Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. 5 Nýtízku hárgreiðsla sýnd á fundi HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykja- víkur hefur nú fengið nýtt og fallegt félagsiheimili í Hall- veigarstöðum við Túngötu. Þegar blaðamaður við Mbl. heimsótti Húsmæðrafélagskon ur í nýja félagsheimilið einn daginn í vikunni, voru þær önnum kafnar við handa- vinnu og önnur störf. Þær voru að búa sig undir basar, sem þær ætla að halda laug- Félagskonur vinna fyrir basarinn í nýja félagsheimiiinu í Hallveigarstöðum við Túngötu. ardaginn 18. marz í félags- heimilinu (Hallveigarstöðum, gengið inn frá Túngötu, niður í kjallara.). Frú Jónína Guð- mundsdóttir, foimi. félagsins, tjáði blaðamanni, að þar sem félagskonur væru nú loksins búnar að fá sitt eigið hús- næði, eftir að hafa í nokk- ur ár verið húsnæðislausar, þyrftu þær eins og gefur að skilja á auknum fjárstyrk að halda. Félagsstarfið krefst eig- ins húsnæðis, en húsnæðis- kostnaður er mikill og því ætluðu félagskonur nú að efla til basars til fjáröflunar fyrir húsnæðið og þá starfsemi, sem þar á að fara fram, s. s. nám- skeið og samkomur. Á bas- arnum verða fyrst og fremsf fallegar og vel gerðar páska- vörur, sem félagskonur hafa sjálfar unnið. Jónína kvaðst ekki vita til þess, að áður hafi hérlendis verið haldinn basar, sem eingöngu hefur á boð- stólnum páskavörur. Blaða- maður skoðaði sýnisihorn af mununum og voru það m. a. smekklega gerðar svuntur, að- eins ein af hverri gerð, púðar, sérstaklega gerðir fyrir barna- herbergi, auk annarra, bakka- bönd, veggteppi, grillhanskar, auk fjölda annarra muna. Háfa félagskonur unnið síðan um áramót að undirbúningi basarins og komið saman vikulega í félagsheimilinu þar sem kaffi hefur verið selt til ágóða fyrir basarinn. Frú Jónína tjáði blaða- manni ennfremur, að nú þeg- ar þær hefðu fengið sitt eigið húsnæði, hyggðust þær efna til matreiðslunámskeiðs fyrir reykvískar húsmæðúr, auk sýnikennslu á matarréttum og fleiru. Einnig hafa þær hug á að halda föndurnámskeið og saumanámskeið. Sagðist Jón- ína vona að sem flestar konur kæmu á námskeiðin og hag- nýttu sér þann lærdóm, sem þar ætti að vera hægt að fá. Mánudaginn 6. marz verður félagsfundur haldinn í Tjarn- arbúð. Verða þar ýmiss áríð- andi mál til umræðu, en auk þess verður þar skemmtileg og fróðleg kynning og sýning á nýtízku hárrgeiðslu, toppum og hárkollum. Jónína bað fyrir þau skila- boð til félagskvenna að skila basarmunum í Hallveigarstaði eigi síðar en 5. og 6. marz nk. milli kl. 2—5. .. Sýnishorn af páskamunum. Bréf til vinar míns Frá Jóni Haraldssyni, arkitekt Lokaorð um Fossvogsskipulagið Kæri vinur. Þakka þér kærlega bréfið þitt. Heldur þykir mér þú stóryrtur í garð okkar ágætu yfirvalda, ljúfurinn. — Það ku ekki vera fallegt. Þú verður þó að viður- kenna, að faglega rökfastar voru svargreinar hlutaðeigandi við at- hugasemdum mínum, 1 síðasta bréfi; — og ritaðar af karlmann- legum þrótti. Þótt skipulagsmál borgarinnar eir/kennist að vísu ekki beinlínis af svifi andans yfir vötnunum, vírður þú að viðurkenna, að ekki var óeðlilegt, að ég gæti vonast nftir lagfæringum á augljósustu ritleysum. Eður hvat? Borgarstjórinn okkar mætti á fyrirhuguðum fundi með lóða- eigendum í Fossvogi nú fyrir skömmu. Reyndist hann ihafa fullan skilning á óskum lóðaeig- enda, — en upplýsti þó, að engar breytingar yrðu leyfðar á skil- málunum. * Skýrði borgarstjóri skilmálana ftarlega (ég saknaði annars höf- undanna), og gaf glöggar upplýs- ingar um gang málsins frá upp- hafi. Þær þótti mér eftirtektar- verðastar upplýsinganna, að þrátt fyrir að í samkeppninni hafi ver- ið veitt ein 1. verðlaun, tvenn 2. verðlaun, ein 3. verðlaun og að auki keyptar þrjár tillögur, skuli engin verðlaunatillagan heldur ein þeirra þriggja, sem keyptar voru, vera, sú hin af- burðabezta, — að dómi dóm- nefndar, — að mér skilst, — þeirrar sömu dómnefndar, sem verðlaunin