Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. nóv. 1966 Steindór Einarsson - Minning F. 25. júlí 1888 d. 22. nóv. 1966. STEINDÓR Helgi Einarsson var hans fullritaða nafn, fæddur var hann að Ráðagerði hér í bæ. For eldrar hans voru hjónin í Ráða- gerði, sem í þá daga var lítið kot í nágrenni Reykjavíkur: Guðrún Steindórsdóttir og Einar Björnsson. Guðrún, móðir Steindðrs, var frá Landakoti, en móðurafi, Matthías var kaupmaður í Hafn arfirði, Jónssonar prests í Arn- arbæli. Föðurætt Steindórs var úr Ölfusinu. Einar Björnsson var sonur Björns Oddssonar frá Þúfu í Ölfusi og Ingveldar Ein- arsdóttur frá Kotströnd, en Björn Oddsson var sonur Jór- unnar Magnúsdóttur, er var á sinni tíð nafnfræg yfirsetuikona í Ölfusinu systir þeirra kunnu toræðra Sigurðar á Skúmsstöðum í Landeyjum, Magnúsar á Hrauni í Ölfusi og Gísla mennta skólakennara og kannast þá margir við ættina, hina sterku stoð Bergsættar, en í þeirri kvísl ættarinnar fyrirfinnast margir er reyndust fengsælir fjármála- menn og héldu vel um fengið fé. Foreldrar Jórunnar og þeirra landskunnu systkina voru Magn ús Beinteinsson, er síðar fékk viðurnafnið, hinn ríki“ í Þor- lákshöfn og Hólmfríður Árna- dóttir, Sigurðssonar prófasts í Holti. Sr. Árni í Holti átti margt fagurra dætra, er síðar urðu miklar og merkar ættmæður, er fjöldi þekktra núlifandi íslend- inga eiga ættir sínar til að rekja. Ein dætranna, Valgerður, varð húsmóðir að Grund í Eyjafirði og varð þannig ættmóðir í hinni þekktu Briemsætt. Sr. Árni í Holti, hinn merki bennimaður, var fátækur maður og varð að koma sumum dætra sinna fyrir hjá ættmennum sínum eða konu sinnar. Þannig atvikaðist það, að Hólmfríður ólst upp í Arnar- bæli, hjá sr. Sigurði. Þegar sýnt þótti, að saman mundi draga með þeim Magnúsi í Þorláks- höfn, er var svarthærður og dökkur á brún og brá og Hólm- íríði, hinni björtu og fallegu heimasætu í Arnarbæli, varð sr. Sigurði að orði: Falleg ertu Fríða mín með faldinn bjarta, illa gerir á þér skarta, ótætið með stríið svarta. Síðar, þegar Ijóst varð að Magnús mundi duga vel til fjár- afla, breyttist hljóðið í presti þannig: Drengurinn hjá dröfninni, dável held ég næli, horfir oft úr Höfninni heim að Arnarbæli. Til þessara höfðingja, er höfðu þá hæfileika er þurfti, til þess að rífa sig upp úr fátækt og ves- aldómi þeirra tíma, átti Stein- dór Einarsson frá Ráðagerði ætt ir sínar til að rekja. Og sagan getur endurtekið sig hér sem annarsstaðar. Öllum er ljóst, að ævintýri fá- tæka drengsins hefur orðið að raunveruleika með ævi Stein- dórs. Foreldrar hans voru fá- tæk og hann ólst upp í fátækt, já, matur var lítill og lítil og jafnvel léleg voru klæðin sem búið var við í æsku og kotið skítugt í augum nágrannanna. En eins og ættjörðin agar oss með sín ísköldu él, eins fer stundum með fátæktina. Hún ag ar með sínum ískalda og oft sára veruleika og stundum get- ur skólun örlaganna orðið of ströng, gengið of langt, haft of sterkar verkanir. Steindór ólst upp hjá foreldr- um sínum í Ráðagerði við Sel- landsstíg. Hann óx að afli og áræði, stofnaði eigið fyrirtæki og varð efnalega sjálfstæður, líkt og sumir forfeður hans áð- Ur fyrr. Saga Steindórs öll verður ekki sögð í stuttri minningargrein. Um þátt hans í samgöngumál- um þjóðar sinnar hefði mátt og átt að skrifa merka sögu. Það hafa aðrir reynt, en átt erfitt með að komazt að söguhetjunni. En við samgöngur og samgöngu mál er allt líf Steindórs tengt. Hann byrjaði á hjólhestum, hest vögnum, opnum bátum, bátum með vél og loks bifreiðum. Stofn aði eina fyrstu bifreiðastöð landsins, árið 1914, fyrst í smá- um stíl með afgreiðslu undir stiga á Hótel íslandi. Bifreiðsrn