Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 29. n8v. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 25 IMoregsbréf: NORBMENNI VÍKING NÝLEGA var norsku skipi Meypt ef stokkunum austur í Japan. l>að er 156 þúsund lestir og á að geta flutt yfir 180 milljión lítra af steinolíu. Eigandinn er Btærsti skipaútgerðarmaður _ í Noregi, Anders Jahre, sem á ís- landi er einkum kunnur fyrir hvalveiðar sínar í suðurhöfum og fyrir að hafa gefið stærri fúlgu til vísindarannsokna en nokkur annar í Noregi. En hann er mesti skipaeigandi í landinu og á um 700.000 brúttólesta flota, þó skipin séu aðeins 42 talsins. Aðeins Ve af flotanum er venju- leg vöruflutningaskip — hitt tankskip. Meðalstærð vöruskip- anna er rúmar 12.000 'lestir en tankskipanna 23.000 lestir, og (hún stórhækkar með hverju ári. En það eru fleiri en Anders Jahre sem láta smíða tröllskip fyrir sig. Ungt skipafélag, en vaxfð af gömlum rótum í Stav- anger, Sig. Bergesen jr. & Co, fékk fyrir fimm árum fyrsta skipið meira en 50.000 lesta stórt, sem skráð var undir norskum fána. Síðan hafa komið ný „Berge“-skip, stækkandi með hverju ári, og 1064 kom „Berge- chief“, sem er 92.500 lestir. í sumar hafði félag þetta samn- inga um smíði skipa alf lífcri stærð, en fékk þeim breytt (þannig, að í stað tveggja skipa skyldi koma eitt, yfir 150.000 iestir í stað tveggja minni. Þetta sýnir stefnuna hjá kaupskipa- kóngunum í Noregi Það vekur furðu heimsþjóð- anna og okkar Islendinga, að smáþjóð á við Noreg skuli vera jþriðja stærsta siglingaþjóð heimsins. En skýringin er kannske sú, áð fyrir þúsund ár- lum hafa þeir líklega verið imesta siglingaþjóð heimsins og hafa þessvegna gamla nasasjón Bif því, hvernig eigi að sigla, fram á okkar öld. íslendingar eiga vafalaust ekki lakari sjó- tmenn en Norðmenn, en sem Biglingaþjóð voru þeir afmáðir með Gamla sáttmála, enda hnign »ð fyrir þann tima. Norðmenn lefldust hinsvegar að siglingaviti lí sambúðinni við Danmörku, týmsar frægustu sjóhetjur þess- ara landa voru frá NoregL ÍÞannig héldu Norðmenn sam- henginu frá gamalli tíð, en við íslendingar misstum það og urð- lum að reisa á rústum, er við fór- lum a‘ð rétta við og komast úr kútnurru Norðmenn urðu fyrstir allra IÞjóða til að skilja, að tröllskipin eru veigamikiill þáttur í sam- keppninni, og niú hafa þeir sýnt að þeir hittu réttu leiðina. Þetta byrjaði með hvalveiða-móður- ekipunum eftir fyrri heims- Btyrjöldina — þau voru 10—15 jþúsund lestir og þótti mikið. iFyrir siíðari heimsstyrjöldina éttu Norðmenn 4 milljón lesta flota, en þá var stærsta tank- ekip þeirra rúmlega 16.000 lestir. A stríðsárunum fór helmingur Iþessa flota í sjóinn, en siðan hafa Jieifarnar áttfaldast — ekki að ekipafjölda, en að lestafjölda og er nú yfir 16 milljón lestir. Fyrir '11 árum áttu Norðmenn engin itankskip stærri en 40.000 lestir sjálfum koma Bretar sem smiíða 17 skip (582.000 lestir) fyrir Nor- eg, þá Vestur-Þýzkaland, 29 skip (427.000 1.) og svo Danmörk með 11 skip (327.000 1.). Einnig eiga Norðmenn skip í smíðum í Finn- iandi, A-Þýzkalandi, Póllandi, Frakklandi, Ítalíu, Ungverja- landi og Júgóslavíu. Norðmenn auka að vísu flota sinn hraðar en nokkur önnur þjóð, en samt verður manni á að spyrja, hvort þessi mikla aukn- ing fái staðizt — hvort nægilegt flutningaverkefni verði fyrir hendi. Norðmenn eru auðsjáan- lega ekki í vafa um það og hafa að svo stöddu ekki ástæðu ti'l iþess, því að þeir hafa gert leigu- samninga til 5—10 ára um flest stóru skipin