Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1967.
+———--——■—-——
| Lydia
skuRr meina þetta I alvöru. Þú
ert svo afundinn, skilurðu.
Svafstu vel?
— Já, eins og ungbarn. Ég tók
í handlegginn á henni og fór að
leiða hana áleiðis til hússins. —
Ég er alveg að drepast úr hungri.
Ég hitti hana frænku þína rétt
sem snöggvast áður en hún lagði
af stað. Yndisleg kelling! Og svo
falleg, Harvey.
— Hún var nú líka stjarna í
þöglu myndunum.
— >ú meinar það ekki?
— Jú, hérna einusinni í forn-
öld. í>ú átt víst bágt með að trúa
að nokkur frá þeim tíma sé enn
ofanjarðar.
— >ú ert enn að setja það fyr-
ir þig, að þú skulir vera tólf ár-
um eldri en ég, er það ekki, Har-
vey?
— Jú, kannski er ekki laust
við það.
Við borðuðum saman í morgun
verðarstofunni og fengum appel-
sínusafa, nýbakað brauð, pylsu
og flesk með eggjum. Ég át fjög-
ur egg og þrjár sneiðar af fleski.
Lydia þrjú egg og sex sneiðar
af fleski, tvær pylsur og fjóra
brauðsnúða. Ég át ekki nema
einn snúð.
— Ég er nú ekki alltaf svona
svöng, sagði Lydia, sér til afsök-
unar.
— Ég veit. Þú saknar svína-
feitinnar.
— Svínafeitinnar?
— Já, hún er víst smjör sunn-
lenzku stúlkunnar.
— ------------—+
Eftir
E. V. Cunningham
— ..---------------—---------+
— Ég hef andstyggð á svína-
feiti, Harvey. Og ekki nóg með
það, heldur ertu að sýna af þér
hinn og þennan fjandskap, sem
ég kann ekki við.
— Gerirðu nú ekki ofmikið úr
smávægilegri glettni?
— Réttu mér marmelaðið,
sagði hún. — í>ú ættir að hafa
vit á að gæta þess, að ég haldi
mér grannri. Ég er í kjól númer
tíu og ég er að minnsta kosti
með ekkert, sem líkizt þessari
grunsamlegu bungu á mittinu á
þér.
Frú Sokol kom inn í þessu og
fræddi Lydiu á því, að ég hefði
alltaf verið vel matlystugur. —
Harvey er enginn hégómi, sagði
hún, — hann eyðir ekki matn-
um til einskis. Sé honum gefinn
grautardiskur, þá lýkur hann úr
honum, vertu viss.
— í>að finnst mér svo dásam-
legt, sagði Lydia. — 'l>að get ég
svo vel metið hjá Harvey.
— >ú sérð, hvað hann hefur
hreinsað diskinn sinn vandlega,
sagði frú Sokol.
— Já, sannarlega. >að má sjá
það, sem minna er. Enda er hann
Harvey svo dásamlegur og gáf-
aður .....
Ég afsakaði mig og stóð upp
frá borðinu. Lydia náði 1 mig
þegar ég var kominn næstum út
að hlöðunni.
— Fyrirgerðu mér, Harvey,
sagði hún.
— >að veit ég ekki, hvort ég
geri, sagði ég. — Annaðihvort
ertu að gera gabb að mér og
kalla mig bjánann Harvey Krim,
eða þá þú hangir utan í mér. Og
það er engin aðferð til að ávinna
sér ást karlmanns.
— >að er nú ekki víst, að ég
sé neitt að reyna að ávinna mér
ást þína, Harvey.
— Einmitt. Kann að vera, að
svo sé ekki. >að er bágt að
segja.
— Æ, þú ferð svo hroðalega í
taugarnar á manni! sagði hún. —
Berðu það aldrei við að rétta
neinum höndina?
— Hún kynni að verða bitin
af manni
— Nú, einmitt það? Jæja, við
skulum ekki ræða það mál frek-
ar. Ég á ekkert heimili, enga at-
vinnu, eða aðstandendur — og
heill hópur löðurmenna er að
sitja um líf mitt. En Harvey
Krim getur ekki rétt mér hjálp-
arhönd. Skítt með það. Sýndu
mér hlöðuna þá arna.
— >að er nú bara venjuleg
hlaða.