ar urðu fleiri, afgreiðsluaðstaða var bætt og loks var svo ltom- ið, að hann átti flestar bifreiðar allra einstaklinga á íslandi og þó félög væru meðtalin, og eina bezt staðsettu lóð í bænum til slíks atvinnureksturs. Hann varð brautryðjandi í áætlunar- ferðum á íslandi, fyrst með smærri og síðar með stærri bif- reiðar. Hann stofnsetti og starf- rækti áætlunarferðir suður með sjó, austur um sveitir, allt til Víkur í Mýrdal, þrátt fyrir brú- arleysi og vegleysur, Þingvalla- leið og loks Akureyrarleið, strax og vegir opnuðust þangað. Margir eru þeir nú orðnir, er starfað hafa við bifreiðaakstur hjá Steindóri, fengið hjá honum sína fyrstu skólun, en síðan orð- ið sjálfir bifreiðaeigendur eða bifreiðastjórar hjá öðrum. Fáir eiga sína sögu hrukkulausa og víst er um það, að sumum fannst sú skólun ströng. en hitt er jafn víst, að margt lærðu þeir gott og þarft viðkomandi atvinnu- grein sinni hjá þeim manni, er öðlazt hafði fádæma reynzlu og kunnugleika um allt er viðkom útgerð og rekstri fólksbifreiða. Ekkert var Steindóri eins hug- leikið og það, að bifreiðarnar væru hreinar og vel útlítandi. Hans markmið var: að viðskipta vininum mætti hreinlegt farar- tæki. f þeim efnum var hann strangur húsbóndi. Hann var í önn dagsins strangur við sjálf- an sig og það svo, að sannarlega var oft um of. Honum hætti einn ig við að vera strangur við aðra og kom það þá af sjálfu sér, að miðað við þær kröfur, er hann gerði á hendur sjálfum sér, þóttu þær kröfur oft of harðar, ef þær voru yfirfærðar á aðra. Sumum kann að finnast, að Steindór hafi efnazt um of á starfi sínu. En þeim hinum sömu vil ég benda á, að starfsdagur hans og starfsævi má teljast ó- vanaleg. f starfi sínu lagði Stein dór sannarlega nótt við dag, elja hans og atorka við starfið var með þeim hætti, sem óþekkjan- legt má teljast annarsstaðar. Hann stóð ávallt sjálfur í brúnni, fylgdizt með hverri bifreið og hverjum manni og slakaði aldrei á stjórninni. Fyrstur til starfs að morgni og oftast síð- astur af vaktinni. Og hvíld var aðeins að fá við hlið símans sem þá og þegar gat rofnað með upp hringingu um óhapp, árekstur og stórskaða eða annað slíkt. En það var Steindórs aðalsmerki, við atvinnurekstur sinn, að jafn vel verstu fréttir af slíku tagi, röskuðu aldrei ró hans né komu honum nokkru sinni úr jafn- vægi. Hann var ávallt stærstur þegar mest á reyndi. Að áliti ókunnugra gat Stein- dór oft verið hrjúfur og máske virzt fráhrindandi og kom jafn- vel fyrir, að hann fengi sinn dóm út frá því, án þess að nægj anlegt tillit væri tekið til kring umstæðna. Vinnan er ollum mönnum nauðsyn, en einhæf ef henni fylgir ekki nægjanleg hvíld. Flestir menn eru þannig settir, að þeir geta tekið sér hvíld um helgar og komið hvíld ir og endurnærðir til vinnu sinn ar af afloknu helgarfríi og stund um að afloknu vikufríi, t.d. um Páskahátíðina, En atvinnu Stein dórs var þann veg háttað, að einmitt þá átti hann sína erfið- ustu daga. Viðmót manna hvors til annars, sitt úr hvorum hópn um, þegar þannig stendur á, verður ekki, svo sanngjarnt sé, rr.ælt eftir sömu reglu. Uppbygging Steindórs á at- vinnugrein sinni, ber honum gott vitni. Hún reyndizt traust, örugg og affarsæl. Starfsemin óx jafnt og þétt, en hvergi ras- að um ráð fram. Hann veitti miklum fjölda manna atvinnu er þess var mikil þörf og gerði fyrirtæki sitt að risafyrirtæki á íslenzkan mælikvarða. Eins og áður er fram tekið, eru þeir nú orðnir margir, sem unnið hafa á vegum Steindórs á liðnu 50 ára starfstímabili Margir koma og margir fara, eins og títt er um þá, er þessa atvinnu stunda. Hinir eru líka margir, sem unnið hafa hjá hon- um langtímum saman, sérstak- lega