Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. nóv. 1966 * BÍLALEIGAN FERÐ SfAff 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM iviagimOsar SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötn 103. Daggjald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Sími eftir lokun 31100. ÍÍUA bíloieigon Ingólfsstræti 11. Sóíarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið í leigugjaldi Sími 14970 BÍLALEIGAIVI VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍlALtlGA S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. Kr. 2,50 á ekinn km. 300 kr. daggjald RAU0AR4RSTÍ6 31 SÍHI 22022' , Húseigendaféiag Reykjavíkur Skrifstofa-á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Fjaðiir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr oJl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin KJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. A.E.G. HÁRÞURRKUR, 2 gerðir. BRAUÐRISTAR, 2 gerðir. K AFFIK V ARNIR STRAUJÁRN Br. Ormsson hf. Lágmúla 9. Meira um Sund- laugarnar Lesandi skrifar: „Hafi Stefán Einarsson kær- ar þakkir fyrir grein sína um gömlu sunlaugarnar í Velvak- anda 24. þ.m. Greinin er svo athyglisverð, að hún ætti að hvetja fleiri til þess að taka til máls um sama efni. Ég er einn af þeim, sem hef fengið styrk og heilsubót í því, að uppgötva laugarnar. Á tíð- um komum mínum þangað, sem jafnaðarlega hefur verið þrem sinnum í viku, eins og háttur Stefáns Einarssonar hefur verið, hef ég talað við marga menn, er sagzt hafa byrjað að stundá gömlu sund- laugarnar mjög lasburða. Einn kvaðst hafa þjáðst af þessum kvilla, annar af öðrum, en éft- ir að hafa stundað laugarnar reglubundið nokkurn tíma, fundu þeir alir stóran mun á heilsu sinni. Trúlegt er, að hundruð Reykvíkinga gætu gefið sama vitnisburð. Stefán Einarsson væntir þess að borgarstjóri muni vera fús til þess að leggja því tíð, að gömlu laugarnar fái að vera á sínum stað, sem stöðugur heilsugjafi fyrir þá Reykvík- inga, sem hafa dug til þess að leita sér heilsubótar þar. Ég efast heldur ekki um það, að bæði borgarstjóri og borgar- stjórn vilji vinna að jákvæðri lausn á máli þessu, því að svo margt gott og göfugt hafa þess ir aðilar hrundið í framkvæmd fyrir borgarbúa. Setjum dæmið upp einfald- lega. Mundi það ekki vera tal- inn bjarnargreiði við borgar- búa, ef lækni hér í borg, sem öruggar sannanir væru fyrir, að búinn væri að lækna hundr uð manna af ýmisskonar vond um kvillum, er aðrir læknar gátu ekki læknað, væri mein- að að lækna fjölda manns, sem vitað væri að han gæti lækn- að, og það væri gert af yfir völdum borgarinnar? ÞesSi góði, margreyndi læknir eru gömlu sundlaugarnar. Sjúkra- hús okkar eru yfirfull af veiku og lasburða fólki. Margt af því fólki varð lasburða fyrir tímann. Lofið laugunum að halda áfram að lækna þá, sem vilja lofa þeim að lækna sig með Guðs hjálp, og Reykja- vík verður ríkari af góðum mannvirkjum og heilsubetra fólkL Nýja sundlaugin getur verið á sínum stað og þjónað sínu hlutverki en umfram allt takið ekki gömlu laugnar frá fólk- inu, því að þeir sem hafa upp- götvað heilsulind þeirra, eru margfalt fleiri en nokkur borg arstjóm veit um og þeir munu harma það bæði fyrir sína hönd og óborinna ef þær verða lagðar niður. Einn af hundruðum." ★ Sjálfsbjörg Kæri Velvakandi: 1 þætti þínum sl. sunnudag var m.a. fyrirspurn frá „G.J. Akranesi", um hver væri mun urinn á Landssambandi fatl- aðra og Sjálfsbjörg og hvort bessi félög ynnu að sameig- inlegum framkvæmdum eða sitt í hvoru lagi. Hér er aðeins um smá mis- skilning að ræða. Samtökin heita fullu nafni, Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. í