Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. nðv. 1966
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Kitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Bitstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
I lausasölu kr. á mánuði innanlands.
Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið.
EFTIR ALÞÝÐUSAM-
BANDSÞING
ITerðstöðvunarstefna sú
' sem ríkisstjórnin beitir
sér fyrir, hefur átt miklu og
vaxandi fylgi að fagna og
verkalýðsfélögin hafa farið
sér hægt í kröfugerð og sýnt
skilning á nauðsyn þess að
verðbólgan verði stöðvuð.
Menn biðu með talsverðri
eftirvæntingu eftir störfum
- Alþýðusambandsþings, því
að vitað var að til eru þeir
menn, sem af pólitískum á-
stæðum vildu reyna að knýja
fram kaupgjaldshækkanir
sem óhjákvæmilega hlytu að
leiða til verulegra vandræða.
Sú varð líka raunin, að á
þinginu sneru æstustu
Moskvukommúnistar og
Framsóknarmenn bökum sam
án til þess að reyna að stofna
til æsinga og hindra heil-
brigð störf þinigsins.
Á hinn bógiinn gerði for-
seti Alþýðusambands íslands,
Hannibal Valdimarsson,
glögga grein fyrir þeim mikla
árangri, sem náðst hefur á
síðustu árum vegna breyttr-
ar stefnu í kjaramálum,
þeirrar stefnu, sem hér í blað
-.inu var á sínum tíma nefnd
kjarabætur án verkfalla og
er í andstöðu við stefnu þá,
sem áður var fylgt í launa-
málum, stefnu verkfalla án
kjarabóta.
Framsóknarmenn og
Moskvukommúnistar höfðu
það að vísu af að koma í veg
fyrir að styrk og heilbrigð
stjórn yrði á Alþýðusamband
inu, og þeim tókst að haga
svo málum að í rauninni má
segja að þingið hafi leystst
upp á lokastigi, en hins vegar
tókst ekki að fá verkalýðinn
til að beita sér gegn verð-
.stöðvun; miklu fremur er nú
ástæða til að ætla að laun-
þegasamtökin muni leggja á-
herzlu á það að stöðvunar-
stefnan takist.
Rétt er þó að menn séu vel
á verði, því að hið nýja
bandalag Moskvukommún-
ista og Eysteins Jónssonar
mun gera atlt, sem í þess
valdi stendur, til að reyna
að hindra að jafnvægi skap-
ist nú í íslenzkum efnahags-
málum, enda hefur Eysteinn
Jónsson sendimenn sína á
ferli í ýmsum launþegafélög-
*um, og er þeim ætlað að
reyna að rjúfa skarð í þann
varnarvegg, sem verið er að
hlaða gegn nýjum hækkun-
um. Láta þeir sig þá engu
skipta hag þeirra félagasam-
taka, sem þeir þykjast berj-
ast fyrir, og munu vafalaust
reyna að beita þeim gamal-
kunnu ráðum, sem kommún-
istar notuðu til mestu óþurft-
ar fyrir launþegasamtök.
HAGUR FYRIR-
TÆKJA
lTjikið hefur að undanförnu
verið rætt um afkomu-
horfur atvinnufyrirtækja og
hafa stjórnarandstæðingar
lagt áherzlu á, að atvinnu-
lífið ætti nú í miklum erfið-
leikum. Víst er um það, að
veruleg iækkun helztu út-
flutningsafurða hlýtur að
koma illa við atvinnulífið,
og ekki skal úr því dregið að
víða sé við verulega erfið-
leika að etja. En þá verða
menn líka að gera sér grein
fyrir því, að ekkert getur ver
ið óskynsamlegra en að í-
þyngja atvinnuvegunum, þeg
ar erfiðleikar steðja að. Þá
hlyti að verða samdráttur og
atvinnuleysi, sem verst kæmi
auðvitað við launþega og þá,
sem ver eru settir í lífsbar-
áttunni.
Athyglisvert er, að forystu
menn samvinnufélaganna
leggja áherzlu á, að þau eigi
í verulegum erfiðleikum, en
engu að síður er Eysteinn
Jónsson aðalhvatamaður þess
að reynt sé að sprengja upp
kaupgjald og verðlag. Sést af
því hvort tveggja í senn, að
lítið er að marka það, þegar
Framsónkarmenn fjargviðr-
ast yfir því, að ekki hafi tek-
izt að stöðva verðbólguna og
eins hitt, að Eysteinn Jóns-
son er tilbúin að fórna hags-
munum samvinnufélaganna
fyrir ímyndaða pólitíska hags
muni sína. Eftir því mun
verða tekið um land allt.