á bifreiðaverkstæði hans, en húsakynni þar munu vera hin stærstu sinnar tegundar á landinu. Samtökum bifreiða- stjóra og bifvélavirkja sýndi hann ávallt fulla virðingu og dóri er í valinn fallinn einn sér- stæðasti persónuleiki okkar tíma. Dugnaður hans og atorka stóð föstum rótum. Ég hygg, að öllum þeim, er honum kynntust, verði hann ógleymanlegur. Talsvert náin kynni mín af Steindóri sl. 3'8 ár og mörgum þeim, er hjá honum hafa unnið fyrr og síðar, gefa mér fullt til- efni til að álykta að þeir séu margir sem þrátt fyrir allt senda honum og aðstandendum hans hlýjar kveðjur á þessum eftir- minnanlegu tímamótum. Jón Brynjólfsson. t í dag er til moldar toorinn Steindór Helgi Einarsson, for- stjóri, einhver mesti atorkumað- ur, sem uppi hefur verið í okkar landi á þesari öld. Hann fædd- ist í Ráðagerði í Reykjavík, 25. júlí, 1888. Faðir hans var Einar Björnsson, tómthúsmaður frá Öxnalæk í Ölfusi, en móðir Steindórs var Guðrún Steindórs sanngirni. Það mun vera álit þeirra, er þar til bezt þekkja. Hversdagslíf átti Steindór af skornum skammti. Hann stund- aði ekki lúxuslíf. Vinnan var honum allt og eflaust hefur hann náð þeim árangri, sem hann ætlaði sér; að varpa af sér fjötrum fátæktarinnar, bjóða öllum erfiðleikum birginn og verða vel efnalega sjálfstæður. Fyrir rúmum 4 árum veiktist Steindór alvarlega og hefur ekki komið til vinnu síðan, svo heitið geti. Hann tók þeim erf- iðleikum sem öðrum með full- komnu æðruleysi. Gerði að gamni sínu eftir sem áður í vinahópi, en hann átti það oft til að verða fundvís á þá hlið málanna, sem brosleg var og oft sagðist honum vel frá kátlegum atvikum og fyndinn gat hann verið. _ Árið 1910 kvongaðist Steindór Ásrúnu Sigurðardóttur, frá Siglu vík í Eyjafirði. Varð hjónaband þeirra með ágætum. Bar Stein- dór mikla virðingu fyrir konu sinni alla ævi og mat starf henn- ar að verðleikum, bæði aðstoðar starf hennar vegna atvinnu manns síns og eins hið mikla starf 'hennar í þágu heimilisins og barnanna. Þegar árangur af starfi Steindórs er metinn ber sannarlega að meta hennar hlut einnig. Ásrún lézt rúmu ári eft- ir að Steindór veiktist og varð það honum mikið og sárt áfall, öldruðum manninum, komnum að endadægri. Þau eignuðust 5 börn: tvo syni, Sigurð og Krist- ján, er nú stjórna fyrirtækinu, og þrjár dætur, Örmu, Guðrúnu og Fjólu. Steindór Einarsson er nú horf inn af sviði athafnalífsins. Allir eiga sitt endadægur. Með Stein- dóttir frá Bjargi í Reykjavík. Steindór Einarsson var maður tæknialdarinnar. Hann var einn ig maður gamla tímans. Hann valdi sér sem æfistarf það svið, sem einna stærstri byltingu hef- ur valdið í lífi almennings á síðari tímum, þar sem eru sam- göngur og fólksflutningar á landi. Þau spor, sem hann skilur eftir sig að loknum starfsdegi mun seint í fenna á íslandi. En eins og svo margir aðrir af- burða atorkumenn, byrjaði Steindór með tvær hendur tóm- ar, en þær voru þróttmiklar, eins og reyndar maðurinn all- ur til líkama og sólar. Á sínum uppvaxtarárum lagði Steindór stund á trésmíðar, enda hagleiksmaður mikill, en árið 1910 urðu þáttaskil í lífi hans. Þá hóf hann að ferja fólk og farangur úr millilanda og strand ferðaskipum á Reykjavíkurhöfn. Fyrst var það handvagninn sem Steindór notaði undir farangur- inn í landi, síðan hestvagn, og notaðist við þau tæki, þar til bifreiðar komu til sögunnar. Árið 1915 byrjar Steindór svo á bifreiðaútgerð, og er meðal þeirra fyrstu, sem fá ökuréttindi Var ökuskírteini hans númer 23, útgefið í Reykjavík. Steindór byrjaði með eina bifreið, fimm manna Ford og var þá til húsa í lítilili kompu undir upp- gangi á Hótel íslands. Strax í upphafi gerði hann