Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1967. 15 Athyglisverðar bækur ÁRIÐ 1966 komu margar bækur út hérlendis. Sem að líkum læt- ur, og eðlilegt er, eru ekki allir á einu máli um það að gæði og magn hafi verið í réttum hlut- föllum. Morgunblaðið fór þess á leit við nokkra kunna bók- menntamenn, að þeir svöruðu spurningu um það hvaða bækur er út komu á árinu þeim hat'i þótt athyglisverðastar. Fara svör þeirra hér á eftir: Andrés Björnsson lektor: Tilviljun ræður of miklu hvað þýtt un ' Ef satt skal segja las ég mest eldri bækur árið sem leið og xnargar á erlendum málum. Eg hef náttúrlega séð ýmsar nýjar íslenzkar bækur og þá einkum þær, sem út komu núna fyrir jólin. Ég vil fyrst nefna þrjár Ijóðabækur. Ljóð Snorra Hjart- arsonar, Lauf og stjörnur, var bók, sem mér var nautn að lesa. Ég get að vísu ekki sagt, að þessi nýja bók hans kæmi mér sérstaklega á óvart, en hér eru margar tærustu ljóðperlur hans. Snorri er meistari skáldlegrar fegurðar. Fyrr á árinu las ég bók Matthíasar Johannessen „Fagur er dalur“, og mundi ég segja, að í þeirri bók væri að finna margt af beztu ljóðum, sem hann hefur ort. Athyglisverð fannst mér líka ljóðabók Jóns Óskars, ,Söngur í næsta húsi“. Þá las ég skáldsðgu Guðmund- ar Daníelssonar, „Turninn og teningurinn“ með nokkurri eftir væntingu. Guðmudur er alltaf skemmtilegur höfundur og kem- ur oft á óvart. — Skáldsaga Grétu Sigfúsdóttur: „Bak við byrgða glugga“, er efnilegt byrj- endaverk, þó að höfundurinn fari troðnar slóðir. Greinasafnið „Þvl gleymi ég aldrti“ las ég líka. Þar kennir margra grasa, enda er efni af ýmsum toga spunnið og höfund- ur úr ólíkum stöðum og stéttum, en það er gaman að sjá rithátt þessa ólíka fólks og lesa um reynslu þess. Útvarpið varð fyrst til að hefja söfnun greina undir þessu nafni, en Kvöldvökuút- gáfan hélt því áfram og hefur gefið greinarnar út í f jórum bind um. Af öðrum bókum, sem ég hef séð og litið í, þótt ekki hafi ég enn lesið þær sem skyldi, vildi ég nefna Málsháttasafn þeirra Bjshna Vilhjálmssonar og Óskars Halldórssonar, sem mér sýnist vera merkileg bók svo og bók Arnheiðar Sigurðardóttur, „Hí- býlahættir á miðöldum", sem er eftirtektarverð bók um merki- legt efni. Ég sagði I upphafi, að ég hefði á árinu lesið meira af bókum á erlendum málum en í íslenzku, og dettur mér í hug að nefna er hér eina. Það er doktorsritgerð eftir danskan fornleifafræðing, Olaf Olsen. Þetta merka rit fjallar einkum um heimildir fyrir trúarathöfnum heiðinna manna og dýrkunarstöðum eins og nafnið bendir til og snertir mjög íslenzka fornfræði. Of langt mál yrði að draga fram niðurstöður höfundarins. Ég held það sé okkur mikið mein, hversu tilviljun ræður miklu um það, hvað þýtt er af erlendum bókum á íslenzku. Þýðingar bóka er mál, sem at- huga þyrfti nákvæmlega og reyna að koma einhverri skipan á. Því er nú svo varið, að vegna sérstöðu okkar, og vegna þess að við tölum okkar eigið mál, er mikil þörf á því, að við fylgj- umst vel með því, sem gerist í bókmenntum umhverfis okkur. Auðvitað er þetta reynt, en það baukar hver í sínu horni. Álit mitt er, að rannsaka þurfi, hvað mestu skipti að þýtt sé hverju sinni með tilliti til þess, að við drögumst ekki aftur úr eða lend- um í bókmenntalegri einangrun. Við höfum alla tíð sótt ákaflega mikið til erlendra bókmennta og verðum að gera það. Erlendar bókmenntir hafa gefið skáldum okkar byr undir vængi og gera það enn. Þýðingar eru nauðsyn- legar til að veita almenningi skilning á því, sem skáld okkar sjálfra eru að gera, þegar þau leggja út á nýjar brautir, og þau mundu betur ná eyrum þjóðarinnar, ef áherzla