Morgunblaðið - 04.02.1967, Page 12
12
MOKGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1967.
Þoirsteinn Jósepsson
blaðamaður - IMinning
í DAG er gerð frá Dómkirkj-
unni útför Þorsteins Jósepsson-
ar blaðamanns. Hann andaðist
að kvöldi 29. janúar sl. í Lands-
spítalanum, eftir ianga og erfiða
sjúkdómslegu.
Með Þorsteini er genginn til
moldar einn af listfengustu blaða
mönnum landsins, margfróður rit
höfundur og mikilvirkur bóka-
safnari. Hann féll frá um aldur
fram, enn ekki fullra sextíu ára.
í hinum fámenna hópi íslenzkra
blaðamanna mun sæti hans reyn-
ast vandfyllt og raunar á miklu
víðari vettvangi, vegna þess hve
óvenju fjölþættum hæfil^kum
hann var gæddur.
Þorsteinn Jósepsson fæddist 18.
júlí 1907 á Signýjarstöðum í Borg
arfirði, sonur hjónanna Jóseps G.
Eiiesersonar bónda þar og Ást-
ríðar Þorsteinsdóttur, bónda á
Húsafelli Jakobssonar. Æskuár-
in dvaldist Þorsteinn í föðurhús-
um, en hleypti heimdraganum
skömmu eftir tvítugsaldur, fyrst
hingað suður til Reykjavíkur og
og síðan utan. Ferðaðist hann
víða um Evrópu á næstu árum,
kynntist mönnum og málefnum
og eignaðist fjölda vina; er hann
hélt jafnan tryggð við síðan. —
Lengstar viðstöður gerði hann á
þessum árum í Þýzkalandi og
Svisslandi. Frá ferðum sínum og
ævintýrum þar sagði hann m.a. í
bókinni „Ævintýri förusveins",
scm varð uppáhald ungra manna,
þegar bún kom út. Þessi ár munu
hafa orðið Þorsteini furðu lær-
dómsrík. Þau voru sá skóli, sem
hann naut æ síðan, og hefi ég
fáa sjálfmenntaða menn hitt
gagnmenntaðri en hann. Sannað
ist þar hið fornkveðna að veldur
hver á heldur.
Allt frá unglingsárunum í
sveitum Borgarfjarðar mun hug-
ur Þorsteins hafa staðið til rit-
starfa og bókiðju. í blaða-
mennskunni fann hann starf, sem
honum var að skapi og veitti hon
um jafnframt tóm og tækifæri til
annarra ritstarfa og þeirrar end
urnýjunar andans sem í ferða-
lögum, innan lands og utan, felst.
Réðst Þorsteinn blaðamaður að
Vísi árið 3939, liðlega þrítugur
að aldri, og starfaði þar óslitið
síðan til æviloka. Árið 1947
kvæntist hann Jósefínu Gísladótt
ur og varð þeim einnar dóttur
auðið, er heitin var Ástríður í
höfuð ömmu sinni. Frú Jósefína
andaðist árið 1962. Síðari kona
Þorsteins var Edith Wischatta
frá Innsbrúck í Austurríki. —
Höfðu þau aðeins verið í hjóna-
bandi í rúm tvö ár, er Þorsteinn
lézt.
Þegar Þorsteins Jósepssonar er
minnzt, kemur fyrst í hugann
starf hans að blaðamennsku. Þar
íór hann jafnan á kostum. Auk
ágætrar þekkingar á íslenzkri
tungu leyndi sér ekki í greinum
hans og viðtölum, að þar hélt i
penna maður, sem kunni skýr
skil á samtíð jafnt sem sögu og
hafði leyndardóm hinnar lifandi
frásagnar á valdi sínu. Gilti einu
hvaða verkefni Þorsteinn tók
þar að sér, að jafnan var um þau
fjallað af því yfiriætisleysi, sem
honum var eiginlegt. í erli og þys
dagblaðsins hélt hann öllum átt-
um óbrengluðum, og dómgreind
hans var siík í staríi, þar sem oft
þarf að rita um viðkvæm mál. að
ekki gleyrnist. Er mér sjálfum í
fersku nunni, hve drjúgur og-
hugheili liðsmaður Þorsteiim
reyndist öli þau ar, sem við
voruin samstarfsmenn á sviði
blaðamennskunnar, og hve rikan
þátt hann átti í ritsoórn og eíl-
ingu Vísis, allt frá því kynni okk,-
ar þar h 'fust. í íámennu þjóð-
félagi, sem liinu ís'enzka, eru
áhrif blaðanna einatt meiri en í
hinum fjölmennari, þar sem
fleira tekur hugann fanginn. Á
blaðamanninum hvílir þar því
meiri ábyrgð en margur gerir sér
í fljótu bragði ljóst. Það duldist
Þorsteini Jósepssyni hinsvegar
aldrei þann aldarfjórðung, er
hann vann að því starfL
Þótt blaðamennskan væri að-
alstarf Þorsteins og dagsverkin
þar oft ómæld, átti hann ýmis
þau önnur hugðarefni, sem raun
ar mundu hvert og eitt nægja til
þess að halda nafni hans á lofti.
