Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. nóv. 1966 Þjóðleikhúsið: Lukkuriddarinn Höfundur: /. M. Synge Þýðandi: Jónas Arnason Leiksfjóri: Kevin Palmer Leikmynd: Una Collins ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi á föstudagskvöldið leikritið „Lukkuriddiarann“ (Tihe Play- boy of tihe Western WorLd) eftir írska skáldið John Millington Synge (1871—1009) „Htið eitt breytt með tónlistarívafi og söngvum í útsetningu Mairin og Nuala 0’Farrell“, eins og segir í leikskrá. Hér er með öðrum orð- um ekki um að ræða hið fræga leikhúsverk eins og það kom frá hendi hiöfundarins, heldur breytta gerð þess, þar sem söngv ar gegna veigamiklu hlutverki. Um þessa ráðstöfun má deila. Söngvarnir lífga víða upp á leik inn, enda eru írsku þtjóðlögin sem sungin eru bæði falleg og fjörug. Hins vegar breyta söngv- arnir áferð verksins, riðla upp- haflegum stíl þese og færa það nær „musical comedy“ sem Synge sjálfur hafði ímugust á. Þó söngvarnir séu bæði smelln- ir og fjörugir margir hverjir, skyggja þeir á einn meginjþátt leiksins, hina ljóðrænu töfra sem eru aðal Synges og skipa bonum á bekk með meisturum leikbókmenntanna. „Lukkuriddarinn“ í sinni upip- runalegu mynd er Ijóðrænn gam- anleikur, saminn 1907, þar sem dregin er upp litrík og nærfserin þeirra. Samtölin glitra af skáld- legum myndum og líkingum sem opinlbera orðlagða andagift írskra almúgamanna og unun þeirra af hiáflleygum samræðum. Það eru þessir írsku eðlisþættir sem koma frumstæðum bændun- um til að fagna Ohristy Mahon þegar hamn segir þeim frá „af- reki“ sínu. Návist sLíks manns Ijær ömurlegri rúm'helginni nýj- an Ijóma: það er eins og gömul sagnahetja hafi vaknað aftur til lífsins. í vissum skilningi er þetta efni og meðferð þess eins islenzk og verða má, enda er ýmislegt í „Lukkuriddaranum“ sem ósjálf- rátt leiðir hugann að verkum eins og t.d. „Hrólfi“ Sigurðar Péturssonar, og er þó óMku sam- an að jafna að þvtí er varðar tæknilega kunnáttu og skáldlegt hugarflug. Við ihlöfum aldrei ótt meistara á borð við Synge, og ekki má heldur gleyma því að fáar þjöðir eiga þá skáldlegu lyftingu og hrifnæmi sem írum er gefin. „Lukkuriddarinn** er fagmann- lega samið leikhúsverk, bygging þess eiruflöld, atburðarásin hröð og samfelld, veruleikalýsingin sannferðug og þó svo frjálsleg að verkið fér ekki úr stílnum þó skláldið bregði á teik. Stundum Bessi Bjarnason (Christy) og Kristbjörg Kjeld (Pegeen). mynd af hánum blásnauða, drykk fellda og strangtrúaða bændalýð á Vestur-írlandi, sem lifði lífi sínu í einangruþ og blómlegri hjátrú eins og íslendingar fyrr á öldum. Náttúran er viðsjárverð og dulnaiögnuð, en hversdagsleik- inn grár. Fólkið leitar sér því af- þreyingar við drykkju, dans og sagnir af fræknum köppum sem drýgðu dáðir og settu svip á um- hverfið. Vettvangur leiksins er óhrjáleg drykkjukrá, en Synge nær fram mögnuðum áhrifum umhverfisins í orðræ’ðum persón- anna, þannig að náttúran fyrir utan krána verður mikilsverður þáttur í gerð leiksins og lýsing- unni á persónunum og athöfnum er teflt á tæpasta vað, eins og t.d. í tveimur „upprisum" Gamla Mahons, en hvergi er trúgirni á- horfandans oflboðið, og er þáð með