Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. Afengisbölið, baráttumál íslenzkra kvenna Jakobína IVflatbiesen kjörin for- maður Vorboðans í 25. sinn JAKOBÍNA Mathiesen í Hafnarfirði var mánudaginn 20. febrúar sl. kjörin í 25. sinn formaður Vorboðans, fé- lags Sjálfstæðiskvenna í Hafn arfirði. í tilefni af aldarfjórð- ungs starfsafmælinu átti Morgunblaðið tal við frú Jak- obínu dag einn í vikunni sem leið. >að hófst með því að ég setti fyrsta fund Vorboðans fyrir tæpum 30 árum, og fimm árum síðar var ég kjörinn for- maður félagsins og hef verið það síðan, sagði Jakoibina í upphafi samtalsins. Fyrsti for maður Vorboðans var frú Rannveig Vigfúsdóttir. — Yður heíur verið sýnt mikið traust með þessu end- urkjöri, Jakobína? — Já, óneitanlega felst I þessu traust, sem mér þykir mjög vænt um að konur Vor- boðans hafa sýnt mér, en ég held að aðalástæðan fyrir því sé nú samt, að engin önnur hefur viljað vera formaður. — Hefur ekki oft verið erf- itt að vera formaður Vortooð- ans? — Jú, að vísu. Starfinu fylgir töluverð ábyrgð og vinna, en sú vinna hefur ætíð margfalt borgað sig og átoyrgð inni hefur fylgt gleði. Það hef ur verið mér ómetanleg ánægja að vinna með þessum konum. Félagið hefur starfað af fullum krafti með ágætri fundarsókn alla vetrarmánuð ina og vil ég þakka það sam- heldni og árvekni Vorboða- kvenna. í stjóm félagsins hafa alltaf verið hinar ákjós- anlegustu konur. Mesta ánægj an í starfinu hefur æt.íð ver- ið hversu vel allt hefur geng- ið. — Hvert er aðalverkefni ykkar Vorboðakvenna? — Verkefni Sjálfstæðis- kvenna er, eins og gefur að skilja, fyrst og fremst að vinna að framgangi Sjálf- stæðisstefnunnar, þeirrar stefnu, sem berst fyrir frjáls- ræði. Það er nú í þeirri góðu tiú að þessi stefna henti okk- ur bezt, sem ég stússa þetta í „pólitíkinni". Eins og sjá má á íslenzku þjóðlífi í dag, hefur þjóðin komizt úr örbirgð í bjargálnir eins og okkar látni foringi, Ólafui Thors, orðaði það á sínum tíma. En í slíku félagi, sem okkar er margt aðhafst sem ekki kemur stjórnmálum beint við. Við reynum að vinna að margvíslegum velferðarmál- um með ýmsum hætti. Bar- áttu- og réttindarmál kvenna eru málefni, sem allar konur eiga að láta sig varða. Þó að mikið hafi áunnizt í réttinda- Jarðarför eiginmanns míns, Lárusar Jakobssonar frá Óspaksstöðum, sem andaðist 27. febrúar, fer fram frá Fossvogskirkju mánud. 6. marz kl. 13.30. Sigríður Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. HÉLT AÐ HANN ÞYRFTI EKKI AÐ TAKA NIÐUR HÚFUNA - Rætt v/ð Eyjólf Jóhannsson rakara- meistara, sem vorð 75 ára i gær Jakobína Mathiesen. málum kvenna, þá verða kon- ur sjálfar að vera vel á verði svo allir megi sjá að þær, með fengnum rétti, eru jafnhæfar karlmönnum í hvaða forystu- hlutverki sem er. Mér finnst áríðandi að fleiri konur sitji á löggjafanþingi þjóðarinnar og gegni ábyrgðarstöðum, vegna þess að konan er sízt óhæfari til að vinna að hin- um ýmsu menningar- og mannúðarmálum en karl- menn. Þetta kallast víst kven- réttindastefna, en taka vil ég fram að sú stefna má aldrei taka fram fyrir hendurnar á móður og eiginkonuhlutverk- inu. —: Hvert telur þú vera aðal baráttuverkefni islenzkra kvenna í dag? — Þótt hagur íslenzkra kvenna sé í flesta staði stór- bættur frá því sem áður var, þá er versta þjóðfélagsvanda- málið enn óleyst, þ.e.a.s. áfengisbölið. Það hefur komið mörgu heimilinu á kaldan klaka og veldur oft óbætan- legu tjóni. Við konurnar í landinu getum komið í veg fyrir þetta tjón með því að sameinast í herferð gegn áifengisbölinu. Brennivín ug stríð er mesta ógæfa heimsins. — Nú eru kosningarnar f vor, Jakobína. og þá bíður ykkar ærið verkefni? — Já, fyrir okkur Sjálfstæð iskonur er auðvitað ætíð mest að starfa fyrir kosning- arnar og munum við