Morgunblaðið - 29.11.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. nóv. 1966
Kristinn Stefánsson
stjóri -
im
,,JÁ, allir eru góðir þegar þeir
eru dauðir“, sagði Kristinn heit-
inn einu sinni vi'ð mig, er ég leit
inn til hans, um leið og hann
ilagði frá sér dagblað, með minn-
ingargrein, sem hann var þá að
Ijúka við að lesa. Ég svaraði
|því tiþ að ef litið væri framhjá
þvi sem miður fasri í fari sam-
ferðamannanna, eins og gjarna
vaeri gert þegar slíkar greinar
eru skrifaðar, þá væru þeir allir
góðir. „Já, en það mætti þá
kannski líka gera það á með-
an þeir eru lifandi, en þar vant-
ar mikið á“, svaraði hann þá.
Þessi or’ð, þessi tilsvör Krist-
ins Stefánssonar eru mér mjög
minnisstæð og lýsa þau honum
mæta vel. Hann hafði vel ráð á
jþví að mæla þannig. Hann sat
ekki við að narta í mannorð ein-
stakra roanna, þótt orðhvatur
gæti hann verið og hefði sínar
ákveðnu skoðanir á þjóðlífinu í
heild. Honum var öðrum frem-
ur sú list lagin að líta framhjá
ágöllum annara, þótt lifandi
væru, ef hann þá ræddi ann
ara mál, sem hann var mjög
fáskiptinn um.
Við fyrstu kynni fannst mér
Kristinn hrjúfur og stuttur í
spuna og svo mun fleirum hafa
fundizt. Þá var ekki ól;kt því
að ‘hann hefði búið sér skel og
stæ'ði í varnarstöðu um sinn
innri mann. Fljótlega varð þó
komist inn úr þeirri skel, er
kynni hófust og kom þá brátt
í Ijós, að þar sló ijúflingshjarta
í öðlings barmi.
Mér er í huga, að ásamt góð-
um erfðum, hafi lífsviðhorf hans
á bernskuslóðum, mótað hann
þannig, öðru fremur.
Kristinn var fæddur að Krók-
velli í Garði, 26. janúar 1897.
Hann var því Suðurnesjamaður
og mótaðist þar á hrjúfri og
brimsorfinni strönd Garðskag-
ans, með gælur og ógn úthafs-
öldunnar að sjónarsipili. Hann
var þri'ðji sveinninn í hópi 10
syistkina, er öll hafa reynzt hið
mannvænlegasta fólk, sem aftur
á móti bendir til þess að ætt-
stofn hans hafi verið traustur.
Eins og að líkum lætur, hefir
svo stór systkiinahópur snemma
orðið að fara að taka til hendi
sér til framfæris og mun Krist-
inn ekki hafa verið þar neinn
eftirbátur.
Mjög ungur að árum byrjar
faann róðra með föður sínum á
áraskipum eins og þau tíðkuð-
ust þá. Þar með var hans ör-
lagaþráður spunninn. Það var
stormurinn og hafi'ð, sem öðru
fremur reit sínar rúnir í sál
hans og skaphöfn.
Það hefir verið hugrakkur,
hraustur sveinn, sem gekk við
hlið föður síns til sjávar, horsk-
ur í huga og með kapp í kinn,
'þegar ýtt var úr vör í fyrsta
sinni, til aðdrátta. Þótt skinn-
klæðin reyndust alltof stór og
árin alltof þung, var baráttan
ihafin með bros á vör, á úfnum
sæ. Því meiri sem barningurinn
var með árinni, því meir stælt-
ust armar hans og kraftur, því
ekki var landtakan alltaf örugg.
Því hærra sem öldurnar risu,
því hærra steig hugur hans til
þroska og athafna. Honum lærð-
ist fljótt, að fjas og orðagjálfur
var lítilsmegandi í átökum við
krappa úthafsöldu. Þannig mót-
aðist Kristinn. Hann fann brátt,
að kjarkur og snarræði hlaut að
ráða á örlagastundu, og það til-
einkaði hann sér. Hann varð því
brátt eftirsóttur sjómaður og
komst fljótlega á togara, efti.r
að þeirra útgerð hófst, þótt þar
væri setinn bekkur af traustum
drengjum, sem ekki náðu því
„happi“ eins og það var orðað
þá, að komast í silíkt skiprúm.
Kristiinn hélt áfram að vera
hin styrka stoð foreldra sinna
og yngri systkina þótt árin færð-
ust yfir og vann hann þeim allt
er hann mátti. Samheldni þess-
arar stóru fjölskyldu var alla-
tíð mikil og fögur. Hún dreifð-
ist þó eins og vænta má og flyzt
Kristinn með foreldrum sínum
til Reykjavíkur, að Bergþóru-
götu 33, þar sem hann og ffleiri
systkihanna búa þeim heimili
og annast þau, af mikilli hlýju
og ástríki, unz þeirra skeið var
runnfð. Kristinn fór í Sjómanna-
skólann og lauk þaðan hinu
meira prófi, með mjög góðri
frammistöðu, því að hann var
fróðleiksfús, víðlesinn og mikill
hugsuður, þótt lítið færi fyrir
því, sem öðru í fari hans.