öðru til vitnis um galdur Synges. Verkið er öðrum þræði kaldlhiæðinn skopleikur sem fyrst og fremst dregur dár að þeim mjög svo algenga mennska veik- leik að dá þá hluti í fjarlægð sem þykja litilmótlegir eða and- styggilegir í nálægð. Kevin Palmer setti „Lukku- riddarann“ á svið, og bar margt í sýningunni vitni hugkvæmni hans og öruggri tilfinningu fyrir kröfum sviðsins. Leiksviðið var hagnýtt til hins ýtrasta, það var hreyfing og sveigjanleiki í Baldvin Halldórsson (Shawn), Bessi Bjarnason og Helga Val- týsdóttir (Quin). hverju einstöku atriði, hrvengi handahóf e’ða málamiðlun. En tvennt hefur reynzt deikstjóran- um ofviða. Honum hetfur ekki tekizt að uppræta þá leiðu ár- áttu margra íslenzkra leikara að koma til frumisýningar án þees að hafa fullt vald á textanum. Það kom víða fnam að ýmsir leikendur (alls ekki allir) áttu í íbrösum við textann, og þanf varla að fara um það mörgum orðum, að slíkt kunnáttuleysi gerir þá taugaóstyrka og veldur þvlí að leikur þeirra verður þving aðri og ómarkvissari en vera þyrfti, og vitaskuld hefur það Mka trufllandi áhrif á meðleik- endurna. í annan stað hefur leikstjórinn ekki átt völ þeirra leikkrafta sem ger'ðu sýninguna verulega heilsteypta og 'hrífandi. Það var einhver drungi yfir 'henni á stöku stað, einkanlega framan af, og heid ég að það hafi stafað af óijöfnu mannvali og skorti margra leikaranna á þeir.ri innri lyftingu og leik- 'gleði sem léðu túlkuninni hinn sanna írska blae kæringarleysis og flrjórrar Mflsnautnar í öllum ömurleik eymdarinnar. Bessi Bjarnason flór með titil- hilutverkið, Christy Mahon, og gerði margt kátlega eins og hans var von og vfea, en gamalkunnir taktar hanis spilltu samt víða túlkuninni, og svo náði hann aldrei fullum tökum ó hinu margslungna hlutverki, sem kom skýrast fram á hvörfum leiksins þegar hann verður ailt í einu „myndugur". Þau umskipti megn aði hann ekki að gera sannfær- andi. Hins vegar átti hann góða spretti, t.d. í atriðinu þegar stúlkurnar gera honum heimisókn að morgni dags. Kristbjörg Kjeld lék heima- Sætuna Pegeen Mike og sýndi af sér mikil tilþrif þar sem það átti vi'ð, túlkaði hörku og þótta 'hins orðlagða kvenskörungs af sannfiæringarkrafti, en hinum þættinum gekk henni erfiðlegar að koma til skila, hinni kven- legu (hllýj u og geislandi æsku- fjöri, og einhverra hluta vegna lét hughvarf hennar undir teiks- lok mig ósnortinn, en það er eitt magnaðas'ta atriði leiksins. Jón SigurbjörnsBon lék Gamla Máhon af tforynjiulegum galsa í koistulegu gervi og dró upp hjartnæma mynd af þessum gamiia þursi, ein eftirminnileg- asta mannlýsing sýningarinnar. Helga Valtýsdóttir lék ekkj- una Quin og brá upp hugsfæðri mynd af ísmeygileik hennar og úrræðasemi, af skaasinu hjarta- góða sem er bæði friðarspillir og mannasættir, og má mikið vera ef hún komst ekki næst þvií að lýsa hinni írsku lyndiseinkunn. Ævar R. Kvaran lélk Michael James, kráreigandinn, látilaust og röggsaunlega, en var kannski helzti mattur í drýkkjuatriðinu. BaldVdn Halldiónsson lék Shiawn Keoglh, bóndann unga á biðils- buxunum, og túlkaði þessa brjóst umkennanlegu Iheybrók af ríku skopskyni með hárfínum blæ- brigðum og göðri