Hefði þó mátt ætla að far-
ið væri að renna upp ljós fyr-
ir formanni Framsóknar-
flokksins. Hann hefur um
langt skeið hindrað það að
gerðar væru eðlilegar skipu-
lagsbreytingar á Sambandi
ísl. samvinnufélaga, svo að
það stæðist samkeppni. Það
er opinbert leyndarmál, að
ýmsir af áhrifamönnum SÍS
hafa viljað koma á ýmis kon-
ar breytingum í rekstri, en
formaður Framsóknarflokks-
ins hefur bannað þeim það,
þar sem hann telur að hags-
munir Framsóknarflokksins
eigi að sitja í fyrirrúmi fyr-
ir hag SÍS.
FORMANNA-
RÁÐSTEFNAN
Chðastl. laugardag var hald-
^ in fjölmenn formanna-
ráðstefna Sjálfstætiisflokks-
ins. Mættu þar formenn Sjálf
w l ITAI i Ú RH . . v IEIA m
Kjósendur I Ástralíu og IMýja Sjálandi
vilja áfram aðstoða S-Vietnam
Stjórnarflokkarnir sigruðu, en stjórna randstaðan vildi
hætta aðild aó styrjöldinni i Vietnam
KOSNINGAR fóru fram á
laugardag bæði í Ástralíu og
á Nýja Sjálandi. Eins og að
vanda lætur var komið víða
við í kosningabaráttunni, en
helzta baráttumálið, sérstak-
lega í Ástralíu, var hvort hald
ið skyldi áfram aðild að styrj
J öldinni í Vietnam.
I Bæði löndin hafa sent her-
1 lið til Suður Vietnam, og eru
t þar t.d. nú um 4.500 ástralsk
l ir hermenn. Hefur það vakið
7 sérstaka óánægju í Ástralíu að
1 sendir hafa verið til Vietnam
í hermenn, sem eru að gegna
t herskyldu, en ekki eingöngu
/ sjálfboðaliðar í hernum.
7 Að ríkisstjórn Ástralíu stend
1 ur samsteypa Frjálslynda
flokksins og Bændaflokksins.
Forsætisráðherra er Harold
E. Holt, og tók hann við em-
bætti af sir Robert Menzies
fyrr á þessu ári. Hefur Holt
verið staðráðinn í því að
standa með Bandaríkjunum
að virkum stuðningi við stjórn
ina í Suður Vietnam, en helzti
andstæðingur hans, Arthur A.
Calwell, leiðtogi Verkamanna
flokksins, hét kjósendum því
að Ástralía hætti aðild að
styrjöldinni.
1 Það var fyrirfram talið að
i litlar breytingar yrðu á fylgi
J flokkanna tveggja, þrátt fyr-
1 ir Vietnam-deiluna, en fyrir
4 kosningarnar á laugardaginn
t höfðu stjórnarsamsteypan 71
7 þingsæti, Verkamannaflokk-
J urinn 52, og óháðir eitt. Að
\ þessu sinni buðu sig fram
4 þrír menn, sem höfðu það eitt
i á stefnuskrám sínum að losna
/ undan herþjónustu. Þremenn-
Brian Dennis King
féll í kosningunum, en hann
bauð sig fram til að forðast
herþjónustu
stæðisfélaga víða að af land-
inu og var ráðstefnan hin á-
nægjulegasta. Umræður voru
mjög miklar og beindust
fyrst og fremst að skipulag's-
málum og undirbúningi und-
ir kosningabaráttu þá, sem
framundan er.
Mikill samhugur og sókn-
arvilji ríkti á fundinum, og
eru Sjálfstæðismenn stað-
ráðnir í því að heyja öfluga
baráttu til sigurs í þingkosn-
ingunum að vori.
ingarnir höfðu allir fengið til-
kynningar um að mæta til her
þjónustu, og einn þeirra, Bri-
an Dennis King, hefði með
réttu átt að vera kominn til
Vietnam. En þessir þrír fram
bjóðendur fengu frest fram
yfir kosningar og hefðu slopp
ið undan þeirri skyldu að
gegna herþjónustu, ef þeir
hefðu náð kosningu.
