Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MARZ 1«®7. 17 Góð beit sparar hey Fréttabréf úr Mývatnssveit ísing hafði setzt á stög bátana og siglutré, en alla leiðina hingað var siglt gegn norðangarran- um. Nýtt fiskiskip til Isafiar&ar Björk, Mývatnssveit, 18. febr. í DAG er þorraþraell. Heita má að þorrinn hafi allur verið frekar góðviðrasamur hér, úr- komur næstum er.gar, mjög væg frost, og stundum nokkur hita- stig ofan við frostmark. Sauðfé allsstaðar verið sett út, enda víð- ast hvar sæmileg beit, þótt aumsstaðar sé að vísu nokkuð svellað. Margir ættu að vera búnir að spara allmikil hey und- angenginn góðviðristíma. Það sem af er þessum mánuði hefur silungsveiði í net undir ís í Mý- ▼atni verið góð, og margur máls- verður fengizt þaðan. Félagslíf með ágætum. Félagslíf hefur verið með ágæt um hér nú um tíma, enda veður og færi upp á það ákjósanleg- asta til þeirra hluta. Þorrablót var haldið hér fyrir uokkru, hófst það með veglegri matarveizlu. Á borðum var alls- konar góðgæti og hið girnilegasta á að líta, virtist þar í engu við nögl skorið. Ekki tókst að ljúka 6r trogum þótt iengi væri setið ▼ið borð og vel að verið. Ketill I>órisson í Baldursheimi sagði ferðasögu, þá er ha-nn fór á land- búnaðarsýningu í Lundúnum í desembermánuði síðast liðnum. Tók sú frásögn rúmlega eina og háifa klst. Mjög var þetta fróð- leg frásögn en óþarflega ýtarleg. Fieiri lásu upp á þorrablóti, enn- fremur var spurningaþáttur, •öngur, og síðast en ekki sízt var dansað af miklu fjöri 1 lokin. í síðustu viku fór fram dans- kennsla í Skjólbrekku. Kennar- •r voru úr Reykjavík, þau Sig- urður Hákonarson og Edda Rut Pálsdóttir. Þátttaka var geysi- mikil í dansinum eðia nokkuð á •nnað hundrað, allt frá fimm-sex ára börnum, upp í sextuga ungl- inga, og auðvitað allir aldurs- flokkar þar á milli. Má með sanni segja, að þá viku var dansað mikið í Mývatnssveit. Fyrir síðustu helgi komu hing- að í sveitina þeir Hannes Haf- stein, _ erindreki Slysavarna- félags íslands, og Tómas Hjalta- son, lögregluþjónn úr Reykjavík. Stofnuðu þeir félagar hér björg- unarsveit karla er hlaut nafnið „Stefán“. Slysavarnadeild kvenna, Hringurinn, gekkst fyrir því að gefa fólki kost á kennslu hjá þeim Hannesi og Tómasi í hjálp í viðlögum, m.a. hina svo- kölluðu blástursaðferð. Margir notuðu sér þessa kennslu, enm- fremur sýndu þeir kvikmyndir. Vonandi verður einlhver árangur af starfi þeirra félaga hér og hingaðkomu, ber að þakka það. SnjóbíU og beltissleðar. Mývatningar hafa nýverið fest kaup á nýjum snjóbíl. Er bíllinn kominn til Húsavíkur og bíður þar eftir snjó. Margir einstakling ar hér í sveitinm gáfu rausnar- legar upphæðir til kaup á bíln- um. Vona allir hér að þessi bíll eigi eftir að reynast vel og koma í góðar þarfir. Tveir vélbeltasleðar hafa ný- lega verið keyptir hingað í sveit- ina, verður fróðlegt, að vita, hver reynsla verður af þeim hér. Lömb skila sér. Á síðastliðnu hausti hurfu tvö lömb úr lambahópi frá Garði hér í sveitinni. Þótt mikið væri leitað fundust þau hvergi, virt- ist eins og jörðin hefði algjörlega gleypt þau. Fyrir nokkrum dög- um komu lömb þessi fyrir eigi langt frá túngirðingunni í Garði. Ekki er vitað með vissu hvar þau hafa haldið sig allan tímann. Vinna hjá Kísiliðjunni. Nokkrir menn hafa síðan um áramót unnið hjá Kísiliðjunni, þar er tíðin hefur verið svo hag- stæð. Einnig hefur að undan- förnu daglega verið flutt á bíl efni til verksmiðjunnar frá Húsa vík. Svo sem kunnugt er hafa verið boðin út iíu íbúðarhús, er reisa á í sumar. Ekki er enn vit- að, þegar þetta er xitað, hverjir fá að byggja þessi hús. Ef tíð leyfir verður farið að taka fyrir grunnum alveg á næstunni. Eldingar á lofti. Síðastliðið miðvikudagskvöld, nánar tiltekið á áttunda tíman- um, sáust margar eldingar hér á suðurloftinu. Veður var þá gott, suðaustan gola og bjart. Undir- ritaður var þetta kvöld að koma frá Húsavík, þegar