Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1967. B ÚKMEIiTIR - l ISTIR B OKMEITIR - l ISTIR Í ÓKMEiTIR - l ISTIR B OKMEIiTIR — l ,•• I ISTIR - BÆKUR Framhald af bls. 15 vonandi enn skarpari yfirsýn yfir atburði sögunnar og svið hennar. JÞetta er bók um ástina, hið aevarandi viðfangsefni allra rit- höfunda, og raunar mikilvæg- asta málið í heimi, svo að ég taki mér í munn og steli orði frá andatrúarfólki. í sögu þessari fellur raunar allt í skugga ást- arinnar. Hinir miklu viðburðir heimsins, ættjarðarkenndir og inngrónustu siðferðisboð lúta þar í lægra haldi. Maðurinn sem konan var gift — og hafði að sjálfsögðu áður unnað, hverfur í þoku og verður að mannleysu, þegar til sögunnar kemur holdg- aður draumurinn um hið ókunna, elskhuginn þýzki, sem verður í senn ástmaki hennar og barn. fíann er ekki leystur af hólmi fyrr en hún veit, að undir brjósti hennar bærist nýtt líf og móður- hlutverk konunnar vaknar. Þetta er saga um eigingjarna konu — ósköp venjulega konu.( Sagan er óvenju vel gerð, inn- sýn í sálarlíf konunnar rík og sannfærandi. — En þetta er ekki nýstárleg bók að listformi. Hún sver sig í ætt við bækur, eins og þær voru bezt ritaðar á Norðurlöndum fyrir tuttugu til þrjátíu árum. Þá vil ég nefna eina þýdda j bók. Dafnis og Klói. Tungutak Friiiriks Þórðarsonar á þessari bók er furðulega snjallt. Hann ritar svo óvenjulega litfagurt og fornlegt mál — og þó svo eðlilegt á þessari bók — að H.K.L., Jón HeJgason og Ólafur Jóhann gera ekki betur, og er þá mikið sagt. Ótiúlegt að þetta skuli vera upp alinn Reykvíkingur. Snemma á þessu ári kom út og var sett á svið Dúfnaveizla Halldórs Kiljans Laxness. Frá æskuárunum hef ég verið áhuga samur lesandi Kiljans og dáð hann umfram aðra núlifandi höf unda sökum listfengi hans og mannúðarstefnu — en ég fylgi honum ekki blindandi og hef engu um það heitið að gera það til eilífðar. Síðan Hamsun leið tel ég Halldór mesta skáld Norður- landa, jafningja hans munum við ekki eignast náestu aldirnar. Ný bók, hvernig sem hún er, frá hendi Halldórs, sætir jafnan miklum tíðindum. Ekki er Halldóri það nóg, að vera flestum öðrum mönnum meiri sem ljóðskáld, smásagna- og skáldsagnahöfundur og nt- gerðasmiður. Hann þarf einnig oð vera mikill leikritahöfundur, Og það á heimsvísu. Nýjungar í listum eiga sér venjulega lengri forsögu en ýms- ir ætla. Forboða þeirra liststefna, sem síðar komast í tízku mé oft greina löngu fyrr í verkum hinna útvöldu snillinga. Svo er t.d. með fjarstæðustefnuna, sem hin síðari ár hefur orðið áhrifarikt stíl- bragð og túlunartæki hjá merk- ustu leikritahöfundum eftirstriðs áranna. Öfga og fjarstæðna hefur «ins og allir vita mjög gætt í rit- verkum H.K.L. frá upphafi ferils hans. Og þótt þetta hafi að sjálf- sögðu komið illa við þá sem tekið hafa orð hans bókstaflega og hneykslast, þætti flestum bók- menntamönnum sjónarsvipur að ef þessir skemmtilegu drættir væru burtnumdir. H.K.L. samdi fyrir mörgum áruim hið ágætasta leikrit upp ér Islandsklukkunni, þótt sá Jeikur hvíli að sjálfsögðu nokkuð i skugga skáldsögunnar. Nú, — og fullboðlegir „skemmtunarleik ir“ eru hin leikrit hans öll. Blaðamenn hér og erlendis hafa að sjálfsögðu látið sér títt wn leikritagerð Halldórs, og hann tjáir þeim hirspursiaust, að það vaki fyrir sér, að semja Jeikrit með sínu eigin lagi, sem *Wtum nái á nútímafólki — en w boðskap sinn i þessu formi twlar hann fátt. Ég er nú svo #amaldags í hugsun, að mér virðist það mestu máii skipta hvaða erindi mikill höt'undur. á við fólk sitt hverju sinni. Heldur fátæklegt virðist manni það hjá höfundi, sem af jafnmiklu hefur að taka og H.K.L., að gera fjar- stæðufyndnina um símaskrár- borðið að jafnfyrirferðarmiklu tema og hér verður, og fávita- heimspeki pressarans þætti ekki merkileg, ef annar væri að henni nauturinn en hið margfræga Nóbelsskéld. Það finnst mér í sjálfu sér vera aukaatriði, hvort höfundur eins og H.K.L. — sem með hverri nýrri bók hefur unnið sér nýja áðdáendur — tekst nokkurn tíma eða aidrei það sem hann ætlar sér með fangbrögðum við vandamál leik sviðsins. Mér virðist 'hér einfald- lega blasa við sá mannlegi breyskleiki stórra manna sem smárra, að vilja sigra sigursins ÉG hef náttúrlega séð ýmsar bækur á liðnu ári, sem ég hef haft ánægju af að lesa, en ég er nú ekki reiðubúinn til þess að telja upp margar bækur. En ég vil fyrir það fyrsta að það komi fram sem mitt álit, að ég tel að það sé töluverð gróska í okkar bókalífi. Sér í lagi tel ég ástæðu laust að halda að það sé um noikkura afturför að ræða hjá íslenzkum rithöfundum, en það hefur mikið verið talað og skrif- að um það að skáldsagan væri nú í einhverri lægð. Ég er nú hér úti á Galtarvita og í mikilli fjarlægð og þar af leiðandi berast mér bækur ekki fljótt, en ég fæ gjarnan margar bækur í einu og les þær eins vel °g ég get og reyni að bera saman við það sem skrifað hefur verið á undanförnum árum. Ég viður- kenni það ekki sem rétt, að við- leitni íslenzkra rithöfunda beri minni árangur nú en hún hefur gert. Og rökin sem ég get borið fram í því samibandi eru þau, að það er miklu meiri fjölbreytni í því, sem nú er skrifað. Það hafa komið fram á sjónarsviðið ungir menn sem gert hafa mjög virðingarverðar tilraunir. Gallar verka þeirra eru augljósir, svo augljósir að þá þarf ekki að ræða fyrir utan það, að þeir verða að gera sér það ljóst þegar þeir leggja of mikla áherzlu á predikanir, þá brotnar verkið á þeim. Þetta er þó ekki að mínu áliti aðaleinkenni íslenzks sagna- skáldskapar nú, heldur miklu fremur hitt, það jákvæða. Nú er líka talað um útgáfu ævisagna sem einhvert fargan. Ég verð að segja að það finnst mér hreint ekki. Sumar þessara bóka eru mjög góðar, eiris og t.d. bækur Guðmundar Hagalín og í þessum bókum koma fram vegna. Vissulega höfum við sam úð með þessu braski að vissa marki. Óneitanlega er allt líf og starf þessa mikla höfundar stór kostlegur og merkilegur sjón- leikur, sem okkur samtímamötm um hans er líklega ofvaxið að skýra og skilja. Að lokum. Þær bækur, sem mér eru kannski efst í huga, ætla ég ekki að nefna. Á þessu ári hafa nokkur listfengustu og merkustu ljóðskáld okkar sent frá sér ágætar bækur. Hér eiga hlut að máli höfundar, sem mér eru sérstaklega hugþekkir, sum- ir þeirra nánustu vinir mínir. En hver lítur sínum aukum á silfrið. Ég fer ekki nánar út í þá sálma að þessu sinni, þakka aðeins og sóka þeim og okkur öllum til hamingju. margar merkar heimildir, sem auka gildi sitt þegar fram líða stundir. Ég vil líka taka það fram, að mér finnst bókmenntagagnrýni á íslandi mjög neikvæð ekki hvað sízt þegar fjallað er um skáldsögur innlendra höfunda. Það væri mjög auðvelt fyrir okk- ur rithöfundana að rífa þessa gagnrýni niður, eiginlega of auð velt til þess að nokkur rithöf- undur leggi sig í það. Gagnrýni þessi er óréttlát og kemur hvað harðast niður á ungu