áður en þau hlaupa af stokkunum eða jafnvel áður en þeir semja um smíði á þeim. Og flutningsþörfin virðist fara sívaxandi. Fyrir 12 árum námu vöruflutningar á löngum sjóleið- um 720 milljón lestum en voru í hittiðfyrra yfir 1400 milljón lestir. Heimsverzlunin fer sívax- andi og þar er olían einna þyngst á metunum hvað flutningana snertir. Ef miðað er við lestafjölda á ibúa eru Norðmenn langsam'lega mesta siglingaþjóð heims, því að iþeir eiga nær 4000 lestir á hvert mannsbarn í •landinu. Grikkir koma næstir með nær 900 lestir, þá Svíar og Danir með 500—600 og Hollendingar og Bretar með 455—500. Hvergi í veröldinni eru siglingarnar viðlíka eins stór þáttur í þjóðanbúskapnum og hjá Norðmönnum. Undanfarin ár hafa hreinar gjaldeyristekjur þeirra af siglingum numið um og yfir 2600 milLjón norskum krónum og á árinu sem er að lfða munu þær komast yfir 3000 milljónir. Án þessara tekna mundi sífelldur halli vera á gjald eyrisviðskiptum þjóðarinnar og í stað góðærisins, sem verið hefur undanfarin ár, mundi þjóðin lifa við viðskiptahömlur og aðrar nauðungarráðstafanir. Og þó eru það efcki nema rúm- ir 50.000 Norðmenn sem stanfa að þessari tekjuöflun. Á norska flot anum starfa innan við 70.000 manns, en af þeim eru yfir 13.000 útlendingar. Síðan 1954 hefur annarhvor maður sem bætzt hef- ur við flotann vegna aukningar hans verið útlendingar. Með batnandi kjörum 'heima fyrir hef ur reynzt erfiðara en áður að fá morska sjómenn, og margir sem fara ungir til sjos, kjósa sér at- vinnu „á þurru landi“ er þeir hafa siglt í nokkur ár. Og þó hef- ur kaup farmanna hækkað hlut- fallslega meira síðustu tíu árin en annarra stétta. Nú liggur fyrir Stórþinginu frumvarp um að gera skattakjör farmanna betri en áður, til þess að auka aðsókn- ina að starfinu. Og sérstök „vel- ferðarnefnd“ starfar að því að gera sjómannalífið tilbreytingar- meira en áður. T.d. er mikið gert td þess að auka íþróttalífið, og í erlendum stóihöfnum, þar sem mörg norsk skip eru áð jafnaði stödd samtímis, er efnt til íþrótta samkeppni mi'lli norskra skips- hafna á leikvangi borganna. En hásetafjöldinn á skipunum vex ekki í hlutfalli við lesta- fjölda þeirra. Tröllskipin hafa þann óskost að komast ekki um Súez-skurðinn en þau eru ekki eins mannfrek, ef miðað er við burðarmagn þeirra. Það er sjálf- virknin sem veldur því, að í dag getur 100.000 lesta skip komizt af með áhöfn, sem er ekki stærri en skipshöfn á íslenzkum togara. Norðmenn eiga skipasmíða- stöðvar, sem gætu smíðað 100,- 000 lesta skip, bæði í Stavanger og á Storð. En samt láta þeir smíða í Japan. Hversvegna? Auð vitáð vegna þess, að þeir fá jafn- góð eða betri skip 5—15% ódýr- ari þar en heima eða annarsstað- ar í veröldinni. Japanar hafa for- ustuna í skipasmíðum þessi árin og í fyrra hleyptu þeir af stokk- unum 43% af öllum þeim skip- um sem fóru á flot það ár. Þetta er ekki aðeins verðmuninum að iþakka heldur líka hagkvæmum lánum, sem Japanar geta veitt: kaupandinn þarf ekki að borga nema 20% af andvirðinu áður en skipið er afhent, afganginn borgar hann á átta árum með 5.5% vöxtum. Hversvegna geta Japanir boðið þessi kjör? Vegna þess að þeir svelta verkamenn- ina, munu margir segja. En það er misskilningur. Japönsku skipa smiðirnir hafa hærra kaup en t.d. stéttarbræ'ður þeirra á Ítalíu og njóta auk þess mikilsverðra hlunninda. En stóru skipasmíða- stöðvarnar þeirra, sem höfðu smíðað herskipin fyrir stríðið, •voru lítið skemmdar — Mitsu- bishi, Mitsui og Nippon Kokan. Og