Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 1967, HEIMA OC 2223 MAN Undanfarna mánuði hefur Davíð Ólafsson setið nokkra fundi al'þjóðlegra samvinnu- nefnda um fiskveiðimál og leituðum við frétta hjá hon- um af þeim vettvangi. — Þá er fyrst aS nefna ráð- stefnuna um reglur um fisk- veiðar á úthafinu, sagði fiski- málastjóri. Hún kom síðast saman í London í okt. sl. Ef rekja ætti sögulegan aðdrag- anda málsins, þá er upphaf- ið samningur frá 1882, en í honum voru einnig ákvæði um 3 mílna landhelgi." Við, eða Danir fyrir okkar hönd, urðum aðilar þess samnings árið 1901, en við sögðum hon- um upp árið 1949. Árið 1963 höfðu Bretar sagt samningn- um upp og boðuðu til fundar um nýjan samning og voru þá hajdnir þrír fundir um fisk veiðiréttiridi. Árangurinn varð nýr samningur, tólf mílna samningur, ef svo mætti segja, en hann fól í sér hefðbundinn veiðirétt innan tólf mílnanna. Var hann undirritaður af öll- um viðkomandi þjóðum að undanskildum Norðmönnum, fslendingum og Dönum — þ.e.a.s. hvað Grænland og Færeyjar varðaði. v T ar akveðið að sömu þjóðir reyndu einnig að ná samkomu lagi Um nýján samning um veiðar á hafinu. f því skyni hafa verið haldnir nokkrir fúndir tvö undanfarin ár. Til fundanna var boðið öllum þjóðum, sem stunda veiðar á Norður-Atlantshafi að Banda- ríkjunum og Kanada með- töldum. Samtals voru þetta 17 þjóðir — og þennan síð- asta fund sátu af okkar hálfu Niels P. Sigurðsson, deildar- stjóri í utanríkisráðuneytinu, sem var formaður nefndar- innar, Pétur Sigurðsson, for- stöðumaður landhelgisgæzl- unnar — og ég. Ekki hefur náðzt endan- legt samkomulag um reglur um hegðun á miðunum, merk ingu veiðarfæra og merkja- gjafir o.fl. Þó má geta þess, að samkomlulag er um not- kun blikkandi ljósa á hring- nótarskipum þegar þau eru með nót í sjó. Sú tillaga var borin fram á vettvangi Al- þjóða siglingamálastofnunar- innar, en þar er Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunar- stjóri, fulltrúi Íslands. Deilt er um það hvort ýms- ar reglur skuli gilda bæði innan og utan fiskveiðiland- helgi, eða einungis utan hennar. Við teljum, að hvert land eigi sjálft að setja sínar reglur innan fiskveiðiland- helginnar — þ.e.a.s. reglur, sem varða fiskveiðar. 1 vor verður fundum haldið áfram og er það von manna, að þá dragi til úrslita. Verður reynt að komast að samkomu lagi um samhljóða reglur fyrir allt Norður-Atlantshaf, sagði fiskimálastjóri. c kJ íðan er það Norð-austur- Atlantshafs fiskveiðinófndin, hélt fiskimálastjóri áfram. Þetta er alþjóðanefnd, sem sett var á fót á gundvelli samnings frá 1959. Aðilar hans eru allar þjóðir við aust- anvert Norður Atlantshaf og nær samningssvæðið allt frá Austur-Grænlandi til Berents hafs og suður til Gibraltar. Reynslan fyrir stríð sýndi þegar, að vissum fiskistofnum væri hætta búin, ef ekki yrði farið að með gát. Bretar áttu frurnkvæði að því að boða til alþjóðafundar um málið — á meðan stríðið enn stóð yfir. Af okkar hálfu sóttu þann fund þeir Stefáh Jóh. Stefánsson, Loftur Bjarnason og Árni Friðriksson. Upp úr þeim fundi var svo- nefndur „Ofveiðisamningur“ gerður 1946. íslendingar stað- festu samninginn árið 1954 og með þeim fyrirvara, að hann næði ekki til landhelgismál- anna. Kom hann síðan til framkvæmda á því ári. í þess um samningi voru einungis ákvæði um möskvastærð og lágmarksstærð á fiski til löndunar. Árið 1959 var svo gerður nýr samningur á grund velli hins fyrri og var sá á breiðari grundvelli. Þar voru ákvæði, sem gerðu ráð fyrir möguleikum á lokun ákveð- inna veiðisvæða um ákveðinn tíma — og yfirleitt hvers konar möguleikum, sem tald- ir eru vænlegir til verndunar fiskistofnum — en allar að- gerðir skyldu byggðar á vís- indalegum grundvelli, sagði fiskimálastjóri. F ljótlega eftir að samning- urinn kom til framkvæmda — nánar tiltekið árið 1963 — varð Ijóst, að óhjákvæmilegt yrði að koma á alþjóðlegu eftirliti með framkvæmi hans. Slíkt eftirlit er venju- lega í höndum landhelgis- gæzlu eða flotayfirvalda í hverju landi. En ástæðan til þess, að talin var þörf á al- þjóðlegu eftirliti var nauðsyn in á samræmdum reglum við framkvæmd e ftirlitsins alls staðar. Yrði þar með