rit'höfund unum, því að hinir eldri láta hana engan veginn á sig bíta. Bókagagnrýnin áður fyrr var miklu skaplegri og í meira jafn- vægi. Ég er ekki búinn að gera það almennilega upp við mig sem kom út núna fyrir jólin og reynd ar ekki búinn að lesa það nærri því allt. Mér þykir ákaflega vænt um hinn nýja bókaflokk sem Al- menna bókafélagið er nú að byrja með. Þar eru nú út komn- ar tvær bækur: Líf og dauði Sigurðar Nordals og Kristrún í Hamravík eftir Guðmund Haga- lin og þó að sú síðartalda sé ekki ný á nálinni mundi ég telja hana beztu íslenzku skáldsöguna sem út hefur komið á árinu, enda er þarna um meistarastykki að ræða. Nokkrir ungir höfundar hafa gefið út bækur á árinu og gildir það um þær sem ég sagði áðan um tilraunaskáldskap. Þá er skáldsaga Guðmundar Daniels- sonar ókaflega virðingarverð, og Guðmundur er trúr verkamaður í víngarði íslenzku skáldsögunnar, sá trúasti um árabil og hann hefur ekki látið sér bregða við smámuni. Nýju söguna hans Kristmanns hef ég ekki lesið, og því get ég ekki um hana dæmt, en Kristmann er alltaf góður verkmaður og kann vel til verka. Ég hef ekki lesið allar ljóða- bækur er út komu á árinu, en með einni undantekningu hef ég lítið nýtt séð koma fram í þeim bókum sem ég hef lesið. Ég hef alltaf haft mikið álit á Hannesi Sigfússyni sem Ijóðskáldi og hef enriþá mikla trú á honum, þó að mér finnist að hann sé á rangri leið þegar hann gerir kenninguna að aðalatriði hjá sér. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Bók Snorra Hjartarssonar er ég ekki búinn að lesa, en ég tel víst að hún sé athyglisverð eins og það sem áður hefur kom ið frá þeim höfundi. Ég minntist áðan á eina undan tekningu þegar ég talaði um að það virtist vera nokkur stöðn- un í ljóðagerð. Þessi undantekn- ing er bók Matthíasar Johannes sen, Fagur er dalur, en sú bók var mér mjög kærkomin. Ég var viss um, þegar ég fékk þá bók, að lestur hennar mundi bjóða upp á skemmtun og bók- menntalega uppörvun eins og það sem áður hefur frá þeim höfundi komið. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þarna er um að ræða einhverja merkilegustu bók á sviði ljóðagerðar sem ég hef lengj séð. Þarna er farin ný leið og fundinn nýr tónn. Og þó að maður geti ef til vill ekki sagt að maður muni ljóðin eins Spurningunni ætti að vera auðvelt að svara, ég las ekki svo mikið. Fyrsta og jafnframt kærkomn- asta bókin, sem mér barst í hendur var bók vinar míns, Þorsteins Jósepssonar, Landið mitt. Stórfróðleg og skemmtileg í senn. En kannski er hún galla- gripur eins og aðrar bækur; ekki hef ég þó orð neins fyrir því, að svo sé, nema þess manns, sem ég veit ekki til að fari með staðlausa stafi, Þorsteins Jósefs- sonar! — Síðara bindi endur- minninga Sveins Víkings las ég með óblandinni ánægju. „Sá heiti blær, sem til hjartans nær“, andar frá hverri blaðsíðu þess- arar góðu bókar. — Þá las ég sagnaþætti Magnúsar á Syðra- Hóli, eins listfengnasta sagna- þuls þessa lands. Kannski er það vegna að ég er Húnvetningur að mér eru bækur hans einna kær- astar allra bóka. Þá setti hin firnaskemmtilega bók Örlygs, Þættir og drættir, heimili mitt á annan endann. Örlygur er mikill furðufugl, enda Húnvetningur í aðra ætt, svo ekiki er von á góðu. Sigurður skólameistari sagði einhverju sinni að hann kviði því ávallt, þegar nýsvein- ar úr Húnaþingi kæmu í skól- ann, vissi sem var, að brugðið gat til beggja vona um mann- kosti þeirra og