Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. Tlðv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM - k ■ RE 1, skip Hins almenna fisk- veiðahlutafélags (HAF) hf, sem Einar Sigurðsson útgerð- armaður o. fl. seftu á stofn sl. vetur. Ekki verður annað sagt en að þetta fyrsta al- menningshlutafélag um fisk- veiðiútgerð á íslandi hafi hleypt vel heimdraganum, því að frá því að Örn hóf veiðar í ágústbyrjun og til þessa dags hefur skipið aflað á sjöunda þús. tonna af síld, og er líklega annað hæsta skip flotans, ef miðað er við tímann frá ágúst. Pað eru ungir menn, sem Örn í heimahöfn oKÍpverjar fá sér morgunkaff! i hinum vistlega borðsai Arnar. í fyrsta sinn Fyrsta fiskveiðiskip íslenzks almenningshlutafélags hefur á 7. þús. tonn síðan í ágúst NÚ fyrir helgina kom nýtt síldveiðiskip í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík — enda þótt skipið hafi verið á síldveiðum fyrir Austurlandi síðan í byrjun ágústmánaðar sl. Hér er um að ræða örn dregið hafa þennan mikla afla að landi. Skipstjórinn, Sævar Brynjólfsson frá Keflavík, er aðeins 24 ára gamall, og stýri- maðurinn, Þorsteinn Árnason, einnig frá Keflavík, er 25 ára gamall. 1. vélstjóri er Jóhann- Sævar Brynjólfsson skipstjóri (t.v.) og Þorsteinn Arnason, stýriinaður, við skip sitt í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. (Ljósm. MW. Ingimundur Magnússon). es Ágústsson. Fréttamaður Mbl. brá sér um borð í Örn í gærmorgun, skömmu áður en skipið lagði af stað á Austfjarðamiðin á ný, og hitti Sævar skipstjóra að máli. „Skipið var smíðað í Florö í Noregi“, sagði hann. „Við sóttum það þangað sex tals- ins, og sigldum beint til Seyð- isfjarðar, þannig að þetta er í fyrsta sinn, sem við komum í heimahöfn. Á Seyðisfirði kom síðan um borð, það sem vantaði á áhöfnina. Þar tók- um við einnig nótina, og lögð- um af stað í fyrstu veiðiferð- ina 4. ágúst. Veiðin fór þá fram við Jan Mayen, og þar fengum við fyrsta aflann. Samtals erum við nú komnir með um 6400 tonn af síld.“ „Skipið er 308 tonn að stærð, og það er búið íull- komnustu tækjum til fisk- veiða, t. d. tveimur senditækj- um, tveimur dýptarmælum, hliðarskrúfum o. fl. „Flogið hefur fyrir, að þið væruð orðnir hæstir miðað við úthaldstíma.“ „Það er ekki rétt, en við erum kannske í öðru sæfi miðað við, tíma. Gísli Árni er alveg örugglega í fyrsta sæti. Hann kom einnig með afla til Reykjavíkur nú fyrir helgina“ „Hvernig hefur skipið lík- að?“ „Mér hefur líkað vel við það; það sem af er hefur það reynzt vel að öllu leyti.“ „Hvað telur áhöfnin marga menn?“ „Við erum skráðir 14, en tveir eru ávallt í fríi, þannig að við erum 12 um borð.“ „Þetta er orðið langt úthald hjá ykkur síldveiðisjómönn- unum.“ „Já, úthaldið er orðið hálf- gerð Síbería. Síldveiðarnar standa frá því í maí og til jóla nú orðið, og síðan kemur vertíð; þorskanót, loðna og þorskanetaveiði. Þetta er orð- ið íl mánaða úthald á ári.“ „Hvað er um yfirstandandi síldarvertíð að segja?“ „Hún hefur verið mjög góð; tæknin er orðin mikil í sam- bandi við þessar veiðar. Hún og veiðarfærin sjálf skipfa öllu máli.“ „Telur þú að lengra þurfi að sækja á síldarmiðin á næstu árum?“ „Þetta er alltaf að verða lengra og lengra, og því tel ég nauðsynlegt að hafa stór skip. Raunar er ekki hægt að stunda síldveiðar í dag með góðum árangri á skipum, sem eru undir 200 tonnum“. Sævar gat þess að þeir myndu nú sigla aftur til Aust- fjarða, enda þótt tíðin hefði verið þannig að undanförnu, að erfitt hefði verið að stunda veiðar. Stundum hafi ekki gefið á sjó nema með nokk- urra daga millibili, og stund- um jafnvel ekki verið veið- andi vegna veðurs nema hluta af nóttu. „Landlegurnar erú það versta varðandi þetta starf. Þær eru hreint út sagt niðurdrepandi'”, sagði hann. Sævar sagði að lokum að mjög skorti á aðbúnað sjó- manna á höfnum Austfjarða. Vísir væri þó að slíku á Nórð- firði; það væri raunar eini staðurinn, þar sem eitthvað væri gert fyrir sjómenn, en gallinn væri sá, að þar væru enn slæm hafnarskilyrði, og erfitt að liggja þar ef eitthvað væri að veðri. Eins og fyrr getur er Sævar 24 ára' gamall. Hann hóf sjó- mennskuferil sinn 14 ára, þá sem matsveinn á mb. Geir goða. Hann