Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1967. 3 til með að mála á morgun. ' fr'" \ Þorvaldur Skúlasoa yiA wálverkið „Xilbrigði' í BLAÐI Chrysler-bílaverksmiðj- anna, sem nýkomið er út, er til- k.vnnt, að umboð verksmiðjanna á íslandi, Vökull hf, hefur verið valið umboð janúarmánaðar. í blaðinu er birt grein um starfsemi Vökuls hf og tvær myndir. Segir þar, að líklegast sé engu Chrysler-umboði stjórn- að af jafn ungum mönnum og umboðinu á íslandi. er-umboð mánaðarins Vökull hf tók við Ohrysler- umboðinu í októbermánuði 196'5 og hefur starfsemin gengið svo vel, að það var tekið fram fyrir tugi annarra og stærri umiboða, þegar umboð janúarmánaðar var valið. Árið 1966 voru seldir nær 160 Ohrysler-bílar á íslandi, m. a. voru keyptir tveir til afnota fyr- ir ráðherra. Spenntur fyrir þeim málverkum, sem ég mála á morgun — Þorvoldur Skúloson list- mólnri opnor sýningu í Bognsol ÞORVALDUR Skúlason, list- málari opnar málverkasýn- ingu í Bogasal Þjóðminja- safnsins í dag. Sýnir hann þar 21 olíumálverk, en allar myndirnar eru málaðar á und anförnum fjórum árum. Þor valdur hefur nú ekki haldið sýningu á verkum sínum síð an í september 1962, en þá sagði Valtýr Pétursson um sýningu hans: „Ég er efinn I að hægt sé að ná öllu sterkari byggingu í málverkum en þeirri, sem Þorvaldur Skúlason sýnir nú. Ég veit ekki um neinn erlend an málara, sem vinnur í sama stíl og Þorvaldur Skúlason, sem hefur náð meiri árangri en hann. Ég veit að þetta er mikið sagt, en ég held, að ekki sé ofsagt“. Af þessum ummælum er ljóst að það hlýtur að vera viðburður í listalífi Reykja- víkurborgar, er Þorvaldur Skúlason opnar sýningu. Blaðamönnum var í gærdag boðið að skoða sýninguna, sem mun verða opin næstu 14 daga og þar hittu þeir Þor vald, sem var að leggja síð- ustu hönd á uppsetningu sýn ingarinnar. Þorvaldur sagði þá m.a.: — Allflestar myndirnar eru málaðar á síðustu fjórum árum, þótt að þær séu að vísu dateraðar árið 1966. Ég hef unnið að þessu undanfar in ár og oft og tíðum verður niðurstaðan sú að ég eyðilegg myndirnar, en það geri ég einungis til þess að fá ekki eins voðaleg eftirmæli. — Og Þorvaldur kímir. Allar myndirnar eru mál- aðar í olíu og þegar við minn umst á það segir Þorvaldur: — Já, annað hvort verður maður að hafa olíu eingöngu eða þá eitthvað annað, því að stærð salarins leyfir ekki mikla fjölbreytni. Erfitt er að koma fleiri málverkagerðum fyrir. Sýningin mín ‘62 var hins vegar miklu stærri. — Hvað finnst yður sjálf- um um þessar tvær sýning- ar? — Já, fjólublár litur er kannski ríkjandi í myndun- um, sumum a.m.k. og mér finnst skemmtilegt að fást við hann, þ'ví að í sjálfu sér er hann andstyggilegur. Þá er og mjög spennandi að fást við hann, því að í skólanum, sem ég sótti í gamla daga var allt af sagt að umfram allt skyld um við ekki nota hann. — Nú og fjólublár litur, hann er tízkulitur nú. Er ekki svo? — Eru allar myndirnar til sölu? — Já, þær eru það, en ein eða tvær eru með svo ósvífnu verði að enginn mun í raun- inni kaupa þær, en ég verð- legg þær svona hátt einfald lega vegna þess að ég vil ekki selja þær, segir Þorvald ur um leið og við kveðjum hann. Xvær myndanna á sýningunni. Báðar heita „Hvit birta“ — Það er nú ekki gott fyr- ir mig að segja á þeim kosti og lesti. Það er eins með mig og foreldrana, sem ekki geta gert upp á milli bamanna og halda kannski mest upp á þau sem eru ódælust. Annars er ég mest spenntur fyrir þeim málverkum, sem ég kem Sýning Þorvaldar mun opn uð almenningi kl. 19 í kvöld og í dag verður hún opin til kl. 22. Þá 14 daga, sem sýn- ingin stendur yfir, verður hún opin frá kl. 14 til 22 dag hvern. Vökull hf. valið Chrysl TRYGGING ER NAUÐSYN FERÐATRYGGINGAR HAFA STÖRLÆKKAÐ! 