Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1ÍW7. Litast um H bókamarkaði Ljóðabækur renna út eins og heitar lummur bækur alveg upp, og í ár hafa þegar selat upp 30 bækur. Til gamans mætti geta þessara bóka, við tókum saman listann í dag og þetta eru bækurnar, sem nú ÚTI var nistingskuldi, norðan- hér stofn af góðu heimilisbóka- hverfa af sjónarsviðinu. nepja og næðingur, og fólk lagði ekki ,4 ’ann“, nema I bil eða strætó, og þá með trefla og í þykkum skjólfatnaði. Ekki gat þó þessi kuldi haldið aftur af fólki með að koma á bókamarkaðinn í Listamanna- skálanum, sem nú hefur staðið i vikutima, og endar næsta mánudag. Á sjötta tímanum í gær kom- nm við þar inn, rétt til að heyra hljóðið í fólkinu, sem var þar nm allan sal að velja sér bækur, •g eins til þess að ræða við for- stöðumenn markaðarins um, hvemig salan gengi. „Salan á bókunum hefur geng- ið ótrúlega vel og sumir bóka- fiokkamir hafa heinlinis runnið út“, sögðu þeir Jónas Eggertsson Og Lárus Blöndal, sem vora i fyrirsvari Bókafélagsins á staðn- um. „Skemmtilegt er að veita því athygli, hve margir kaupa ljóða- bækur, og ekki hvað sízt unga fólkið. Við heyrum svo sjaldan spurt eftir ljóðabókum í bóka- verzlunum, rétt eins og til að sanna þann gamla söng, að fólk- ið vilji ekki ljóð. En salan hérna afsannar þetta rækilega. Þeir voru ef til vill ekki ýkja stórir tjóðabókabunkarnir á borðunum fyrsta daginn, en um kvöldið höfðu þeir látið mikið á sjá, mætti kalla það, að þeir hefðu goldið mikið afhroð. Eitt er lika athyglisvert við þessi miklu bókakaup hjá fólk- inu, að við byrjun á föstudegi, þegar íslenzka sjónvarpið var með góða dagskrá, og sagt hefur það verið, að það drægi úr að- sókn á kvikmynda- og öldurhús, en á bókamarkaðinn virtist það engin áhrif hafa. Mikill fjöldi fólks var hér að skoða og kaupa bækur allt kvöldið. Svo við víkjum aftur að Ijóða- bókunuim, þá má telja verð þeirra hagstætt, og svo er auð- vitað um flestar bókanna, því að eins og alkunna er, verðfellur krónan ekki á Bókamarkaði Bók- ealafélagsins. Óhætt er að full- yrða, að flestir geri hér reyfara- kaup, eins og það er orðað, og þó frekar lítið um reyfara í spil- inu. Undanfarna daga hefur kuld- bin ógnað markaðnum, en samt aem áður ekki komið að sök. f»að er eins og ekkert bíti á bók- þorsta íslendinga, og segir það meiri og merkilegri sögu um menningu okkar, en margar ræður og blaðagreinar um þá menningu. Á þessum bókamarkaði eru eng ar yngri bækur en frá árinu 1ÍH53. Þjóðlegur fróðleikur er hér 1 miklu úrvali og á mjög góðu verði, og sýnilegt er, að fólkið íækist eftir að eignast sem allra- flestar ævisögur og þjóðsögur, og er það vel, að slíkar bækur kom- ast í heimilisbókasöfn manna. Sannast sagna er hægt að fá safni fyrir innan við 2000 krón- ur, sem myndi jafngilda 3—4 Ég er að kaupa eina af rauðu bókunum. bókum á núverandi bókaverði. Og einu höfum við tekið eftir, að margt ungt fóllk, hjón, sem eru að byggja nýjar fbúðir, hef- ur hérna í Listamannaskálanum myndað fyrsta vísi að heimilis- bókasafni sínu. Eiginlega ætti slíkt að teljast til byggingar- kostnaðar. Við höfum ekki tekið eftir því, að bókamarkaðir eins og þessi dragi úr almennri bókasölu í bókabúðum, nema síður sé. Það er eins og fólkið vilji frekar geta séð allar þessar mörgu bækur liðinna útgáfuára á einu bretti, og þrengslin í bókabúðunum valda því, að við getum ekki haft nema fáar bækur þar til sýnis að staðaldri. Þessir bókamarkaðir virðast ákaflega vinsælir, því að löngu fyrir jól er fólk farið að spyrja um, hvenær næsti bókamarkaður hefjist. Á þessum eru um 3600 bókatitlar. í fyrra seldust 42 Þessar eru horfnar Viðfjarðarundrin eftir Þorberg, Hjá vondu fólki, 2. bindi ævisögu séra Árna Þórarinssonar eftir Þorberg, Sjálfsævisaga Þorleifs á Hóluna, Islenzkur aðall eftir Þorberg, Merkir Mýrdælingar eftir Eyjólf frá Hvoli, Grallar- inn, Ljóðmæli Gríms Thomsen, Á öræfum eftir Hallgrím Jónas- son, Ritsafn Jónasar frá Hrafna- gili, Sigurður Guðmundss. mál- ari, Minningarrit Leikfél. Reykja víkur, Páll