Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. Búizt við breytingum á Varsjárbandalaginu Moskvu 27. febrúar, NTB - AP. HAFT er eftir a-evrópskum heim ildum um helgina, að kommún- istaleiðtogar A-Evrópurikjanna muni koma saman til fundar innan skamms. Er talið, að fund- nr þeirra verði haldinn innan ramma Varsjárbandalagsins og jafnvel að ýmiss konar hreyting- ar standi fyrir dyrum á banda- laginu. Þróun Þýzkalandsmál- anna er sögð helzta viðfangsefni þessa fundar. I annarri frétt frá Varsjá seg- ir að leiðtogar a-evrópsku komm únistaflokkanna muni koma sam- an til fundar í Karlsbad í Tékkó- slóvakíu dagana 24.—27. apríl til þess að ræða öryggismál Evrópu. Fréttamenn í Moskvu eru þeirra skoðunar, að hin tíðu ferðalög og viðræður kommún- istaleiðtoganna í A-Evrópu und- anfarnar vikur standi í sambandi við breytingar á Varsjárbanda- laginu. Hugsanlegt er talið, að ætlunin sé að fækka herliði í Sovétmanna í Austur-Evrópu en endurskiþuleggja mikilvægustu varnarstöðvarnar. Ungverski flokksleiðtoginn, Janos Kadar og pólski landvarna ráðherrann, Marion Spysihalski, komu báðir til Moskvu á laugar- dag. Héldu þeir rakleitt til Kreml til viðræðna við Brezhnev. Sama dag fór frá Moskvu utan- ríkisráðh. Tékkóslóvakíu, Vaclac David, eftir þriggja daga dvöl þar og viðræður við Kosygin, forsætisráðherra, Podgorní, for- seta og Brezhnev, aðalritara. í opinberri tilkynningu, sem gefin var út að loknum viðræðum þeirra sagði, að alger eining hefði ríkt með þeim um öll þau mál, er hefði verið rædd og skipzt hefði verið á nauðsynleg- um upplýsingum og skoðunum um þróun samskipta Tékkó- slóvakíu og Sovétríkjanna. Frétta menn benda á, að tilkynningin hafi verið orðuð á nokkurn ann- an hátt en venja ber til — en hafa ekki fundið skýringar á því. Sjálfvirka sím- stöðin í Kópa- vogi stækkar um 600 númer 1. MARZ hafði sjálfvirka sím- stöðin í Kópavogi verið stækk- uð um 600 númer upp í 2600 númer. Gert er ráð fyrir, að sjálf virka stöðin að Grensási í Reykjavík verði stækkuð um 2000 númer 1. apríl næstkom- andi, og verða þar þá 10500 númer. Verður því innan skamms hægt að afgreiða flestar þeirra 2000 símabeiðna, sem nú eru 4 biðlista. f vor verða þá 30900 númer samtals á svæðinu Reykjavik, Kópavogi og HafnarfirðL Ný símaskrá kemur út I júH í vor og verður upplagið 66000. IMíu prestaköll auglyst í FRÉTTATILKYNNINGU, sem blaðinu hefur borizt frá bisk- upsstofu, segir, að 14. febrúar sL hafi biskup auglýst níu prestaköll laus til umsóknar. Um sóknarfrestur um þessi presta- köll er til 31. marz. Prestaköllin, sem auglýst eru, eru Hólma- prestakall í Suðurmúlaprófasts- dæmi; prestssetur á Eskifirði, Mosfell í Árnesprófastsdæmi, Saurbær á Hvalfjarðarströnd, Stafholt í Borgarfirði, Sauð- lauksdalur, Bíldudalur, Möðru- veUir í Hörgárdal, Skinnastaður og Sauðanes. í nokkrum þessara prestakalla eru settir prestar, en flestum þeirra er sem stendur þjónað af nágrannaprestum. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU -------TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN JAMES BOND K—< k— Eftir IAN FLEMING Kidd var dáinn — Wint var eftir! Gakktu aftur á bak og seztu! leggina falla — og skyndilega var hníf- Slepptu byssunni og stattu upp. Eins og af tilviljun lét Wint hand- ur í hendi hans! sárast er af því að hann liggur á þeim báðum. Ef þú aftur á móti settir einn poka á aðra öxlina og annan jafn þungan á hina yrði byrðin þér miklu léttbærari“. JÞetta sýndist Jóa gras- asna vera gott ráð. Hann setti þvi pokann sinn á aðra öxlina og fékk svo lánaðan poka hrekkjar- iómsins til að láta á hina. Síðan hélt hann áfram göngunni og var nú alveg að sligast niður. Loks komst hann samt á ieiðarenda og þá spurði hermaðurinn: „Jæja, Jói, hvernig líður þér?“ „Nú finn ég ekki leng- ur verkinn í 'herðablöð- unum“, svaraði Jói gras- asni, „heldur verkjar mig í allan skrokkinn. Og það er miklu, miklu betra. Þakka þér fyrir, að þú lánaðir mér pok- an þinn'*. LESBÓK BARNANNA 3 Svifflug 4 / Sigling á seglskútu þykir skemmtileg íþrótt, en ekki er þó svifflug *íðra. Svifflugan er vél- arlaus og byggð úr svo léttum efnum, að vind- ar og loftstraumar fleyta henni áfram og koma í stað vélaraflsins. Sviffluga er oftast dregin á loft af lítilli flugvél, eða hún er dreg- in upp af spiU eða bíl og þá byggt á sömu lögmál- um og þú hagnýtir þér, þegar þú setur flugdrek- ann þinn á loft. í nokkur hundnið metra hæð getur svifflug an borist mjúklega um á vængjum vindanna, ef veður er hagstætt og síð an svifið mjúklega niður og lent. Sé hins vegar mikið uppstreymi af heitu lofti, er hægt að fljúga langar leiðir í svifflugu, stundum mörg bundruð kílómetra vega- lengd. Heimsmetið í lang fiugi er tæpir 900 km og það er laglega af sér vik ið að fljúga svo langt í vélalausum farkosti. í flestum löndum hafa áhugamenn um svifflug stofnað með sér klúbba. Svifflugspróí er hægt að taka eftir 35—50 æfinga- flug, þar sem mest velt- ur á að læra að notfæra sér mismunandi vinda og loftstrauma, — og að kunna að lenda á ólíkum stöðum og við mismun- andi aðstæður. En hver, sem hefur lært það, getur notið þeirrar gleði að svífa um loftin blá á vængjum vindanna. Klifur- fiskurinn Klifurfiskurinn Það er lygilegt en samt er það satt, að til er fiskur, sem klifrar í trjám. Það er aborrategund, sem til er í Indlandi, á Ceylon, Burma og Filipc eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.