Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1%‘7.
Sögulegt
sumarfrí
eftir Stephen
Ransome
tapa spilinu, hefði gjarnan viljað
láta það hafa sinn hæga gang og
beðið átekta, en þannig var Brad
ekki. Af einhverjum ástæðum,
sem hann þekkti, var eins og
hann væri æstur í að láta taka sig
fastan fyrir morð og það heldur
fyrr en seinna. Hann beinlínis
rak á eftii því, og nú skuluð þið
heyra, hvernig hann fór að því.
Ég fór út í vinnustofu Brads
með meiri liðsauka en ég kærði
mig um. Auk Glendu var sem sé
Kerry með mér.
Ég hafði komið að Glendu
sofandi. Hún hafði vakað mest-
alla nóttina, sagði hún, en loks-
ins dottið út af. Hún hafði ekki
orðið þess vör, að Brad var far-
inn út, fyrr en ég vakti hana
þarna.
Ég sagði henni í stuttu máli
frá þessum leiðangri Brads og
'hvernig hann hefði óafvitandi
haft Kerry með sér sem leynifar-
þega. Glenda var því strax sam-
þykk, að við yrðum að neyða
Brad til að segja okkur alla sög-
una, þó ekki væri nema sjálfs
hans vegna. Við þutum þvi út í
vinnustofuna og auðvitað þurf*i
Kerry að elta okkur þangað.
Hún hafði heyrt þegar ég barði
að dyrum hjá Glendu og strax
blandað sér inn í samtal okkar
og nú þverneitaði bún að láta
bægja sér frá.'
En um leið og þessi skritna
þrenning í sloppum og náttföt-
um, kom út í garðinn, opnuðust
dyrnar.
Brad kom út. kaldur og ein-
beittur, rétt eins og hann væri
að fara í einhverju ákveðnu er-
indi. Hann var niðurlútur og
siginaxla, og sá okkur ekki. Þeg-
ar Glenda kallaði til hans, stanz-
aði hann snöggt og eins og sak-
bitinn. Hann kom til okkar,
skuggalegur á svip og rétt eins
og • hann botnaði ekki neitt í
neinu.
— Hvað er þetta?
— O, við ætluðum bara að gera
aðsúg að þér, elskan, sagði
Glenda. — Það er ekki á neins
eins manns færi að opna svona
lokaða skel eins og þig.
— Nei, sjáið þið nú til, öll sam
an, sagði Brad og kafroðnai —
og ekkert bros svaraði brosi
Glendu. — Ég á í dálitlum erf-
iðleikum og þið megið ekki gera
þá enn erfiðari fyrir mig.
— Nei, afsakaðu, sagði Glenda
einbeitt. Þú sleppur ekki við það
hvort sem er og þá er þér eins
gott að koma inn og horfast 1
augu við það.
Brad hugleiddi þessa einbeittu
framkomu Ijóðhærðu stúlkunn-
ar og komst að þeirri niðurstöðu
að hreyfa ekki mótmælum. Við
gengum inn í vinnustofuna og
okkur fannst við vera búin að
gera ofurlítið skarð í varnarmúr
hans, og ég notaði tækifærið til
að stækka það skarð.
— Það vildi svo til, að ég var
vakandi fyrir skammri stundu,
og sá þig þá fara út í þessa
morgungöngu þína, Brad. Þú
veizt, að illviljuðu auga gæti
þótt slíkt grunsamlegt.
Brad yppti öxlum. — Ég er þó
að minnsta kosti grunsamlegur,
hvort sem er, jafnvel í augum
beztu kunningja minna.
Glenda neitaði því ekki, held-
ur kinkaði kolli.
— Það má til dæmis nefna
þennan mann, hann McNeary,
hélt ég áfram. — Einhver flæk-
ingur skar páfagaukinn hans á
háls í fyrrinótt.
Það mátti muna það, að Brad
var sjálfur ekkert viðkvæmu-
fyrir morði á fuglum.
Hann leit á mig og sagði: —
Þú ert alltaf að tala um þennan
mann. Til hvers. Ég þekki hann
alls ekki.
Kerry og Glenda litu hvor á
aðra og svipurinn varð vandræða
legur.
