Morgunblaðið - 04.03.1967, Page 21

Morgunblaðið - 04.03.1967, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 19C7, 21 SÍDAN 1 VMSJÁ BALDVINS JÖNSSONAR FegurBarsamkeppni unga fólksins 7967 NÝLBGA átti „Síðan" viðtal við tvo unga framtakssama menn, þá Guðlaug Bergmannn og Jón Baldursson, en þeir reka tízku- verzlunina Karnabæ. — Karnabær og Vikan hafa ftkveðið að halda fegurðarsam- keippni fyrir ungar stúlkur á aldrinum 15—17 ára, sem nefnist wUnga kynslóðin 1957“. Hvað vilduð þið segja um þessa fceppni? — Oklkur datt þetta í hug eft- Ir að við sáum svipaða keppni f Keflavíkursjónvarpinu, sem nefndist „Teen Age America". Við höfðum séð venjulega ame- ríska fegurðarsamfceppni áður og fannst Ktið um. Þessi keppn-i aft- ur á móti byggðist meira á hæfi- leikum og framfcomu, einnig var ^strip tase“ atriðum alveg sleppt. Við sáum að þarna hlaut að vera skemmtun sem mundi Kfga upp á skemmtanalíf unga fólksins hér og um leið gefa ung tim stúlkum tækifæri á að láta ljó« sitt skína. Við töluðum síð- an við Gísla Sigurðsson, þáver- andi ritstjóra Vikunnar, og fannst Ihonum þetta stórsniðugt. Keppnin var síðan áfcveð.ín Vönduðum við val stúlknanna eftir mætti, en úr mörgum glæsi legum og mjög etfnilegum stúlk- tan var að velja og hefðum við aldrei trúað að svo m s'-gar fallegar stúlkur, með hæfileika á hverjum fingri, fyrirfyndust og vorum við þó bjartsýnir frá upp hatfi. — Mér skilst að 1. verðlaun séu mjög glæsileg? — Já, svo mætti segja. Svona keppni má ekki hatfa neitt „simpilt" yfir sér og í því sam- bandi hafa verðlaun mikið að •egja. Við töluðum við Brian Holt hjá brezka sendiráðinu og báðum hann að útvega okkur bezta hugsanlegan skóla, sem fengist 1 þrjá sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst, efcki sérlega strangan, heldur skóla sem bíð- ur uppá sem fjölbreyttasta kennslu, skemmtun og kynningu á landi og þjóð. Einnig hefði um hverfi mikið að segja. — Hvernig taka svo foreldrar stúlknanna þátttöku þeirra? — Yfirleitt höldum við að for elldrar séu hlyntir keppninni, enda er þarna ekki um venju- lega keppni að ræða. Við slepp um, eins og fyrr segir, sundlbola- ævintýrinu og hæfileikar stúlkn anna fá að njóta sín, sem foreldr ar eru auðvitað stoltir atf. Skóla- vistin hlýtur einnig að hafa góð áhrií. — Myndir af stúlkunum birt- ast í Vi'kunni. Hvernig verða svo úrslitin? — Úrslitin verða 1 Aus-tur- bæjar'bíó 5. og 7. april kL 11.15 e.h.. Fyrra kvöldið verða undan úrslit og seinna kvöldið úrslitin sjálf. Við höfum reynt að vanda til þessarar skemmtunar eins og hægt er. Dómnefndin verður skipuð eins hæfu fólki og hægt er að fá, og fær hún að spyrja stúlkurnar á sviðinu bæði kvöld in. Kynnir verður hinn bezti sern völ er á, að öllum öðrum ól'öst- uðum, nefnilega Svavar Gests. Tvær vinsælustu hljómsveitir unga fólksins, Toxic og Hljómar sjá um hljómlistina og koma fram með ný atriði sem hafa ekfci sézt áður. Tízfcusýning með nýjum brag, sem aldrei hefur sézt sér áður. Danssýningar, kynntir nýir kraftar o.fL o.fl. Sikemmtiskráin verður ekki eins bæði kvöldin. — Já, þetta virðist ætla að verða stórkostleg nýjung fyrir unga fólkið og megið þið heiður einn eiga fyrir framtakið. Haf- ið þið hugsað ykkur að hafa slfka keppni árlega? IHI- ÍSLAND: 1. (4.) I’m A Believer ................ Monkees 2. (2.) Oh What A Kiss........The Rocking Ghosts 3. (4.) Let’s Spend the Night Together Rolling Stones 4. (- ) Panny Lane/Strawberry Fields Forever ...................... The Beatles 5. (3.) Party Line .................. The Kinks 6. (6.) Rugby Tuesday ............ Rolling Stones 7. (- ) Matthew and Son..............Oat Stevens 8. (7.) Happy Jack.....................The Who 9. (5.) Dandy ....................... The Kinks 10. (8.) In The Country ........... Cliff Riohard ENGLAND: 1. (8.) Penny Lane/Strawberry Fields Forever ...................... The Beatles 2. (2.) Release Me .......Englebert Humperdinck 3. (1.) This Is My Song.............Petula Clark 4. (4.) Here Comes My Baby ........... Tremeloes 5. (-) Mellow Yellow .................. Donovan 6. (- ) On A Carousel ................ Hollies 7. (3.) I’m A Believer...................Monkees 8. (- ) Snoop vs. The Red Baron . . Royal Guardsmen 9. (- ) Edelweiss ........;.......... Vince Hill 10. (9.) Peek-A-Boo..........New Vaudeville Band — Já, að ðllum lfkindum. — Það var gott að heyra. Jæja, hvað svo um vortízkuna? — England virðist ráða lög- um og k>fum yfir tízku unga fólksins, já yfirleitt allri tízku. Jafnvel Parísarbúar með allt sitt De Gaulle og Dior sbolt, leita 1 stórum hópum til London, enda er stórkostlegt að sjá hvað Lond on hetfur breitzt bara á síðasta árL — Eru ekki einhver sérstök snið og litir meira áberandi en aðrir? — Jú, auðvitað eru það alltaf miklar breytingar vor og haust. T.d. er dökk fjólublái liturinn næstum ailveg horfinn, nema helzt í litasamsetningu við aðra sterka liti. í staðinn eru komn- ir þrír aðal tízkulitir, grænt sem kallast „Lime“, appelsínurautt, sem kallast „Orange“ og sátrónu- gult. Þessir litir eru annað hvort einir eða blandað saman, Sniðin eru margvísleg. Hjá herrum ber mest á tvShnepptum jökkum og „SemiiHippster" sem mætti þýða „milli-mjaðmabux- ur“ í alls konar efnum, t.d. Herring Bone (síldarbein), lang- röndótt og sérstakar kötflur. Áberandi er að fatnaðurinn er nú allur mikið vandaðrf bæði i efnum og saumaskap og sann- ar það raunar fótfestu tízkunn- ar. Rúllukraga peysur þykfcar og þunnar eru ávallt vinsæiar. Skyrtur eru aldrei fínni né skrautlegri en einmitt nú og sama er að segja um bindi og hálsklúta. Hjá stúlkunum eru buxnadragtir ennþá mikið not- aðar og helzt þá með síðum jökk um. Hin svokölluðu skotapilsa- snið í fyrrnefndum tízkulitum eru sérlega vinsæl. Stuttir kjól- ar með hálsbindum og aðrir með buxum innanundir, eru nofckuð áberandi. Munstur eru einnig á toppnum og þá heizt hið mexikanska, sem er raunar stórkostlega fallegt. Síðtouxur eru alltaf sígildar o.m.fL — Já, það má segja að í einu og öllu sé þessi tízka orðin exrn stertoasti máttur til áhrifa á ungt fólk. Þar sem þið hafið nú svo mikið við ungt fólk að sælda, hvernig hefur framkoma þess verið í búðinni hjá ykkur? — Við erum ánægðir að geta komið því hér á framfæri við alla þá, sem fordæma hegðun og framfcorou unga fólksins, að við höfum aldrei þurft að kvarta undan vondri umgengni eða Guðlaugur Bergmann skrilslátum, stuldi eða öðrum ósóma og hefur búðin þó otft ver ið eins troðin og á „sveitaballi“ væri. — Fyrst við erum komnir út i þessa sálma, hvað segið þið um hið svokallaða unglingavanda- mál? — Fyrst af öllu vildum við meina, að öllum fyrri kynslóðum ólöstuðum, að unga fólkið hef- ur aldrei verið efnilegra né glæsilegra en einmitt nú. Mikið hefur verið rætt um unglingana og yfirleitt er þeim borin vond sagan, en því skal ekki gleyrnt að þetta þjóðfélag hefur lifað við hreina öfgai í einu og öllu síðan í síðasta striði og er ekfci að furða að það stígi ungu fölki til höfuðs sem því eldra. Við værum t.d. tilbúnir að leggja dansleik hjá ungu fólki og ve.iju Framhald á bls. 18. „HORNAUGAÐ" KVIKMY NDAC AGN RY Hl UNGA FÓLKSINS Björn Baldursson Þórður Gunnarsson ÞAÐ hlýtur ávallt að vera í mik- ið ráðizt, þegar kvikmyndafram- leiðendur líta aftur til löngu lið- inna alda í leit að viðfangsefni. — í hugum flestra hvílir sér- stakur ljómi yfir fornum sögn- um og afreksverkum og því er hætt við, að vonbrigða gæti, tak- ist ekki að gera viðfangsefninu þau skil, að hróður þess aukist frekar en úr honum dragi. Sögnin um Hagbarð og Sig- nýju var færð í letur af dönsk- um manni Saxo Grammatico (hi-num lærða) að nafni, en hann mun hafa verið við líði um 1150—1220. Segir þar frá sonum Sigarrs konungs og dóttur hans Jón Baldursson Signýju. Þau, ásamt þremur son- um Hámuhdar konungs, mynda aðalpersónur þessa hildarleiks, er segir frá vopnaviðskiptum konungssona og ástum þeirra Hagbarðar og Signýjar. Kvik- myndin Rauða skikkjan er að mestu leyti byggð á frásögn Saxo hins danska og verður meðferð hennar vart þess vald- andi að auka hróður þeirra, er að myndinni stóðu. Leikendur eru frá mörgum þjóðum og með- ferð þeirra á hlutverkum er rétt sæmileg. — f því sambandi ber sérstaklega að nefna Gitte Hænn ing, unga, danska söngkonu. Hún er sæt stelpa, en hún er léleg leikkona. Það, sem gefur þessari tovikmynd örlítið gildi, eru fagr- ir litir og hið íslenzka landslag. Það myndar fagran ramma utan um lélegt innihald. Mikið er um mannavíg, og nektaratriði er líka að sjá. Sæmileg spenna ríkir framan af, en hún hverfur þó fljótlega. Meðferð þessara atriða er í heild léleg, enda er efnis- þróðurinn af þeim toga spunn- inn að krefjast hefði orðið góðr- ar leikstjórnar og tilþrifamikils leiks hefði myndin átt að takast. Þetta er ekki fyrir hendi og því fór sem fór. Sú nýbreytni er nú tekin upp, að íslenzkt tal fylgir. Tilraunin virðist hafa heppnazt vel og raddir falla vel að per- sónum. En hvorki íslenzka lands- lagið né íslenzku raddirnar megna að hylja þá staðreynd. að kvikmyndin Rauða skikkjan heá ur mistekizt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.