Morgunblaðið - 04.02.1967, Page 1
28 SÍÐUR
Mynd þessl var tekin við útför geimfarans Roger Chaffee. Geimfarinn Eugene Cernan reynir að
hugga fimm ára gamlan son Chaffees. Sitjandi frá vinstri eru ekkja Schaffees, systir hans átta
ára gömul, foreldrar geimfarans og Johnson Bandaríkjaforseti.
100.000 verkamenn
lögðu niður vinnu
— en Ryan var hengdur í Melbourne
Melboume, 3. febr. NTB.
MEIRA en hundrað þúsund
verkamenn í Melbourne lögðu
niður vinnu í tvær mínútur,
þegar hinn dauðadæmdi, Ron-
ald Ryan, var hengdur í Pent-
ridge fangelsinu á föstudags-
morgun (að staðartima). Telja
margir líklegt, að þetta verði
síðasta sinn, sem maður er
hengdur í Ástralíu.
Ryan þessi var dæmdur til
dauða fyrir að hafa myrt fanga
vörð, er hann reyndi að sleppa
úr fangelsi í desember 1965. Tví-
vegis hefur verið frestað að
fullnægja dóminum. Bæði vegna
öflugra mótmæla gegn henging-
unni í Victoria ríki og vegna
þess, að verjendur hans höfðu
sagt ýmislegt nýtt hafa komið
fram í máli hans.
Til óeirða kom úti fyrir'Pent-
ridge fangelsinu i gærkveldi og
voru 97 manns handteknir. Sið-
ustu mínúturnar áður en Ryan
var hengdur krupu um 1200
manns á kné í bæn úti fyrir
fangelsinu, en þegar tilkynnt var,
að aftakan hefði farið fram hélt
fólkið á brott.
Pakistan mótmæfiir
Karachi Pekistan. 3. febr.
NTB.
STJÖRN Pakistans hefur sent
indversku stjórninni harðorð
mótmæli vegna þess atburðar,
er flúgvél frá Pakistan var skot-
in niður yfir indversku landi.
Segir stjórnin í Karachi að vél-
in, eins hreyfils Cessna hafi ver-
ið frá flugmannaklúbbi í I.ahore
og greinilega merkt sem slík.
Ilafi verið algerlega ástæðulaust
að skjóta vélina niður, — enda
hafi flugmaðurinn ekkert getað
gert sér til varnar, þar sem hann
hafi verið vopnlaus.
f orSsendingu Pakistan stjóm
ar segir, að ljóst sé að flugvélin
hafi farið yfir indverskt land af
Loftbrú á milli Peking og Moskvu
misgáningi og er farið fram á,
að stjórnir Pakistans og Ind-
lands skipi sameiginlega rann-
sóknarnefnd til þess að ganga
Mao kemur fyrst fram opinberlega á 10 vikum
Samband Sovétmanna og Kinverja hangir nú á b/ójbræð/
K.ÍNVERSKA sendiráðið í
Moskvu sakaði í dag sovézka
Jögreglumenn um að hafa
barið 30 starfsmenn sendi-
ráðsins í átökum, sem urðu
fyrir framan það, er sovézkir
lögreglumenn rifu niður and
sovézkar ljósmyndir, sem
Kínverjarnir höfðu stillt upp
fyrir utan sendiráðið. Sýndu
myndir þessar kínversku stú
dentana, sem harðast urðu
úti í átökunum við sovézka
lögreglumenn við grafhýsi
Stalíns á Rauða torginu í
fyrri viku. Sagði kínverska
sendiráðið að 100 Iögreglu-
menn hefðu komið til að
taka myndirnar niður og ef
Kínverjarnir reyndu að
hindra þá í því, hefðu lög-
reglumennirnir ráðizt á þá.
Stjórnmálafréttaritarar í
Moskvu segja nú að svo virð
ist, sem stjórnmálaslit land-
anna séu yfirvofandi.
Sovézka utanrikisráðuneytið
hefur vísað ásökunum Kínverj-
anna á bug og sagt þær ómerki-
lega lýgi, uppspuna og hreina
ögrun frá upphafi til enda. Ut-
anríkisráðuneytið hafði fyrr um
daginn beðið Kínverjana um að
fjarlægja myndirnar, en þeir
sinntu því engu og sögðu að
myndirnar sýndu aðeins sann-
leikann.
Sovézka fréttasfrofan Tass sagði
Yfirlýsingar Hanoistjórnar ræddar
Saigon, Waghington, Bangkok
og London, AP-NTB.
SÍÐUSTU yfirlýsingar N-Viet-
nammanna um hugsanlegar leiðir
til friðarviðræðna eru nú mjög
tii athugunar meðal vestrænna
stjórnmálamanna. Yfirlýsingar
þessar stinga mjög i stúf við
fyrri yfirlýsingar stjórnarinnar í
Hanoi um að Bandaríkjamenn
yrðu að hætta öllum hernaðarað-
gerðum og vera á brott með allt
sitt herlið úr Vletnam, áður en
friðarumræður gætu hafizt. Þá
eru menn á Vesturlöndum mjög
í vafa enn, um hver hin raun-
verulega stefnubreyting N-
Vietnammanna sé.
