Morgunblaðið - 04.02.1967, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.02.1967, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAfl 1067. — Umbúðir Framhald af bls. 15 kassaumbúðanna á markaðinum (10. og 25 lítra) fékk hana lán- aða til eins áirs. Nú er liðið hálft annað ár frá þvi þetta skeði og Ihefur Mjólkursamsalan enn ekki gefið innlendum neytendum kost á að reyna þessar umbúðir. Ef Mjólkursamsalan notar vélina fyrir alla þá, sem kassaumbúða óska, en ekki aðeins fyrir varn- arliðið er ekkert þvi til fyrir- stöðu að hún fái hana keypta, enda tökum við á okkur tals- verðar skuldbindingar með sölu Ihennar, þar sem við verðum að tryggja henni efni til áfyllingar- innar. í>ess er í leiðinni að geta, að vél sú, er Mjólkursamsalan hefur að láni er af nákvæmlega sömu gerð og hinar tvær vél- arnar, sem í notkun eru hér á landi og því ekkert því til fyrir- stöðu, að nota hana til áfyllingar 10 lítra kassa jafnt sem 25 lítra kassa eins og hún er nú notuð til“. Við skýrðum Gylfa nú frá því, að mjólkurbústjórarnir hafi látið vel af notkun þessara tækja og spyrjum hvað hann vilji um vinsældirnar segja: „Þetta sannar að umbúðirnar eru góðar“, segir Gylfi, „og við vitum, að margir hér í höfuð- staðnum hafa reynt þessar um- búðir með því að fá þær sendar að norðan og þá er þess enn- fremur að geta að kassarnir vöktu mjög mikla athygli og mikið var um þá spurt á Iðnsýn- ingunni í haust“. Að öllu þessu athuguðu verð- ur ekki betur séð, en kassamjólk in sé það sem koma skal, að minnsta kosti samhliða öðrum umbúðum, sem fyrir eru. Kassa- mjólkin hefur sýnilega mjög marga kosti fram yfir aðrar um- búðir og sérstaklega þó þann kost, að hægt kann að vera á til- tölulega ódýran hátt að flytja hana heim til neytenda og kem- ur það sér sérstaklega vel fyrir þá, sem mikla mjólk þurfa að kaupa í senn. Þetta gæti einnig haft í för með sér að Mjólkur- samsalan í Reykjavík gæti fækk- að að miklum mun eða jafnvel lagt flestar mjólkurbúðir alveg niður. Og er sýnilegur sparnað- ur við það. Um það mál gefst ef- laust tækifæri til að ræða í ann- arri grein um þetta mál, en til þess að gera því veruleg skil þarf frekari athugana við og rann- sókna. Þá er á það að benda, að það væri mjög hagkvæmt, að senda kassamjólk til Vestmannaeyja í stað mjólkurinnar, sem þangað fer nú. Þetta er ákaflega vinsælt á Siglufirði og I þessu tilefni viljum við birta umsögn Guð- mundar Jónassonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar á Siglu- firði, um þetta efnL Það hljóðar svo: „Að gefnu tilefni vil ég lýsa yfir því, að mínu áliti, að 10 lítra mjólkurkassarnir frá Mjólkursamlagi Eyfirðinga, sem seldir hafa verið hér í Mjólkur- samsölunni á annað ár gera mjólkurdreifingu ódýrari og auðveldari, jafnvel svo að mun- að gæti að hafa einni stúlku færri við afgreiðslu í meðal- stórri verzlun. Auk þessa hefur fjöldi hús- mæðra látið í ljos ánægju með það, hvað þessar umbúðir spari sér ferðir í mjólkurbúðir og að kassarnir fari vegna einangrun- arhæfni pappakassans vel í ís- skápnum. Það liggur einnig ljóst fyrir, að ver hann mjólkina vel fyrir birtu og hita og þar af leið- andi heldur mjólkin sínu rétta góða bragði". Þetta hafa Sigl- firðingar um kassamjólkina að segja. Nú þá er að