nú kom eiegndum þeirra í hug, að ef þeir gætu smíðað skip „á færibandi" líkt og Banda- ríkjamenn smíðuðu bíla, gætu iþeir orðið samkeppnisifæ'rir jafn- vel þó þeir yrðu að kaupa málm- grýti og kol frá Ameriku og Afriku — ef þeir ^gætu flutt þetta nógu ódýrt. Áður höfðu þeir undirboðið Vesturlandaþjóð irnar er um var að ræða létta vöru, svo sem ljósmyndavélar, og sýnt að vinnutæknin var á háu stigi hjá þeim. Sú sama tækni hefur sýnt sig í skipa- smíðunum. í fyrra var fyrsta tröllskip þeirra fullgert. Það heitir „Tok- yo Maru“ og er rúmlega 300 metrar á lengd, svo að ef þrjú slík skip stæðu upp á endann, hvort ofan á öðru, mundu þau vera um það bil jafnhá Esjunni, en þilfarið á þeim samsvara 8 knattspyrnuvöllum. En svo sjálf- virkt er þetta skip að það þarf ekki nema 29 manna áhöfn. Allt er fjarstýrt. Enginn maður þa'rf að koma nfður í vélarúmið í marga daga þó skipið sé á sigl- ingu, og S'kipið getur tæmt eða fyllt 185 milljón lítra af olíu á eínum sólarlhring án þess að nokkur maður sé að verki um borð nema sá, sem styður á takka. — En niú er japanskt fé- lag að smíða skip, sem á að heita „Idemitsu Maru“ og verður 205.- 000 lestir og tvö skipasmíðafélög ætla að smíða skip, sem verði 276.000 lestir. Norðmenn hafa vakandi auga á þessum áformum og ætla sér ekki áð dragast aftur úr heldur ■verða framarlega í flokki, eins og fyrr. í smiðum er 181.000 lesta skip íyrir norskt útgerðarfélag, og síðan 156.000 lesta skipinu var hleypt af stokkunum fyrir skömmu, eiga Norðmenn stærsta skipið sem er „á floti“ í veröld- inni, þó ekki komi það í gagnið fyrr en í febrúar. Þar gefur auga leið. Norð- menn vilja ekki vera eftirbátar í siglingunum, víkingshugurinn lifir enn. Þeir voru fljótir að uppgötva, norsku reiðararnir, að árlegur reksturskostnaður 150,- 000 lesta skips var 7 milljón norskum krónum lægri en tveggja 75.000 lesta skipa. Svo að það var ekki fiordildin sem réð — að eignast sem stærst skip — heldur hagsmunirnir. Arðsvonin var meiri af stóru skipunum. Amman, 28. nóvember — NTB. FORSÆTISRÁÐHERRA Jórd- aníu, Kwasfi TeM, skýrffi frá því í dag, mánudag, aff einungis litl- um hluta herliffs landsins hefffi veriff beitt gegn þeim, sem efnt hefðu til óeirða gegn stjórn sinni í fyrri viku. Tell skýrffi frá því, aff í þess- um átökum hefffu fimm manns látiff lífiff, þar á meffal einn her- maður. Forsætisráffherrann skýrffi frá því, að tvær mann- eskjur hefffu týnt lífi í Nablus og Jerúsalm, er ungt fólk hefffi hrifsaff til sín vopn hermanna. Ekki kom aðeins- til átaka í Jerúsalem og Nablus, heldur einnig í Ramallah. Óeirðaseggir kröfðust þess að fá í hendur vopn til þess að svara árásum þeim, sem ísraelsmenn gerðu á þorp í Jórdaníu 13. nóvember. Á blaðamannafundi í dag sagði Tell, að hann hefði ekki með höndum endandegar skýrslur um tölu faflllinna og særðra, en tók fram, að þær myndu liggja fyrir á næstunni. Forsætisráðherrann fullyrti, að allt væri nú með kyrrum kjör- um á þeim svæðum, þar sem til óeirða hefði komið. Sagði hann einangrunarástand nú vera úr sögunni, en lagði þó áherzlu á, að öryggissveitir væru til taks, kæmi á nýjan leik til mótmæla- aðgerða. Ekki sagðist Teli leggja neinn dóm á réttmæti fregna um, að hersveitir frá Saudi-Arabíu væru komnar til Jórdaníu. Þó vildi forsætisráðherrann heldur ekk- ert um það segja, hvort réttar væru frengir um, að Bandaríkin og Stóra-Bretland hefðu heiiið stuðningi sínum. Ef nokkrir menn eru hagsýnir og framsýnir í siglingamálum þá eru Noéðmenn