Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. Erlendur Jónsson skriíar um Hófadynur Halldór Pétursson: HÓFADYNUR. fslenzki hesturinn í ljóði og sögu. Andrés Björnsson og Kristján Eldjárn völdu efnið. 126 bls. Bókaútgáfan I.itbrá. Reykjavík, 1966. EINHVERS staðar sá ég þess getið einhverju sinni, að Halldór Pétursson væri alra manna skjót astur í viðbrögðum, ef hann væri beðinn að teikna mynd, sem ætti II að birtast á prenti, t. d. í dag- I blaði. jÞau ummæli komu mér i hug, þegar ég fletti hinni vönduðu myndabók hans, Hófadyn, því þar er sannarlega „lireyfing og II kraftur“ á síðunum. Myndirnar í þeirri bók eiga það sammerkt, að þær eru allar f af hestum og hestamönnum, utan fáeinar teikningar aftast í bók- inni af reiðtygjum og öðrum hlutum, sem tengdir eru, eða voru, brúkun hesta. Mig brestur þekking til að dæma um, hversu góðar þessar myndir séu frá „myndræmu" sjónarmiði eða, með öðrum orð- um, um ágæti Halldórs Péturs- sonar sem listamanns. En hver og einn er þó alltaf dómbær um sinn eigin smekk, og frá mínum sjónarhóli séð eru myndir Halldórs Péturssonar fyrst og fremst lýsandi. Af þeim sökum er Halldór t. d. öðrum mönnum hæfari að myndskreyta kennslubækur. Halldór teiknar atburði, þar sem Ásgeir Júlíus- son festi á blað stemmingar, svo verk Halldórs séu borin saman við verk annars listamanns, sem fram úr skaraði. Langflestar myndirnar í Hófa- dyn eiga að lýsa tilteknum at- burðum. Þar eru hestar, þandir til hins ýtrasta af kappsfullum knöpum; hestar, sem spretta frýsandi upp frá járninu; hestar, Bókarkápan sem lötra þolinmóðir undir hey- bandi; Ijónstyggir gæðingar, sem ekki láta handsamast, fyrr en í nauðirnar rekur fyrir þeim; vitrir hestar; þjóðsagnahestar; undrahestar. Flestar eru mynd- irnar prentaðar í einum lit; fá- einar í fleiri litum. Myndir bókarinnar eru gerðar í samræmi við stutta texta, sem prentaðir eru hver með sinni mynd, ýmis á sömu síðu eða sömu opnu, því sumar mynd- anna taka yfir heilar opnur. Textana hafa þeir valið, Andrés Björnsson og Kristján SYSTEM vörubifreiðir í □ □ Flyfja meira hlass lengri leið fyrir lcegra rerð 195 ha. Turbp-Dieselvét, — 152 ha. Turbo-Dieíelvél, — __ 8 hraða samhaeföur girkassl. 5 hraða samhaeföur girkasst. gfrkassl. Drif með niðurgírun. Lofthemlakerfi; tvöfalt. Vökva 2ja hraða drif. — YökvaatýrL 1 nöfum. — Lofthemiakerfí, stýri, .fr^mbyggð með velti- Frambyggð með veltihúsi. 2fa og Sja ö*la 270 ha. Turbo Oieselvél. t hraða samhæfðúi tvöfalt. Vökvastýri. ^rarnb. húsi. jneð veltihúsi og svefnbekk. Leyfileg heildarþyngd með Verð 2ja öxla, ca. kr. 852.0Ó0.- Leyfileg heildarþyngd með vagni 70 tonn. VOLVO N 8t vagni 32 tonn. Verð ca. kr. 498.000,- VOLVO NM Leyfileg heildarþyngd með vagni 22 tonn. Verð ca. kr. 398.000,- VOLVO N»4 2Ja og 3ja öxiá 270 ha. Turbo Dieselvél, 8 hraða samhæfður girkassi Drif með niðurgirun i nofum. — Lofthemlakerfi. tvöfalt. Vokvastýri. Xeyfileg heildarþyngd með vagni 70 tonn. Verð á 2ja öxla ca. kr. 600.000.- 195 ha. Turbo-Dieselvél, — 118 ha. 6 eyl. Líeselvél, —- 5 hraða samhæíður gírkassi. 5 hraða, samhæfður girkassi Lofthemlakerfi tvöfalt. Vökva 2ja hraða drif. atýri. Burðarþol á grind 7,2 tonn. Leyfileg heildarþyngd með Verð ca. kr. 326.000,- vagni 32 tonn. Verð ca kr. 482.300,- VANDIÐ VALIÐ ■ VELJIÐ VOLVO \mnax S^seiWM Lfm ^ ..._ TLT/ Stféurlamjsbraut 16 - Reykjavík - Sinwefni: >Voher< - Stmi 35200 Söluumboð á Akureyri: MAGNÚSJÓNSSON e/o Bifr.verkst. Þérshamar. Eldjárn. Andrés skrifar líka stuttan inngang. Þar segir hann meðal annars: „Bók sú, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er ekki fyrst og fremst úrval þess, sem ort hefur verið um hesta eða skrifað um þá í lausu máli. Slík bók mundi hafa orðið með allt öðru sniði. Bókin fjallar um íslenzka hestinn í myndum. Við texta- valið hefur helzt verið haft í huga að sýna viðhorf skálda og þeirra, sem ritað hafa um hpsta, frá sem flestum og ólíkustum snjónarmiðum og frá mismun- andi tímaskeiðum sögunnar. í flestum tilvikum er um að ræða afmarkaðar myndir eða lýsingar í sem allra stytztu máli. Til- gangurinn er að gefa listamann- inum, sem myndskreytir bókina, sem frjálsastar hendur og sem fjölbreyttastan efnivið í myndir þær, sem bókina prýða og eru megiefni hennar.