Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1967. - KJÖR............. Framhald af bls. 8. — Hvað voru margir félagar 1 Hlíf þegar þú varðsí formað- ur og hvað eru þeir margir nú? — Þeir eru nú um 550. Að vísu eru nokkrir þeirra ekki vinnandi. í>að eru gamlir menn eða sjúklingar, eins og gerist og gengur. Þegar ég varð fyrst for- maður voru félagar fast að þvi eins margir. Þróunin hefur nefni lega orðið þessi, að það hefur orðið stöðnun í félagatali verka mannafélaga. Það er komin til miklu meiri sérhæfni, menn flestir hverjir í einhverja fram- haldsskóla eða sérmennta sig i iðngrein. Meðalaldur manna í verkamannafélagi er því nokk- uð hár, eins í Hafnarfirði og annars staðar. — Hefur hagræðing atvinnu- veganna ekki haft eitthvað að segja? — Það er ekki neitt stórkost- legt. enn sem komið er, en senni lega gerir hún það í framtíð- inni. Vélar í frystihúsum hafa þó nú þegar leyst marga menn af hólmi, einkum fullkomnar ílökunarvélar. — Hvað er hægt að gera í Hafnarfirði nú tii atvinnuaukn- ingar? ■— Að mínum dómi er margt hægt að gera. í fyrsta lagi verð- ur að efla þau atvinnufyrirtæki sem fyrir eru. Ég mundi t.d. telja það undirstöðuatriði hjá okkur að efla bæjarútgerðina. Mörgum kann þó að virðast það sjónarmið mitt heldur hjákát- legt, þar sem útgerðin berst i bökkum fjádhagslega. En ég held því fram, að það sé ekkert meira en gengur og gerist hjá útgerðum yfirleitt. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, sem slík, hefur orðið mikil lyftistöng í bænum og á sennilega eftir að verða það um langan tíma enn. Sömuleiðis er þörf á að efla önnur fyrir- tæki, svo sem Norðurstjörnuna, en sú verksmiðja er lengi búin aS vera lokuð. Mér finnst að ríkið eigi að veita henni stuðn- ing, sérstaklega ef að því er gætt, að hér er um að ræða til- raun. Ég held, að höfuðerfiðleik ar fyrirtækisins byggist á því, að það hefur ekki möguleika á að framleiða vöru sína á því verði, sem þeir þurfa að fá fyrir hana. Þess vegna þarf ríkið að hlaupa undir bagga hjá þeim eins og öðrum, sem eru að byrja á nýjum atvinnugreinum. Við sjáum að slíkt gerir ríkisvaldið í nálægum löndum, og gæta verður að því að þarna er verið að byggja upp fyrir framtíðina — þess vegna verður að gera allt sem hægt er til þess að byrj unarörðugleikar kæfi ekki til- raunina í fæðingu. Já, höfuð atriðið í Hafnarfirði er að efla sjávarútveginn. Sinna því sem fyrir er í bænum og auka við hann. Og ég verð að segja í þessu sambandi að mér blöskrar allt þetta hjal um að íslendingar hætti að nota tog- kara til fiskveiða. Við sjáum það, ef við lesum atvinnusögu þjóð- arinnar, að það hefur hvað eftir annað komið fyrir, að fiskur hef ur ekki gengið á grunnmið og hvað þýðir þá að vera að tala um línubáta. Þá eru það togar- arnir sem gilda, þeir hafa verið lyftistöng fyrir atvinnulífið í landinú, og þeir verða það um langan tima ennþá. Það væri fávíslegt að hætta að stunda djúpfiskveiðar. Við eigum þvert á móti að fjölga togurum og fylgjast betur með þeirri þróun sem á hefur orðið við smíði þeirra. — Hafa kjör verkamanna ekki batnað til muna frá því að þú fórst fyrst að taka þátt í verkalýðsmálum? — Jú, og til batnaðai svo að um munar. Öll tryggingamái hafa færst í rétt horf og nú fá menn borgaða veikindadaga og eins bætur ef slys kemur fyrir þá á vinnustað, menn fá nú sum arleyfi og fl. og fl. Þar að auki held ég því fram, að kaup manna sé betra nú í dag, en það var þegar ég byrjaði að kynnast mái efnum verkafólks og betra en það var þegar ég tók við for- mennsku í Hlíf. Enda má segja, að slíkt sé eðlilegt, því að lífs- kröfur manna eru allt aðrar og meiri nú en 1940. Það mundi enginn gera sig ánægðan með það sem þótti gott á þeim tíma. Menn vilja meira og betra og segja má að svoleiðis eigi það líka að vera. Hitt er svo annað mál að mér finnst að hlutur verkafólks ætti að vera meiri, ef miðað er við þjóðartekjur, og það hlutfail held ég að sé ekki betra en áð- ur var. Það hafa orðið miklar framfarir og hver stétt af ann- arri hefur fengið kjör sín bæ'.t til muna. Verkamenn hafa hins vegar dregizt aftur úr í þessu kapphlaupi og það er ekki fyrr en á síðustu tveimur árum sem verkalýðsfélögunum hefur tek- izt að draga nokkuð úr því mis- rétti, sem verkamenn hafa orð- ið að búa við. Það verður náttúr lega alltaf erfitt spursmál, hvern ig á að greina á milli starfs- hópa og verður sennilega ekki leyst, fyrr en verkalýðshreyfing in sjálf sker á hnútinn. —■ Manstu ekki eftir mörgum erfiðum dögum 'hjá verkalýðn- um á formennskutíð þinni? — Jú, það geri ég að sjálf- sögðu. Það skiptasf. á skin og skúrir. En alltaf hefur létt til og sólskinsstundirnar hafa verið svo margfallt fleiri. Maður hef- ur oft verið glaður yfir því sem áunnizt hefur og það fer nú svo að slikar stundir verða manni oftar í huga. Það voru óneitanlega erfiðir dagar og hörð átök 19©9, þó að þá væri ekki aðallega deilt um kaup og kjör. Þá stóð baráttan um tilveru félagsins. 