Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 1
32 SÍÐLR
54. árg. — 52. tbl.
LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovézka fréttastofan Novoskl sendi þessa mynd frá sér 1. marz, sem er af sovézkri demants-
leitarvél að störfum í heimskautabaugsísnum við borgina Mirny Yakutia í Rússlandi, en þar
eru að sögn sovézkra vísindamanna einar auðugustu demantsnámur í heimi. Má að myndinni
sjá, að hér er ekkert smáverkfæri að störfum.
Papandreou neitar að
mæta fyrir rétti
— segir Aspida-málinu hafa
verið stefnt sér til höfuðs
Aþenu, 3. marz, — AP-NTB
GEORGE Papandreou, fyrrum
forsætisráðherra Grikkja, neit-
aði í dag að bera vitni fyrir her-
rétti þeim er fjallar um Aspida-
málið svonefnda og sagði að
málinu hefði þegar í upphafi
verið sefnt sér til höfuðs og
stjórn sinni. Honum verður ekki
þröngvað til að bera vitni í mál-
inu sakir þinghelgi hans.
Eins og kom fram í fréttum á
sínum tima, svipti Konstantín
Grikkjakonungur Papandreou
forsætisráðherraembættinu í júlí
mánuði 1965 vegna ágreinings
þeirra um hversu skyldi fara
með Aspida-málið. Mál þetta er
til komið vegna meints samsæris
28 yfirmanna úr griska hernum
um að steypa konungi af stóli
og hefur Andreas, sonur Papan-
dreous verið sakaður um aðild
að samrærinu og jafnvel um að
vera leiðtogi samsærismannanna.
Hefur saksóknari farið þess á
leit að ahnn verði sviptur þing-
helgi svo honum verði stefnt fyr
ir réttinn.
Papandreou ritaði dómsforseta
bréf í dag og greindi ástæður
sínar fyrir að neita að bera
vitni í málinu og sagði þar m.a.
að ,.myrk öfl“ hefðu sett Aspida-
málið á svið til þess að neyða
hann og stjórn hans til að segia
af sér.
★
í dag kom til óeirða í Aþenu
er saman lenti stúdentum og lög
reglu. Voru stúdentarnir að mót
mæla breytingum á kennslumála
löggjöf landsins. Fjörutíu særð-
ust af stúdentum og urðu tíu að
leggjast inn á sjúkrafhús vegna
meiðsla.
Ræða Róberts Kennedys, öldtingadeildarþingm.:
Aukin spenna milli Banda-
ríkjaforseta og R. Kennedys
Wasbington, 3. marz — AP-NTB
RÓBERT Kennedy, öldunga-
deildarþingmaður, flutti í dag
langa og ýtarlega ræðu, í öld-
ungadeildinni og bar fram til-
lögu í þremur atriðum um frið-
arviðræður í Vietnam. Hefnr
ræðan vakið mikla athygli í
Bandaríkjunum og víðar. Lagði
Kennedy til að sprengjuárásum
á N-Vietnam yrði hætt í eina
viku og þannig kannaður vilji
N-Vietnammanna og stuðnings-
manna þeirra til friðarviðræðna.
Sagði Kennedy að jafnframt bví
að Bandarikin hættu loftárásum
verði að tilkynna að þau séu
reiðubúin til friðarviðræðna inn
an þessarar viku.
Einnág verði Bandaríkjamenn
að gera það ljóst, að viðræð-
urnar geti ekki staðið til lang-
frama án samkomulags beggja
aðila um að þeir muni ekki auka
hernaðaraðgerðir sínar á meðan.
í öðru lagi lagði þingmaðurinn
til að komið yrði á fót aliþjóð-
legri eftirlitsnefnd, sem hefði
etfirlit með landamærunum og
hafnarborgum í Vietnam.
í þriðja lagi að gæzlusveitir
Sameinuðu þjóðanna tækju við
af Bandaríkjamönnum í Viet-
nam.
Stjórnmálafréttaritarar í Was
hington segja að ræða Kennedys
hafi verið bein áskorun t’l
Jöhnisons, Bandaríkjaforseta.
sem vísaði tillögum Kennedys á
bug áður en hann hóf að flyíja
ræðu sína. Segja fréttaritararnir
að ræða þessi hafi mjög breikk-
að bilið milli Johnsons og
Kennedys, en í bréfi, sem dreift
var í öldungadeildinni áður en
Kennedy hóf mál sitt, sagði John
son að sprengjuárásum yrði
ekki hætt, fyrr en N-Vietnam-
menn drægju úr hernaðaraðgerð
um sínum og sýndu að þeir væ~u
reiðubúnir til að setjast við
samningaborðið.
Segja stjórnmálafréttaritararn
ir einnig, að með dreifingu áð-
urnefnds bréfs hafi Jöhnson for-
seti viljað leggja áherzlu á óá-
nægju sína með afstöðu .Kenne-
dys gagnvart stefnu forsetans í
Vietnam. Mikil spenna hefur
ríkt milli Johnsons og Kennedys
undanfarið, þó að báðir hafi lagí
sig fram um að láta líta
Framhald á bls. 31.