100 þús. kr. ferðatrygging í 15 daga kostaði áður 83 krónur, en nú aðeins kr. 48,00 500 þús. kr. f erðatrygging í 15 daga kostar nú aðeins kr. 240,00 ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 . SÍMI 17700 © STAKSTEINAR Eftirtektarsamur borgarfulltrúi Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur kom til umræðu tillaga, sem borgarfulltrúar Fram sóknarflokksins fluttu um hita- veitumál og hafði annar þeirra, Kristján Benediktsson, framsögn fyrir henni og flutti alllanga ræðn um málefni hitaveitunnar. Birgir ísleifur Gunnarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kvaðst ekki geta stillt sig um að ræða nokkuð þennan tillögu- flutning Framsóknarfulltrúanna. Hann skýrði frá því, að borgar- ráð hefði að undanförnu setið i mörgum fundum til þess að ræða hitaveitumálin, og befði hitaveitustjóri, Jóhannes Zoega, mætt á öllum þessum fundum og gert grein fyrir viðhorfum í hitaveitumálum. Þau hefði siðan verið rædd af fullkominni hrein- skilni meðal borgarráðsmanna og á fundi borgarráðs síðastliðinn föstudag kosin nefnd þriggja manna, sem í eiga sæti Birgir ísleifur Gunnarsson, Guðmund- ur Yigfússon og Jóhannes Zoega, til þess að gera ákveðnar tiÞ lögur tU borgarráðs um þetts efni. Birgir Gunnarsson benti á, að greinilegt væri, að ekkert skorti á eftirtekt hjá Kristjáni Benediktssyni á borgarráðsfund- um og væri út af fyrir sig ekkert nema gott um það að segja. Hitt væri ljóst, að hann hefði að loknum borgarráðsfundi sl. föstn- dag farið heim tU sin og skrifað niður þær athugasemdir, sem fram höfðu komið hjá hitaveitn- stjóra á borgarráðsfundunum og borið þær síðan fram í tillögu- formi á borgarstjórnarfundi áa þess að taka afstöðu til hinna mismunandi efnisatriða og án þess að gera tillögu um ákveðna stefnu til eða frá. Þetta litla dæmí sýnir glögglega starfsað- ferðir þeirra Framsóknarmanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er vissulega fagnaðarefni fyri» borgarbúa, að Kristján Bene- diktsson skuli taka svo vel eftir á borgarráðsfundum sem nú ec komið á daginn, en hitt er held- ur kátlegt, að hann skuli setjast niður og bera fram tillögu um mál, sem hann sjálfur hefur staðið að, að er í rannsókn og athugun á vegum borgarráðs sem hann á sjálfur sæti í og tillagna að vænta mjög fíjótlega. Enginn F ramsóknarmaður Þá var það og ljóst á fyrr- nefndum borgarstjórnarfundi, að Framsóknarmönnum gremst það mjög, að engin Framsóknarmað- ur á sæti i Framkvæmdanefnd byððingaráætlunar. Á fundi þess- um báru borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins fram fyrirspuru um framkvæmdir nefndarinnar, og þegar Geir HaUgrímsson borg- arstjóri hafði gefið itarleg svöc við þeim spurningum, fluttf Kristján Benediktsson ræðu, og taldi að ýmislegt mætti að störf- um nefndarinnar finna og sögu- sagnir gengju um, að hún hefðl framið margs konar vitle.vsur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokka ins, Álþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins gerðu allir athuga- semdir við þetta pex Kristjána : Benediktssonar og kröfðust þess, að hann gæfi nánari skýringar á ummælum sínum. en ljóst var, að borgarfulltrúinn var ekki reiðu- búinn til þess og voru allir ræðu- menn sammála um, að þessir ein- kennilegu tilburðir Framsóknar- manna i borgarstjórn varðandl | störf Framkvæmdanefndar bygg- ingaráætlunar byggðust eingöngu á gremju þeirra yfir þvi að ekkl hefur verið talin ástæða til ai I skipa neinn Framsóknarmann í þá nefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.