veitti!! Heldur þykir mér nú braka í meginviðum nútíma samkeppnis- kerfis arkitekta, ef ekki annarra einnig. Ef til vill yrði þetta fyrir- komulag þó til farsældar íslend- ingum í keppni við útlendinga, — ef skilningur þeirra fengist líka á ágæti kerfisins. Sem svar við spurningu þinni, skal ég geta þess nú, að máls- meðferð Fossvogsmálsins var á sínum tíma mikið deilu- og hita- mál innan Arkitektafélagsins, þar til hætt var að ræða það. Er þó ekki að efa, að þessum nýju upplýsingum fengnum, að stjórn Arkitektafélagsins gangi úr skugga um og tryggi sér, að engar þær reglur séu brotnar, lagalegar né siðalegar, sem um slík mál gilda meðai norrænna arkitekta. Það varðar jú heiður félagsins. — Því erfitt kann að reynast að fá útlendinga til keppni á íslandi í framtíðinni, ef eitthvað er bogið við leikreglur okkar, — því „Sjaldan launar kálfur ofbeldi" eins og skáldið sagði. Og þá er punkturinn settur fyrir aftan þetta mál, af minni hálfu. Eftir er aðeins, að þú hlífir mór, elskulegur, við að teikna þarna, eins og mér hefur þegar samizt um við hina tvo vini mína, sem ráðgerðu byggingar. Annars allt hið bezta frétta. Beztu kveðjur frá okkur öllum. Þinn einlægur Jón Haraldsson. Hjalti Pálsson Sigurður Markússon Stöðuskipti hjá SÍS STJÓRiN Sambands ísl. sam- vinnufélaga hefur ráðið Hjalta Pálsson sem framkvæmdastjóra Innflutningsdeildar, eftir fráfall Helga Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra, sem lézt 19. þ.m. Hjalti Pálsson er 44 ára, sonur hjónanna Páls Zóphoníassonar, alþingismanns og Guðrúnar Hannesdóttur. Hann var fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla h.f. 194ð til 1960 og framkvæmda- stjóri Véladeildar SÍS fró 1952. f framkvæmdastjórn SÍS hefir Hjalti Páisson átt sæti síðan 1955. Hjalti Pálsson er kvæntur Ingigerði Karlsdóttur. Við framkvæmdastjórn Véla- deildar SÍS tekur Sigurður Mark ússon, sem undanfarin ár hefur verið framkvæmdastjóri skrif- stofu Sambandsins í Hamborg og þar áður í London. Sigurður Markússon er 37 ára. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands 1950. Ár- ið 1959 varð hann starfsmaður skrifstofu SÍS í Leith og fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar, er hún var flutt til London árið 1962. 1964 tók hann við fram- kvæmdastjórn skrifstofu Sam- bandsins í Hamborg. Sigurður Markússon er kvæntur Ingiríði Árnadóttur, Taugakerfi í brezkum fjár- málum Lundúnum, 1. marz NTB. NEÐRI deild brezka þingsins tók í dag til umræðu frumvarp ríkis- stjórnarinnar þess efnis að Bret- ar innleiði tugakerfið , fjármála- kerfi landsins. Verði frumvarpið að lögum mun allt hið flókna brezka pen- ingakerfi með pence og hálf- penny, shillinga, florin og hálf- krónur hverfa, en pundið að verðgildi (120 kr: ísl.) verður grunneining. Því verður skipt í 100 pence. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður breytingin frá og með febrúarlokum 1971. Ekki dóttii Rússlands- Íkeisata Hamborg, 28. febrúar NTB. DÓMSTÓLL í Ilamborg kvað I i dag upp þann dóm, að Anna Anderson, sem nú er búsett í Schwarzwald, geti ekki öðlast viðurkenningu á því að vera einkadóttir Nikulásar H. Rúss- landskeisara. Dómur réttarins þýðir, að hún fær ekki viður- urkennda kröfu sina tii arfs eftir keisarann. Hefur kröfu hennar um viðurkenningu á því, að hún sé dóttir keisar- ans, verið vísað á bug mörg- um sinnum áður. Anna Anderson, sem nú liggur rúmföst í litlu húsi í Schwarzwald, hefur flutt mál sitt fyrir dómstólunum í 34 ár. Hefði dómstóllinn í Ham- burg kveðið upp dóm þess efnis, að hún væri hin eina eftirlifandi af fjölskyldu keis- arans, sem myrt var, þá hefði hún getað gert kröfu til auð- æfa Romanov-fjölskyldunnar, sem talin eru vera 25 millj. rúblur (1200—1300 millj. ísl. kr.), en þetta fé á að hafa verið lagt inn í Englands- banka, sex árum áður en fjöl- skyldan var myrt í Jakater- I inaburg. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.