Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1967. 13 Ólafur Sigurðsson skrifar um Háskólabíó Furðufuglinn KVIKMYNDIR með Nonman Wisdom koma hér með nokkuð reglulegu millibili, en hafa aldrei náð hér neinum sérstökum vin- eældum. Þetta eru gamanmyndir af þeirri tegund, sem menn fá egg og tertur í andlitið, sem á ensku nefnist' „slapstick" og þekki ég ekki íslenzkt orð, sem nær þeirri merkingu. Eiginlega er ekkert merkilegt við þessar kvikmyndir annað en Norman Wisdom. Hann er lltill náungi, fótfimur og lipur. Hann er einn af þeim leikurum, sem eru frekar persónuleikar en leikarar í venjulegum skilningi. Hann er fyndinn, en frekar fyrir það sem hann er, en það sem hann er að leika, frá einni mynd til ann arrar er hann að miklu leyti sama persónan. Hann er þarna í tnerk um hópi, því þetta sama má segja um Red Skelton, Ohaplin, Danny Kaye, Bob Hope, Dirch Passer og fleiri, Meginuppistaðan I þessari tegund af humor, er sigur yfir erfiðleikum og vandraeðum, oft- ast byggður á gæðum og óbil- andi trú á því góða, þrátt fyrir ótrúlegan klaufaskap óg ó- heppni. Ein útgáfan enn af Davíð og Golíat. Nú verður að viðurkennast að ekki nema lítill hluti þeirna kvikmynda, sem þannig eru byggðar upp, eru skemmtilegar. Venjulega misheppnast þær vegna þess, að hrúgað er upp of miklu af sniðugiheitum, til að hægt sé að meðtaka það á ein- um og hálfum tíma. Þetta er eins og með ræðumann, sem ekkert segir nema brandara. Hann heldur ekki lengi athygl- inni. í myndinni, sem hér um ræð- ir, er Norman Wisdom mjólkur- sendill, sem starfar Ihjá litlu mjólkurbúi, sem á i samkeppni við stórt mjólkurbú. Fjallar myndin um þá baráttu, þar sem beitt er öllum brögðum. Fyndn- asti kafli myndarinnar er þegar Norman Wisdom er dulbúinn sem prestur og fer á golfvöllinn, til að svna forstjóra stóra mjólk- urbúsins fram á villu síns veg- ar, frá siðferðislegu sjónarmiði. Vafalaust myndi Norman Wis- dom geta gert miklu merkari myndir en þessa, en ég er ekki viss um að það væri æskilegt. Þessi mynd er að visu mun betri en aðrar myndir hans, og verður henni bezt lýst þannig, að hún er hlýleg, góðlátleg og á köflum fyndin. Sendisveinar óskast á afgreiðslu blaðsins. Vinnutími fyrir hádegi. TÆKIFÆRISKJÓLAR TÆKIFÆRISBLÚSSUR. Atviima - Félagsskapur Miðaldra maður vanur verzlunarrekstri óskar eft_ ir atvinnu ásamt félagsskap um verzlunar- eða iðnfyrirtæki. Bókhaldsþekking og góð málakunn- átta. Tilboð, sem farið verður með sem einkamál sendist Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „8691.“ Tilkyiining Athygli innflytjenda skál hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytisins dags. 11. jaruiar 1967, sem birtist í 7. tölublaði Lög- birtingabiaðsins 1967, fer fyrsta úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1967 fyrir þeim inn- flutningskvótum, sem taldir eru í auglýsingunni, fram í febrúar 1967. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Lands- banka íslands eða Útvegsbanka íslands fyrir 10. febrúar næstkomandi. LANDSBANKI ÍSLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. Sovézkir leiðtog ar í Fóilandi Moskvu, 19. jan. (NTB) SKÝRT var frá því í Moskvu í kvöld, að þrír af leiðtogum Sovétríkjanna hafi fyrir skömmu átt leynilegar viðræður í Varsjá við pólsk yfirvöld. Tass fréttastofan segir að þeir Leonid Brezhnev, flokksforingi, Alexei Kasygin forsætisráðherra, og Nikolai Podgorny forseti, hafi dvalið I Póllandi dagana 17. og 18. jan. Ræddu þeir þar heims- málin við pólsku leiðtogana, þá Wladyslav Gomulka flokksleið- toga, Jozef Syrankiewics forsætis ráðherra og Edvard Ochab for- seta. Algjör eining ríkti á fund- unum varðandi afstöðuna til Kína, og um boðun alþjóðaráð- stefnu kommúnista, segir frétta stofan. 1 Moskvufréttuim er sagt að srvo virðist sem Kína og Vietnam hatfi verið efst á baugi í viðræð- unum, FÉLAGSLÍF KR-ingar, skiðafólk. Farið verður I Skálafell laugardag kl. 2 og 6 e.h. og sunnudaginn kl. 10 f.h. Lyftan verður í gangi, einnig verður selt öl, pylsur og heitar súpur, í skálanum. Skíðakennsla verð ur um helgina. NÝJUNG frá Niðursuöuverksmiðju Borgarfjarðar. BORGARNES Sóxað kjöt í kryddsosu (Spaghetti Meat Sauce). AÐALLEGA NOTAÐ MEÐ SPAGHETTI Heildsölubirgðir: O. Johnson & Kaaber hi NÆTURSALA Á Kópavogshálsi hefur verið opn ið verzlun, með tóbak, gos- drykki, pylsur, brauð samlokur, saelgæti — og benzín og olíur. VIÐ HÖFUM OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Nætursalan á Kópavogshálsi. Vér viljum hér með tilkynna viðskiptavinum vorum, að skrif- stofur félagsins eru fluttar í ný húsakynni að: LAUGAVEGI 103 . ' 11 • • • k Meðal nýjunga í tryggingum víijum vér benda bifreiðaeigend- um á hinar hagkvæmu bifreiða tryggingar vorar, ábyrgðar- og hvers konar kaskotryggingar. Vér viljum um leið minna á, að þeir sem ætla að flytja ábyrgð- artryggingar bifreiða sinna til vor, þurfa að tilkynna oss það fyrir lok þessa mánaðar. Brunabótafélag Islands Laucravegi 103, Sími 24425.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.