raddbeytingu. Önnur hlutverk voru minni- háttar og misjafnllega á þeim haldið, en yfirleitt voru þeim ekki gerð nógu skýr skii, mann- gerðirnar voru ekki nægrlega sérkenndar, þannig að þetta fólk rann saman í tvo nátega andlits- lausa hópa, annars vegar fjóra bændur, hins vegar fjórar stúlk- ur. Stúlknahópurinn var sam- stilltari og minnti stundum á af- brigði af grískum kór, en jafn- vðl þó sú hafi verið ætlunin, mátti vel getfa hverri stúiku meiri einstaklingsblæ. Bessi, Kristbjörg, Jón, Helga og Ævar tfóru öil mjög lagfiega með söngvana sem iþeim voru lagðir á varir, en kórsönginn skorti nokkuð á nákvæmni. Árni ísleifsson, Þorvaldur Steingríms- Framhald á bls. 29 Sérstakur dómari rannsakar og úrskurðar lögheimili í Rvík Samtal við Sigurð Grímsson SIGURÐUR Grímsson, borg- arfógeti hefur nýlega verið skipaður af dómsmálaráð- herra dómari með sérstakri umboðsskrá til þess að rann- saka og úrskurða um lög- heimili. í lögum um lögheim- ili frá 1960 er heimilað að skjóta vafaatriðum varðandi lögheimili til úrskurðar dóm- ara, sem rannsakar málið að hætti opinberra mála. Þeir sem skotið geta ágreining um lögheimili til dómarans eru þjóðskráin, sveitarfélag og að sjálfsögðu aðili sjálfur. Oft- ast sprettur váfi um lög- heimili af þvi, að aðili skráir lögheimiii sitt í einu sveitar- félagi, en hefur að mestu eða eingöngu búsetu í öðru sveit- arfélagi. Þetta er langalgeng- ast í Reykjavík, en margir, sem þar hafa orðið fasta bú- setu, halda áfram að skrá lög- heimili sitt utan Reykjavík- ur. Mbl. hafði á dögunum sam- band við Sigurð Grimsson og innti hann eftir þessum málum. Sigurður kvað þetta starf sitt fólgið í 'því, að rann saka og kveða upp úrskurði um ágreining varðandi lög- heimili fólks, sem dvelur í Reykjavík, en skráir lög- heimili sitt áfram í öðrum sveitarfélögum. Samkvæmt lögum um þjóðiskrá og al- menna skráningu frá 1955 skal þjóðskráin árlega gera í'búa- skrá fyrir hvert sveitarfélag eftir því, hvar hver einstakl- ingur skráir lögheimili sitt. En það er ekki sjaldgæft, að fólk er skráð eða lætur skrá sig á þjóðskrá í öðru sveitar- félagi en það raunverulega býr mestan hluta ársins eða jafnvel árið um kring og hef- ur mestan hluta árstekna. Slíkt lögheimili er þá ekki í samræmi við xeglur laganna um lögheimili. Hverjar eru þessar reglur í höfuðdráttum? í 2. gr. laganna segir: „Þar er lögheimili manns, sem hann á heimili**. Síðan er „heimili** skírgreint, en það er í stuttu máli sá staður, sem maður hefur bækistöð og dvelst að jafnaði í tómstund- um sínum og hefur þá hluti, sem honum eru tengdir, svo sem fatnað, húsgögn, bækur o.s.frv. Þetta er því mats- atriði, sem dómari á um end- anlegt úrskurðarvald, ef sliku máli er til hans skotið. Sigurður Grímsson Þar sem slíkt mál skal sæta ] opinberri rannsókn, þá á það I undir sakadóm, en vegna | anna Sakadóms Reykjavík- i ur, þá hef ég verið skipaður til þess að rannsaka þessi lög- I heimilismál í Reykjavík og | úrskurða þau. Eru þessi ákvæði um heim ] ili undantekningarlaus? Dvöl manna í öðru sveitar- | félagi t.d. við nám eða til j lækninga eða árstíðabundinn, Framhald á bls. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.