“ Um val textanna mætti segja margt, þv íaf miklu var að kjósa. Svo mikið er til um hestinn rit- að í íslenzkum bókmenntum frá öllum tímum, að í vali sem þessu er í rauninni vandasamara að hafna en velja. Ef dæma skal um val Andrés- ar og Kristjáns, verður að hafa í huga, að textarnir gegna hér aukahlutverki. Þeir eru valdir handa listamanninum. Hliðsjón varð þó að hafá af hinu, hvaða höfundar islenzkir hafa mest og bezt um hestinn ort og skrifað. Og það hafa velj- endur gert. Þarna eru brot úr fornbók- menntum, hestakvæði, eða brot úr hestakveðskap, eftir Stefán Ólafsson, Jón Þorláksson, Grím Thomsen, Pál Ólafsson og Hann- es Hafstein. Eru þá aðeins fáir einir talir, því ekki eru þarna aðeins ljóð og laust mál eftir fleiri þekkta höfunda, heldur einnig talsvert efni eftir lítt kunna höfunda og annað, sem engum er hægt að eigna. Þarna gefur að líta myndir af nokkrum frægum reiðskjótum bókmenntanna. Fyrstan skil auð- vitað telja Sleipni, sem „tungla treður krapa“. Og knapinn er enginn annar en Óðinn sjálfur. „Séra Magnús settist upp á Skjóna,/ sá var ekki likur nein um dóna; — þannig byrjar al- kunn vísa. Nú sést, hvernig þeir líta út, séra Magnús og Skjóni hans, því Halldór hefur teikn- að þá báða, mann og hest. Þá gefur að líta Díla Stefáns Ólafssonar, hvar hann prjónar, hnarreistur mjög, læraþykkur, lendfagur og þolinn", eins og skáldið komst að orði. Ein myndin lýsir þeirri frægu eftirreið, er „Skúli gamli sat á Sörla einum“, en aðrir ,eltu hann á átta hófahreinum.“ Og ekki má gleyma Stjörnu Þor- gils gjallanda, þar sem hún rás- Halldór Pétursson. ar „þegjandi vestur eftir, yfir grjót og ása, mýrarflóa og fen.“ Og stór mynd er þarna af hrossasölu; texti eftir Einar Ben. Um útlit bókarinnar er ekk- ert að segja nema gott. Auð- séð er, að mjög hefur verið vand að til ytri frágangs. Fljótt á litið sýnist bókin vera bundin. Samt er hún ekki „bundin“, heldur límd, og hefur mér verið tjáð, að þess konar liming eigi að jafnast við vandaðasta band að styrkleika. Trésmiðir segja, að tryggilega samlímd borð eigi að bresta alls staðar fyrr um lím- ingu. Og hví skyldi ekki vera unnt að líma pappír jafntraust- lega? Torfi Jónsson hefur ráðið „tilhögun bókarinnar", eins og segir aftan á titilblaði. Það verk hefur hann augljóslega unnið af mikilli gostgæfni. Þegar rætt er um myndskreytt ar bækur, er oftast litið svo á, að textinn sé aðalatriði, mynd- in komi á eftir. Hér er því öfugt farið. Hér er það myndin, sem er aðalatriðið, en textinn vegna myndarinnar. Það sjón- armið hefur ráðið tilhögun bók arinnar. Textinn er hvarvetna látinn hliðra til fyrir mynd- unum án þess þó, að hlutur hans sé rýrður fram yfir það, sem til var ætlazt. Margir menn hafa lagt hönd að þessari bók. Verður ekki ann- að ráðið en þeir hafi allir kostað kapps að gera hana sem bezt úr garði. Og það hefur þeim>giftu- samlega tekizt. Erlendur Jónsson. Sk & STÍLHREIM FRAIILEHUNDl: SÖLÖHÚSGÖGN HE HRINGBRAUT121 SÍMI: 21832 ,HAPPDRÆTTI‘ „LUKKUPOKAR* Fjölskylduskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 5. marz kl. 3 e.h. Píanósóló Pílurnar syngja Kynnizt tízkunni frá liðnum öldum. Jazzballett. Forsala aðgöngumiða í Súlnasal í dag kl. 3—5 e.h. Borð tekin frá á sama tíma. Kvenskátafélag Reykjavíkur. „GOTT KAFFI“ „HEIMABAKAÐAR KÖKUR'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.