suður í Aðal- dalinn kom, sáust fyrstu elding- arnar. í rúma klukk ustund glömpuðu síðan eldingar með Isafirði, 2. marz. — NÝTT og glæsilegt fiskiskip Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom hingað í kvöld. Báturinn er smíðaður í Bobenburg í Austur- Þýzkalandi og er annar af átta bátum, sem míðaðir verða þar stuttu mikillibili, þar til komið var upp í Mývatnssveit. Taldar voru eigi færri en 30 til 40 eld- ingar, sumar voru ákaflega skær ar og lýstu upp suður himinn- inn. Var þetta í senn bæði stór- fenglegt, og jafnframt mjög tignarleg sýn. — Kristján. fyrir íslendinga, sem kemur til landsins. Áður var komið Slétta- nes til Þingeyrar. Júlíus Geirmundsson er 268 lestir að stærð og er hann búinn mjög fullkomnum fiskileitar- tækjum og sú nýjung er við Simradfiskileitartækin, að þeim fylgir sjónvarpsskífa, svo að unnt er að fylgjast með fiski- göngunum í sjónvarpi. Er þetta fyrsta íslenzka fiskiskipið, sem fær slíkan búnað. Skipstjóri er Vignir Jónsson, kunnur aflamaður hér vestra, Framhald á bls. 15. Gunnar G. Scliram ritar Vettvanginn í dag — og fjallar hann um ísland og þróunarlöndin. — Er ekki orðið tímabært fyrir okkur íslendinga að hefja skipulagða aðstoð við þróunarl öndin og setja saman okkar eigin þróunaráætlun? — Norðurlöndin hafa með sér víðtæka samvinnu um framkvæmdir m.a. í Kenya og Tanzaniu en íslendingar hafa engan þátt tekið til þessa. — Myndu ekki ungir íslendingar vilja halda tii starfa í þróunarlöndunum? E IHS og nú er málum komið munum við fslendingar vera eina þjóð álfunnar, sem ekki tek ur þátt í aðstoðinni við þróunar- löndin. Þó sýna skýrslur Efna- hagsstofnunarinnar í París að ▼ið erum ein tekjuhæsta þjóð veraldar og lifum í þeim vellyst-' ingum og bílífi, sem aðeins þekk iot hjá ríkustu iðnaðarþjóðum Vesturlanda. Þessvegna er það vitanlega ekki frambærileg röksemd að ▼ið höfum ekki efni á því að leggja hönd á plóginn við það ▼erk að yrkja ófrjósama jörð þróunarlandanna og breyta þar *irð í akur. Öllu lengur ættum við ekki að láta það um okkur 'tpyrjast, íslendingar, að við sé- um svo sérgóðir sem þessi af- (taða bendir til. Og ekki dugar nú heldur sú viðbára að við sé- um svo einangraðir norður í ís- hafi, að okkur skipti aldeilis engu máli hvernig fólk lifir og deyr í öðrum löndum. Raunar þarf ekki að efast um hug þjóðarinnar í þessu efni. Hann kom svo glöggt og ótví- rætt í ljós í fjársöfnun ,,Herferð- ar gegn hungri“ hér um árið, að þar þarf ekki í neinar grafgötur að fara. Þá tóku landssamtök æskulýðsfélaganna að sér að safna á nokkrum vikum fé til matvælaframkvæmda, svo forð- að yrði hungursneyð í efnasnauð ustu löndunum og var það Land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð anna sem þar hafði forgöngu. Þá reyndist þjóðin þrisvar eða fjórum sinnum örlátari á silfur sitt en jafnvel bjartsýnustu menn innan „Herferðarinnar“ höfðu látið sig dreyma um. Síðan þarf ekki um það að spyrja að aðstoð við íbúa þróunarlandanna er mál, sem íslendingum er hug- stætt. En 1 „Herferðinni“ var ein- ungis unnið að ákveðnu verk- efni, sem aðeins er einn tak- markaður þáttur þess, sem nefnt er þróunaraðstoð. Síðan henni lauk höfum við látið deigan síga. Þegar OECD gefur út skýrslur um framlög þjóða til aðstoðar við þróunarlöndin finnumst við hvergi þar á blaði. Eru þá und- anskilin nokkur skylduboðin framlög vegna þátttöku okkar í Sameinuðu þjóðunum, svo sem til Barnahjálparinnar og FAO. Fjársöfnunin mikla sýndi að hér eru þó allar forsendur þess að við komum á fót okkar eigin þróunaráætlun og vinnum að henni eftir því sem hugvit og efni leyfa, ár frá ári. Sú áætlun þarf að vera sett saman af þeim landssamtökum, sem hug hafa á málinu og ríkinu, með heimild Alþingis, því enn er hér þess leikur eftir. Innan ramrna slíkrar áætlunar þarf að skipuleggja framlag okkar ár frá ári, bæði að hvaða verkefnum það á að beinast, svo mestur árangur ná- ist, og