— Vertu ekki svona fúll, Har-
vey, og sýndu mér hlöðuna. Hún
er eitthvað meira en venjuleg
hlaða. í mínum augum er hún
eftirtektarverð.
28
Ég fór svo með hana um alla
þessa eftirtektarverðu hlöðu.
Hún var orðin sæmilega gömul
— líklega meira en hundrað ára
— og hún var í tveimur hæðum
— líklega þess vegna eftirtektar-
verð. Ég sýndi henni kynbóta-
gyltuna hennar frænku, og írska
TOKYO SYNINGIN1967
%
18.apríl-7maí
Eins og aetið, er Japanir efna til stórrar alþjóðlegrar
iðn- og vörusýningar, gefast mörg tækifæri til að finna
söluvarning á samkeppnisfæru verði.
• Og það er auðvelt að komast á Tokyo sýninguna.
Frá 1. apríl mun Japan Air Lines fljúga 11 ferðir
vikuiega á milli Evrópu og Japan:
6* sinnum í viku yfir Norðurpólinn
3* sinnum í viku »Silkileiðina« um Indfand
2 sinnum í viku yfir Atlantshaíið um Bandaríkin.
Fljúgiðmed Japan AirLines og kynnizt hinni eðlilegu
japönsku kurteisi, gestrisni og hlýju um borð í öllum
stóru, nýtízku DC-8 þotum JAL.
• í tengslum við Air France, Alitalia og Lufthansa.
P.S. Vegna fyrrgreindrar sýningar er unnt að skipu-
leggja hópferðir til Japan með aðstoð venjulegra
ferðaskrifstofa. Allar nánari upplýsingar um hóp-
ferðir fáið þer hjá ferðaskrifstofu yðar.
Segið Japan Air Lines
við ferðaskrifstofu yðar.
UÁ\PJ\N JUR LINES
KMtpnamialiöfD: Imperul-Hu«et,V., T#L: (01) 11 33 00,Telex 24 94
Mikið hlýtur þú að hafa slæma samvizku í dag.
tík, sem var alveg komin á steyp
inn, og svo tvo hesta ....
— Kanntu að ríða. Harvey?
— Nei, ekki lengur. Evelyn
frænka var vön að gera það, hér
áður fyrr, en hætti því eftir að
maðurinn hennar dó. En hún átt.i
samt hestana áfram. Líklega af
einhverri viðkvæmni, býst ég
við.
— En hvernig getur hún átt
svona fallega tvo hesta án þess
að koma nokkurn tíma á bak
þeim?
— Ég get að minnsta kosti
stillt mig um það. Ég fór oft á
hestbak með pabba. En nú er ég
búinn að missa ailan smekk fyrir
því.
— Vildirðu koma út að ríða
með mér?
— Kannski einhvern tíma.
Ég sýndi henni síðan gamla
vagninn og léttivagninn, sem var
stundum notaður, þegar ég var
lítill, og við allt þetta tók hún
að gerast vingjarnlegri við mig,
og um það bil, sem við fórum út
úr hlöðunni, hékk hún á hand-
leggnum á mér og talaði um,
hvað það gæti verið indælt að
eiga heima á svona stað, og eiga
svona hesta og ala upp börn
hérna.
— Ert þú ekki á sama máli,
Harvey?
Ég sagðist ekki vita það, og
stundum fyndist mér, að betra
mundi að ala upp krakka í borg-
inni.
— >að er nú eins og hver önn-
ur vitleysa, Harvey.
— Svo að þú þykist þá hafa
einhverja skoðun á svona mál-
um? sagði ég.
— Já, á sumum málum en
ekki öðrum. En þarna er hún
frænka þín komin, Harvey.
‘Hún var að koma eftir ak-
brautinni í jeppanum sínum. Hún
átti þægilegan, fornlegan bíl, en
henni þótti miklu meira gaman
að aka í jeppanum. Ég þurfti
ekki annað en sjá hana aka, til
þess að hjartað kæmi upp í háls
á mér af hræðslu, en Evelyn
frænka lét nú ekki neina smá-
muni á sig fá. Hún stanzaði og
klifraði niður, faðmaði mig og
kyssti og sagði mér, hvað sér
þætti hún Lydia dásamleg. og
kvaðst vona, að í þetta skipti
gerði ég alvöru úr því að giftast
og það án þess að láta það allt
fara í hundana. >ar sem Lydia
stóð þarna og hlustaði, fannst
mér þessi byrjun hjá henni ekki
sérlega gáfuleg.
