Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 29. n8V. 1966 MORGUN BLAÐJÐ 17 Erlendur Jónsson skrifar um BÓKMENNTIR VIÐLEITNI Sæmundur Dúason: EINU SINNI VAR, I. Æviminning- ar. 276 bls. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akureyri, 1966. Sæmundur Dúason er, sem böí undur, hógvær og af hjarta MtiJ- látur. Hann berst ekki á í ævi- tninningum sínum. Af bók hans verður faivergi ráðið, að hann hafi ekrifað sér til lofs eða frægðar. Miklu fremur má geta sér til, að liann hafi samið bókina sjálfum eér til hugarhægðar. Hitt er álitamál, hvort honum hefur verið hugstæð sú regla, að nokkúð verður að bera til sögu hverrar. Saga hans er saga af hversdagsfólki. Og atburðir þeir, sem frá er sagt, eru á sama veg hversdagsatburðir. Auðivtað þarf sagan ekki að vera verri fyrir það. Saga af hversdagsfólki og hversdagsat- burðum getur verið læsileg ekki siíður en hetjusaga, sem fjallar um stórviðburði. Fá atvik eru bvo ómerkileg, að þau geti ekki orðið merkileg í góðri frásögn. En þar er einmitt fólginn meg- Ingallinn i æviminningum Sæm- undar Dúasonar, að frásögn hans er a'llt of dauf og fjíörlaus. Sá ógalli er greinilegastur í fyrri hluta bókarinnar. í seinni hlut- anum hefur böfundur ögn auk- ið skriðinn, en hvergi nærri nóg til að frásögn hans yrói hugtæk, hvað þá skemmtileg. 1 í þeim efnum fer Sæmundi öfugt við marga sjálfsævisagna- böfunda, því oft tekst þeim bezt upp, er þeir segja frá bernsku- arum og æskuárum. En Sæmund ur hefur fás að minnast frá þeim æviskeiðum utan tilbreytinga- lausrar vinnu og grás hversdags- leika. Sumt, sem hann segir frá, hefði sjálfsagt getað orðið at- hyglisvert söguefni, ef ved Ihefði verið á haldið. En svo virðist sem höfundinn hafi skort þrótt og frásagnargleði til að gæða endurminningar sínar nokkru Hífi. f>ar að auki virðist hann ekki hafa lagt mikla vinnu í bók sína, utan skrifa hana. Svo er að sjá, a'ð hann faafi samið hana eftir minninu einu saman. Og þó treystir hann óvíða minni sínu. Orðasamböndin „mig minnir“ og „ég man ekki“ koma svo oft fyrir í bókinni, að þau Mta út eins og kækur í stílnum. Ef til vill eru þau aðeins marklaus Ikækur og ekkert annað. Ekki skiptir máli, hvort heldur er. Þó tel ég sennilegra, að höfund- ur hafi viljað með sáfelldum end urtekningum þessara orðasam- banda tryggja sig gegn hugsan- legum skekkjum — varpa allri Ébyrgð á minnisleysið, ef mis- sagnir kynnu að fyrirfinnast í ævisögu hans. Varfærni af því tagi á nátt- úrlega rétt á sér. En hún gengur of langt, þegar heil bók er niður- reyrð af þessum látlausu, en Byfjulegu orðasamiböndum: „mig minnir“ og „ég man ekki“. Höf- undur gengur meira að segja svo langt að tvinna saman þessi hald neipi sínu: „Ég er ekki viss ura, man ekki,.......“ stendur á ein- um stað. Sama máli gegnir um orðasam bandfð „að kalla“, sem höfundur notar í óhófi, víðast að óþörfu, samanber eftirfarandi setningu: „En þar sem að kalla hver maður var ósyndur með öllu..“ Ef litið er á frásögn Sæmund- er sem heild, verður hið sama -uppi á teningnum. Hún er allt of ágripskennd. Mörg atvik verða Iþannig í frásögn hans, að þau sýnast lítt frásagnarverð. Önnur kynnu að virðast skipta máli, ef höfundur segði ekki svo Lauslega frá þeim sem raun ber vitni. Sumir ágallar þessara endur- minninga verða skiljanlegri og — ef til vill afsakanlegri, ef les- Inn er formáli sá, sem höfund- ur skrifar fyrir bók sinni. Upp- haf formálans er á þessa leið: „Það var ekki fyrr en ég hafði lokið starfsaldri mánum