Þegar hann kom heim eftir ferða
lög sín erlendis, gaf hann út tvær
ferðabækur frá Þýzkalandi og
Svisslandi, sem báðum var ágæt-
lega tekið af lesendum. Áður var
minnzt á „Ævintýri förusveins",
sem út kom árið 1934, en síðari
bókina nefndi hann „Undir suð-
rænni sól“, og kom hún út 1937.
Fyrsta bók hans var raunar smá
sögusafnið „Tindar“, sem út kom
árið 1934, og annað smásagna-
safn, „Týrur“, kom frá hans
hendi 1946. Það sama ár gaf hann
út bókina „I djörfum leik“, sem
fjallaði um íþróttasigra og íþrótta
garpa. Ritaði Þorsteinn þar um
eigin áhugamál, því að fyrr á
árum var hann knár íþróttamað-
ur og keppnismaður. Síðasta bók
in, sem hann ritaði var hið ýtar-
lega og veigamikla staðfræðirit
„Landið þitt“, sem út kom nú
fyrir jólin. Sú bók var frumverk
hér á landi, frásögn af höfuðból-
um og merkisstöðum allt frá
landnámsöld til þessa dags. í
þeirri bók kom glöggt í ljós, hve
vel Þorsteinn þekkti landið, sögu
þess og sérkenni. Sjálfur var
hann ötull og óþreytandi ferða-
maður, hafði komið í allar byggð
ir landsins, og var það honum
vitanlega mikil stoð við ritun
bókarinnar. Mun fátt hafa glatt
hann meir síðustu vikurnar, sem
hann lifði, en þær frábæru und-
irtektir, sem þetta gagnmerka
brautryðjandaverk hvarvetna
hlaut.
Enda þótt Þorsteinn hafi í
þeirri bók fjallað um byggðir
landsins, gátu fáir sagt honum
fréttir af óbyggðum. Þar varði
hann fjölmörgum stundum í
góðra vina hóp, glaðvær og hress
sem var hans vandi. Fjallaferð-
irnar, hygg ég, að hafi verið Þor
steini tvöföld ánægja. Ferðalagið
sjálft, einveran, friður og fegurð
íslenzkra öræfa. En einnig það
að sinna þá öðru helzta áhuga-
máli sínu, ljósmyndun. í því
efni stóð hann í fremstu röð allra
manna hér á landi, og ég hygg, að
ekki sé ofmælt, þótt sagt sé, að
Þorsteinn hafi verið sérstæður
listamaður linsu og ljósops. Mynd
ir hans úr íslenzkri náttúru bera
vott um næmt fegurðarskyn og
sýna glöggt, hve hugþekkt hon
um var landið í sínum óteljandi
litbrigðum.
Raunar eru þó um það áhöld
nokkur, hvort Þorsteinn kunni
betur við sig í einveru fjallanna
eða með vinum sínum, bókunum.
Bókasöfnun hóf hann skömmu
eftir 1940 með þeim árangri að
bókfróðustu menn munu lúka
upp einum munni um, að safn
hans hafi verið eitt stærsta og
glæsilegasta bókasafn landsins í
einkaeigu. í því er að finna eitt
bezta safn íslenzkra fornrita, sem
prentuð hafa verið hér á landi og
erlendis frá upphafi, m.a. öll
fornritin, sem prentuð voru ■ í
Skálholti. Þar er og eitt stærsta
safn ferðabóka um ísland á er-
lendum málum, og einnig hafði
Þorsteini tekizt að ná saman
meira safni rita og ritlinga um
náttúrufræði landsins en víðast
annars staðar getur að líta. Er
hér þó aðeins á fátt eitt minnzt.