yrði. lögð á að kynna nýjar, erlendar bók- menntir í vönduðum þýðingum samtímis. Ég hef ekki neinn samanburð á bókaútgáfu hérlendis í ár og bókaútgáfu liðinna ára, en ég mundi halda, að ekki væri um sérlega auðugan garð að gresja miðað við þann fjölda bóka, sem út kemur, og sérstaklega finnst mér lítið af eftirtektarverðum nýjum skáldskap, sem ég hef lesið. Það eru sýnilega engar stórbyltingar í íslenzkum fagur- bókmenntum á ferðinni núna. * - n, $ skrif er um að ræða. Ljóðabók Hannesar SigfúSsonar er ég ekki búinn að lesa ennþá, en ég þyk- ist sjá á efninu hvað þar muni vera á ferð og ég hef nú látið það í ljós sem mína skoðun áður, að ég lit svo á, að ljóðabækur geti ekki verið innlegg í dag- blaðagreinar eða eitthvað slíkt. Mér finnst, þegar á heildina er litið, að það haíi komið minna út af bitastæðum íslenzkum verk um nú í ár, heldur en oft áð- ur, og ég er satt að segja hissa á þeim einhæfu tízkufyrirbrigð- um sem verða í bókaútgáfu hérna hvað eftir annað. Það korn eitt sinn út hér mikil bók er nefndist Líf í læknis hendi og þó að það sé góðra gjalda vert að gefa slíkt út og allt í lagi með eina bók, er hitt verra að næstu fimm—sex árin á eftir var hér allt á kafi í læknabók- um. Síðan kom svo tímabil sem rnætti kenna við andaheiminn og var þá stór hluti af bókáút- gáfunni kominn „yfirum", ef svo má segja. Nú er allt komjð á kaf í ’bækur um sjó, og verða þær oft til af miklum van- efnum. Meira að segja er efnið svo uppurið að mér skilst að nú fyrir jólin hafi komið út bók sem fjallaði um sjódrauga. Það er vegna þess að efnið er svo uppurið að menn sem búa til þessar bækur hrekjast út á ann- að svið. Þetta er ákaflega mikill veik- Jón i/r Vör: leiki hjá bókaútgefendum að vera að elta svona hver annan. Ef þeir frétta að bók um ákveð- ið efni seljist eitt árið, þá eru komnar 10—15 bækur um sama efnið árið eftir og síðan er allt keyrt í þrot. Og þessi ávani og ósiður er ákaflega hvimleiður af því að maður er ekki enn bú- inn að gefa upp vonina um að bókaútgáfa á íslandi sé menning arfyrirbrigði. Við skulum segja, að það væri allt í lagi með út- gáfu á þessum „hópbókum", ef bókaútgefendur fengjust til þess að líta á sig sem iðnaðarmenn eða framleiðendur. En vegna þess að þeir líta ávallt á sig sem menningarmenn virðist hægri höndin ekki vita hvað sú vinstri gjörir. Það má auðvitað segja, að þeim sé nokkur vorkunn, þeg ar fólkið vill heldur kaupa svona fjöldaverk. Það eru um 1500 manns í þjóð félaginu sem er raunverulega og eðlilega forvitið um það sem er að gerast í bókmenntum og á því lifa ungu höfundarnir. Það er vegna þessa hóps sem hægt er að skrifa alvarlegar bók- menntir hér á íslandi og það er vegna þessa hóps sem menn geta byrjað að skrifa. Ég er ákaflega kátur yfir þeim ungu höfundum sem kom- ið hafa fram nú í ár 'og á næst- liðnum árum. Finnst bara að þeir mættu vera örlítið harðari — meira ungir og reiðir. Samt voru þeir það nokkuð í fyrra. Tíðin er orðin þannig, að ungir rithöfundar verða að svara með hörkunni. Það verður alltaf erf- iðara að koma fram sem rithöf- undur, þar sem bókmenntirnar eru komnar í svo mikla sam- keppni að ungir menn sem eru að byrja að skrifa skipta ekki máli, að því er virðist. Eins og ég sagði áðan eiga þeir líf sitt sem rithöfundar undir því kom- ið að hinir tryggu lesendur og bókmenntafólk haldi vöku sinni. Indriði C. Þorsteinsson rithöfundur: Ungir höfundar þurfa að vera reiðir Indriðl G. Þorsteinsson, rithöfundur: Ég verð nú að segja það, að mér finnst sem fáar bækur hafi komið út á árinu 1966 sem mér finnast forvitnilegar, og ég verð að segja það sem meiningu mína að ég