sem barnakennari, áð það hvarflaði að mér í fyrsta skipti að festa á bla'ð nokkrar æviminningar. Það var þó öðru nær en mér þætti sem nú hefði mér dottið snjallræði í hug. Ég var lengi hikandi og vissulega ekki að ástæðulausu. Mér þótti sem var og er, að ég hefði ekki frá mörgu að segja. Engin afrelk ha-fðd ég unnið um dagana, ekki heldur verið við- riðinn neina stórviðbur'ði. Og ekki sízt fann ég til vanmáttar míns að færa í letur minningarn- ar, hversu óverulegar sem þær kynnu að verða. Ég hafði að kalla alls enga æfingu í því að fara með penna, þegar undan eru ski-lin nokkur sendibréf til vina og vandamanna, en þar fyrir ut- an það eitt, sem á einhvern hátt var tengt daglegu starfi minu í skóla. Svo liðu mánuðir, eftir að mér kom þetta fyrst í hug. Og ég hafðist ekkert að, bar ekki einu sinni við að drepa niður penna í þessu skyni.“ Þetta segir nú höfundur í for- mála sánum. Má ekki ráða, ein- mitt af þessum or’ðum, hvers vant hefur orðið í veiki hans? Honum hefur láðst að búa sig undir verkið. Hann hefur ekki gert sér nægilega ljóst, að sá, sem skrifar endurminningar sdn- ar í þeim tilgangi að koma þeim fyrir almennings sjónir — sá maður er þar með að leysa af hendi fræðistarf. En Sæmundur faafðist ekkert að, fyrr en hann settist að skrifborðinu. í þessu sambandi kemur mér í hug lítið atvik, sem Sæmund-ur segir frá í bók sinni. Hsnn réðst í það af litlum efnum, en ærnum dugnaði, áð setjast á skólabekk, eftir að hann var kvæntur mað- ur og fjölskyldufaðir. í skólanum bar svo við eitt sinn, að hann Sæmunður Dúason varpaði spurningu fyrir kennara sinn: „sagðist ekki muna, það sem ég spurði um. Svarið var: „Þetta eigið þér að vita, ekki muna,“ ekki einu orði meira.“ Þó þessi orð kennarans væru favatskeytleg, lætur Sæmundur ekki að því liggja, að honum faafi þótt þau ósanngjarnlega mælt. Það getur líka legið á milli faluta. Allt um þa'ð hefði hann mátt draga af þeim nokkurn lær dóm, þegar hann hóf að skriifla æviminningar sánar. Sá, sem tekst á hendur að segja öðrum mönnum ævisögu sína, verður að gera sér ljóst, að aðra menn varðar lítið um, hvað hann „minnir“ og alls ekkert um, favað hann „man ekki.“ Hann á fyrst og fremst að segja það, s-em h-ann veit. Ef hann veit ekki, heldur aðeins „rninnir" eða jafn- vel „man ekki“, skal hann leit- ast við að afla sér öruggrar vit- neskju um hlutina. Sé sú vit- neskja ófáanleg — þá fyrst — þá, en ekki fyrr kemur til mála að bjargast við mannlegt og brig'ðult minni. Hitt má svo ráða af orðum höf undar í formálanum, að ágallar rite hans kunni að stafa af reynsluleysi og þekkingarskorti varðandi verkefni af þessu tagi fremur en höfundinn hafi skort góðan vilja til verksins. Þess vil ég að lokum geta, að Sæmundur Dúason nefnir margt fólk í æviminningum sínum og ber því flestu góða sögu. Og sjálfsagt geta ja-fnaldrar hans og sveitungar haft af þeim eitthvert gagn og gaman. Aftast í bókinni er skrá yfir þau mannanöfn, sem fyrir koma í endurminningunum. Erlendur Jónsson. Sigurján Einarsson skipstjóri, VEIÐAR INNAN12 MlLNA MARKANNA Á að leyfa fslenzku togurun- um veiðar á sínum gömlu mið- um, sem af þeim voru tekin við útfærslu fiskveiðimarkanna í 12 mílur? Svar við þessari spurningu gáfu þeir skipstjórarnir og út- gerðarmennirnir Tryggvi Ófeigs son og Andrés Finnbogason í sjónvarpsþætti fyrir skömmu. Tryggvi hélt því fram, að leyfa ætti veiðarnar og rökstuddi sína skoðun með nauðsyn hraðfrysti iðnaðarins og skipanna sjálfra, sem ekki komast af á snöpunum