Að bókasafninu vann Þorsteinn
allt til hins síðasta, og er óhætt
að segja, að fátt hafi hann til
sparað, frétti hann af bók, sem
hann hafði hug á erlendis sem
hérlendis. í bókasöfnun sinni
lagði Þorsteinn ríka áherzlu á að
ná jafnan í sem vönduðust eintök
og lét binda bækur sínar í það
band, sem hverri hæfði. Því má
um safn hans segja, að það sé
bæði fágætt og fagurt, og bar
það snyrtimennsku eiganda síns
órækt vitni. Bókamenn voru tíð-
ir gestir á heimili Þorsteins, sem
að líkum lætur. Sjálfur var hann
einnig manna bókfróðastur og
hafði yndi af að rekja feril og
sögu nýfenginna gersima safns-
ins. Um bókfræði gaf hann út
tvær sérprentanir fyrir fáum
árum, sem hann nefndi „Gamlar
bækur og bókamenn". Safn tón-
listar átti hann einnig gott og var
mikill únnandi þeirrar listar.
En það voru fleiri en bóka-
menn, sem sóttu Þorstein heim
að Bollagötu 9. Hann var manna
gestrisnastur, sannur höfðingi
heim að sækja og kunni skil á
lífsins lystisemdum í góðu hófi.
Að eðlisfari var hann dulur mað
ur og hégómalaus, vinfastur og
hreinskilinn. Hann hafði myndað
sér sínar eigin hugmyndir um
eðli mannlífsins og tilverunnar,
en reyndi ekki að þröngva þeim
upp á aðra, því að hann var einn
ig manna óáreitnastur. Allt víl
og vol var honum fjarri skapi, og
hann sló jafnan á hina léttari
strengi, þótt með fullri íhygli
væri.
Þótt engan hafi í grun rennt,
að lokastundin væri svo skammt
undan, má þess minnast, nú að
leiðarlokum, að síðustu árin voru
Þorsteini mikill hamingjuauki.
Frú Edith bar nýja gæfu inn í
hús hans, og okkur vinum hans
þótti sem hann yrði ungur í ann
að sinn. Hann hafði líka enn
mikils að vænta af lífinu, og
mörg áform voru honum hug-
stæð. En sköpum sínum verður
hver að taka, svo sem hann er
maður til. Það duldist Þorsteini
allra manna sízt, og raunir síð-
ustu mánuðanna bar hann af frá-
bærri karlmennsku.
Minningin um hugprúðan
dreng og hreinskiptinn vin mun
lifa í hugum allra þeirra, er hann
þekktu.
Gunnar G. Schram.
t
VIÐ LÁT Þorsteins Jósepssonar
finnum við félagar hans í stjórn
Ferðafélags íslands, að þar er nú
skarð fyrir skildi, sem hann var,
en hann sat í stjórn félagsins
frá því árið 1942. Hann hafði þá
um nokkurt skeið verið blaða-
maður og Ijósmyndari við Dag-
blaðið Vísi, og vakti hann fljótt
athygli með greinum og myndum
frá ferðalögum hér á landi og er-
lendis. Ungur að aldri hafði hann
farið utan og dvalið þar lang-
dvölum, einkum í Þýzkalandi og
Sviss. Þar hafði'hann orðið fyrir
miklum áhrifum frá ferðahreyf-
ingu, sem vildi beina fólki til úti
vistar og gönguferða. Slíkar
ferðir taldi hann ekki síður æski
legar hér heima og landið lítt
nuinið á því sviði. Þorsteinn var
sjálfur harðduglegur ferðamaður
og einkum voru gönguferðir um
fjöll og óbyggðir honum hugleikn
ar. Tók hann mikinn þátt í slík
um ferðum fyrr á árum og var
stundum fararstjóri í ferðum fé-
lagsins.