Hinn 10. apríl 1933 hlýtur að
hafa verið erfiðasta stund lífs
faans. Þá strandar togarinn Skúli
fógeti við Grindavík og er Krist-
iinn þar skipsmaður. Þá hlýtur
hann sína þyngstu raun á sjó-
mannsferli sínum, þegar hol-
skeflur úthafsins togast á um
hann og félaga hans, á brotnu
fleyi, við klettótta strönd. Biðin
er ógnvekjandi löng til óvissra
úrslita. Endast kratfarnir. Dug-
ar kjarkuriinn. Þanra fór þessi.
Þarna fer hinn. Uggvænleg sjón.
— Þrettán farnir, 11 eru eftir,
með dvínandi þreki í hríð og
myrkri að berjast fyrir lífi sínu.
Skapharkan og sálarþrekið eitt
til varnar. — Það dugir. —
Björgunarstóll berst að lokum
um borð og þeir þurfa ekki að
fara í kaf nema einu sinni enn
iþá, en það eru smámunir.
Djúp sár bltýur þessi öriaga-
nótt að hafa skilið eftir í svo við-
kvæmu fajarta, sem Kristinn
annars bar. Ég tel að hann hafi
liðið meiri önnn fyrir að vita
félaga sína týnast einn og einn
út í hafrótið, til hvílu í hinni
votu gröf, heldur en þótt hann
sjálfur stæði frammi fyrir sömu
örlögum. En um þennan atiburð
fékkst líitið upplýst hjá honum,
sem engan þarf i rauninni að
undra, sem þekkti faann.
Ætla mætti að hér hefði sjó-
mennskuferii Kristins verið lók-
ið. En því fór fjarri. Þótt ég
viti ekki um hin einstöku skip-
rúm sem hann skipaði eftir
þetta, er mér kunnugt um að
hann sigldi m.b. Gunnvöru öll
stríðsárin o„ færði þjóð sinni
þannig dýrmætan gjaldeyri.
Það bendir Mka til þess að ekki
hefir hann gugnað mikið við að
standa andispænis dauða sínum í
skipstrandinu. Slík kempa var
hann.
Að siglingunum loknum fer
hann að mestu í land og vinnur
ýmis störf. Með með Einari múr-
ara bróður sínum, sem nú er ný-
látinn. Hin sáðari ár dró úr
starfaþreki þessa vaska hraust-
leikamanns, sem eðlilegt má telj-
ast, og var hann oft ekki heill
heilsu. En eins og áður er sagt,'
var samheldni þessarar stóru
fjölskyldu fögur og náin og
hlúðu systur hans þá að honura
af mikilli umönnun. Hanu
kvæntist aldrei og átti engia
börn.
Það þarf ekki að horfa fram
hjá neinu í fari Kristins Stefáns-
sonar, þótt sagt sé að hann hafi
verið drenglundaður öðlingsmað
ur. Traustur hverjum þeim sem
faann rétti sína hrjúfu hlönd og
velgerðarmaður margra sinna
samferðamanna. En engan þarf
að undra, þótt fegurst og bezt
hafi hann reynzt sinni öldru'ðu
móður á ævikvöldi hennar.
Þótt Kristinn gengi hljótt um
lífsíns sali, var hann þjóð siniii
dýrmætur þegn og góður sonur,
sem lagði það eitt af mörkum
henni til uppbyggingar og fram-
gangs, sem hetjur einar fá gert.
fsland þakkar því nú, föllmum
syni farsælt framlag, látið í té
með vinnulúnum höndum, af
karlmennsku og hógværð, djörf-
ung og lítiUæti, og biður allar
sínar hollvættir að greiða götu
hans til hinnar ókunnu strand-
ar.
Með ailúðarkveðjiu og innilegu
þákklæti.
Skarphéðinn Össurarson.
BÖK NATTIiRUNNAR
Efflr Zacharlas Topelius
Þýtt hefur og lagað handa íslenzkum börnum séra Friðrik Friðriksson.
-
Bók náttúrunnar kemur hér út
í 4. útgáfu. Fyrst var hún gefin
út 1910 og aftur 1912 og í þriðja
sinn 1921.
Bók náttúrunnar hefur hvað
eftir annað verið valin bezta
barnabókin, sem samin hefur
verið.
Auk þes eru þarna kvæði og
þulur eftir séra Friðrik, sem
hvergi eru prentaðar annars
staðar. Einnig eru þýdd kvæði
eftir séra Valdemar Briem og
kvæði eftir Pál Ólafsson og
Benedikt Gröndal.
Séra Friðrik Friðriksson.
Bók náttúrunnar er skrifuð af djúpri lotningu fyrir guðdómi sköpunarverksins og tilverunnar og af
næmum skilningi og ást til alls sem lifir á jörðinni.
í Bók náttúrunnar eru 100 myndir. Kostar með söluskatti 193.50.
ÚTGEFANDI.