geta þess, að gífurlega stórir verktakar svo sem verktakar við Búrfell, vænt- anleg álverksmiðju og fleiri myndu eflaust þiggja með þökk- um mjólk í þessum umbúðum. Ótalin eru svo sjúkraihúsin öll og stór mötuneyti, sem víða hefur tui verið komið á fót í fyrirtækj- um í höfuðborginni og víðar. Af umsögnum allra þessara aðila er ekki annað að sjá, en að innan skamms tíma megi vænta gagngerðra umibóta á þessu sviði. Forstjóri Mjólkur- samsölunnar hefur skýrt ástæð- urnar fyrir því að Mjólkursam- salan hefur farið sér hægt í þessu máli, en við verðum að vona, að það fái góðan endi og allir aðilar verði ánægðir, ekki síður framleiðendur og þelr, sem mjólkina setja í umbúðir en neytendur, sem hana fá síðan í hendur. Loks er þess svo að geta, að áfyllingarvélarnar, sem notaðar eru fyrir kassamjólkina munu vera einhverjar þær allra ódýr- ustu, sem fáanlegar eru á heimsmarkaði, til þess að fylla á mjólk í loftþéttar umbúðir. vig. Kjötbúð Suðurvers tilkynnir: Tökum að okkur veizlur, kalt borð, smurt brauð, snittur, kokteilsnittur og brauð- tertur. KJÖTRÚÐ SUÐURVERS, horni Stigahlíðar og Hamrahlíðar. Sími 35645. — Pantið tímanlega. Síldveiöisjómenn Framhaldsstofnfundur félags síldveiðisjó manna verður haldinn í Slysavamafélags- húsinu Grandagarði, sunnudaginn 5. febr. kl. 14. — Dagskrá: Lög félagsins og önnur mál. Undirbúningsnefndin. BlómaverzSun Michaelsen Suðurlandsbraut 10. POTTABLÓM — AFSKORIN BLÓM BLÓMASKREYTINGAR — GJAFAVÖRUR Blómaverzlun Micliaelsen Suðurlandsbraut 10. — Sími 31099. Póst- og símamálastjórnin vill ráða nokkra laghenta menn til starfa á BirgSavörzlu pósts og síma. Umsóknir skulu sendar póst- og símamálastjórn- inni fyrir 15. febrúar 1967. Nánari upplýsingar 1 síma 11000. Póst- og símamálastjórnin. 3ja herh. íbúð í Vesturhæ ..v r ~ T 'j - " ' * T. Höfum til sölu 3ja herbergja ibúð á 4. hæð í blokk við Kaplaskjólsveg. íbúðin er ca. 85 ferm., með harðviðarhurðum, harðviðarskápum í svefnher- bergi, harðviðareldhúsinnrétting og harðviðarvegg ur í stofu og holi. — Teppi á stofu og holi. Mjög glæsileg íbúð, laus eftir ca. mánuð. Útborgun kr. 700 þúsund. Tryggingar og Fasteignir Austurstræti 10A. — 5. hæð. Sími 24850 og helgarsími 37272. Almennur félagsfundur um ST J ÓRNMÁLA VIÐHORFIÐ verður haldinn í Samkomuhúsinu, laug- ardaginn 4. febrúar, kl. 16. STYRMIR GUNNARSSON, lögfræðingur, hefur framsögu. Sjálfstæðisfólk í Vestmannaeyjum er hvatt til að fjölmenna. STJÓRNIN. Góð bílastæði. Bræðurnir kampakátu OKKUR þykir leiðinlegt að þurfa að tilkynna ungum lesendum blaðsins, að ævintýrum Jumboe og félaga hans er lokið — að minnsta kosti að sinni. En maður kentur í manns stað. í dag hefst ný myndasaga fyrir börn, BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU, eftir Jörgen Mogensen. Bræðurnir kampakátu eru tveir litíir kettlingar. Þetta er ekki framhaldssaga, hver myndasamstæða er sjálfstæð og án orðaskýringa, á sama hátt og t.d. Ferdinant. — Við vonum að yngstu lesendur blaðsins hafi ánægju af þeim félögum — og veiti foreldrum sínum kannski hlutdeild í ánægj- unni með þvi að segja þeim sögunna, sem myndirnar hafa að geyma. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU —-K— —K — TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.