Vorboða konur enn á ný taka. saman höndum og vinna eins vel og við megnum að framgangi Sjálfstæðisflokksins. Ég vil hvetja allar sjálfstæðiskonur í landinu til að taka nú sam- an höndum og vinna fyrrr þennan flokk, fólkinu í land- inu til heilla. — Það má ekki koma i blað- , inu fyrr en á laugardag, og ég vil ómögulega auglýsa það að ég eigi afmæli, sagði Eyjóifur Jó- hannsson rakarameistari þegar ég hringdi i hann og bað um við- tal í tilefni 75 ára afmælis hans sem var i gær. Það er annars erfitt að trúa því að Eyjólfur sé orðinn 75 ára. Hann hefur útlit fimmtugs manns, er kvikur í hreyfingum og vinnur alltaf fullan vinnudag. — Maður hrörnar bæði and- lega og líkamlega ef maður hættir að vinna, sagði Eyjólfur, — en ég vildi nú svona úr þessu fara að draga svolítið af mér. — Hvernig stóð á því að þú gerðist rakari Eyjólfur? — Það var fyrir algjöra til- viljun. Ég er bóndasonur. Fædd- ur í Kollabúðum við Kollnafjörð í A-Barðastrandarsýslu og ólst þar upp. Ég fór í Flensborgar- skólann og var þar í tvo vetur og ég gat farið í sveitina aftur — mér líkaði vel sveitavinna, en þetta æxlaðist eirthvern veginn þannig, að þegar ég kom úr Flensborg fór ég upp á Mýrar og var þar kennari einn vetur. Kom svo aftur hingað suðúr og fór til Hafnarfjarðar. Atvinna var mjög lítil, svo ég tók upp á því að fara að raka á Hótel Hafn- arfirði og þar var ég í einn mán- uð, og það var upphafið á ferli mínum sem rakari og ég get ekki sagt að ég iðrist þess að hafa valið mér þá iðn að ævistarfL — Hvenær var það sem þú byrjaðir í Hafnarfirði? — Það var í apríl 1914. í maí fór ég svo vestur á ísafjörð og starfaði þar sem rakari í heilt ár. Kom síðan aftur hingað suður, eftir að ihafa verið sumarlangt norður í Aðalvík sem kaupamað- ur, og þá fór ég að vinna hjá Árna Böðvarssyni hérna í Banka stræti 9. Það var þó aðeins stutt- ur tími, því eftir þrjár vikur seldi hann rakarastofuna og Mortensen keypti. Ég „fylgdi Útgeicndi Time og Liíe lótinn New York, 28. febrúar NTB. HENRY Luce, útgefandi tima- ritanna Time og Life lézt í dag, 68 ára að aldri. Árið 1964 hafði hann fengið ritstjórn tímarita sinna í hendur Hedley Donogan, en var áfram meðritstjóri og for- maður í stjórn útgáfufélagsins. Luce hóf starfsemi sína sem blaðamaður við Chicago Daily News en starfaði síðar við Balti- more News. Árið 1923 hóf hann ásamt starfsbróður sínum, Briton Hadd- en, útgáfu tímaritsins Time. Síð- an hófu þeir útgáfu á tímaritun- um Fortune (1930). Life (1936) og Sports Illustrated (1954). Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar, Sigríðar Guðmundsdóttur, Ásvallagötu 31. Guðmundur Hjaltason. Svava Hjaltadóttir. Þökkum innilega auðsýnda vináttu við andlát og útför Péturs Ásmundssonar Brekkan. Börn, tengdabörn, og systir hins látna. með“ í kaupunum og var hjá honum í eitt ár. Fór síðan til Sigurðar ólafssonar og Kjartans og þar var ég nær óslitið til 1923, en þá byrjaði ég hér í Banka- stræti 12 og hef verið hér með mína stofu síðan. — Lærðurðu hjá Sigurði? — Nei. Þegar ég byrjaði að raka var engin löggjöf til um menntun rakara. Iðnlöggjöfin kom ekki til fyrr en 192® og þeir sem voru búnir að vinna lengi í iðninni þurftu þá ekki að fara í skóla, — aðeins sækja sitt meistarabréf. — Á þessum 44 árum, ertu vafalaust búinn að hafa hendur í hári margra? — Já. Búinn að hafa hendur í hári margra og tekið marga við nefið. — Er starfið skemmtilegt? — Rakari hittir í starfi sínu marga skemmtilega menn og mörg skemmtileg atvik koma fyrir. — Er það ekki mikið sömu mennirnir sem koma til þín? — Jú. Ég hef marga fasta „kúna“. T. d. einn mann sem kom til mín fyrsta daginn sem ég hafði opið hérna. Ég á marga ágætis viðslciptamenn af öllum stéttum og flokkum. Það skiptir ekki máli hvaða stöðu þeir gegna