Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 29. nóv. 1966
MORCUNBLAÐIÐ
21
— Minníng
Framhald af bls. 12
Við, sem teljum okkur næsta
ung í dag, lifum í velferðarþjóð
félagi. Margháttuð þægindi, sem
jafnvel fyrir örskömmu voru
óþekkt munaðarvara, teljast nú
til sjálfsagðra hluta, enginn,
sem vill vinna og getur það, þarf
að kvíða vinnuleysi, séð er fyr-
ir hvers kyns skólum og kenn-
urum, og allt þetta þykir nú
sjálfsagt. (Þá, sem nú eru aldr-
aðir menn eða gamlir, hefur vafa
lítið ekki órað fyrir þeirri stökk
breytingu, sem orðin er. Auðvit
að er svo margt sinnið sem
skinnið, og veldur, hver á held-
ur. Jafnauðvitað gengur okkur
misjafnlega vel að farnast
þokkalega. En kynslóðin á imd-
an okkur hefur áreiðanlega
þurft að kunna tök á lífinu með
öðrum hætti en við, fólk á miðj
um aldri eða yngra. Það var
vafalaust dýpri og tilfinnanlegri
merking í því að öuga eða drep-
ast þá en nú. Ég hygg, að Stein-
dór Einarsson hafi áireiðanlega
gert sér ljósa grein fyrir því,
þegar hann var ungur maður og
jafnan síðan,
Ég kom ungur til starfs í fyrir
tæki Steindórs og hafði af hon-
um og sonum hans, sem í fyrir-
tækinu störfuðu, mjög náin
kynni. Störfin voru þess eðlis,
að vakandi húsbóndi hafði náið
samband um þau, oft ef til vil)
þannig, að sitt sýndist hverjum.
í>á er mjög mikils virði, að þótt
hvor um sig haldi fast á sínum
hlut og húsbóndinn ráði auðvit-
að, missi virðing og vinfengi
einskis í, þótt á milli beri um úr-
lausn. Þannig reyndist mér og
Steindóri Einarsson. Hann var
alinn upp við kjör aldamóta-
manna, hann var skapstór, gat
verið bráður, og ef til vill hrutu
stundum af vörum hans orð,
eem hann kærði sig ekki um. En
ekki skiptir það máli um mann-
gildið. Stundum var eins og
manni þætti, að sú skel, sem við
hjúpum okkur flest, væri óþarf
lega mikil. Hann flíkaði yfirleitt
mjög sjaldan tilfinningum sín-
um og bar áreiðanlega ekki
®hyggjuefni sín á borð fyrir ná-
ungann. Þeir, sem aftur á móli
áttu traust hans, efast ekki um
raungæðin. Oft gat hann komið
ó óvart. En vafalítið var hjú-
skapur 'hans og heimili með
ikonu sinni hans dýrasta líf. Þar
var hans hvíld eftir mikið starf.
Starfið var mikið. Hann vildi
vinna af röggsemi, stundvísi og
heiðarleik. ilann gerði þar sömu
tkröfur til annarra sem til sjálfs
Bín. Vinnan átti að ganga og
bera ávöxt. Hann var sjálfur al-
inn upp í því umhverfi, að þau
lögmál þurftu að gilda. Ósjálf-
rátt finnst manni, að oft færi
betur í dag, hefðu menn þann
grundvöll. Störf Steindórs voru
þannig, að hann hafði á sínum
vegum mikinn fjölda manna.
Um þann stóra hóp, sem hjá hon
um starfaði, má vafalítið segja,
eð sumir hafa ekki átt skap við
hann, og jafn vafalítið er, að
hann hefur ekki átt skap við
þá. Hitt hygg ég, að flestir starfs
manna hans, ef ekki allir, viður
ikenni, að þeir hafi haft bæði
gott og gagn af starfinu á hans
vegum. Enn ljósara væri það, ef
menn yfirveguðu þær kröfur,
sem gerðar voru, þegar hann
var að brjótast til manns, og
það skeið breytinga, sem hann
hefur þurft að stýra fyrirtæki
sínu um.