landssambandinu eru 10 félög, sem öll bera sama nafnið Sjálfsbjörg, félag fatlaðra og eru kennd við þá bæi, sem þau eru starfandi í. Þetta eru samtök sem eru byggð upp og stjórnað af fólki, sém er meira eða minna fatl- að, en heilbrigt fólk getur orð- ið styrktarfélagar. Markmið samtakanna er m.a. að vinna að bættum hag fatlaðs fólks í félags og at- vínnumálum. Nú eru t.d. rekn- ar á vegum félaganna vinnu- stofur í Reykjavík, Siglufirði, á ísafirði í samvinnu við Berklavörn (félag berklasjúkl inga). Félagið á Akureyri á myndarlegt vinnu- og félags- heimili og er undirbúningur að rekstri vinnustofu þar kominn á lokastig. Félagið á Sauðár- króki á snoturt félagsheimili þar sem vinnuaðstaða er fyrir hendi og á Húsavík hefur fé- lagið nýlega fest kaup á hús- næði fyrir starfsemi sína. Al- mennt er félagslíf deildanna mjög gott og starfa þær flestar af fullum krafti. Þá er ný- lega hafi í Reykjavík, bygging Vinnu- og dvalarheimilis fyrir mikið fatlað fólk, en þar verð- ur í fyrsta áfanga m.a. rúm fyr ir 45 manns í vistheimili, æf- ingastöð, vinnustofur o.fl. allt miðað við þarfir þeirra, sem eru mikið fatlaðir. Ég gæti að sjálfsögðu haft þetta lengra, en vona að G.J. sé nokkru vísari um samtök fatlaðs fólks í landinu. Með fyrirfram þakklæti fyr- ir birtinguna. F.h. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Trausti Sigurlaugsson. Bjórinn H. J. skrifar: „Láttu mig ekki heyra þessa bölvuðu andstyggð“, varð mér að orði, er ég sá í blessuðu Alþýðublaðinu einhvern „góð- borgara úr Vesturbænum" vera að prédika um ágæti áfenga bjórsins, sem hann virtist helzt vilja hella í pelabörnin í Fæð- ingardeildinni, svo þau yrðu skikkanlegir unglingar og nyt- samir borgarar. Ég er viss um, að góðborg- arinn lýgur því, að hann sé úr Vesturbænum, og bezt gæti ég trúað því, að þetta væri Hrólf ur heildsali. En mér er alltaf bölvanlega við þá stétt. Svo man ég líka eftir því er ég kom úr síldinni 1916 og lenti í ,heiðingjanum“. Þetta voru miðalausar ölflöskur með malt öli, sem hafði gerjast og var lútsterkur andskoti. Ég varð strax útúrfullur, og vindgang- urinn í maganum eftir því. Aldrei varð ég svo vitlaus af spólu. Ég er viss um, að blessuð ríkisstjórnin frelsar okkur frá áfenga bjórnum og öllum áfengisósóma. Og raunar held ég að öllum sönnum íslend- ingum ofbjóði drykkjuskapur þjóðarinnar og sjái, að eitt- hvað verður að gera til varn- ar, ef ekki á að verða nauð- synlegt að byggja vitlausraspít ala fyrir milljarð krónur. En ef Guð lofar, og ríkis stjórnin vill, langar mig að lifa til vorsins. Og þá ætla ég að kjósa bindindismenn og gefa út dagskipun til minna manna um að kjósa eins. Þeir bregð- FARIÐ hafa fram umræður á Alþingi um lóðaúthlutun Þing- vallanefndar í nágrenni Þing- valla, og einnig um friðun hins forna þingstaðar. Hefur verið skýrt frá því í dagblöðum, að menntamálaráðherra hafi í því sambandi m.a. látið þéss getið, að hann væri andvígur því, að skógrækt væri leyfð á Þingvöll- um. Við þetta rifjast upp ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Skógræktarfélags íslands árið 1959 að Hólum í Hjaltadal, en þar segir m.a.: „ . . . . telur fundur- inn, að á hinum fornhelga stað og á mörkuðu svæði í nágrenni hans verði þess vandlega gætt að gróðri sé eigi spillt, né þar verði plantað erlendum gróðri, hvorki trjám né öðru, enda eigi barrplöntur þær, sem gróður- settar hafa verið í námunda við þingstaðinn, þar efcki heima“. Með þessari ályktun hefur Skógræktarfélag íslands markað afstöðu sína, að því er varðar ræktun trjágróðurs „á hinum fornhelga stað og á mörkuðu svæði í nágrenni hans“. Hinsvegar er ekki alltaf ljóst hvað átt er við nákvæmlega þegar talað er um Þingvelli. „Þjóðgarðurinn á Þingvöllum“ nær vitahlega yfir miklu stærra svæði en sjálfa Þingvelli og virðist óljóst hvaða reglur er ætlazt til að gildi að því er varð ar ræktun, þ.