Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1967. Svíar urðu í 5. sæti Júgóslavar í 7. sæti IMæst síðasti dagur H1U SVÍAR unnu „lakari betri hJutann“ í heimsmcistarakeppninni í handknattleik. Liðin sem töpuðu í 8 liða úrslitum luku sínum leikj- um í dag með baráttu um 5. sætið og baráttu um 7. sætið. Svíar og V-Þjóðverjar hölðu unnið sér rétt til að berjast um 5. sætið. Þar nnnu Svíar með 24—22. Júgóslavar og Ungverjar voru dæmdir til að berjast um 7. sæti keppninnar. 1 þeim leik sigruðu Júgóslavar — skoruðu 24 mörk gegn 20. Er þá röðin fengin neðan tH í 8 liða úrslitakeppninni: Svíar hafa hlotið 5. sætið, V-Þjóðverjar 6., Júgó- slavar 7, og Ungverjar 8. sæti. höndinni þó Ungverjar berðust eins og þeir eru frægir fyrir í öllum greinusm íþrótta, og loka tölur urðu 24—22. Sviþjóð — Þýzkaland Svíar voru aftur í þessum leik ajálfurm sér Mkir, fullir baráttu- vilja og ákveðnir í að gera sitt bezta, en sá svipur" var ekki á liði Svía í tveim síðustu leikj- unum. Og með þessum vilja urðu þeir eins og allar fréttastofur segja á enskri tungu: „The best of the rest“ eða beztir þeirra er töpuðu í 8 liða úrslitum. Júgóslavia — Ungverjaland. Þarna varð einnig hörkukeppni og mikið af mörkum. Framan af mátti lengi vel ekki á milli sjá Markhæstu á HM ÞAÐ er til fróðleiks fært að áð- ur en úrslitaleikir HM í hand- knattleik hefjast hafa 54.007 áhorfendur greitt aðgangseyri að leikjum keppninnar en það þýðir u.þ.b. 15®0 áhorfendur að meðaltali á leik. Leikmenn VJÞýzkalands standa næst „fair play“-bikarn- um. Leikmenn liðsins (hafa að- eins hlotið 6 mínútna brottvikn- ingu af leikvelli samanlagt. Næstir koma Júgóslavar með 8 minútur og Svíar með 10 mín- útna brottvikningu samanlagt. V-Í>jóðverjinn Herbert Lúb- king er markhæsti maður keppn innar til þessa með 30 mörk, Schmidt landi hans er næstUr ásamt Milkovic frá Júgóslavíu og hafa þeir skorað 36 mörk hvor. 30 mörk hafa þeir skorað Bruna frá Tékkóslóvakíu og Fenyö frá Ungverjalandi. Ung- verjinn Marosi hefur skorað 28 og Klimov frá Sovétrikjunum hefur skorað 26. Duda, Tékkósló vakíu hefur skorað 26 en Jan Hodin Svíþjóð er hæstur Norður landabúa með 23 mörk. og í hálfleik stóð 9—9. Er á leið tókst Júgóslövum að ná yfir Nægnr snjór í Skólafelli NÚ er mikill snjór í Skálafelli og gott skíðafæri. KR-ingar eru í skála sínum um allar helgar og eru ferðir þangað upp eftir kl. 2 og 6 á laugardögum og kl. 10 á sunnudagsmorgna. 1 skálanum geta allir fengið pyls ur, gosdrykki og heitar súpur og allir eru velkomnir í Skála- fell. Hefur verið mikið um það að menn kæmu þangað á einka- bíluim, heilu fjölskyldurnar, og allir haldið glaðir og ánægðir heim. Hondknattleik- nr um helgina Handknattleiksmóti Islands verður haldið áfram um helgina. Leiknir verða þessir leikir: Sunnudaginn 22. janúar kl. 14 leika í Laugardalsthöllinni: Mfl. kvenna 1. deild: Fram—Víkingur. — Valur—KR og FH.—Ármann. 