Af reynslu veit ég einnig, að
viðskiptamenn hans litu yfirleitt
eama sinnis til þess. Hann vildi
veita trausta, stundvísa og ör-
ugga þjónustu og gerði ótrúlega
hluti til að leysa vanda fastra
viðskiptavina á annatímum. Og
það er áreiðanlegt, að flestir
þeirra sem í upphafi áttu föst
viðskipti við fyrirtæki hans,
halda þeim enn í dag. Það seg-
ir sögu, sem er lærdómsrík.
Við þessi skil er mér ríkast
I huga, að kvaddur er maður,
eem á einlæga þökk mína og
mikla virðingu. Ég hef mikið af
honum lært og á enn eftir að
gera. Svo mikið er víst, að mér
er í bili horfinn mikill húsbóndi.
Steindór Einarsson er allur.Ég
á vafalítið ekki eftir að kynnast
öðrum eins mannL Sé honum
heiður og þökk.
Hákon Kristgeirsson.
t
f DAG er til moldar borinn einn
af þjóðkunnum athafnamönnum
Reykjavíkurborgar, Steindór H.
Einarsson, er andaðist á heimili
sínu, Sólvallagötu 68, þann 22.
þ.m. 78 ára að aldri. Má búast
við, að ýmsa fleiri en okkur í
fyrirtæki Steindórs hafi sett/
hljóða, er andlátsfregn hans
barst okkur til eyxna. Að vísu
hafði hann búið við vanheilsu
að undanförnu. Við, sem þessar
línur ritum, ætlum okkur ekki
það hlutverk að rekja starfssögu
Steindórs. Það gera okkur fær-
ari menn. Við viljum aðeins
minnast með þakklæti til þessa
látna vinar og húsbónda, sem
við höfum notið með svo margra
ánægjulegra stunda í þau 18 til
30 ár, er við höfum verið starfs
menn hans. Okkur ber öllum
saman um það, sem starfað höf
um lengi í fyrirtækinu, að betri
húsbónda hafi ekki verið hægt
að fá í þessari vandasömu at-
vinnugrein. Steindór var borinn
til mikilla athafna og við starfs-
menn hans Ihugsum til hans
svipmiklu persónu. Hann var
raunsær á málefni, öruggur í
athöfnum er vanda bar að hönd-
um, mikill og góður stjórnandi.
í eðli sínu var Steindór hlé-
drægur, en íkunningjahópi var
hann léttur og gamansamur,
'hann var skapmikill maður og
hressilegur 'blær fylgdi honum
hvar sem hann fór. Nú, þegar
hann hverfur til annarra lífs-
sviða, langar okkur og alla
sem vinna í fyrirtæki Steindórs
að flytja honum kveðjur og
þakkir og vottum um leið ást-
vinum hans innilegustu samúð.
Bjarni Tómasson.
Ragnar Elíasson.
— Rafmagn
Framhald af bls. 5
Helgi Bergs (F): Ég tel, að
nefndin geti lokið störfum fyrr,
en ráðherra, og vil beina þeim
tilmælum til hans, að hann láti
nefndina hraða störfum. Ráð-
herra sló tvennu föstu, og það
er mér vissulega gleðiefni. Það
var, að Alþingi vildi að Skaft-
fellingar fengju rafmagn, og
eins það, að allir landsmenn fái
rafmagn fyrir árið 1970.
Ingólfur Jónsson (S): Það
kom mér ekkert einkennilega
fyrir sjónir og það var mér
ekkert nýtt, að Alþingi vildi að
Skaftfellingar fengju rafmagn.
Um það hefur Alþingi gert á-
lyktun, og Helgi Bergs greiddi
atkvæði með henni á sínum tíma.