það. Ekki aðeins með tilliti til olíuflutninganna, Þeir halda líka úti stórum þunga vöruskipum, „bulk carriers" til flutninga á stórum vélum, svo sem dráttarvögnum, járnbrauta og málmgrýti, sérstökum skipum til bílaflutninga o. fl. Og hvað farþegaflutninga snertir haga þeir sér eftir kröfum tímans. Vegna flugsins hefur stórlega dregið úr mannflutningum sjó- leiðis yfir Atlantshaf, Norska AmeríkuUnan hefur látið smíða þrjú fullkomin skip til farþega- ferða milli Norðurlanda og New York eftir stríð. Það yngsta heit ir „Sagafjord“ og er gert til skemmtiferða — „Cruises“, en í gær var sagt frá því, að nú ætti að breyta því elzta, „Oslofjord“, í „Cruise“-skip. Breytingin kost- ar 7 milljón norskar krónur. — Framvegis verða þessi skip að- eins í Amerikuferðum yfir há- siumarið — og eina ferð fyrir jólin — en mestan tíma ársins eiga þau að sigla me'ð skemmti- ferðafólk um öll heimsins höf. Skúli Skúlæson. Nærri 70 stúdentar, Palestínu- og Jórdaníumenn, efndu í dag til mótmælafundar við sendiráð Jórdaníu í Alsír í dag. Stúdent- arnir réðust inn í sendiráðsbygg inguna, rifu niður fána Jórdan- íu og rituðu slagorð á veggi. Lög- regla kom á vettvang, og færði stúdentana burt á 5 vörubifreið- um. Stúdentarnir fengu sendiráðs- ritara símskeyti, sem ætlað var Hussein, konungi, Þar var mælt móti tilboði Feisals, konungi, sem boðizt hefur til að senda 20.000 hermenn frá Saudi-Ara- bíu til Jórdaníu. Jafnframt var þar mótmælt dvöl sjöttu banda- rísku flotadeildarinnar við Mið- jarðarhaf. Tell lýsti því yfir á fundi sín- um með blaðamönnum, að kommúnistar og áróðursseggir frá PLO (Samtök þeirra ,sem berjast fyrir frelsi Palestínu), hefðu beitt sér fyrir óeirðum, í eiginhagsmunaskyni. Bætti ráð- herrann því við, að í upphafi hefðu mótmælaaðgerðirnar ver- ið í mótmælaskyni við stefnu ísraelsmanna. „Hefði ég sjálfur ekki verið forsætisráðherra“, sagði Tell, „þá hefði ég sjálfur tekið þátt í þeim þá“. Jafnframt lagði hann áherzlu á, að hann hefði megna fyrirlitn ingu á þeim, sem í eiginhagn- aðarskyni reyndu að grafa und- an PLO, og sköðuðu jafnframt þá, sem berðust -fyrir endur heimt réttinda Palestínimi.anna. Forsætisráðherrann lauk máli sínu með því að segja, að „tveir aðilar“ í Arabaríkjunum hefðu lagt þeim, sem hæst létu til sin heyra í mótmælaaðgerðum, til háiar fjárupphæðir. Jafnframt Framhald á bls. 31 JAMES BOND —X- •X—« Eítii IAN FLEMING Áróðursmenn PLO að baki mófmælum IJmmæli 24wa®fi Te31, forsæfis ráðberra Jórdaníu én í dag eru þau oi'ðin nær 70, þar af nokkur sem eru skammt tfyrir ofan eða neðan 100.000 lest- ir. Og nú eru að bætast við skip, sem bera yfir 150.000 lestir. — Hvar endar þetta? Þann 1. okt. sl. voru í smíðum handa norska flotanum 348 skip, sem eiga að bera 6,5 milljón lest- ir. Af þessum flota eru 143 skip, 1.099.000 brúttólestir, smíðuð í Noregi, en tvœr erlendar þjóðir smíða meira af þessum nonska tfilota. Japanar langmest, 64 skip -— 2,4 mil'ljón lestir — og Svíar. Það er eftirtektarvert að meðal- Btærð skipanna, sem smíðuð eru $ Noregi eru aðeins 7.000 lestir, en skipanna frá Japan um 38.000 lestir. Næstir eftir Noi’ðmönnum Um leiff og ég komst til meffvitund- ar . . . Felix! Hvaff í ósköpunum . . . ? Þaff er löng saga. Fyrst förum viff með þig til læknis. Þegar ég kom til Las Vegas náði ég sambandi viff Ernie Cureo. Hann segir mér hvernig þú vart lam- inn tii óbóta af þorpurum Spange's. Og nú er ég hingaff kominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.