Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. 15 Styrktarsjóður líknar- og mannúðarmála á Grund FYRIR ári síðan stoínuðum við á Grund styrktarsjóð líknar- og mannúðarmála. Tilgangur sjóðs- ins er, að hjálpa þeim, sem eru að hjálpa öðrum. Þetta gerum við á ýmsan hátt. Voru t. d. gerð ir nokkur þúsund söfnunarbauk- ar, sem hafa verið og verða gefn- ir kirkjubygginganefndum og ýmsum öðrum, sem starfa að líknar- og mannúðarmálum. Á þennan hátt getur safnast tals- vert fé án þess að naiklu sé til- kostað. Þessum sjóði hafa borizt nokkr ar gjafir og hefur áður verið þakkað fyrir þær. Fyrir nokkr- um dögum kom einn vistmaður á Grund með 5000 krónur, sem var gjöf frá honum og konu hans Skólafélag Stýrimannaskólans heldur dansæfingu í Silfurtunglinu laugardaginn 4. marz og hefst hún kl. 21.00. Nefndin. Kaupmenn - Heildsalar Höfum gott verzlunarhúsnæði í Miðbænum. Viljum taka að okkur skyndisölu á hvers konar vörum. Tilboð merkt: „Skyndisölur — 8963“ sendist blað- inu sem fyrst. Frystihús Lítið frystihús við sunnanverðan Faxaflóa til sölu. Leiga að hálfu eða öllu leyti kemur einnig til greina. Tilboðum sé skilað til Morgunblaðsins fyrir 10. marz merkt: „Frystihús — 8921“ Frá matsveina- og veitingaþjónaskólafnum Kvöldnámskeið fyrir matsveina á fiski- og flutn- ingaskipum hefst 7. þ.m. Innritun fer fram í skólanum mánudaginn 6. marz kl. 7—8. Skólastjóri. Húsmæður Munið að panta brauðið tímanlega fyrir ferminguna. Brauðborg Frakkastíg 14 — Sími 18680. Ibúð Bvggingafélag alþýðu, Hafnarfirði vill hér með benda félagsfólki á eftirfarandi: Þeir, sem óska eftir að fá keyptar íbúðir hjá fé- laginu, þurfa að senda skriflegar umsókn- ir til stjórnarfélagsins. Þar sé tilgreind fjölskyldustærð, ásamt heimilisfangi. Eldri umsóknir þarf að end- urnýja. Ein íbúð við Skúlaskeið no. 36 er nú til sölu hjá félaginu. Umsóknir um þá íbúð sendist fyrir 10. þ.m. Félagsstjórnin. í sjóðinn. Þau eiga gullbrúðkaup um þessar mundir og vildu heiðra minningu foreldra sinna á þennan hátt. Vissulega eru gull brúðkaupin ekki mörg hjá okkur — heldur ekki slíkur höfðing- skapur og ræktarsemi, sem gjöf þeirra ber vitni um. Þau líta yfir farinn veg. Þau hafa oft áður gefið rausnarlegar minningar- gjafir um látna ástvini, og nú eru þau að gefa okkur tækifæri til að láta peninga þeirra verða öðrum til hjálpar, og munum við vissulega reyna að verja þeim þannig, að þeir verði einhverj- um til góðs. Hin gjöfin er frá einni vist- konu — en hún gaf 1000 krónur í sjóðinn. Þreyttir fætur. Ætlun- in er að verja þeim peningum, sem safnast í þann sjóð, til þess að styðja að því að meira verði gert fyrir aldrað fólk,s em á bágt með gang. Fótsnyrting getur hér oft hjálpað, og hefur þegar feng- izt ágæt reynsla í þeim efnum hér á landi sem annars staðar. En allt kostar þetta fé. Ein áfengisflaska getur valdið miklu böli, ef úr henni er drukk- ið, en væri andvirði sömu flösku varið til líknar- og mannúðar- mála, gæti það hjálpað lúnu og aldurhnignu fólki, sem nauðsyn- lega þarf á aðstoð að halda. Sjóð- urinn Þreyttir fætur mun von- artdi verða þess megnugur síðar, enda þótt enn sé aðeins í honum ein gjöf frá aldraði konu. Gísli Sigurbjörnsson. - FISKISKIP Framlhald á bls. 17 sem nokkur undanfarin ár hefur verið skipstjóri á Guðrúnu Jóns- dóttur. Fyrsti vélstjóri er Arthur Gestsson. Eigandi skipsins er Gunnvör h.f., en framkvæmda- stjóri þess fyrirtækis er Jóhann Júlíusson útgerðarmaður hér í bæ. Júlíus Geirmundsson kom við í Horten í Noregi og voru þar Stillt siglinga og fiskileitartæki. Skipið