna og Kommúnista Það sem mesta atihygli vakti í sambandi við nýafstaðið AI- þýðusambandsþing var, að Fram- sóknarmenn og kommúnistar skyldu sameinast um að ðkoma í veg fyrir framgang tillögu for- seta. Alþýðusambandsins um að fjölgað yrði í miðstjórn þess, svo að Ihinir ýmsu aðilar innan þess ættu allir fulltrúa á mið- stjórninni. Fréttaflutningur Tím- ans af þessum atburði er hinn kátlegasti, en það blað hélt því fram, að Framsóknarmenn hefðu komið f veg fyrir „hrossakaup íhalds og kommúnista" og s.l. lauagrdag var atkvæðagreiðslan um tillögu forseta Alþýðusam- bandsins skýrð á þann veg, að „íhald og kommúnistar" hefðu greitt tillögunni atkvæði, en Framsóknarmenn og „Alþýðu- bandalagsmenn" greitt atkvæði á móti henni. Svo hlægilegar fil- raunir til þess að breiða yfir þá óhagganlegu staðreynd, að Fram sóknarafturhaldið á verkalýðs- hreyfingunni gekk til liðs við Moskvukommúnista eru heldur aumkunarverðar. Afstaða Kommunista Kommúnistamálgagnið reynir s.I. sunnudag áð breiða yfir hlut Moskvukommúnista að þessu máli og segir: „Viðleitni 30. þingsins að mynda nú sambands- stjórn með þátttöku sem flestra aðila innan Alþýðusambandsins er í beinu framhaldi af þvi mat* að verkalýðshreyfingunni á Is- landi sé lífsnauðsyn .að brjótast út úr öngþveiti skipulagsmál- anna, og meiri von sé til þess að ákvarðanir Alþýðusambands- þings í málinu verði framkvæmd ar, ef viðtæk samstaða tekst um þá framkvæmd". Moskvukomm- únistamir sem stjóma Þjóðvilj- anum höfðu auðvitað fullkomið tækifæri til þess að styðja „við- leifni 80. þingsins" til þess að mynda sambandsstjórn með þátt- töku -sem flestra afla innan Al- þýðusambandsins, en það fór ekki á milli mála á þinginu, að þeir voru andvígir svo almennri skipan miðstjórnar og mynduðu þess vegna bandalag við Fram- sóknarafturhaldið, sem jafnan er reiðubúið til þess að taka upp samvinnu við kommúnista um þau óþurftarmál, sem það sér möguleika á, að nái fram að ganga. Hagsmunir verka- lýðshreyfingarinnar i þessum efnum hafa Fram- sóknarmenn og Moskvukommún- istar vissulega brugðizt heildar- hagsmunum íslenzkrar verkalýðs hreyfingar. Henni er nú mikil þörf á því, að hinu pólitíska striði innan hennar verði aflétt og að sem allra flestir aðilar geti sameinast um hagsmunamál meðlima verkalýðsfélaganna, en Framsóknarmenn og kommúnist- ar komu í veg fyrir að hags- munir verkalýðshreyfingarinnar næðu fram að ganga, að þessu sinni, eins og þeir hafa raunar oftar unnið að. Þess verður hins vegar að vænta að hin ábyrgari öfl innan verkalýðshreyfingar- innar taki höndum saman um að þurrka út áhrif þeirra manna, sem svo opinskátt lýsa yfir vilja sínum til þess að nota verkalýðs- samtökin í flokkspólitískum jil- jranei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.