Þórsteinn skrifaði greinar í
sumar árbækur félagsins, en oft-
ar kom þó í hlut hans, að semja
frásagnir af ferðum og aðrar til-
kynningar og skýrslur, sem birt-
ust í dagblöðum og sýningar-
skrám, en slík störf léku í hönd
um hans. Miklu meira ber þó á
ljósmyndum hans í Árbókunum,
en hairn var afburða snjall ljós-
myndari, svo að óhætt er að full
yrða, að hann hafi haft veruleg
áhrif á ljósmyndalist og ljós-
myndasmekk hér á landi, eink
um hvað snertir landslagsmynd-
ir. Það liggur því í augum uppL
hvílíkan hauk í horni félagið
átti, þar sem Þorsteinn var, enda
var hann ætíð boðinn og búinn
að hjálpa félaginu um myndir
ef á þurfti að halda. Við undir-
búning Ijósmyndasýninga Ferða-
félagsins vann hann einnig mikið
og gott starf.
Vissulega var allt þetta félag-
inu mikils virði. Ilitt kemur þó
fyrr í hugann, hvað hann var til
logugóður á fundum, lipur í sam
starfi, ótrauður til verka og
skemmtilegur félagi á góðri
stund.
Við vinir hans, sem áttum þess
kost að ferðast með honum, á
meðan það þótti hæfa, að taka
föggur sínar á bakið og leggja á
lítt troðnar slóðir, eigum marg-
ar ljúfar minningar frá þeim ferð
um. Bjartsýnn var hann og æðru
laus og þá helzt er örðugleikar
steðjuðu að. Þá var honum eink-
ar lagið, að halda uppi glaðværð
í áningarstað, sagði þá stundum
merkilegar sögur, sem hann raun
ar samdi um leið.
Og nú að leiðarlokum þökkum
við honum allar góðar samveru-
stundir og sendum konu hans og
dóttur og öðrum ættingjum hug
heilar samúðarkveðjur.
Gísli Gestsson.
t
LEIÐIR okkar Þorsteins Jóseps-
sonar blaðamanns, lágu fyrst
saman fyrir mörgum árum, er við
skrifuðum báðir lögreglufréttir,
— hann fyrir sitt blað, Vísi, og
ég fyrir Morgunblaðið. Snemma
á mínum lögreglufréttaritara-
ferli sagði Sveinn Sæmundsson,
yfirlögregluþjónn rannsóknar-
lögreglunnar, eitt sinn: Þú getur
séð um þetta innbrot í Vísi, ég
gaf honum Þorsteini allar upp-
lýsingar um það í morgun. — Er
mér óhætt að styðjast við þá frá
sögn? spurði ég, og Sveinn sagði:
Þér er það óhætt, því Þorsteinn
tekur alltaf rétt upp eftir okkur
hér og gætuð þið yngri blaða-
menn margt lært af honum í
þeim efnum.
Lýsing Sveins reyndist mjög
rétt. Þorsteinn var ákaflega sam
vizkusamur blaðamaður, og leið
réttingar við frásagnir hans, sem
urðu margar og margvíslegar,
voru óþekkt fyrirbrigði. Því
kynntist ég enn betur er við störf
uðum saman á Vísi í rúmt hálft
ár.
Áhuga Þorsteins á allskonar
þjóðlegum fræðum og áhuga
hans á bókum, gafst mér eitt
sinn tækifæri til að kynnast, er
við höfðum verið í „sviðamessu**
hjá Ferðafélaginu uppi í Skíða-
skla. Bauð hann mér >á ásamt
nokkrum gestum öðrum heim til
sín, og stendur sú heimsókn mé.r
enn fyrir hugskotssjónum. —
Þar kynntist ég annarri hlið Þor
steins. Miðlaði hann mér þessa
kvöldstund miklum fróðleik af
lífsstarfi sínu, bókasöfnuninnL
og þá komst ég á snoðir um hið
stórmerka ljósmyndasafn hans,
en að baki því liggur mjög mik-
ið og vel unnið starf. — Það gæti
verið skemmtilegt viðfangsefni
fyrir Blaðamannafélag íslands,
að fá leyfi til, einhverntíma á
merkum tímamótum, að halda
sýningu á ljósmyndasafni Þor-
steins. Blaðamaðurinn með ljós-
myndavélina ferðast um ísland,
gæti sýningin heitið, því þar
myndu sameinuð þrjú mikil á-
hugamál þessa virta blaða-
manns, sem við kveðjum f dag:
Frásagnargleði hans í myndum,
ferðalög og auga hans fyrir feg-
urð og tign landsins.
Þegar við blaðamenn kveðjum
Þorstein hinztu kveðju í dag sjá
um við að það skarð, sem eftir
er í okkar fámennu stétt, verður
vandfyllt.
Sverrir Þórðarson.