— Þið ættuð heldur að hætta
þessu, sagði Brad og málrómur-
inn var óhugnanlegur. — Ég er
búinn að segja ykkur að vera
ekki að pína mig. Og mér er al-
vara — þið ættuð að láta mig í
friði.
—_ Brad minn, sagði Glenda.
— Ég hef fullan rétt á því að
vita, hvað það er, sem liggur
svona þungt á þér.
- Ég er bara lasinn og taug-
arnar í mér alveg að bila. Vissu-
lega hef ég nógar áhyggjur —
og það er mitt mál, en ekki ykk-
ar. Og auk þess hef ég drukkið
dálítið — rétt til að hressa upp
hugann. Svo að þið ættuð ekki
að ganga svona hart að mér.
— Hressa upp hugann? Ég hef
aldrei vitað, að þú þyrftir þess,
sagði Glenda. — Hressa hann
upp til hvers?
Svipurinn á honum varð
skuggalegur. — Þið vitið öll, að
hann Walker hringdi í mig í
gærkvöldi. Hann verður að gera
það. Það veit ég. En ég vil ekki
láta hann gera það.
— Áttu við, að hann verði að
senda út leitarflokk? sagði ég.
— Já, menn, sem leita um all-
an skóginn og í ánni. Og aðra
menn, sem snuðra hér um allt
húsið, og allir eru að leita að líki
Evvie undir hverjum steini og
laufblaði — gantast um það og
vera fyndnir og hlæja — aðkomu
menn, sem róta öllu upp. Þetta
gæti haldið áfram dögum sam-
an og gert okkur alveg vitlaus.
— Já, en það er óumflýjanlegt,
Brad.
— Er það? svaraði hann hvasst.
Nei, einmitt ekki. Það er það,
sem ég hef verið að hugsa um.
Það er einmitt umflýjanlegt,
enda skal ég koma í veg fyrir
það.
— Þeir byrja snemma, sagði
hann Walker. Það er sama sem
að við höfum ekki nema svo sem
tvo klukkutíma til stefnu, í
hæsta lagi.
— Ég vil stöðva það áður en
það byrjar, nauðaði hann.
— Hvers vegna er þér það svo
mikilvægt? spurði ég.
Hann fórnaði höndum. — Það
getur tekið marga daga og gert
okkur öll vitlaus.
Vitanlega voru þetta bara und-
anibrögð. Hann var hræddur við
þessa leit af einhverjum öðrum
ástæðum — og þá ástæðu hafði
hann ásett sér að nefna ekki á
nafn.
— Það er ekki nema ein aðferð
til að stöðva þá, sagði ég, — og
það er að verða á undan þeim.
'Hann leit fast á mig og kink-
aði kollí. — Það er rétt, sagði
hann, — ef við finnum lík Evvie,
hætta þeir af sjálfu sér.
— Og það er sama sem að finn*
það strax.
— Já, einmitt, nú strax.
Ég sagði, varkárlega. — Til
þess verður að vita, hvar það er,
að minnsta kosti svona nokkurn
veginn.
— Já, það verður að vita það.
— Veizt þú, hvar á að leita?
Hann þagði andartak, áður en
hann svaraði. — Ég get auðvitað
ekki verið viss um það, en ég
held ég 'hafi nokkuð ákveðna hug
mynd um það.
Nú, jæja. Kannski hafði hann
fundið það út á eitáhvað svipað-
Útvegum trá
MEK. VERKSTED A.S
NOREGI
fiskiskip á mjög hagstœðu verði til afhendingar í maí 1968
Nýlega hefur ULSTEIN Mek. afhent m.s. PÓLARSTRÖM, síldveiðiskip með öllum
nýtíxku útbúnaði, þar á meðal síldardœlu og þverskrúfum. Ganghraði rúmar 13 mílur
Mesta lengd 42 metrar. Burðarþol 450 tonn í lest miðað við vetrarhleðslu.
Framkvœmdastjóri ULSTEIN Mek. verður ^_______
ti! viðtals á skrifstofu okkar nœstu RBHJHpTÍTDY F R Z L B NI N
daga, og veitir nánari upplýsingar iÉ9 HEKLA hf
Laugavegi
170-17 2