fyrir utan mörkin. Andrés var á gagnstæðri skoðun og rök hans voru þau að togararnir mundu flækjast í þorskanetunum. Nú ber þess ,að gæta, að netaveiðar eru stund- aðar yfir hrygningatímann eða um tvo mánuði ársins. Það sem Andrés þá fer fram á er, að tog ararnir séu útilokaðir allt árið, eða í 12 mánuði, svo að hann geti verið óhulltur um net sín í um 2 mánuði meðan hann er að veiða hrygnurnar, sem koma UPP á gotstöðvarnar til þess að viðhalda stofninum. Aðra leið sá hann ekki, eða þóttist ekki sjá. Tryggvi nélt því fram að taka yrði tillit til vörugæðanna, og um það munu flestir sammála og vita að togarafiskur er gæða- vara en netafiskur ekki. Ekki taldi Andrés það koma að sök því að við hefðum verið svo heppnir að finna út í heimi menn, sem legðu sér til munns lélegan netafisk. Svo að þarna fann hann það útskot að halda sig að gúanóframleiðslunni. En er þetta nú heppni, þegar á það er litið að veiðar af þessum sök- um þurfum við að leggja fleiri fiska á borð með okkur, og taka þá úr hópi hrognfiskisins, og eins og bændur mundu segja, skera ærnar fyrir burð. En að þessu höfum við nú gengið undanfarið með þorskanetunum, og að því- líku offorsi, að önnur eins ó- sköp hafa aldrei þekkst á mið- unum af okkar hálfu. Við höfum haldið að við byggj um við bestu fiskimið heims, en - það er meir en tími til kominn j að við gerum okkur það ljóst, • að þau eru ekki ótæmandi. Við skulum gera okkur það ljóst, að , | f!p*| ' '"'I Sigurjón Einarsson það er ekki sízt undir okkur sjálfum komið hvernig um þau fer. Og við skulum hætta þess- um feluleik um tegund veiða- færa og flokka þau eftir eðli- legu mati kostnaðar og vörugæðá. Það eru meir en 70 ár síðan botnvarpan kom til sögunnar hér við land, og hvað okkur sjálfa snertir höfum við alltaf verið litli bróðirinn í þeim leik. Nú hlýtur það að vekja alvarlegan grun eftir að við höfum bægt öllum útlendum veiðiskipum út af öllum beztu fiskimiðunum og ennfremur íslenzku togurunum, að þá skeður það eftir 8 ár, að hættumerki er gefið af fiskifræð ingunum, stofninn ofveiddur. Hvað hefur nú skeð? Hefur okkur orðið eitthvað á í hinni margumtöluðu fiskivernd? Nú er ekki lengur hægt að kenna togurunum um að þeir sópi öllu upp, það sýnir afli þeirra. Hins vegar vitum við, að aflaaukn- ing annarra skipa hefur orðið gífurleg. Þá vaknar sú spurning hvort þessum skipum hefur tek- izt á 8 árum það sem togurun- um ekki tókst í 70 ár. Andrés hélt því fram, að vegna þess hversu fiskigöngurnar eru orðnar veikar, þá yrðum við að nota þorskanet til þess að ná til i þeirra, því að veiðihæfni þeirra væri orðin svo mikil. Þetta var ömurleg niðurstaða. Hann vill sýnilega lifa fyrir líðandi stund en jafnframt staðfestir hann, að þarna er um skæðustu veiðarfæri að ræða, og um leið þau hæfustu til að drepa stofninn alveg niður. Þetta mun Andrés hafa komizt næst sannleikanum í þessum um- ræðum, og er ég honum alveg sammála, hvað þessi tvö atriði snertir, minnkandi fiskigöngur og hæfni netanna. Ég tel fráleitt að lögð sé á- hersla á veiðar með þorskanet- um eftir þær játningar, sem nú liggja fyrir frá fiskifræðingum og Andrési Finnbogasyni. Eink- um þar sem ég hef bæði sömu reynslu og skoðun og hann á hæfni þeirra þorskaneta, sem nú eru notuð. Skefjalausar þorska- netalagnir um allan sjó hafa og þann galla að þær bæja öllum veiðarfærum frá, og það alla vertíðina eftir að þau eru lögð í sjó. Önnur veiðarfæri verða ekki notuð þar sem lagnirnar eru. Þannig verða þessi hættu- legu veiðarfæri