Kína:
Wilson ávítar
flokksbræöur sína
London, 3. marz — NTB-AP
WILSON, forsætisráðherra
Breta sagði á fundi með þing-
mönnum Verkamannaflokksins í
gær, að þingmenn þeir, er ekki
treystu sér tii að styðja stefnu
stjórnarinnar ættu að segja sig
úr flokknum. Var forsætisráð-
herrann mjög hvassyrtur í garð
þeirra 60 þingmanna, er sátu hjá
við atkvæðagreiðsluna um varn-
armálafrumvarp stjórnarinnar
sl. þriðjudag .Sagði hann ma:
„Hverjum hundi leyfist að bíta
einu sinni, en öðru máli gegnir
um hund, sem er síbítandi“
Telja Stjómmálafréttaritarar að
með þessu hafi Wilson verið að
gefa þingmönnunum í skyn, að
þeir muni ekki njóta stuðnings
Verkamannaflokksins við næstu
þingkosningar í Bretlandi.
Fregnir herma að Wilson hafi
skýrt frá því á lokuðum flokks-
fundi, að ef andspyrnan innan
Verkamannaflokksins héldi
áfram að vaxa, ætti hann ekki
annars úrkosta en að efna til
nýrra þingkosninga. Auðséð er
af þessum aðgerðum Wilsons, að
'hann er staðráðinn í að hafa
fullt vald á flokknum, er um-
ræðurnar um hin umdeildu verð
stöðvunarlög ríkisstjórnarinnar
hefjast á nýjan leik.
Að öllu jöfnu hefur stjórnin
fengið um 100 atkvæða meiri-
hluta við atkvæðagreiðslur 1
neðri málstofunni, en við at-
kvæðagreiðsluna sl. þriðjudag
fékk hún aðeins 39 atkvæða
meirihluta. Ríkisstjórnin hefur
viðurkennt, að 43 þingjnenn
Verkamannaflokksins hafi setið
1 hjá, en aðrar heimildir herma
að þeir hafi verið 63.
Enn ein mis-
fök í Vietnam
Chou En-lai eflist að völdum
Lin Piao lætur til sín heyra
Saigon og Washington, 3. marz
NTB-AP
RÚMLEGA 100 S-Vietnam búar
fórust og 175 særðust, þegar
tvær óiþekktar sprengjuflugvél-
ar vörpuðu sprengjum á þorpið
Lang Vei í S-Vietnam, skammt
fá landamærum Laos. Um tvö
þúsund íbúa voru í þorpinu og
var fjöldi þeiira flóttamenn,
sem höfðu talið þorpið öruggt
hæli gegn Viet Cong og styrj-
öldinni. Flugvélarnar tvær, sem
voru af Deltagerð vörpuðu
sprengjum og skutu á þorpið úr
vélbyssum í 25 mínútur, eru álitn
ar vera bandariskar eða s-viet-
namískar.
Bandariskar þyrlur fóru þeg-
ar á staðinn og fluttu hina særðu
í sjúkrahús í nærliggjandi borg.
Bandariska herstjórnin rannsak
ar nú orsakir þessaa mistaka,
sem er hörmulegasti atburður-
inn af þessari gerð í styrjöld-
inni, en slík mistök hafa nokkr-
um sinnum áður átt sér stað, en
ekki með eins alvarlegum afleið
ingum og nú.
Bandarískar orustuflugvétar
gerðu í dag í þriðja skipti á
einni viku árásir á rafstöð ná-
lægt Haiphong í N-Vietnam. Auk
þess sökktu flugvélarnar 39
Framhald á bls. 31.
Peking og Tókíó, 3. marz.
AP — NTB
AF FRÉTTUM fréttastofunn-
ar „Nýja Kína“ í dag virtist
mega ráða að Chou En-lai for
sætisráðherra hefði enn eflzt
að völdum og verið skipaður
félagi eða jafnvel varafor-
maður í hermálanefnd mið-
stjórnar kínverska kommún-
istaflokksins, sem fer með
æðsta vald í hermálum ríkis-
ins. Mao Tse Tung er formað-
ur nefndar þessarar í orði
kveðnu en Lin Piao varnar-
málaróðherra er varaformað-
ur hennar og raunverulegur
yfirmaður.
í frétt „Nýa Kfna“ sagði frá
fjölmennum útifundi rauðra varð
liða í Peking 22. febrúar sl. þar
sem Chou en-lai var sagður hafa
ávarpað samkunduna, er taldi
um 10.000 manns, „fyrir hönd
Maos formanns og náins vopna-
bróður hans Lin Piaos og fyrir
hönd miðstjórnar flokksins, rík-
isráðsins, hernefndar miðstjórn-
arinnar og menningarbyltingar-
nefndar miðstjórnarinnar.“
Áður höfðu menn velt yfir því
vöngum hvort Chou En-lai
myndi ekki hafa verið skipaður
varaformaður nefndar þessarar,
því ólíklegt þótti að ekki lægi
eitthvað því að baki er Ohou
nýverið gaf Kínaher fyrirskipan-
ir um að verja málstað Mao Tse
Tungs í Honanfylki. Sem for-
sætisráðherra átti Chou hvorki
sæti í hermálanefndinni né í
þjóðvarnarráðinu, sem fyrir réði
erkifjandi Maos, Liu Shao Chi
forseti. en sennilegt þykir að
hann hafi nú í fjarveru Lin Piaos
og ónáð Lius hlotið skipan tU
annars eða beggja.
Enda þótt Chou sé fyrst og
fremst stjórnmálamaður og
Framhald á bls. 31.
*.
*