á.m., og raunar ■ Sérstakur Framhald af bls. 10 ar atvinnu telst ekki slíta heimilisfesti og því ekki lög heimili. Hvað um þá, sem búa í fleiri en einu sveitarfélagi? Um þá segir í 3. gr. lög- heimiilslaganna. Þar segir svo: ,Nú á maður samtímis heimili í fleiri sveitarfélög- um en einu, og skal hann þá eiga þar lögheimili, sem aðal- atvinna hans er og hefur verið 2 undanfarin ár eða leng ur. Það telst aðalatvinna í þessu sambandi, sem varir lengur en 6 mánuði á ári eða hefur gefið í tekjur meira en % af hreinum árstekjum mannsins". Þeir sem skotið geta ágreiningi til dómara eru aðili sjálfur, sveitarfélag og þjóðskráin. Hverjar eru helztu ástæður þess, að fólk skráir lögheim- ili annarsstaðar en það dvel- ur að jafnaði? Sennilega eru höfuðástæð- ast ekki. Nú vill líka svo vel til, að kommúnistar eru búnir að fá Kínapestina, sem er álíka hættuleg og hundapestin fyrir austan. Bara að við Hannibal vær- um orðnir ungir af tur. Þá stofnuðum við H-lista og lét- um illa. Ólukkans langskóla- mennirnir kenna fyrirlitning á vinnu og þeim, sem vinna. Það er alveg sama þó þeir drauji tækninni til hagræðingar og segi, að það séu vísindi. Þetta á ekki við íslenzkar aðstæð- ur, þeir eru bölvaðir bjánar, og eru að fara með allt til andskotans. fyrst og fremst skógrækt á þjóð- garðssvæðinu. Líklega er það ekki óalgeng afstaða, að engan gróður megi skerða og engu bæta við innan þjóðgarðsins. Heitið „Þjóðgarður" er bein þýðing á enska heitinu „National Park“, og um slík svæði í Ameríku gild ir, að allt innan takmarka þeirra, lifandi og dautt er friðhelgt, og þar skal engu breytt (þó eru þar að sjálfsögðu ýms mannvirki gerð fyrir gesti og gangandi, Vistarverur fyrir fólk, vegir og þesSháttar). En þótt þjóðgarðs- hugmyndin sé í sjálfu sér ágæt, finnst þeim er þetta ritar fáán- legt að apa svo eftir því sem erlent er, að ekki megi rétta Fjallfconunni hjálparhönd með því að auka gróður, og þá ekki sízt trjárgóður, og auðga íslenzkt gróðurríki á svæðum sem hafa verið friðuð fyrir ágangi búfjár, og þannig sköpuð bætt gróður- skilyrði — einungis af því að svæðið er kallað Þjóðgarður. Auk þess sem tilfært er hér að framan úr ályktun aðalfundar Skógræktarfélags íslands 1959, kemur fram í sömu ályktun af- staða aðalfundarins að öðru leyti til skógræktar innan. Þjóðgarðs- girðingarinnar. Skal það ekki rakið hér, en ályktunin í heild er birt í Ársriti Skógræktarfé- lags Islands 1960—1961, bls. 103. 24. nóv. 1966. Guðmundur Marteinsson. ur tvær. Misskilningur um, að fólk fari betur út úr skatta álagningu, og síðan átthaga- tryggð, þ.e. fólk vill halda tengslum við sitt fyrra byggð arlag með þessum hætti. Oft- ast ér þó athugunarleysi um að kenna. Sigurður sagði að lokum, að rétt skrámng lögheimLIis og skv. lögheimilislögum væri nauðsynleg, bæði fyrír sveit- arfélögin og eins fyrir fólkið sjálft. Slik skráning varðaði ekki aðeins skyldur heldur einnig réttindi Auk þess væri fólkið skylt að lögum að tilkynna aðsetursskipti og þá um leið haga skráningu lögheimilis, eins og lög stæðu til. Bæ, Höfðaströnd, 28. nóv.: SL. SÓLARHRING gekk hér yf- ir Norðurland aftaka norðan veð ur með stórhríð. Ekki urðu hér neinir teljandi skaðar og vegir 1 úthluta héraðsins eru vel greið- færir, þó mun þurfa að moka til að hægt sé að komast alla leið að gatinu á Strákavegi. — Björn. Nohhur orð oð gefnu tílefni um skógræht ú ÞingvöIIum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.