2. fl. karla A-riðill: ÍR—ÍA. — Fram—KR. 2. fl. karla B-riðill: Valur— Þróttur — Haukar—Víkingur. Mánudaginn 23. janúar kl. 20,15 verður leikið að Hálogalandi, og verða þá leiknir eftirtaldir leik- ir: 2. fl. kvenna A-riðíll: FH.— Breiðablik. — 2. fl. kvenna B- riðill: KR—Ármann. — Mfl. kvenna 2. deild: ÍBK—Grindavík 3. fl. karla B-riðill: iBK— Árrnann. — 1. fl. karla A-riðill: Ármann—KR. ' H.K.R.R. Knattspymu- myndir ó Suðurnesjum í DAG verða sýndar í Keflavík ýmsar mjiög skemmtilegar oig vel teknar knattspymumyndir. Er sýningiin á vegum ÍBK. Með- al myndanna eru svipmyndir frá úrslitaleik ensku bikarkepppn- innar, myndir frá HiM ásamt öðrum ágætum knattsyrnumynd um. Þetta verðuir eina sýning mynd anna á Súðurnesjum. Aðgangur köstair 25 kr. fyrir fuillorðna en 10 kr. fjyrir börn. í STUTTll MÁLI AUSTUR-Þjóðverjar nnnu Egypta í knattspyrnulands- Ieik í Kairo á þriðjudag. Úr- slitin urðu 2-1, en í hálfleik stóð 2-0. A-þýzka landsliðið leikur 3 leiki í Egyptalandi í för sinnL Á þriðjudaginn átti Cassius Clay 25 ára afmæli og hélt hann upp á það í Houston í Texas þar sem hann æfir undir kapp- leik við Ernie Terrell, en leik urinn fer fram í þeirri borg 6. feb, t afmælisgjöf fékk bann m. a. risastóra afmælistertu. Vó tertan 578 og hálft pund. 1 benni voru 1500 egg, 150 pund hveitis og 150 pund sykurs. Hér sézt meistarinn fá sér vænan bita af tertu sinni. FH meö 4 stiga forystu í 1. deild FH hefur nú náð þeirri forystu í íslandsmótinu að lokinm fyrri umferð að ekkert nema krafta- verk getur rænt FH-inga titlin- um í ár. Þeir hafa engum leik tapað hlotið 10 stig og eru með 4 stig fram yfir Val sem þeir sigruðu í gærkvöldi með 24 mörkum gegn 15. FH hafði frá upphafi undir- tökin í leiknum og reyndist er á leið yfirburðalið. Komst FH í byrjun í 8-2 forystu og þar með var endir sögunnar ljós. í hálf- leik stóð 12-6. Haukar áttu ekki í erfiðleik- um með Ármenninga og unnu 29-16 og nú er ljóst að Ármanr, fellur í 2. deild. Enska knattspyrnan MARKAHÆSTU deikimennirmr í Englandi eriu niú þesisir: 1. deild Hurst (West Ham) 32. mfirk Davies (Southampton) 27 — Dougan (Leicester) 20 — Lodhhead (Burnliey) 19 — Tamfbling (Ohettsea) 19 — CarnJey (Burnley) 16 — Sæmilegt skíba- færi í Hveradölum ELDUR kom upp í díselrafstöð skíðaskálans í Hveradölum fyrir skömmu og urðu töluverðar skemmdir í henni. Að því tilefni náði Mbl. tali af Óla J. Ólasyni, veitingamanni í Skíðaskálanum og spurði hann, hvort lokið væri viðgerð á rafstöðinni. Óli kvað ekki enn vera búið að gera við skemmdirnar, en einhvern næstu daga myndi sett upp rafstöð, sem notuð verður til bráðabirgða. Þá mun Óli fá lánaða dráttarvél til þess að knýja skiðalyftuna og mun hún komast í gang eftir svo sem þrjár vikur. Aðspurður sagði Óli, að sæmi- legt skíðafæri væri nú í Hvera- dölum, gott veður og ber tölu- vert á því að fólk komi frá Reykjavík og fari á skíði eða í göngufirðir um nágrennið. Sagði hann, að nú væri tilvalið að nota snjóinn og sólskinið og fara í heilnæmar gönguferðir um Hveradalina. LISSABON — Eusebio skcr- aði 5 mörk er Benefica vann 2. deildarliðið Lusitano 8-0 ) portúgölsku bikarkeppninni