Frá því Holt forsætisráð-
herra tók við stjórnartaum-
unum hefur hann aukið aðild
Ástralíu að styrjöldinni í Viet
nam, og í kosningabaráttunni
lýsti hann því yfir að hann
hefði ekki í hyggju að draga
úr þátttökunni í Vietnam,
heldur þvert á móti að auka
hana.
Keith Holyoake,
forsætisráðherra N. Sjálands
Glæsilegur sigur
Úrslit kosninganna eru enn
ekki fullkunn, en ljóst er að
Holt hefur unnið glæsilegan
sigur, og þá einnig sú stefna
hans að halda áfram stuðningi
við stjórnina í Suður Viet-
nam. Hermenninir þrír féllu
allir, og Verkamannaflokkur-
inn tapaði mörgum þingsæt-
um. Alls eiga 124 fulltrúar
sæti á þingi, og er talið að
samsteypuflokkur Holts hljóti
n; 33—38 þingsæta meirihluta
í stað 18 áður.
Dagblaðið „The Australian"
í Sydney segir um þessi úrslit
í ritstjórnargrein í gær: —
„Hann (Holt forsaatisráð-
herra) hefur gert það, sem
hann ætlaði sér — kennt þjóð-
inni að meta samstöðuna við
Bandaríkin og ógnun komm-
únismans — og nú hefur hann
fengið hið fyllsta umboð til að
NÝLEGA afhenti Daníel Jóns-
son bóndi, Hvallátrum, Flateyj-
arhreppi, Krappameinsfélagi Is-
lands, sparisjóðsbók með 5 þús.
kr. innstæðu, frá kvenfélaginu
Eydís í Flatey, en félagið er
ekki lengur til. Síðasti formað-
ur þess var Katrín Þórðardóttir
Flatey, sem nú er látin, en hún
bað Daníel að koma bókinni til
Krabbameinsfélagsins eftir sinn
dag. Krabbameinsfélagið þakkar
bessa góðu gjöf.
Harold Holt
forsætisráðherra Ástralíu
halda áfram stefnu sinni varð 7j
andi Vietnam". Blaðið „Sun- I
Herald“ segir: „Úrslitin eru *
yfirgnæfandi traustsyfirlýs- 4
ing við stefnu stjórnarinnar í
varðandi aðild Ástralíu að /
styrjöldinni í Vietnam". Og 1
blaðið „Sydney Sunday Tele- I
graph“ segir að hér sé um að tj
ræða mesta stjórnmálasigur í ó
sögu Ástralíu. 1
Þegar sigur stjórnarsamsteyp 1
unnar var ljós, ræddi Holt fi
við fréttamenn. Sagði hann að Jj
stjórnin yrði að taka Vietnam I
málið til endurskoðunar vegna V
traustsyfirlýsingar þjóðarinn- L
ar. Hann kvað þó ekki neitt Q
hafa verið ákveðið um það 1
hvort fjölgað yrði í her Ástra I
líu í Vietnam að svo stöddu. ■
Ríkisstjórnin tæki þá ákvörð- y
un seinna í samræmi við ósk J
ir yfirmanna hersins. 1
Arthur Calwell, leiðtogi I
Verkamannaflokksins, hefur •
tvisvar áður reynt að fella t
stjórnina í kosningum, þ.e. (
1961 og 1963. Fyrir þessar |
kosningar lýsti hann því yfir j
að hann mundi láta af for- j
mennsku flokks síns, ef það tí
tækist ekki í þetta sinn. Ekki /j
hefur hann ítrekað þessi um 1
mæli eftir að úrslit urðu ljós, I
en sagði hinsvegar á sunnu- jj
dag að þrátt fyrir ósigurinn J
muni flokkur hans ekki hætta ,
baráttunni gegn aðild að styrj 1
öldinni. I
Nýja Sjáland í
Á Nýja Sjálandi áttu að- j
eins tveir flokkar fulltrúa á
þingi, Þjóðernisflokkur Keith j
Holyoakes forsætisráðherra I
Framhald á bls. 29 j
Bokst á rör
Á LAUGARDAG um kl. 15.15
rakst kona í rör, sem stóð aftur
af vöruflutningabifreið, er leið
átti um Laugarásveg. Fékk kon-
an höfuðhögg og var ílutt á
Slysavarðstofuna.
Tókíó — NTB.
SJÖ japanskir fjallgöngu-
menn hafa týnt lífi og sex
slasazt í hlíðum Fuji-fjalla
SV af Tókíó á sl. þremur dög
um, að því er japanska lög-
reglan sagði á mánudag.
Gjof tii Krabba
nieinsféiagsins