Ólafsson, Ljóð 1. bindi, Fljúgandi blóm og Fagra veröld eftir Tómas, Álfar kvölds- ins eftir Guðmund Böðvarsson, Á víð og dreif eftir Árna Páls- son, Ritsafn ólafar frá Hlöðum, Ármann á Alþingi, tímarit Bald- vins Einarssonar, Sjálfsævisaga Maxims Gorkis í 3 bindum, Sjó- mannasaga Vil'hjálms Þ. Gísla- sonar, Sjósókn séra Jóns Thorar- ensen, Virkisvetur Björns Th. Björnssonar, Upp til fossa eftir Þorgils Gjallanda, Heiðarharmur Gunnars Gunnarssonar, Vítt sé ég land og fagurt eftir Kamban og Ragnar Finnsson eftir sama höfund Árin og eilífðin eftir Harald Níelsson, íslenzkir sagna- þættir Brynjólfs frá Minna- Núpi, Borgarættin eftir Gunnar Gunnarsson og Úti í heimi eftir Jón Stefánsson. í stuttu máli sagt, þessar 30 bækur sjást ekki aftur á venju- legum bókamarkaði hér á landi, sögðu Jónas og Lárus að lokum." Við lögðum svo leið okkar út í sal til að hitta fólk, sem væri að „salla" á sig bókum á þessum markaði. Þeir ættu að hafa þetta á öðrum tíma Við hittum fyrst Þórdísi Ólafs- dóttur úr 5. bekk stærðfræði- deildar Menntaskólans í Reykja- vík með fangið fullt af bókum. „Megum við rétt kíkja í kjöltu þína, Þórdís, hvaða bækur þú hefur valið þér.“ „Jú það er sjálfsagt. Hér er ég með Brennu-Njálssögu og Olgeirsrímur danska í tveim bindum á góðu verði. Hérna er svo Eirikur á Brúnum, sá sórna- mann og mormóni, og Frá Suð- urnesjum eftir Jón Thór. Ég er svo sem búin að koma áður á þenna bókamarkað, og mér finnst hann ágætur. Ég hef að- eins eitt við hann að athuga, og það er tíminn, sem hann er hald- inn á. Miklu betra væri að halda hann á haustin. Maður er búinn með alla peninga, þegar svo langt er liðið á góu.“ Og við 'höldum áfram ferðinni og hittum unga stúlku, sem var að næla sér í eina af Rauðu bók- unum, sem hún segist hafa lesið nokkrar af, og þetta séu hinar beztu bækur. Sú sem hún hafi keypt núna á spottprís heiti Stjarnan vísar veginn. Eitthvað sýnist spennandi í þessari bók. Jónas Eggertsson og Lárus BlöndaL Það þjóðlega kemur seinna Og svo hittum við Sigurbjörn Daníelsson, Reykvíking, sem vinnur hjá Sambandinu. Hann var með álitlegan bunka undir hendinni. ,,Og hvaða bækur vald- ir þú þér?“ „Sjáðu sjálfur. Hérna er sálm- urinn um blómið eftir Þorberg, Yogafræði, bók eftir Tolstoj og nokkrar aðrar. Nei, ég hef ekki áhuga á ljóðabókum, en ég býst við að áhugi á þjóðlegum fróð- leik komi seinna. Ég er ekki Bókamarkaðir ættu að vera á haustin. nema 21 árs, svo að nægur timl er til stefnu. Mér finnst gott að verzla á þessum bókamörkuðum. Hér fær maður betra yfirlit yfir það, sem er til. Auk þess er hér oft mun betra verð á bókum.“ Held mest upp á Einar Ben. Og við höldum til ungrar konu, sem heldur í höndina á ungri stúlku, sem hefur litla bók í hendinni. Sjálf er konan með ærið þungan bunka undir hend- inni. „Mættum við spyrja, hvaða bækur þú valdir þér?“ „Já, það er sjálfsagt," segir Ása Hjartar- dóttir. „Ég er hér með nokkrar bækur eftir Þorberg og um hann. Hef ekki lesið alltof mikið eftir hann. Hérna er ég með bókina í kompaníi við allífið, samtals- bók þeirra Matthíasar og Þor- bergs, og síðan ég las samtal við Þorberg um Baltíkuferðina, lang- ar mig til að lesa meira um manninn. Annars safna ég' Ijóðabókum, en ég er eiginlega ekki komin að þeim ennþá. Geymi mér það bezta þar til síðast. Ég hef ekki eins gaman að kvæðum ungu skáldanna eins og hinna sígildu, og mest hef ég gaman að Einari Ben. Þessi litla stúlka er ekki dóttir mín, hún er aðeins ung vinkona mín, lítil. En ég er mjög ánægð með þenpa bókamarkað, og mér finnst hér hægt að gera góð bókakaup." Og um leið og við gengum út, hittum við að máli þá félagana, Jónas og Lárus, sem sögðu okk- ur, að bókamarkaðurinn yrði op- inn í dag til kl. 4 og á mánudag yrði hann framlengdur um einn dag til kl. 6, vegna þess, hvað aðsóknin er góð. Og svo gengum við aftur út I kuldann, fullvissir þess, að með- an slík aðsókn er eftir góðum bókum á íslandi er engin ástæða til að örvænta um þessa þjóð. — Fr.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.