eðlisfar. Gaman hefði verið að vita, hvernig pilt- ar af manngerð Örlygs hefði orð- ið honum viðfangs! Eina ljóða- bók las ég um jólin og mér til raunar — því miður. Það var Síðustu ljóð Davíðs. Að vísu eru í bókinni mörg góð kvæði, nokk- ur mjög góð, og fyllilega sam- boðin þessu óumdeilanlega ást- sælasta skáldi þjóðarinnar á þessari öld. En þau eru of fá miðað við þanri mikl'a fjölda kvæða og 'kvæðisbrota, sem tínd eru til. Það þarf engum að segja, að öll þessi kvæði séu ort eftir útkomú „,í dögun“. Nei, þetta er misjafnlega verðmætur Ég verð nú að taka því fram í upphafi að ég hef lesið fremur lítið a fbókum þeim er komu út núna í haust og fyrir jólin. Ég hef þó lesið bækur frá þremur forlögúm að minnsta kosti. Ég fékk ákaflega skemmtilega bók um vefnað og las mér margt til gamans í henni og það vakti ennfremur athygli mína hversu bókiií var vel frá gengin. Ég las V bindi Merkra fslendinga og þótti sú bók með ágætum góð og ennfremur get ég nefnt bók- ina Geir biskup góði sem er sér- stæð og skemmtileg bók. Bók Gísla Jónssonar Frá foreldrum mínum, las ég ennfremur. Sér- staklega fyrri hluti þeirrar bók- ar er þægilegur aflestrar og bað og gömlu ljóðin sem maðuí kunni eftir einn eða tvo yfir- lestra, þá syngja þessi ljóð I manni og gefa einhvera vissan andlegan hugblæ. Sérstaklega var sá kafli bókarinnar er nefnist „Sálmar á atómöld“, mér hugstæður. — Mattíhias getur ekki talizt frarXi* stefnumaður og ekki sækir hana heldur aftur í tímann. Hann er alltaf hann sjálfur, og það a» mikill kostur. samtíningur, sem safnazt hefur saman hjá skáldinu gegnum á»* in og það sniðgengið við útgáfu bóka sinna. Eftir lestur bókar- innar fór ég að skyggnast eftir, hver hefði séð um útgáfu henn- ar. Það virtist enginn hafa gert, og er þó dæmalaust með öllu, þegar um útgáfu á verkum látins manns er að ræða. Svo virðist sem einhver hafi bara tekið sér fyrir hendur að rusla saman eftirlátnum handritum skálds- ins og fleygt þeim af hendi inn í prentsmiðjuna. Slík vinnu- brögð eru stórvítaverð. Sé svo, sem ég er elcki í minnsta vafa um, að í bókinni sé jafnvel urm- ull kvæða, sem Davíð hefur ekki viljað birta í fyrri bókum sín- um, er vilji og réttur látins manns heríilega brotinn með birtingu þeirra. Viti Davíð i þennan heim, er ég hræddur um hann hafi bölvað hressilega, þegar hann varð þess vís, að í bók, sem hafði að geyma svana- söng hans og helguð var minn- ingu hans, var birt kvæði eins og Brúðarnctt, svo að eitt kvæði sé nefnt sem dæmi. En nóg um það. er reyndar alltaf gaman að lesa um þessa gömlu daga. Bók Guð- únar frá Lundi er ég reyndar ekki búinn að lesa, en ég hef alltaf lesið bækur hennar frá því að hún á sínum tíma gaf út ákaflega merkilega bók, Dalalíf. Þó að bækur hennar séu ekki alltaf jafngóðar er lífshlaup hennar sem skáldkonu merki- legt, þar sem hún byrjar að skrifa um sextugt eftir erfitt dagsverk. Skáldáhuginn er ber- sýnilega mikill og frásagnargáf- an framúrskarandi. Um jólin las ég svo litla bók sem hét „Hugsað heim um nótt,“ og er eftir Guðmund Halldórs- son. Ég hafði gaman af því að Framhald á bls. 24.. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson rithöfundur: Viðleítnin ber ekki minni árangur nú en éður Guðmundur Frímann skáld: Ekki nogu vandað til út- gáfu á Ijóðum Davíðs Krisfmann Guðmundsson rythöfundisr: Hef lesið nokkrar athyglisverðar ksekur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.