Háttsettur embættismaður
Honoistjórnar sagði i dag á
fundi með fréttamönnum i Phan
om Pen.h, höfuðborg Kambódiu,
að ef Bandaríkiamenn hættu loft
árásum og öðrum hernaðarað-
gerðum gegn N-Vietanm gæti
stjórn hans failizt á viðræður
við Bandaríkjamenn.
Bandarískar hersveitir hófu í
dag á nýjan leik hernaðaraðgerð
ir á yfirráðasvæði Viet Cong fyr
ir norðan Saigon. í síðasta mán-
uði gereyddu Bandarikjamenn
Járnþríhyrningnum svonefnda.
Talsmaður bandarísku herstjórn-
arinnar sagði að bandarísku her-
mennirnir væru fyrstu menn,
sem stigu fæti inn í hið þétta
og torfæra skóglendi 45 km. frá
höfuðborg S-Vietnam. Banda-
rikjamenn álíta að í þessum
skógi séu aðalbækistöðvar skæru
liða, bæði hernaðar- og stjórn-
málalegar, sem stjórni öllum að-
gerðum í S-Vietnam. Banda-
rískar risaflugvélar af gerðinni
B-52 vörpuðu í dag sprengjum á
betta svæði. Hefur verið ákveð-
ið að flugvélarnar fari þrjár slík
ar árásarferðir.
Aðrar bandarískar sprengju-
flugvélar vörpuðu sprengjum
á ýmsar samgönguleiðir í N-
Vietnam í dag, þrátt fyrir mjög
erfið veðurskilyrði. M.a. eyði-
lögðu þær 6 brýr og eina ratsjár-
stöð fyrir vestan Thanlh Hoa.
Stjórnin í S-Vietanm lét í dag
lausa 30 norður-vitnamíska fanga
í tilefni áramótalhátíðalhaldanna
og vopnahlésins í kringum þau,
sem hefst 8. febrúar n.k. Var
föngunum sleppt skammt suður
af hlutlausa svæðinu milli N- og
S-Vietnam. Tveir fanganna kusu
að verða kyrrir í S-Vietnam.
Útvarpsstöðin í Hanoi sagði um
þennan atburð, að hann væri
hlægileg leiksýning.
Tilkynnt var í Bangkok í dag,
að um 30000 Thailendingar heifðu
boðizt til að fara sem siálfboða-
liðar til S-Vietnam. Munu um
2300 þeirra verða sérbjálfaðir
áður en þeir fara til Vietnam.
1 dag, að mótmælaaðgerðirnar
fyrir framan sovézka sendiráðið
í Moskvu væru nú orðnar brjál-
æðiskenndar og að aldrei hefði
Sovétríkjunum verið sýndur
jafn skefjalaus fjandskapur í
Framhald á bls. 2
úr skugga um þetta mál. Stjórn
Pakistans áskilur sé rétt til að
krefjast bófra fyrir flugmanninn,
sem að sögn indverskra yfir-
valda beið bana, er vélin var
skotin niður.
Fimmburafæöing í
smáþorpi í Mexico
— Eitt barnib fæddist andvana
Mexico City, 3. febr.
NTB—AP.
Dagblaðið „Excelsior** f
Mexico City, segir frá því í
dag, að Maria Flores de Ortiz,
26 ára og þriggja barna móðir
hafi fætt fimmbura sl. mið-
vikudag, — fimm stúlkur en
ein þeirra fæddist andvana.
Börnin fæddust í litlum
kofa. með tveimur herbergj-
um og moldargólfi, í þorpinu
Chavarria, skammt frá hin-
í pm kunnu Cacahumilpa hell-
um, sem fjöldi ferðamanna
heimsækir árlega. í þorpinu
er enginn simi, ekkert raf-
magn og lifnaðarhættir að
öðru leyti afar frumstæðir.
Faðirinn, Pablo Ortiz, er
þrítugur bóndi. Þau hjón áttu
þrjá syni fyrir.
Móðirin og börnin voru
flutt til Mexico City á siúkra
hús, en að sögn blaðsins er
ekki unnt að segia um bað
ennþá, hvort börnin fjögur
lifa. Barnið, sem fæddist and-
vana, hafði verið látið í tvo
sólarhringa, að sögn lækna.
★
Þetta eru aðrir fimmbur-
arnir sem fæðast í vikunni.
Á fimmtudag fæddust fimm-
burar í Brooklyn í New
York og einnig einn þeirra
fæddist andvana, — en börnin
fjögur, sem eftir lifðu, eru
nú öll við góða heilsu og bú-
izt við, að þau muni lifa.
Börnin hafa þegar verið
skírð, telpurnar þrjár heita
Lisa, Lianna og Lalitha en
drengurinn Lionel. Móður-
inni, h.iúkrunarkonunni Hild-
erane Harris, sem er 31 árs
blökkukona vegna vel. Henni
hafði verið gefið nýtt frjó-
semilyf í fjóra mánuði, áður
en hún varð barnshafandi,
þar eð hón hafði ekki getað
eienast hqrn í fimm ára
h’ónabandi. Mun þess all-
mörg dæmi. að lyf þetta leiði
til fleirhurafæðinga.