veit ekki hvar þetta endar hér með bókaútgáfuna. Það er ekki þar fyrir að ég hef gaman af að lesa bæði James Bond og Alistair MacLean, en ég veit ekki samt sem áður hvort telja á þær útgáfur til alvarlegrar út- gáfustarfsemi. Mér hefur alltaf fundizt að útgáfa á íslenzkum skáldskap væri það sem kalla bæri bókaútgáfu, fyrst )g fremst. Nú, þetta getur verið misskiln- ingur hjá mér, enda virðist mér að einmitt slík útgáfa sé í mikl- um minnihluta. Þetta er vanda- mál sem hlýtur að snúa að bóka- útgefendum . Um það sem mér hefur borizt í hendur og ég hef lesið í þess- ari vertíð, má segja að mér sé hugleiknust bók eins og Minn- ingar Stefáns Jóhasuos Stefáns- sonar, sem mér finnst mjög geð- felld bók, þó að maður hefði kos ið að þar væri skýrt frá meiri leyndarmálum. Þá hafði ég mikla ánægju af bókinni Hófadynur eftir Halldór Pétursson, en sú bók er í senn ákaflega falleg og skemmtileg upprifjun á því sem að maður hafði lesið falleg- ast um hesta og einnig ýmis við- bót við það er maður hefur áður lesið. Ég nefni líka bók sem að er mjög forvitnilegur skáldskap- ur að mínu viti, en það er Hugsað heim um nótt eftir Guðmund Halldórsson. Það er heldur ekki ástæða til að fella niður úr upp- talningunni ljóðabók Snorra Hjartarsonar. Sú bók er mjög fallegur skáldskapur, þótt ég hefði kosið að þar væri meira af íslenzku berangri, en bæri minna á laufinu, þó svo það sé hlýlegt. IMefni ekki þær hækur sem mér þykir vænt um Ég hef lengi haft mikla trú á Steinari Sigurjónssyni og þykir mér leiðinlegt hve harðsótt hon- um ætlar að reynast leiðin til verulegrar viðurkenningar. Hann hefur gefið út fimm bækur. Fyrst homu ljóðrænir þættir, þá tvær skáldsögur og nú loks á þessu ári ljóðabókin Fellur að og skáldsagan Skipin sigla. Steinar ritar óvenju litauðugt, myndríkt mál. Nútímalegri og tímasamkvæmari bækur en skáldsögur hans eru ekki ritaðar hér á landi um þessar mundir. Samtöl eru mjög lifandi og lýs- andi, huginnsýn hans óvenju er út komu Bók Guðbergs Bergssonar „Tómas Jónsson — metsölubók“ er sennilegast frægasta bókin er út kom fyrir þessi jól, en ég hef ekki haft tíma til að lesa hana ennþá. Það er ég hinsvegar stað- ráðinn í að gera, því að mér sýnist að þar sé mjög frækilegur höfundur kominn af stað. Þá þarf ég að lesa bó'k Þor- steins Thorarensen, þar sem góð- ur vinur minn og merkur for- ystumaður í þjóðmálum átti ekki nógu sterk orð þegar hann lýsti ágæti þeirrar bókar fyrir mér, en þann mann tek ég mjög trúanlagan þegar um þjóðmála- fersk, og frásagnarstíllinn per- sónulegur. En Steinar hefur aldrei hirt um að velja sér sögu- efni, sem vel hentar bumbuslög- urum auglýsingaskrumsins, þess vegna fara bækur hans framhjá almenningi. Ádeilumaður eða áróðurspostuli er hann ekki, en ríkt tilfinningalíf, og þjóðlífslýs- ríkt tilfinningalíf og þjóðlífslýs- ingar hans eru trúar, svo langt sem þær ná. — Ekki skal ég halda því fram, að rit Steinars séu heilsteypt listaverk. Þessi síðasta skáldsaga hans er bezt gerð ritverka hans og þó eru á henni brotalamir. Enga skáld- sögu hef ég þó lesið á þessu ári sem ég tel umtalsverðari. Af öðrum toga spunnin er saga Grétu Sigfúsdóttur, „Bak við byrgða glugga," sem mér fannst einnig mjög ánægjulegt að lesa. Höfundur sækir efni i sögu sína til síðustu mánaða her- setunnar í Noregi. Hún var öll striðsárin gift kona þar í landi og ritaði bók sína á norsku skömmu eftir stríðslok. Síðan hefur sagan verið látin liggja J salti og nú endurrituð á íslenzku af enn lífsreyndari höfundi mei Framhald á bls. 11 - LISTIR - LISTIR TIR - LISTIH - LISTIR \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.