Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur' 29. nóv. 1966 AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík var haldinn í Sjálfstæðishús- inu í gær. Fundarstjóri var Geír Hallgrímsson borgarstjóri og fundarritari Björgólfur Guð- mundsson, verzlunarmaður. For- maður Fulltrúaráðsins Baldvin Tryggvason, framkvstj. flutti skýrslu stjórnar um starfsem- Keflsvík Sjálfstæðiskvennafélagið „Sókn“ heldur bazar í Sjálfstæðishús- inu fimmtudaginn 1. des. kl. 5. Margt ágætra muna. Allur ágóði rennur til góðgerðastarfsemi fyr |r jólin. ina á sl. starfsári en síðan urðu allmennar umræðu og tóku tií máls Bggert Hauksson, Grímur Bjarnason og Sigurjón Bjarnason. Stjórn Fulltrúaráðsins var endurkjörin, en hana skipa Bald- vin Tryggvason, Höskuldur Ól- afsson, Gróa Pétursdóttir og varastjórn, Jóhann Hafstein, Gunnar Helgason og Ágúst Haf- berg. Þá flutti Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra ræðu en henni var ekki lokið er blaðið fór í prentun. f lok fundarins var kjörin kjörnefnd Sjálfstæðis flokksins í Reykjavík fyrir Al- þingiskosningarnar næsta vor. Margt fágætra bóka ‘á uppboði í dag um 200 bækur úr sðfni þekkts bókðsafnara KL. 4.30 í dag hefst í Þjóðleik- húskjallaranum bókauppboð hjá Sigurði Benediktssyni. Seldar verða bækur úr safni þekkts bókasafnara og verða þarna margar mjög fágætar bækur boðnar upp. Auk þess sem bæk- urnar eru fágætar er athyglis- vert hversu vel með farnar þær eru og yfirleitt í mjög góðu bandi. Ekki viidi Sigurður Bene- diktsson gefa upp hver bækurn- ar hefði átt, en sagði að von væri á fleiri bókum frá sama safnara og yrðu þær væntanlega seldar á uppboði um miðjan desember. Á því uppboði mundi verða m. a. 5 Skálholtsbækur og rif Lærdóms- listarfélagsins, en það er nær einsdæmi að þær bækur séu fal- ar til kaups. Af merkum bókum sem seldar verða í dag má nefna eftirtaldar, en alls eru 167 númer á uppboðs- skránni: Om Nordens gamle Digtebonst eftir Jón ólafsson, prentuð í Kaupmannahöfn 1786 og er bók- in með áritun séra Arnljóts Ól- afssonar; Series regum Daniae eftir Þormóð Torfason, prentuð í Khöfn 1702 og árituð af Bg-gert Ólafssyni lögmanni; Feðgaævir Boga Benediktssonar prentuð í Viðey 1823; Dissertatio de VSV Lingave eftir Odd H. Vídalín, prentuð í Khöfn 1786; Njálssaga, prentuð í Viðey 1844; Robert Browning eftir Jón Stefánsson prentuð í Khöfn 1801; Livser- indringer Bardenfleths, prentuð í Khöfn 1890; Norsk Litteraatur eftir Francis Bull og fl., prentuð í Osló 1937; Bækur ólafs Ólafs- sonar (Olavius) Ökonomisk Reise igjennem Island, Khöfn 1780, sama bók á latínu og Dresden og Leipzig 1787. Heimskringla Snorra Sturlusonar prentuð í Leirárgörðum 1804; Eftirtaldar bækur Magnúsar Stephensen: Eftirmæli 18. aldar, Leiárgörð- um 1806; Ljóðmæli og Graf- minningar, Viðey 1:842, Vinagleði, Leirárgörðum 1787, Island i det 18. Aarhundrede, Kaupmanna- höfn 1808 og Ræður Hjálmars á Bjargi, Viðey 1820. Ljóðmæli og leikrit Sigurðar Péturssonar I-II, prentuð í Reykjavík 1844—1846, Bækur R. K. Rasks Undersögelse og Anvisning til Islandskan; Förelasningar Finns Magnússon- ar prentuð í Stokkhólmi 1822; Kongs Skugg-Sio prentuð í Soröe 1768, Islansk Lexicon Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal prentuð 1814; Det norske folks Historie 8 bindi, prentuð 1852— 1659, og Homiliubók eftir elzta íslenzka handritinu, prentuð í Lundi 1872. Af merkum tímaritum er seld verða má nefna: Norðurfara 1848—.1849 í skinnbandi, Sunnan- fara 