1965 stóð- um við svo í harðri baráttu ásamt mörgum öðrum verkalýðs- félögum og það verkfall sem við þá fórum í er einhvert lengsta verkfall sem við höfum staðið 1. — Telurðu það ekki neyðar- úrræði að beita verkföllum í kjarabaráttu? — Jú, það er algjört neyðar- úrræði og fer aldrei hjá því, að það verði til tjóns bæði fyrir þá er í því standa svo og þjóðfélags heildina. Hitt vil ég taka fram, að verkfallsréttur er eina vopn- ið sem verkalýðshreyfingin hef- ur í raun og veru, og það vopn má ekki af henni taka, en það verður vitanlega að beita þvi með mjög mikilli varúð. — Telurðu að ríkisvaldið eigi að hafa afskipti af kjarasamning um? — Sú þróun hefur orðið und- anfarandi ár, að ríkisvaldið hef- ur orðið virkari og virkari aðili í samningum og eins og öllu er fyrirkomið í okkar þjóðfélagi í dag, hlýtur það að verða að vera aðili í samningum, — hlut.ur þess í rekstri þjóðarbúsins er orðinn svo mikill. Ég tel afskipti ríkis- valdsins af kaupsamningum síð- ustu tvö ár hafa verið til mikilla bóta, enda tel ég það mjög vafa- samt, að sumar kaupdeilur hefðu leystst nema þeirra afskipti hefðu komið til. Efst er mér í huga svokallað júlísamkomulag 1964. — Og hvert er aðalbaráttumál ið nú? — Stytting vinnudagsins, en vinnudagur hér er alltof langur. Menn geta t.d. ekki sinnt félags- og menningarmálum, því að þeir vinna myrkrana á milli. En það er óhjákvæmilegt að tryggja mönnum það mikil laun fyrir vinnuvikuna að þeir geti lifað á þeim, og að eftir- og nætur- vinna verði takmörkuð eitthvað. — Nú hefur Hlif beitt sér fyr- ir fleiri málum, en kaup- og kjarasamningum félaganna? — Jú. Við höfum reynt að halda upp eins góðu fræðslu- starfi og við höfum getað. Við höfum haft fyrirlestra fyrir með- limi okkar undanfarin ár, og við höfum einnig gefið út blaðið Hjálm síðan á öðru ári félagsins. Fyrst var það aðeins handritað og lesið upp á fundum félagsins, síðan var það fjöiritað og prent- að síðan 1942. Þá hefur og verið haldið uppi orlofsstarfi allt frá 1941, en þá náðist samningar um viku sumarleyfi og síðar náðist hálfs mánaðar sumarfrí, og þeg- ar það var orðið veruleiki fór- um við að skipuleggja orlofs- ferðir fyrir félaga og héldum því áfram í fjölda mörg ár, en erum hættir því nú þar sem svo virðist að grundvöllur fyrir hóp- ferðalög sé ekki fyrir hendi lengur. Nú eigum við orlofshús austur í Ölfusborgum, og höfum í hyggju að reyna- að eignast annað slíkt. Á 50 ára afmæli félagsins var okkur svo gefin lóð í Hafnarfirði fyrir félagsheimili, og náðust samningar við Verkakvennafé- félag Hafnarfjarðar um að þessi lagið Framtíðin og Sjómanna- félög stæðu að byggingu þess. Því miður var ekki hægt að byrja strax á henni vegna þess að þá stóð fyrir dyrum breyting á skipulagi miðbæjarins og sið- an höfum við nú eiginlega stað- ið í styrjöld um þessar fram- kvæmdir. Það er ekki fyrr en að við eygjum möguleika núna loks ins — að verði hægt að byrja á því. — Og að lokum, Hermann? — Ég vil segja eitt að lokum. Ég gleðst yfir því sem mér finnst að hafi tekið stakkaskipt- um og það stórum, í rétta átt, Á ég þar við að verkalýðshreyf- ingin 'hefur raunverulega eytt verulega áhrifum stjórnmála- flokkanna á starf sitt. Að vísu er alrarigt að segja það, að verka lýðshreyfingin sé ópólitísk, — það er hún ekki og getur ekkl orðið. Hún hlýtur alltaf að verða að taka afstöðu til ýmissa mála sem verða metin sem pólitísk af- staða. Hinsvegar hefur mér fund izt að pólitísk átök innan verka- lýðshreyfingarinnar á undan- fömum árum hafi staðið henni fyrir þrifum en nú virðist þatta að vera að breytast og ég fagna því mjög. Horfurnar virðast því þær, að menn sameinist meira á málefnalegum og faglegum grundvelli. Af því mun svo leiða að samstaða verkalýðshreyfing- arinnar hlýtur að verða meiri í framtíðinni, en hún hefur ver- ið til þessa. — stjL landsmalafElagid vordor Fundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 24. janúar 1967, kl. 8:30. Rökræður fjögurra manna um: MÝ VIÐHOHF í LAUNHMALUM Þátttakendur eru Björgvin Sigurðsson,framkvæmdastjóri, Már Elísson, hagfræðingur, Pétur Sigurðsson, alþingis- maður og Þór Vilhjálmsson, borgardómari. Rökræðum stýrir: Sveinn Björnsson, verkfræðingur. Að því loknu verða frjálsar umræður, eftir því sem tími vinnst til. — Allt Sjálfstæðisfólk velkomið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.