á miðvikudag. Torres skoraði hin 3. Benefica sigraði ofan- greint lið bæði á heimavelli og útivelli og samanlógð markatala var 11-1. RÓM — Hinn gamalkunni sænski landsliðsmaður í knattspyrnu, Niels Liedholm. hefur verið ráðinn þjálfari ítalska liðsins Verona. Licd- holm hefur irerið á Ítalíu í 14 ár; lék fyrst með Milano og varð síðar þjáifari liðs þess félags þar til nú. Clarike (FuJibam) 16 — Clark (W.B.A.) 16 — Herd (Mandh. Utd) 16 — 2. deild Sheffield (Norwioh) 22 mörk Wagstaff (HuM) 19 mörk Vowden (Birmingham) 17 — Crawford (Ipswich) 16 — Martin (Northampton) 16 •— Goiuild (Coiventry) 15 —■ 3. deild Marsh (QPR) 13 — Fairbrother (Peterlbor.) 17 — Brale (Mansfield) 19 — O’Rourke (Middlesbr.) 18 — 4. deíld Pythian (Hartlepools) 18 — Atkins (Halifax) 17 — HoflJett (Chesterfield) 13 — 3. UMFERÐ ensku bikarkeppn innar fer fram laugardaginn 28. þ.m. Taka þá liðin úr I. og II. deild þátt í keppninni í fyrsta sinn. Alls fara fram 32 leikir í þessari umferð og fara þessir leikir fram: Charlton — Sheffield U. Hull — Portsmouth Manchester U. — Stoke Ipswich — Shrewsbury Halifax — Bristol City Huddersfield — Chelsea Northampton — W.B.A. Millwall — Tottenham Norwich — Derby Coventry — Newcastle Barnsley — Cardiff Sunderland — Brentford Bedford — Peterborough Nuneaton — Rotherhama HM í dag f DAG fara fram tveir síð- ustu leikimir í II.VI í hand- knattleik og báðir í Vester- 7as. Fyrst leika Rúmenar — núverandi heimsmeistarar — og Rússar um þriðja sætið í keppninni en strax á eftir mætast Danir og Tékkar í baráttu um heimsmeistaratit- ilinn. Dómari i leiknum verður Svíinn Torild Janerstam sem dæmdi hér fyrir skömmu (landsleikinn við V-Þjóð- verja). Bury — Walsall Barrow — Southampton West Ham — Swindon Workington — Fulham Oldham — W ol verhamton Sheffield W. Q.P.R. Bristol Rovers — Arsenal Bolton — Crewe Leeds — Crystal Falace Burnley — Everton N.Forest — Plymouth Aldershot — Brighton Mansfield — Middlesbróugh Birmingham — Blackpool Manchester City — Leicester Preston — Aston Villa Watford — Liverpool Blackburn — Carlisle Eins og sést á þessari upp- talningu má reikna með mörg- um skemmtilegum leikjuim. Manchester U. leikur á heima- velli gegn Stoke og Everton heimsækir Burnley. Báðir þessir leikir verða án efa . skemmtilegir og spennandi. Liverpool, Englandsmeistarar 1966, heimsækja III. deildarlið- ið Watford og Miliwall fær Tottenham i heimsókn. Báðir þessir leikir geta orðið erfiðir fyrir þessi frægu lið úr 1. deild. Sérstaklega þó fyrir Tottenham, því Miilwail er frægt orðið fyr- ir að hafa leikið 59 leiki á heima velli í röð án þess að tapa, en fyrsta tapið í rúmiega 3 ár kom laugardaginn 14. janúar si. Atihyglí margra mun beinast að leiknum milli Nuneaton og Rotherham. Leikmenn Nuneaton liðsins eru ekki nema að nokkru leyti atvinnurnenn, en liðið hef- ur átt góða leiki fyrr í keppn- inni og allt getur skeð í bikar- keppninni svo að margir reikna með sigri þessa óþekkta liðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.