lauk Fiskimanna- prófi meira frá Sjómannaskól- anum 1961, og tók tvítugur í fyrsfa sinn við Skipstjórn, þá á Kóp, sem gerður var út frá Keflavík. Síðan var hann skipstjóri á Viðey þar til í júní í sumar, en sótti þá Örn til Noregs. Rafmagn til allra landsmanna fyrir árið 1970 Á FUNDI efrl deildar í gær flutti Helgi Bergs (F) tölu fyrir frv. um rafvæðingu Vestur- Skaftafellssýslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að héraðsrafveit ur ríkisins leggi raflínu frá Vík í Mýrdal, er nái til allra byggðra býla í hreppunum austan Mýr- dalssands og verði framkvæmd- um lokið eigi síðar en á árinu 1969. Helgi Bergs (F): í vinnuáætl- unardrögum þeim, er lögð hafa verið fyrir raforkumálaráð, er V-iSkaftafellssýsla alls ekki á blaði, enda hefur ekkert enn verið ákvðið um rafvæðingu þessa landshluta. Nú hefur meðallengd línu til bæja verið látin ráða um röðun á rafvæðingaráætlanir og er það eðlileg meginregla, en hún er ekki einhlít, eins og t.d. í þessu sambandi, þar sem um er að ræða fjölmenna sveit, sem því miður býr við það, að Mýrdals- sandur lengir meðalvegalengd á býli. Skaftfellingar voru brautryðj endur um rafvæðingu í sveitum, og býggðu þeir einkarafstöðvar víða í héraði löngu áður en opin berar framkvæmdir hófust. Nú eru þessar stöðvar hins vegar orðnar úreltar og margar hverj- ar of litlar, enda munu nær allir bændur vilja rafmagn frá sam- vitum, sbr. bréf, sem mér og öðrum þm. kjördæmisins barst um þetta mál. Með lögunum um Landsvirkj- un frá s.l. ári var því endanlega slegið föstu, að rafvæðing lands- ins skyldi byggð á stórum vatns- aflsstöðvum með viðfeðmum línu netum, en svonefndri smávirkj- analeið hafnað. Er því ljóst, að ekki kemur önnur leið til greina til úrlausnar raforkumálum þessa byggðarlags en sú, sem hér er gert ráð fyrir. Ingólfur Jónsson (S): Alþingi samþykkti 5. maí síðastliðin þingsályktun borna fram af Ragnari Jónssyni, Guðlaugi Gísla syni og Sigurði Ólasyni, sem hljóðar svo: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta rannsaka til fullnustu, hvernig hagkvæm- ast muni vera að leyst raforku- þörf Vestur-Skaftfellinga þeirra, sem búa austan Mýrdalssands, og vinna að framgangi þess máls svo fljótt sem auðið er. Samkvæmt þessu skipaði ég nefnd í júní til rannsóknar þessu og eiga þeir Jakob Gísla- son. Valgarð Thoroddssen og Eiríkur Bríem sæti í henni. 13. sept. hélt nefndin fund á Kirkju bæjarklaustri, þar sem oddvitar og hreppstjórar sveitanna mættu og var þar getið fjögurra kosta, sem völ væri. 1. Að leggja línu frá Vík í Mýrdal austur yfir sand. 2. að virkja í héraði. 3. Að reisa dieselrafstöð og 4. Að reisa einkarafstöðvar. Nefnd in sendi síðar menn austur til að gera enn nánari athuganir og ræða við menn og gerir nefnd- in ráð fyrir að geta skilað áliti í vetur. Það er rétt, að byggðir V- Skaftafellssýslu eru blómlegar og búsældarlegar, og við má bæta, að þarna býr duglegt og framtaksamt fólk, sem varð á undan öðrum landsmönnum að fá sér rafmagn. Nú eru 70 einka rafstöðvar í Vestur-SkaftafeUs- sýslu, og 115 býli koma til með að njóta rafmagns. Þær eru að vísu gamlar og margar of litlar miðað við núverandi notkun. En eins og vitað er vill alþingi láta rannsaka málið, áður en gerðar eru ráðstafanir, og ég vil ekkert fullyrða um, hver sé heppilegust leið. Ég vil þó í þessu sambandi geta þess, að Raforku- málastjóri hefur sagt, að gert sé ráð fyrir, að allir verði búnir að fá rafmagn fyrir 1970 annað hvort með samvirkjun eða einka virkjun. Vil ég í því sambandi einnig minna á samþykkt lands- fundar Sjálfstæðisflokksins, þar sem samþykkt var ályktun þess efnis, að allir landsmenn fái notið rafmagns eigi síðar en á árinu 1970. Þetta eru vissulega gleðitíðindi, og við verðum með þessu á undan mörgum þjóðum, sem bæði eru fjölbýlli og hafa betri aðstöðu. Háttvirtur flutningsmaður full yrti áðan, að ekki kæmi til greina virkjun heima fyrir, m.a. vegna lagana um Landsvirkjun. Lögin um Landsvirkjun koma ekki í veg fyrir slíkar virkjanir, þær geta verið heppilegar, ef þannig stendur á, en nefndin mun rannsaka þetta mál og koma með tillögur um það. Framhald á bls 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.