Og með því að greiða atkvæði
með tillögunni, lét þ.m. í ljós
vilja um, að rannsókn færi
fram, hvert sé heppilegasta úr-
ræðið til lausnar raforkumálum
V.JSkaftfellinga. Háttvirtur þing
maður hefur því, með því að
bera þetta frv. fram, gengið
gegn eigin yfirlýsingu. Og lík-
lega munu bæði ritarar bréfsins,
sem hv. þm. vitnaði í, svo og
hreppstjórar þeir og oddvitar,
sem nefndin ræddi við, vera
ánægðir með það, að rannsókn
skuli fara fram, og vitanlega
gera þeir sér vonir um, að þeir
fái rafmagn með einum eða öðr-
ur hætti eins og aðrir landsmenn.
Ég hefði talið eðlilegt, ekki
sízt vegna samþykktar Alþingis
um þetta mál, að hv. þm. hefði
bðið með frumvarp sitt, þar til
rannsókn hefur farið fram, og
niðurstöður hennar kunnar.
Hins vegar mun frumvarp þetta
fá þinglega meðferð, og vona ég,
að þingnefndin leiti umsagnar
þriggja manna nefndarinnar um,
hverjar séu helstar leiðir til bóta.
Frumvarpi var vísað til ann-
arrar umræðu og nefndar.
Krisiin E. Sigurðardótfir
frá Hrísum — Minning
Fædd 9. október 1894.
Dáin 29. ágúst 1966.
VIÐ minni Grundarfjarðar, að
vestanverðu rís fjall eitt eigi all
hátt er Stöðin nefnist. Nefndu
hinir dönsku landmælingamenn
það líkkistuna, vegna hinna sér-
kennilegu lögunnar sinnar.
Skammt austan þar er Búlands-
höfði skagar í sjó fram, þar er
lón eitt mikið eða vaðall, er Lár-
vaðall heitir. Umhverfis Lár-
vaðal voru allmörg býli, sem nú
eru að vísu flest komin í eyði
Öldum saman var stundaður sjór
frá Lárós, sem er fast við rætur
Stöðvarinnar þar er sandrif það
þrýtur sem er milli Lóns og hafs,
nefnizt það Víkurrif. Að vestan
verðu við Lárvaðal við rætur
grasigróinnar fjallshlíðar, stend
ur bærinn Látravík. Fallegt er
og sérkennilegt á þessum stlóð-
ur sem víðar í Eyrarsveit, eink-
um þá um háflóð í fögru veðri
er sólin gyllir flöt Lárvaða'ls, en
grasi grónar hlíðar fjallanna á
hliðar tvær Um fjöru var slétt-
ur sandbotn Lárvaðals hinn á-
kjósanlegasti skeiðvöllur, og lá
þar um alfaraleið.,
í Látravík var jafnan tvíbýli,
í ytri Látravík, var Kristín fædd,
hún var dóttir hjónanna Krist-
jönu Helgadóttir og Sigurðar
Jónssonar, bónda þar, ólst Krist-
in upp í myndarlegum systkina-
hóp. Var oft gestkvæmt í Látra-
vík og mun þar oft hafa verið
glatt á hjalla. Meðfram strönd-
inni undir Búlandshöfða og
austan að Lárós, var allmikil
beitutekja, en sem kunnugt er
var skelfiskur að mestu notaður
sem beita á þeim árum. Sóttu
sjómenn úr nærliggjandi ver-
stöðvum beitu sína að mjög veru
legu leyti á þessar fjörur. Voru
beitifjöruferðir þessar all vos-
mikil og erfið vinna. Var það
mjög algengt að beitifjörumenn-
irnir sem svo voru kallaðir, þáðu
næturgreiða á nærliggjandi bæj-
um, var því oft komið í Látra-
vík, og munu þeir margir sjó-
mennirnir er kaldir og hraktir
komu þangað og fengu þar hinn
bezta beina hjá hinum gestrisnu
húsbændum. Hefir þar eflaust
oft verið þröngt á þingi, en hér
sannaðist sem fyrr að þar sem
er hjartarúm þar er húsrúm.