sér langan starfsdag og var heimilið ekki síður hans vinnustaður. Árið 1919 kaupir Steindór hornlóðina milli Austurstrætis og Hafnarstrætis, og á þá orðið 11 bíla, og þar með orðinn stærsti bifreiðaútgerðarmaður, ekki aðeins á íslandi, heldur öllum Norðurlöndum. Hélt hann þeim sess allt til æfiloka. Strax í upphafi setti Steindór sér það mark, að nota sem minnst slitn* ar bifreiðir, og áleit hann það hafa gefið sér mjög góða raun í rekstri sínum. Ég var svo lánsamur, að kynn ast Steindóri Éinarssyni mjög náið og tel mig margt mjög gott hafa af honum lært. Hann var duglegasti og mesti starfsmaður, sem ég hefi kynnst. Oft lagði hann nótt við dag og um helg- ar og hátíðir, þegar aðrir hvíld- ust, vann hann einna mest, en það tilheyrði óhjákvæmilega starfi hans. Steindór var harður maður og óvæginn, en harðastur var hann þó við sjálfan sig, enda sést það bezt á því, að hann var sjálfmenntaður ef undan er skil ið barnaskólanám, fátæklegt sem það var nú á þeim árum. Ef gera mætti samanburð á Steindóri og einhverjum afreks- manni úti í hinum stóra heimi, myndi ég gjarna líkja honum við gamla Rockefeler í Banda- ríkjunum, en eins og hann var Steindór gæddur fágætum fram kvæmdahæfileikum. Steindór Einarsson var reglu- maður í þess orðs fyllstu merk- ingu, og stundvísi, sem annara er sjaldgæf meðal íslendinga, var eitt af hans aðalsmerkjum, ; og gerði hann harðar kröfur til annarra í þeim efnum. Komu þessir eiginleikar ekki honum eingöngu að gagni, heldur og öllum þeim fjölmörgu, er dag- leg viðskipti höfðu við hann. Margir eru þeir orðnir bifreiða- i stjórarnir, sem unnið hafa hjá Steindóri, en síðan orðið sínir eigin herrar, sem ómetanlegt gagn hafa haft af að vinna und- ir hans stjórn. Kunnu margir ekki að meta þetta, fyrr en þeir voru farnir frá honum. En Stein dór þótti líka tryggur og góð- ur húsbóndi og sannar það sá fjöldi bifreiðastjóra, verkstjóra og bifvélavirkja, sem um ára- raðir störfuðu á hans vegum. Þann 8. jan. 1910 giftist Stein- dór Ásrúnu Sigurðardóttur, milc illi kostakonu. Eignuðust þau fimm börn, sem öll eru á lífi, Sigurð, Önnu, Guðrúnu, Fjólu og Kristján. Konu sína missti Steindór 14. júní, 1963, og var Það hans eina verulega áfall í lífinu. Þennan merka mann kveðjum við nú ídag, vinir hans og ætt- ingjar, með þakklæti og söknuð 1 huga. Sérstakan hlýhug ber ég, j '"n hann var sonum mínum frá- bær afi. Pétur Pétursson. t ÞEIR kveðja nú óðum, sem stigu fyrstu spor sín í þessu lííi fyrir og um aldamótin síðustu. Og þótt við séum öll hvert augnablik þessa jarðlífs að feta okkur nær því eina örugga lög- máli þess að ljúka því, valda þa-u umskipti, þegar eitthvert okkar hverfur af sjónarsviðinu, trega og sorg og koma okkur jafnvel á óvart. Þó að við stönd um yfirleitt ekki jafn agndofa gagnvart því, að maður, sem lif að hefur og starfað langa og far sæla ævi, ljúki vegferð sinni hér og ella, varða umskiptin okkur, sem í einhverjum tengslum er- um við þann mann, miklu og leiða hugann að einu og öðru, sem á daga hefur drifið, ljósi og skugga í samskiptum, og við erum þá jafnaðarlega betur und ir það búin en endranær að sjá þau samskipti í hleypidómalaus- ara Ijósi en okkur hættir til t erli lífs og starfs. Mig setti hljóðan við andlát Steindórs Einarssonar forstjóra, en útför hans er gerð í dag. Sem starfsmaður hans um árabil lang ar mig að minnast hans með ör- fáum orðum. Þau munu þó ekki varða almenn æviatriði hans, enda verða þau vafalaust rakin af öðrum. En að leiðarlokum er mér bæði rétt og skylt að segja til húsbónda míns nokkur orð þakklætis og virðingar. Framhald á bls 21. r )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.