einnig hitt hvernig fjárins verður aflað. Sé miðað við reynslu Norðurlandaþjóðanna virðist hagkvæmt að um slíka samvinnu ríkis og félagsaðila verði að ræða. Þannig er tryggð- ur nokkur árlegur tekjustofn og jafnframt það að áhugi einstakl- inganna og frjóar hugmyndir fái að sitja í fyrirrúmi. Slíkri þróúnaráætlun eða þró- unarstofnun ættum við að koma á fót hið fyrsta og myndi þá Al- þingi árlega verja til hennar því fé sem hæfa þykir, auk þess sem hún hefði til umráða frjáls fram- lög einstaklinga og félaga í land- inu. Á vettvangi þeirrar áætlun- ar væri bæði unnt að vinna að sérstökum verkefnum og eins gæfist þar tækifæri til þess að samhæfa starf félagssamtaka, eins og „Herferðarinnar“ og ann- arra áhugasamra aðila í þessum efnum. Fyrir forgöngu Ólafs Björnssonar prófessors sam- þykkti Alþingi fyrir tveimur ár- um þingsályktunartillögu um at- hugun þessara mála. Má því bú- ast við að senn komi aftur til kasta þingsins að fjalla um þró- unarmálin, enda margir þing- menn orðnir þeim vel kunnir af alþjóðavettvangi, þar sem þau hefur borið hátt að undanförnu. P Sj f við gerum ráð fyrir því að einstaklingar og ríki gangi senn í eina fylking um fram- kvæmd íslenzkrar þróunaráætl- unar vaknar þessi spuming: Hvað getum við gert? Verkefnin eru nær óteljandi og því er mikilvægt að haga val- inu svo, að til sem mests gagns megi verða. í upphafi virðist ekki óskynsamlegt að leita sam- vinnu um framkvæmdir við þær þjóðir, sem þegar hafa hlotið all- margra ára reynslu í starfi í þró- unarlöndunum. Næst standa okk ur þar Norðurlandaþjóðirnar og skal hér aðeins minnzt á tvö verkefni, sem þær hafá með höndum og okkur stendur til boða að taka þátt í. Norðurlandaráð ákvað á þingi sínu árið 1961 að efna til sam- starfs ríkisstjórna Norðurlanda um aðstoð við þróunarlöndin. Hafa síðan ýmsar merkar fram- kvæmdir séð dagsins ljós af hálfu Norðurlandanna fjögurra, utan íslands. í Tanzaníu hefur hin norræna áætlun staðið fyrir byggingu skóla og heilsugæzlu- stöðva og er starfslið þeirra stofn ana að miklu leyti komið frá Norðurlöndum. f Kenya hafa Norðurlöndin unnið að fram- kvæmd svipaðrar áætlunar, sem einnig hefur gefið góða raun. Utan þessa samstarfs á vegum Norðurlandaráðs er unnið að framkvæmd ýmissa annárra á- ætlana af hálfu hvers einstaks lands. Er sérstök ástæða til þess að vekja athygli á starfi Norð- manna. Þeir hafa í Pakistan stofnað til kennslumiðstöðva í sjávarútvegi og fiskveiðitækni. Gætum við íslendingar annað- hvort hafið aðild að hinni nor- rænu áætlun eða farið að for- dæmi Norðmanna um kennslu í fiskveiðitækni og sjómennsku. Þeir fáeinu íslenzku skipstjórar, sem á vegum FAO starfa að slík- um verkefnum, hafa sýnt að þar má lyfta Grettistökum. Því hér skortir ekki viðfangsefnin. held- ur miklu fremur það að við hefj- umst handa að eigin frumkvæði. H ér á landi tíðkast hvorki herskylda né þegnskylduvinna sem kunnugt er. En er loku fyrir það skotið að ungir fslendingar myndu margir hverjir vilja verja tU þess nokkrum misser- um að starfa í hinum efnasnauðu löndum Afríku og Asiu að svip- uðum verkefnum og að framan greinir? Ég held ekki. Og þeir myndu snúa heim reynslunni ríkari, fróð ari um þann stóra heim, sem ut- an endimarka Evrópu liggur og við höfum svo lítið sinnt til þessa. Vitanlega má segja um öll þessi mál: Við höfum ekki efni á því, íslendingar, að standa í því stappi að kenna svertingjum og Indíamönnum að veiða fisk eða fækka sjúkdómum. Við höf- um kappnóg að gera við að elta okkar eigin síld og byggja upp eigið land, sem er svo skelfing stórt, miðað við hina sigildu höfðatölu. En því er þá til að svara: Hef- ur þriðja tekjuhæsta þjóð í heimi efni á því að sitja til efsta dags, án þess að sjá spönn út fyrir Dyrhólaey eða Gerpi — þótt ekki væri nema vegna þess, sem eitt sinn var nefnt sálar- heill? Gunnar G. Schram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.