Kristín hafði því strax í æsku
mikil kynni af lifi og starfi sjó-
mannanna og ef til vill hefir
það sem á hennar æskuheimili
þótti svo eðlilegt að taka vel á
móti þreyttum og hröktum sjó-
manni úr beitufjörunni, átti þátt
í að móta hennar kærleiksríku
fórnarlund. Kristín var fríð
stúlka og fíngerð, mild og ljúf að
eðlisfari, kát og glöð í vinahóp,
en þó í innsta eðli sínu fremur
hlédræg og ógjant að ræða sín
mál, við aðra en sína nánustu.
Hún hafði prúða og fágaða fram
komu, og yfir henni var ávallt sá
æskuþokki er hún hélt allt lífið
út.
Ung að aldri giftist hún Stef-
áni Jónssyni frá Hrísum í Fróð-
árhreppi, var Stefán talinn einn
hinn mannvænlegasti og gjörfu-
legasti maður þar um slóðir.
Byrjuðu þau búskap í Hrísum á
æskuheimili Stefáns, en fluttu
eftir stuttan tíma til Ólafsvíkur,
er Stefán gjörðist verzlunarstjóri
þar, áttu þau þar heima í tvö ár
unz hann lét af starfi sínu þar
og fluttu þau þá til Reykjavíkur.
þar sem þau dvöldu um eins árs
skeið, fluttu þau þá að Hrísum
aftur, mun það hafa verið um
1920, og þar bjuggu þau þangað
til rétt eftir 1950, að þau flytja
til Grundarfjarðar. Þau eignuð-
ust 11 börn 5 syni og 6 dætur,
næst elzti sonur þirra drukkn-
aði er hann var 19 ára að aldri,
var hann mesti efnispiltur og
öllum kunnugum harmdauði, má
nærri geta þvílíkt áfall það hef-
ur verið foreldrunum, þó svo
harmur væri borinn i hljóði. Hin
systkinin sem lifa eru öll gift
og búsett, eru þau hið mesta
myndar og dugnaðarfólk, sem
sýndu foreldrum sínum mikla
ræktarsemi. Á þeim árum, er
hinn stóri barnahópur Kristínar
var í bernsku, þekktust fá af
þeim lífsþægindum sem nú þykja
ómissandi. Á hverju heimili var
þá á verstu árum heimskrepp-
unnar, sannarlega ekki létt verk
að sjá farborða svo stórri fjöl-
skyldu, og starf húsmóðurinnar
sem var oftast ein með sinn stóra
barnahóp var þrotlaust erfiði, en
þau hjónin voru samhent í því
að koma sínum börnum til
manns, og voru gædd óbilandi
baráttuvilja og dugnaði sem var
og er ennþá aðalsmerki íslenzks
alþýðufólks. Það var lífsstarf
Kristínar að verða sjómannskona
þó maður hennar stundaði önn-
ur störf jafnframt, var sjósókn
hans aðalatvinna, var hann jafn-
an formaður á eigin bát og verk
aði aflann sjálfur.
Fóru synir þeirra að stunda
sjóinn með föður sínum jafn-
skjótt og þeir komust á legg.
Jafnframt sjósókninni var stund
aður búskapur sem víða var
algengt á þeim árum, þar sem
aðstaða var til þess, ennfremur
stjórnaði Stefán pöntunarfélagi
áratugum saman, og hafði og
löngum allnokkur viðskipti.
Oddviti sveitar sinnar var hann
lengst af sínum búskap þar, svo
æði margir áttu þangað erindi,
enda gestakomur tíðar. Svo mik-
ill kappsmaður var Stefán að
oft framan af búskap iþeirra reri
Á ÞESSU ári eru liðin 50 ár frá
því að Baden Bawell hóf starf
ylfinga fyrir þá drengi, sem ekki
voru nógu gamlir til að gerast
skátar. Ylfingastarf þetta bygg-
ir á bók R. Kiplings, Dýrheim-
um.