1—XII gefinn ú í Kaup- mannahöfn og Reykjavík 1891— 1914, Tímarit Jóns Péturssonar I—IV frá 1869—'1873, en það mun vera sérstaklega fágætt, Tímarit um uppeldis- og menntamál gefið út í Reykjavík 1888—92 og Ný Sumargjöf 1860—1862 og 1865 og er það bundið í skinnband. Eins og áður segir verður upp- boðið í Þjóðleikhúsfcjallaranum og hefst hálfri klukkustund fyrr en venjulega, eða kl. 4.30. DJÚPA lægðin milli íslands gangur. og Noregs olli stórhríð um Á Grænlandshafinu var að norðan- og austanvert landið myndast ný lægð og búizt viö um helgina, en í gær var orðið að hún færi ört dýpkandi og bjart veður um allt land. Á hreyfðist austur yfir landið í miðunum austur af landinu dag. var þó ennþá stormur og élja Hinn nýi ambassador Tékkóslóvakíu, herra Frantisek Malik, af- henti í dag forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum u tanríkisráðherra. Eldgos og hagnýt notkun jarðhita aðalefni í ísl. deildinni í Montreal fjórir ldtnir BRENNIPUNKTURINN á ís- lenzku sýningardeildinni í Norð- urlandaskálanum á heimssýn- ingunni í Montreal verður starf- semi eldgosa og hagnýt notkun jarðhita. Fréttadeild kanadísku heimssýningarnefndarinnar í Montreal hefur þetta eftir Gunn- ari J. Friðrikssyni, framkvæmda stjóra íslenzku sýningarinnar, í viðtali er hann átti fyrir vestan. Segir Gunnar að ísland sé harð- býlt land, en þjóðin hafi komið sér þar vel fyrir og lifi menn- ingarlífi. íslenzka deildin muni lýsa þjóðinni, lífsbaráttu hennar, lifnaðarháttum og tækniþróun- inni í landinu. Eldfjallalandið og notkun jarðhitans, verði aðal- aðdráttarafl íslenzku sýningarinn ar, en í ísl. deildinni verði sögð saga þjóðarinnar og lýst menn- ingu hennar og atvinnuvegum. Arkitekt íslenzku sýningarinn ar, Skarphéðinn Jóhannesson, sem byggir hugmyndir sínar á efnivið frá jarðfræðingi og hita- veitu verkfræðingi, notað við uppsetningu deildarinnar teikn- ingar, þverskurðarlíkan, ljós- myndir og hraunleirmuni, segir ennfremur í fréttinni. Lýsa teikn ingar á veggjum sögu landsins eftir komu víkinganna, þar á meðal ferðum Leifs heppna, vest ur um haf og síðan eldgosum, harðindum og hungri seinni alda með land í sköpun í bakgrunni. Notkun jarðhitans verður síðan lýst með þverskurðar líkönum, sem sýna jarðfræðilegar myndan ir neðanjarðar og tæknilegan út- búnað ofanjarðar, svo sem hita- veitukerfið og gróðurhúsarækt- ur. Er þess getið að notkun jarð- hita á íslandi sé 800 ára gamalt fyrirbrigði, þar sem sagnaritarinn Snorri Sturluson hafi gert sér laug, sem enn sé til. En það sem sennilega hafa mest aðdráttarafl á íslenzku sýningunni fyrir gesti segir í fréttinni verður nýjasta eldgosið og myndun Surtseyjar. Ásamt öðrum Norðurlanda- þjóðum hafa íslendingar að auki sameiginlega sýningu í neðri hæð skálans, ásamt kynningu á matföngum í veitingasölum. Pittsburg, 28. nóv. — NTB 22 ÁRA gömul kona, frú Patti Arenson, fæddi fimm- bura í sjúkrahúsi í Pittsburg á laugardag. Fimmburarnir, sem fæddust 2% mánuði fyr- ir tímann, voru frá 650 til 800 grömm að þyngd, allt stúlkur. Þrjú barnanna létust af önd- unarerfiðleikum á sunnudag og í dag lézt fjórða barnið af sömu orsökum. — Ein stúlkan lifir, og telja læknar góðar horfur á að takast muni að bjarga henni. Hún var fyrsta barnið, sem fæddist, og jafn- framt hið stærsta, vó 804 grömm. — Læknar segja, að ’ lungu stúlknanna fimm, hafi ekki verið orðin nægilega þroskuð. New York — NTB. ALLS týndu 729 Bandaríkja menn lífi í umferðarslysum um Þakkargjörðarhelgina (Thanksgiving). Aldrei hafa jafn margir beðið bana um eina helgi í Bandaríkjunum. Um s.l. jól fórust 720 Banda- ríkjamenn í bílslysum. Varð iyrir reið iimanhúss SÍÐDEGIS á sunnudag varð það slys í húsakynnum Bílaþjónust- unnar að Auðbrekku 53 í Kópa- vogi, að bifreið fór á stað og klemmdi mann upp að vegg með þeim afleiðingum, að hann slas- aðist, m. a. fótbrotnaði. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Kópavogi voru tveir bræður að vinna við bíl sinn á umræddum stað, og var benzíngjöíin frosin. Bifreiðin var af Daf-gerð, en gangstigum á þeirri gerð bifreiða er þannig að einungis er um afturábak- og framgangstig að ræða, auk þess, sem að sjálfsögðu er unnt að hafa bifreiðina í hlutlausu. Er þeir bræður voru að þíða benzíngjöfina fór annar þeirra inn í bifreiðina og ræsti vélina, en um leið gætti hann þess ekki, að bifreiðin var í framgangsstig- inu. Fór bifreiðin samstundis á stað og tókst bróðurnum, sem var fyrir framan bifreiðina ekki að forða sér og klemmdist hann milli veggjar og bifreiðar með þeim afleiðingum að hann m. a. fótbrotnaði. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna og síðan á sjúkrahús, að því er lögreglan tjáði Mbl. Koblenz — NTB. V.-ÞÝZKI flugherinn missti á mánudag enn eina Starfight- er-þotu sína, hina 65. í röð- inni. Flugvélin steyptist nið- ur á Búchelflugvöll í Eifel- héraði, og fórst flugmaðurinn. Alls hafa 35 flugmenn farizt í Starfighter-slysunum í Þýzkalandi. Skaftárhlaupið fer minnkandi Kirkjubæjarklaustri, 28. nóv. HLAUP kom í Skaftá á laugar- dagsmorgun og fylgdi því mikil brennisteinsfýla. Þetta mun vera með mestu hlaupum í Skaftá. Brúin á Eldvatni hjá Ásum í Skaftártungu laskaðist og er nú ófær öllum 'bílum og samkv. upplýsingum Vegagerðarinnar mun ekki verða gert við brúna að svo stöddu. Brúarstöpull und ir miðri brú, sem stóð á skeri í ánni hefir sópazt burtu og undirstaðan líka. Þetta er ný brú, byggð 1965 og er mikið mannvirki, steypt járnbitabrú. Skerið, sem stöpullinn stóð á hefir staðið allt af sér síðan áin kom í þennan farveg eftir Skaft áreld. En er nýja brúin var byggð var Ásakvislum sem einn ig eru kvíslar úr Skaftár, veitt í Eldvatnið, þrátt fyrir aðvaranir og ótrú kunnugustu manna á fyrirtækinu, og átti að verða sparnaður að þessu. Skerið hefir ekki þolað hinn mikla vatns- flaum og var þó enginn ís á Skaftá. Brúin hangir enn uppi, en þegar fréttamaður kom þar að á sunnudag rólaði þessi mikla brú til undan storminum, enda hefir hún að sjálfsögðu sigið og gólfið brotnað frá endastöplin- um. Leiðin um gömlu brúna í Stóra-Hvamm er líka ófær, vegna vatns, sem þar rennur víða yfir veginn, endá var illu heilli búið að taka burt smá- brýr þar í hrauninu, mun Vega gerðin lagfæra þá leið strax og flóðin sjatna og unnt verður að hefjast handa. Samfara þessu hlaupi fylgdi hin gamalkunna jökulafýla, sern svo er nefnd. Berast þá efni i Ioftinu og setjast á járn og ljósa fleti og verða t.d. ljósmáluð hús brúnleit á litinn. — Siggeir. Blaðið hafði í gærmorgun samband við Skaftárdal og fékk þaðan þær fréttir að hlaupið væri í rénun og vonaði fólk þar að það versta væri búið. Hins- vegar 'hefir jökulleðjan nú runn ið yfir allar fitjar og harðfrosið þar því gaddur fylgdi hlaupinu. Má því heita allt sé haglaust með ánni. í fyrrinótt lækkaði hlaup- ið, þótt enn sé það talsvert mik- ið. Áin er kolmórauð og mikill jökull í henni og fylgdi vond lykt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.