forgangsveiðar- færi allan hrygningartímann og mesti slátrarinn eins og Andrés upplýsir réttilega. Hinn eigilegi bonvörpufloti okkar hefur orðið að halda sig á snöpunum fyrir utan 12 mílurnar. Hins vegar er vitað mál, að bátaflotinn stundar í stórum stíl botnvörpu veiðar innan markanna, enda mundi hann ekki þrífast án þess. j Þegar rætt er um að gera þetta | heimilt, þá vill Andrés það ekki, í það að minnsta ekki stórum I togurum, sem hann segir að séu ! of stórir, og hafi ekki verið ! óyggðir til þess, heldur til'veiða á fjarlægum miðum, sem er rangt 1 því að þeir voru fyrst og fremst byggðir fyrir heimamiðin, stærri og hraðskreiðari en áður, til þess að mæta vaxandi kröfum um vöruvöndun. Þeir gátu að vísu leitað á fjarlæg mið, en til þess voru þeir of litlir, enda fengum við að reyna það. Þarna var um beina þróun að ræða, skipin höfðu stækkað stig af stigi frá því að vera lítil, illa búin og þægindasnauð upp í þessa stærð sem mönnum kom saman um að æskilegt væri. Sú faglega hlið þessa máls, hvaða stærð skipa se notuð til veiðanna, hlýtur að liggja innan verkahrings skip- stjóra og útgerðarmanns. Þess vegna væri viðkunnanlegra, að þeir menn sem lítið hafa verið með á því sviði færu sér hægt í dómum og leituðust í það minnsta við í því að gera sér fulla grein fyrir því, hver mun- ur er á vegna stærðarinnar, t. d. ef tvö skip mismunandi stór draga botnvörpu með jafnlangri höfuðlínu. Þau rök, sem beitt hefur verið gegn togurunum, eru löngu úrelt, og afsönnuð. Botn- rask af þeirra völdum felur ekki í sér þá hættu sem sumir héldu. Með lokun fjarða og flóa fyrir botnvörpu þarf heldur ekki leng- ur að óttast spjöll af hennar völdum á þeim slóðum nema af rækju og humarveiðum sem er önnur saga, en þær eru leyfðar. Þar sem allar aðrar botn- sköfuveiðar eru leyfðar innan 12 mílna markanna er erfitt að skilja, hvaða hagræði það á að vera að fyrirmuna togurunum veiðar á þeim svæðum, sem þeir voru byggðir fyrir til að stunda veiðar á. Ef einhver vill segja, að þetta verði að gera vegna þess að þau séu of stórtæk veiði tæki, þá er það rökleysa ein miðað við það grams sem hér á sér stað með þorskanót og þorskanetum. Og þó er leyft að veiða með þeim upp í landsteina. Til þess að rökstyðja að þetta með gramsið sé ekki staðlausir stafir nægir að benda á, sem allir eiga að vita, að stundum koma svo stór köst í nótina, að ekki verður við ráðið og mikið af aflanum hefur skemmst og farið í gúanó. Einnig að of mörg net í sjó valda því, að ekki verður hreinsað úr þeim daglega og ber þá að sama brunni, fiskur skemm ist úr hófi fram. Þorskaneta- fiskur er ekki fyrsta flokks vara, jafnvel þótt hann sé dag lega úr greiddur. Hér áður fyrr mátti ekki blanda honum saman við annan fisk. Hann var og hét þorskanetafiskur og var seldur á lægra verði. Við erum sjálfir svo miklar fiskætur, að við þekkjum bragðmuninn ofur vel. Hitt er svo annað mál að út í Afríku eru negrar, sem ekki hafa kynnst þessum mun, ög leggja sér því til munns, sem við ekki lítum við. Ef til vill er það fyrir fá- tæktar sakir, að þeir kaupa ó- dýrustu vöruna. Það telst þó varla til mannúðarverka að leggja áherzlu á skemmdan neta fisk handa þeim. Sú stefna að fiska sem mest og gera sem minnst úr aflanum þarf ræki- legrar endurskoðunar við. Það er ekki nóð að glamra um vöru- gæði og koma svo að landi með hrúgu af fiski, sem varla finnst ætur fiskur í. Búið er að leggja togaraút- Framhald á bls. 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.