Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 32
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967 Vb. Freyja talin af Hieð henni forust fjórir ungir menn VÉLBÁTURINN Freyja BA 272 er nú talin af og er leit að bátnum hætt. Með bátn- um fórust fjórir ungir menn, Birgir Benjamínsson, skip- stjóri, 38 ára gamall og lætur eftir sig konu og uppkomin stjúpbörn, Lúðvík Guðmunds son, háseti, 17 ára, stjúpsonur Birgis skipstjóra, Páll Hall- dórsson, vélstjóri, 50 ára ó- kvæntur og barnlaus og Jón Enn tafir á skíðafluginu STÖÐUG snjókoma var í Meist- aravík á Grænlandi í gær og gat því flugvélin Gljáfaxi eigi haldið áfram til Danmarkshavn. Þangað þurfti flugvélin að vera koinin fyrir myrkur, því að á þessum slóðum er eingöngu um sjónflug að ræða. Verður því að bíða betra veðurs og var ætlunin að reyna í morgun að fljúga til þeirra þremenninga, sem nú hafa dvalizt þar nyrðra í rúma viku. Þórðarson, háseti, 21 árs, kvæntur og á tvö ung börn. Snjókoma og dimmviðri tafði Fjölmenn útför sr. Sigurðar í Holti ÚTPÖR séra Sigurðar E nars sonar frá Holti fór fram í gær frá Breiðabólstað í FljótsinUð að viðstöddu miklu fjölmenni. í gærmorgun fór fram minn- inigaratfhöfn í Dómkirkjunm í Reykjavík og vai hún þétt set- in. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigunbjörn Einarsson, flutti minningarræðuna. Hempuklædd ir prestar báru úr kirkju. < Kl. 3 síðdegis fór útföri.i fram á Breiðabólstað í Fljótshlið. Mikið fjölmenni var viðstati at- höfndna og urðu margir að standa úti. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson flutti minningarræðu og jarð- setti. Hempuklæddir prestar báru úr kirkju og stóðu heiðurs vörð við gröfina. Færeyjaflugið: Landsstjórnín mælir með báðum flugfélögunum FÆREYSKA landsstjórnin sam- þykkti á fundi sl. fimmtudag, að mæla með þvi við dönsku flug- málayfirvöldin, að Flugfélagi ís- lands og danska flugfélaginu Faroe Airways verði báðum veitt leyfi til Færeyjaflugs frá og með 1. apríl næstkomandi. Danska flugfélagið hefur kraf- izt þess, að fá einkarétt til Fær- eyjaflugs. Hefur það boðizt til að hafa þrjár ferðir í viku og að kaupa Fokker Friendship skrúfu- þotu til nota á flugleiðinni. Fær félagið nýja vél af þeirri gerð í nóvembermánuði nk., en hefur tekið á leigu Fokker Friendship vél, sem það hyggst hefja flug með í maímánuði. örn Johnson, forstjóri F. í., tjáði Morgunblaðinu í gær, að Flugfélag íslands hefði ekki far- ið fram á einkarétt á Færeyja- fluginu, en hins vegar hefði ver- ið sótt um leyfi fyrir tvær ferðir í viku í stað einnar áður. mjög alla leit í gær, en eins og kunnugt er var bátsins saknað á miðvikudag og strax sama kvöld var hafin umfangsmikil leit, sem bar þann árangur að fjórir línu- belgir fundust. Bólfæri fundust skammt vestur af Eldingum, en á þeim slóðum mun báturinn hafa verið þegar siðast heyrðist til hans. Eldingar eru þau mið, þar sem Ritur ber í hvilftina þá Straumnesshlíð hverfur, að sögn skipstjóra úr Djúpinu. Varðskip leitaði í gær á þess- um slóðum, en annars var ekki leitað að marki í gær vegna dimmviðris fyrir vestan. Bátar, sem verið hafa að fara út og inn úr Djúpinu hafa þó farið með ströndum og svipazt um. en einskis orðið vísari eins og áð- ur er sagt. Að sögn Slysavarnaféiagsins hefur leitin verið mjög víðtæk og í fyrradag leituðu tvær flug- vélar og nær 20 bátar við mjög góð leitarskilyrði. Loftleiðir fá að nota Rolls Royce vélar til Norðurlanda Leyfið gildir fyrst um sinn vegna takmarkana á flugi DC-6B flugvélanna VEGNA þeirra takmarkana, sem urðu nýlega á hæðarflugi flug- véla af gerðinni DC-6B og DC-7, þá leitaði flugmálastjóri fyrir hönd Loftleiða leyfis flugmála- yfirvalda Bretlands og Norður- Pressuballii verður í Súlnasalnum 17. marz nk. PRESSUBALLIÐ 1967 verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 17. marz næstkom- andi. I Launaður erindreki Framsóknarflokksins — reynir að misnota R'ikisútvarpid LAUNAÐUR erindreki Fram- sóknarflokksins hefur undan- farið annast þátt í ríkisút- varpinu, undir nafninu „Þjóð- líf“. Hefur þáttur þessi sætt mikilli gagnrýni vegna ítrek- aðra hlutleysisbrota. M. a. fór maður þessi í sendiför fyrir Framsóknarflokkinn til Vest- mannaeyja fyrir nokkru og notaði jafnframt tækifærið til þess að safna efni, sem verða átti uppistaða í pólitíska árás á ríkisstjórnina. Var það flutt á sínum tíma. Á fundi útvarpsráðs í fyrra- dag var samþykkt að fresta þætti fyrrrgeinds erindreka Framsóknarflokksins, en í hon um var rætt um heilbrigðis- mál á mjög einhliða hátt og sérstaklega um kjaramál lækna, án þess að fram kæmu sjónarmið gagnaðila, sem sjálf sagt hefði verið að hafa í slík- um þætti, þvi að auðvitað eiga öll sjónarmið rétt á að koma fram í útvarpi, en ekki aðeins þau, sem erindreki Framsókn- arflokksins telur sér henta. Hlutleysi útvarpsins hefði að dómi meirihluta útvarps- ráðs verið herfilega brotið, ef fyrrgreindum þætti hefði ekki verið frestað og þar með gerð tilraun til þess að fá heil- brigðismálin rædd á breiðara grundvelli. Á blaðsíðu 2 er stutt viðtal við heilbrigðismálaráðherra, Jóhann Hafstein, um mál þetta. Eins og skýrt hefur verið frá áður í fréttum verður Edward Heath, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar og íhaldsflokksins í Bret- landi, heiðursgestur á Pressu- ballinu. mun flytja ræðu, 14 Fóstbræður syngja nýæfð lög, Ómar Ragn- arsson mun fara með skemmti- þátt, sem sérstaklega verður saminn fyrir Pressuballið og að nokkru fluttur á ensku til heið- urs Heath. Matur verður fjórréttaður og mjög til hans vandað. Borðvín verða innifalin í miðaverðinu. Súlnasalurinn verður sérstak- lega skreyttur fyrir Pressuballið. Dansað verður til kl. 2 eftir mið- nætti. Aðgöngumiða ber að panta hjá Tómasi Karlssyni í síma 2 45 84 eða Atla Steinarssyni í síma 3 27 90 milli kl. 2 og 5 í dag og á morgun, sunnudag. Að venju ganga þeir fyrir mið- um, er sótt hafa fyrri Pressuböll. landanna til þess að Loftleiðir mættu nota Rolls Royce flugvél- ar sinar í stað DC-6B flugvél- anna unz fyrrgreindum takmörk- unum yrði aflétt. Flugmálastjóri fékk í gær þau svör, að Loftleiðum væri leyft í vissum tilfellum að nota Rolls Royce flugvélar sínar til Norður- landa og Bretlandsflugs og væri þetta heimilað fyrst um sinn. Vegna þessa má gera ráð fyrir, að á næstunni verði áætlunar- flugi Loftleiða milli íslands, Bretlands og Norðurlandanna haldið að nokkru uppi með Rolls Royce flugvélum félagsins. Edward Heath Auk hans mun forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, heiðra samkomuna með nærveru sinni. Til fagnaðarins verður sér- staklega vandað. Edward Heath Hódeg'sverðoi- fundurnn í dog . HÁDEGISVERÐARFUNDUR Varðar verður í Sjálfstæðis- húsinu í dag kl. 12—2, en var ekki í gær eins og þá var skýrt frá vegna misskilnings. Á fundinum ræðir forsætis- ráðherra, dr. Bjarni Bene- diktsson, stjórnmálaviðhorfið. Vinningar í happdrætti DAS í GÆR var dregið í 11. fl. Happ- drættis D.A.S. um 250 vinninga og féllu vinningar þannig: fbúð eftir eigin vali fyrir kr. 500.000.00 kom á nr. 14362. Um- boð B.S.R. Bifreið eftir eigin vali fyrir kr. 200.000.00 3646. Umboð Akur- eyri. Bifreiðir eftir eigin vali fyrir kr. 150.000.00 36707 — 47062 — 55916 — 61074. Húsbúnaður eftir eigin vali kr. 35 þús. 64461. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir 25 þús. 3437. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 20 þús. 9716 — 61743. Húsbúnaður eftir eigin vali fyrir kr. 15 þús. 2553 — 7116 — 33257.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.