hreppti versta veður á heimleiðinni og mikil ísing sett- ist á skipið, en skipstjórinn segir að það hafi reynzt afbragðs vel. Það fer á veiðar með þorska nt inhvern næstu daga. — HT. Fél ísl. fræða ræðir hlutverk Bandalags háskólama nna FÉLAG íslenzkra fræða hélt fund 28. febrúar 1967. þar sem rætt var um starfsemi og hlut- verk Bandalags háskólamanna. Svohljóðandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: Sökum reynslu undananfar- inna ára lýsir fundur í Félagi íslenzkra fræða 28. febrúar 1967 yfir vantrausti á Bandalag starfsmanna ríkis og bæja til að sinna að gagni sérmálum þeirra opinberra starfsmanna, er varið hafa mörgum dýrmætustu árum ævinnar til að búa sig undir starf sitt og hafa af þeim sökum allt aðra afstöðu til kjara mála en nokkur annar hópur opinberra starfsmanna. Fundurinn bendir á, hversu allt tal um „launajöfnuð“ verð- ur villandi, þegar á það er litið, að raunverulegar ævitekjur þeirra manna, sem minnst hafa lagt í sölurnar til að búa si-g undir ævistarfið, verða að jafn- aði miklu hærri en þeirra, sem vandað hafa til undirbúnings- ins. Fundurinn lýsir því eindregn- um stuðningi við stefnu Banda- lags háskólamanna, að samnings réttur um kjaramál háskóla- mennaðra opinberra starfsmanna komist hið fyrsta í hendur há- skólamanna sjálfra, svo sem fyrri ályktanir félagsins um þetta efni hníga að. (Frá Fél. ísl. fræða). Íbúðareígendur Af sérstökum ástæðum þurfum vér að útvega 4ra herbergja íbúð til leigu strax. Leigutími um 1 ár. Upplýsingar gefur Gunnar Grímsson í síma 17080. Starfsmannahald SÍS. Ríkisjarðir Nokkrar ríkisjarðir lausar til ábúðar í næstu far- dögum. Uppl. gefnar í jarðeignadeild ríkisins, Ingólfsstræti 8. Volkswagen-námskeið Þeir Volkswageneigendur sem ætla að taka þátt í næsta viðgerðarnámskeiði sem hefst miðvikudag- inn 8/3 hafi samband við Ökukennsluna sf. í sim- um 19896 — 21772 — 34590 og 21139. Húseignin Steinholt á Revðar- firði er til sölu Tilboðum sé skilað til Methúsalems Sigmarssonar, Reyðarfirði fyrir 20. marz n.k. Allar nánari upp- lýsingar veitir undirritaður í síma 86 Reyðarfirði. Methúsalem Sigmarsson. Nauðungaruppboð Eftir kröfu bæjarfógetans í Kópavogi fer fram nauðungaruppboð að Miðstræti 7, hér í borg, þriðju- daginn 14. marz 1967, kl. 10.30 árdegis og verður þar seldur eldtraustur peningaskápur, talinn eign Remedía hf. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Tilboð óskast í tvœr bifreiðir Vauxhall Victor árg. 1965 og Opel Kadett árg. 1966. Bifreiðarnar eru báðar skemmdar eftir árekstur og miðast tilboðin við núverandi ástand þeirra. Bifreiðarnar eru til sýnis að Suðurlands- braut 10 (bakhús). Tilboð skulu hafa borizt fyrir 10. þ.m. merkt: „Tjónadeild". Hagtrygging hf. Einkaumboð í boði Dönsk verksmiðja, sem framleiðir skreytingar á framhlið húsa, sem sérgrein (plast-skraut, máln- ingu, álímingaskraut o.fl.) óskar eftir sambandi við íslenzkt fyrir eða verzlunarmann, sem óskar að taka að sér einkaumboð á okkar gæðavörum, sem nú þegar eru seldar í miklu magni í Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi og Englandi og sem á nú að fara að kynna og selja í fjölda annarra landa. Við óskum helzt eftir sambandi við fyrirtæki, sem hafa sambönd við byggingariðnaðinn og nokkurt fjár- magn (ca. 90.000 ísl. kr.) tii að fastsetja í væntan- legum vörulager og sem byrjunarfé. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlega beðnir að skrifa á dönsku, þýzku eða ensku til DANSK BYGGE KEMI Engdalsvej 4 — Herning — Danmark.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.