í þjóðfélaginu, þeir eiga allir jafnan rétt á því að fá góða þjónustu. — Hefur tízkan í hárklipping- um ekki breytzt mikið frá 1914 Eyjólfur? — Ég mundi nú ekki segja það að neitt stórvægilegt hefði skeð í þeim málum. Það verða reynd- ar alltaf einhverjar breytingar, — en ekki svo mikið. — Hvað finnst þér um bítlana og bítlahárið? — Bítlar eru hundleiðinlegir. Sumir hirða hárið svo illa að það er hreinn viðbjóður að fara með hendurnar í það. Ekki eru þó allir undir þá sök seldir, og hirða sig sæmilega. — Er ekki mikið að minnka að ungir menn gangi með sítt hár? — Það fer hægt. Ég var að heyra að það hefði komið rakari í einn skóla hér í borginni og klippt marga. Skólas’jóri ku hafa skipað svo fyrir að þeir yrðu að láta klippa sig. Þetta finnst mér alveg rétt viðbrögð, því að það er skömm að þessu. — Nú eru menn svo til hættir að vera með alskegg. Áður fyrr var miklu meira um það. Það er mjög gaman að snyrta ræktarlegt alskegg, ef menn vita hvernig þeir vilja hafa það. — Nú hafið þið ekki haft raf- magnsklippur þegar þú byrjaðir sem rakari? — Nei. Við höfðum bara hand- klippur. Rafmagnsklippur komu ekki fyrr en um 1920. Það var mikill munur. Annars er hægt klippa alveg eins vel með hand- klippum, en maður er miklu lengur að því. Ég á alltaf eitt sett af handklippum og get því haldið áfram þótt rafmagnið fari. — Er meira að gera hjá rökur- um nú en þegar þú byrjaðir? — Því er ekki gott að svara. En það koma aldrei aðrar eins skorpur og þá. T. d. um lokadag- inn, þá var bara alltaf flekkurinn á gólfinu, — maður hafði ekki einu sinni tíma til að sópa. Mað- ur hafði það ekki eins gott þá og núna. Nú hafa allir það svo gott, og það sem miður fer hérna á íslandi nú er okkur öllum að kenna, en ekki ríkisstjórn eða forystumönnum stjórnmála- flokka. Sökin er allra. — Þú sagðir áður að ýmsir Eyjólfur Jóhannsson skemmtilegir atburðir hefðu kom ið fyrir í starfinu. — Já, en það er ekki svo gott að telja upp atbin-ði svona fyrir- varalaust. En ég get sagt þér dæmi um einn slíkan, að það kom maður hér inn á stofuna og settist í stólinn. Hafði sá húfu á höfðinu og trefil um hálsinn. Ég spurði hann hvort hann vildi ekki gjöra svo vel að taka þetta af sér. „Þarf maður þess“, sagði hann þá. Einu sinni var ég líka að raka drukkinn mann hérna og við vorum eitthvað að tala sam- an, um hvað man ég ekki, en ég sagði orðið snúður oft. Loks sagði maðurinn við mig: Ég vann lengi í bakaríi og síðan er ég alltaf kallaður snúður. Sagðist hann skrifa stafinn S(núður) 1 nafni sínu. — Ertu ekki búinn að kenna mörgum iðnina? — Þeir eru sex eða sjö og hafa starfað sem rakarar síðan. — Og að lokum Eyjólfur? — Það hafa orðið miklar þjóð- félagslegar breytingar á minni ævi, og þær til mikilla bóta. Við lifum hér í Paradís, ef við bara viljum. Fyrir slíkt er maður þakklátur. Maður er líka þakk- látur þeim fjölmörgu viðskipta- vinum sem ég hef haft. Ég hef haft góða heilsu og starfsþrek, og hef átt því láni að fagna að eign- ast 6 börn og 22 barnabörn og barnabarnabörn, svo ekki er hægt að segja að ég sé neinn fá- tæklingur. Nú, ég ætla að halda áfram að raka, þvi að ég er viss um, eins og ég sagði þegar við byrjuðum að tala saman, að maður hrörnar andlega og líkam- lega þegar maður hættir að vinna. Kærar þakkir flyt ég öllum þeim, sem sýndu mér vin- semd og sóma áttræðum með gjöfum, símskeytum, hlýjum ummælum í orði og riti, og að síðustu ánægjulegu sam- sæti. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Innilegar þakkir til vanda- manna, reglusystkina i IOGT og annarra vina fyrir heim- sóknir, skeyti og blóm og annan vináttuvott, sem mér var sýndur á 80. afmæli mínu 22. febrúar sl Guð blessi ykkur öll. Halldór Þorsteinsson, Vörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.