eytt hugsanlegri tortryggni milli fiskimanna hinna ýmsu landa, sem veiðar stunda á sömu slóðum. stakrar nefndar og áttu öll ríkin fulltrúa í henni. Var ég kjörinn formaður hennar ár- ið 1964, sagði Davíð Ólafsson. Vann nefndin í tvö ár og skil- aði áliti í maí sl. ár. Undir- nefndin var þá lögð niður og aðalnefndin tók við störfum hennar — en á þeim fundi var ég kjörinn forseti aðalnefnd- arinnar. Hefur hún aðsetur í London og hefur á að skipa föstu starfsliði. Kemur hún saman einu sinni á ári, en ný- lega héldum við samt auka- fund til þess að fjalla um al- þjóðlega eftirlitið. Fulltrúar fslands þar voru Níels P. Sig- urðsson, deildarstjóri og Pét- ur Sigurðsson forstöðumaður landhelgisgæzlunnar. Sjálfur get ég ekki 'lengur setið fund- ina fyrir hönd íslands vegna þeirrar stöðu, sem mér var falið að gegna í nefndinni. Um það eru ákvæði í reglum nefndarinnar. N 11 efndin byggir allar ákvarð anir sínar á vísindalegum grundvelli og er allt rann- sóknarstarf unnið á vegum Alþjóða hafrannsóknarráðs- ins. Vonast ég til að störf okkar leiði til niðurstöðu á næsta fundi nefndarinnar. Er það yfirlýstur vilji allra aðila að koma á aiþjóðlegu eftirliti í formi samvinnu gæzluaðila í ýmsum löndum. Það er þeg- ar komið á að takmörkuðu leyti. Nefndin hefur sam- þykkt, að eftirlit megi fara fram á erlendum skipum inn- an fiskveiðitakmarka land- anna, þ.e. þegar skip koma til hafna. Á þetta við um eftirlit með, að ákvæðum úm möskva stærð sé fylgt. Stefnt er að því, að þetta eftirlit nái einn- ig til skipa á úthafinu. Er það Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri. yfirlýstur vllji allra aðila, að slíkt eftirlit komist á — og er af mörgum talin forsenda þess, að raunhæft gildi verði af samningi þessum, einkum með tilliti til annarra verk- efna, sem samningurinn gerir ráð fyrir. E n menn greinir á um ýmis framkvæmdaatriði, t.d. hvern ig skuli mæla möskvastærð, eftirlit með fiskveiðum verk- smiðjuskipa o.fl. Um ýmis slík atriði varð ekki samkomu lag á síðasta fundi og verður málið tekið fyrir aftur í vor. Vona ég, að þá takist sam- komulag um eftirlitið, jafnvel þótt það verði ekki í full- komnu formi fyrst í stað. Þetta er ekkert endanlegt markmið, því verkefnin eru mörg, sem bíða — og stöðugt bætast ný við. En mjög mikil- vægt er hins vegar að sam- komulag náist um eftirlitið, því það mundi skapa gott andrúmsloft, leggja grund- völl að stærri framkvæmdum. Við Islendingar höfum mik- inn áhuga á slíku eftirliti, landhelgisgæzlan hefur lýst sig reiðubúna til þess að taka þátt í því á öllu svæðinu um- 'hverfis fsland — og vona ég að þetta nái nú loks fram að ganga, sagði fiskimálastjóri að lokum. Var málinu vísað til sér- J ÞORRAMATUR í NAUSTINU FYRIR réttuim tíu árum heilsaði veitingahúsið Naust þorranum með því að hafa á matseðli sín- «tm hvers kyns kræsingar af ís- fcnzkum mat, sem öldum saman bafa heyrt til þessa vetrarmán- ttðar. Þessi ráðstöfun mæltist vel fjrrir frá byrjun, og hefur þaðan i frá verið fastur liður í starf- semi Naustsins, enda átt síaukn ■m vinsældum að fagna. Naustið bauð blaðamönnum I matarveizlu mikla s.l. miðviku- Kjarnorkusprengja Washington, 19. jan. (AP). Bandarískir vísinadmenn sprengdu í dag fyrstu kjarn- orkusprengjuna á þessu ári neðanjarðar á tilraunasvæð- inu í Nevada. Var sprengi- orkan að þessu sinni samsvar- andi 20.000 til 2000.000 tonn- um af TNT spre ' dag í tilefni af innreið Þorra. Þar ávarpaði Geir Zoega yngri, framkvæmdastjóri veitingahúss- ins, blaðamenn og bað þá njóta veitinganna. Hann gat þess að langflestir þessara þjóðlegu réttu væru tilreiddir í eldíhúsi veitingahússins, svo sem súr- rneti allt. Vart verður annað sagt en blaðamenn hafi gert kræsingun- um góð skil, enda þótt útilokað væri að torga öllu því sem fram var borið. Meðal kræsinganna sem á boðstólum voru má nefna svið með rófustöppu, og súr- meti hvers konar, svo sem sels- hreyfar, slátur, hrútspungar, — bringukollar, sviðasulta, og ó- gleymdu íslenzka brennivíninu, svo eitthvað sé nefnt, af hinum fjölbreyttu krásum. Alla gerð þorramatsins hefur Ib Wessmann, yfirmatsveinn annazt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.