— Já, þú skilur, að ....
— Æ, hjálpaðu mér með þessa
böggla, Harvey, sagði frænka, —
og vertu ekki með þetta taut.
>ú veizt, að ég get ekki þolað, að
heyra fóik tauta, því að mér
finnst greinilegur framburður
vera nauðsynlegt tæki mannsins
tál að aðgreina hann frá dýrun-
um.
— Auminginn hann Harvey
fer allur hjá sér, ef minnzt er á
hjónaband við hann. Ég held, að
hann sé með einhverja voðalega
fordóma gegn því, sagði Lydia.
— Hvers vegna reynirðu ekki
að halda þér saman, einatöku
sinnum? sagði ég.
— Já, svona talar hann alRaf
við mig, sagði I^dia, dauf í
bragði. Og ég, sem vil honum
ekki nema allt það bezta. En það
eina, sem hann kærir sig um, er
þetta skrattans hálsmen, sem
hann heldur að hann verði rik-
ur á, og ....
— Gott og vel. Hafðu þá á
réttu að standa, sagði ég. — En
eigum við ekki að reyna að
koma þessum farangri í hús?
— Jú, ef þú vilt fyrst biðja af-
sökunar, sagði frænka og brosti.
— Ég biðst afsökunar.
Við bárum nú bögglana inn,
og frænka stakk upp á, að við
fengjum okkur í glas af ein-
hverju léttu — kannski bara of-
urlítið vodka í tómatsafa, og þá
gæti ég sagt henni, hvaða vit-
leysa þetta væri, sem ég væri
flæktur í.
— Við verðum fimm til kvöld-
verðar í kvöld sagði hún, — og
það er nú enginn hversdagsvið-
burður hjá mér. Ég verð að ræða
það vandlega við frú Sokol og
meðan ég er að þvi, getur þú
sýnt henni Lydiu allt húsið. >etta
er mjög merkilegt hús, góða
mín, sagði hún við Lydiu, —
eins og svo mörg þessara gömlu
húsa hér um slóðir. >að er
byggt í mörgu lagi og á ýmsum
tímum, og ekki gott að finna
mikið vit út úr því, en það er
allt fullt af skrítnum skotum og
krókum, og svo eru alltof margir
stigar, og oflágt undir loft, en
það er skemtilegt og það elzta af
því er meira en tvö hundruð ára
gamalt.
Ég fór að orðum frænku og
gekk með Lydiu um allt húsið,
sýndi henni gestaherbergin, aðal
svefnherbergið, stóru leikstof-
una hennar Hiilery og litlu leik-
stofuna, sem hafði verið ætluð
bróður mínum, þessum, sem
fórst í bílslysinu og hafði verið
fjórtán árum yhgri en ég. >ar
hafði ekki verið hreyft við nokkr
um hlut. >ar voru plastleikföng
af öllu hugsanlegu tagi, allt frá
hríðskota-skammbyssu til haf-
skipa, sem hann hafði einu sinni
leikið sér við að setja saman >if
miklum hagleik, og öll þessi leik
föng stóðu þarna óhreyfð.
— >að eru nú liðin sex ár síð-
an og ekki verið hreyft við
neinu.
— Hvers vegna? Til hvers er
■hún að geyma þetta allt saman?
— Líklega vill hún láta minna
sig á það, svaraði ég, er við geng
um niður aftur. Sagði hún, að það
yrði fimm manns til kvöldverð-
ar?
— >að minnir mig hún segðL
— >að væri gaman að vita,
hverjum hún ætlar að bjóða.
— Hvers vegna spyrðu hana
ekki að þvá?
En Evelyn frænka var að
blanda „undirbúnings-kokteil-
ana“, eða eins og hún kallaði þá
„>rjú-kokteilana“, sem vom
hálfur skammtur ai vodka og
tómatsafa, en þeir voru svo góð-
ir við þorstanum, að flestir
fengu aér þrjá þeirra. 1 þetía
sinn spurði hún, hvort ég vildi
heldur bjór, og var eitthvað fúi,
þegar ég þá það, og sagði, að ág
geati náó í Ihann sjálfur.