Til að minnast afmælisins hér
lendis var sunnudaginn 20. nóv.
haldinn ylfingadagur í Njarð-
vík fyrir alla ylfinga á Suð-
Vesturlandi, sem höfðu aðstöðu
til að koma. Þar komu saman
215 ylfingar og nálægt 30 for-
hann einn á bát og aflaði þá oft
vel, en ærið áhyggjuefni hefir
það verið hans góðu eiginkonu
að vita af honum einum á sjón
um á lítilli bátskel. Hefur það
löngum verið hið erfiða hlut-
skipti sjómannskonunnar, að
bíða milli vonar og ótta eftir
heimkomu ástvina sinna af sjón
um. Þó lífsstarf Kristínar væri
að sjálfsögðu erfitt sem margra
alþýðukvenna á þeim árum,
mátti hún kallast gæfukona.
Hún eignaðist hraustan og dug-
andi mann, sem aldrei brást né
bugaðist og stóð ætíð fyrir sínu,
hún eignaðist hraust og mann-
vænleg börn sem öll reyndust
henni góð og öll urðu nýtir borg
arar, og vakti sá myndarlegi hóp
ur athygli hvar sem þau fóru er
þau voru í æsku. Hún átti jafn-
an gott heimili þar sem glaðværð
æskunnar var oft ríkjandi. Henni
var eðlilegt að umgangast börn
og annast þau, þeim fórnaði hún
tíma sínurn og kröftum með því
æ'ðruleysi, sem einkennir þær
konur sem eru í innsta eðli sínu
fæddar mæður. Er heilsu manns
hennar fór að hnigna fluttu þau
til Grundarfjarðar, sem fyrr seg-
ir, en þá var sonur þeirra for-
stjóri fyrir frystihúsinu þar á
staðnum. Stundaði Stefán þar
vinnu unz hann var algjörlega
þrotinn heilsu og kröftum, fluttu
þau þá til Reykjavíkur í ársbyrj-
un 1964, og andaðist Stefán á
sjúkrahúsi þar í bæ, fáum vikum
síðar. Manni sínum hjúkraði
Kristín af nákvæmni í hans veik
indum þar til yfir lauk, en þar
syðra átti hún heima þann
tíma er hún átti ólifað. Kristín
andaðist eftir stutta legu á
sjúkrahúsi í Reykjavík. Var
hún jarðsett í Fossvogs-
kirkjugarði við hlið manns síns,
sem hún hafði ung bundizt
þeirri tryggð við sem aldrei
brást. Börn hennar geyrna minn-
inguna um ljúfa og elskulega
móður og við samferðamennirn-
ir minnumst við fráfall hennar,
hinnar mildu og fórnfúsu konu
með þökk fyrir hennar mikla og
göfuga lífsstarf.
ingjar frá Akranesi, Reykjavik,
Hafnarfirði, Keflavík, Njarð-
vík og Keflavíkurflugvelli .
Dagskráin var bæði á iþrótta-
vellinum og einnig inni í félags-
heimilinu Stapa.
Á þessum degi minntist skát.a-
höfðingi, Jónas B. Jónsson Hert-
riks W. Ágústssonar, sem er ný-
látinn, en hann var einn fyrsti
ylfingaforinginn hérlendis.
Stjórn ylfingadagsins höfðu
með höndum Sigurjón Vilhjálms
son, Sigmar Sigurðsson og Vík-
ing Kondrup.
Sveitungi.
Skátahöfðinginn, Jónas B. Jónsson með Ylfingum og foringjunt
þeirra úr Hafnarfirði.
Ylfingadagur bold-
inn í Njarðvík