Morgunblaðið - 20.04.1967, Page 13
13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1967.
Adenauer kanzlari, biðst fyrir í kirkju í Moskvu.
legra demókrata 139 atkvæði
af 402. Sósíaldemókratar fengu
131 atkvæði en^\denauer tókst
að lcöma á samstarfi við
Frjáláa demókrata og var kjör-
Inn kánzlari með eins atkvæð-
is meirihluta.
Frá upphafi var ljóst, að
Adenauer hugðist byggja
stefnu Vestur-í>ýzkalands á
sterkum tengslum við Banda-
ríkin, jafnframt þvi að reynt
yrði að bæta samskiptin við
Frakka. Því' að Adenauer var
þess fullviss, að deilur Aust-
urs og Vesturs yrðu fyrr en
varði til þess, að Vestur-iÞýzka
land yrði tekið sem fullgildur
meðlimúr í varnarkerfi Vest-
urveldanna. Hann veitti vest-
rænum ríkjum stuðning til end
urhervæðingar Þýzkalands og
ætlaði nenni að verða skref í
átt til alþjóðlegs hers Vestur-
Evrópuhers Efnahagsbanda-
lagsins, sem þá var þegar stofn
að og var eitt helzta áhugamál
kanzlarans. Sú ráðagerð strand
aði á andstöðu franska þíngs-
ins', en endurvæðing Þýzka-
lands komst engu að síður á,
innan ramma Atlantshafs-
bandalagsins.
Þegar Eisenhower varð for-
seti Bandaríkjanna árið 1952,
efldust enn tengslin milli
Bandaríkjanna og Vestur-
Þýzkalands og ári siðar fór
Adenauer í sína fyrstu heim-
sókn til Bandaríkjanna. Þar
barðist hann fyrir því að fá
Ioforð Eisenhowers fyrir því,
að ekki yrðu gerð nein hrossa-
kaúp um framtíð Þýzkalands
við Sovétstjórnina. Þetta var
um þær mundir, sem Stalín
féll frá og sú skoðun var út-
breidd ? Evrópu, að fyrir dyr-
um væri meiriháttar samkomu
lag miíli Austurs og Vesturs.
Eisenhower hét Adenauer því,
að ekkert yrði gert varðandi
framtíð Þýzkalands, án vitund-
ar Bonn-stjórnarinnar og hafði
hún eftir það vi'tneskju um all-
ar orðsendingar, sem fram fóru
milli Moskvu og Washington,
þar að lútandi.
Adenauer hafði frá upphafi
mestan áhuga á utanríkismál-
unum og hafði sjálfur mað
höndum embætti utanríkisráð-
berra allt til ársins 1955. Hann
gerði frá því fyrsta lýðum
ljóst, að sameining Þýzkalands
ýrði ekki framkvæmd öðru
vísi en friðsamlega, jafnframt
því, sem hann lagði á það
áherzlu, að Vestur-Þjóðverjar
mundu aldrei viðurkenna end-
anlega þau austurlandamæri
Þýzkalands, sem Potsdam-ráð-
stefnan 1945 hafði gert ráð fyr
ir.
f september 1955 för Aden-
auer í heimsókn til Moskvu og
var þá tekið upp stjórnmála-
samband milli Vestur-Þýzka-
lands og Sovétríkjanna. Jafn-
framt létu Rússar lausa þýzka
stríðsfanga, sem þeir höfðu enn
í haldi. Varð för þessi mjög
til að auka hróður Adenauers
við kosmngarnar til þriðja sam
bandsþingsins, árið 1957, hlaut
flokkur kristilegra demókrata
hreinan meirihluta, 270 þing-
sæti af 487, — árangur, sem
enginn þýzkur stjórnmála-
flokkur hafði nokkru sinni náð.
Ekki varð Moskvuferðin þó
til þess að breyta í neinu utan-
ríkisstefnu Þýzkalands, né sam
vinnu þess við Vesturlöndin.
Adenauer stóð fast við þá af-
stöðu, að einungis Bonn-stjórn
in væri talsmaður Þýzkalands
alls og hann iýsti því yfir á
þingi, að stjórnin mundi líta
á það sem fjandskaparbragð,
ef önnur ríki viðurkenndu
Austur-Þýzkaland sem sjálf-
stætt ríki. Þetta varð síðan eitt
höfuðatriðið í stefnu Vestur-
veldanna í Þýzkalandsmálinu.
Vinsældir og völd Adenauers
náðu hámarki 5. maí 1955, er
hann gat lýst því yfir við lands
menn sína, að hernámi Vestur-
veldanna í Þýzkalandi væri
lokið og Vestur-Þýzkaland
væri frjálst og óháð ríki.
Tveimur dögurn síðar tók hann
sæti sitt sem fulltrúi Vestur-
Þýzkalands á ráðherrafundi
NATO.
Næsti stórsigur hans var
vináttusamningurinn milli
Frakklands og V-Þýzkalands,
sem hann undirritaði, ásamt
de GauIIe Frakklandsforseta, í
janúar 1963. Adenauer hafði
markvisst unnið að því að ná
fullum sættum við Frakka og
vakti mikla athygli heimsókn
hans til Frakklands í júlí 1962
og heimsókn de Gaulle til
Þýzkalands tveimur . mánuðum
síðar. Var þar með bundinn
endi á væringar þessara
tveggja nágrannaríkja.
Raunar dró það nokkuð úr
áhrifum af undirritun vináttu-
samningsins, að Adenauer
hafði oiðið að færa allstóra
fórn til þess að af honum gæti
orðið. Hann stóð við hlið de
Gaulle gegn tilraunum Breta
til þess að fá aðild að Efna-
hagsbandalagi Evrópu. Þessi af
staða Adenauers vakti mikla
gagnrýni og andstöðu, bæði
innan flokks hans og utan og
þegar vinátbusamningurinn
kom til endanlegrar staðfest-
ingar fyrir sambandsþingið í
Bonn, var þar bætt við hann
málsgrein, þar sém sagði, að
tilgangur samningsins væri að
efla einingu Evrópu og Atlants
hafsbandalagsins.
Upp frá þessu fór gagnrýni
á Adenauer vaxandi og þegar
A-Þjóðverjar reistu múrinn
mikla á borgarmörkum Aust-
ur- og Vestur-Berlínar, haust-
ið 1961 — þá í miðri kosninga-
baráttunni í Vestur-Þýzkalandi
urðu þær raddir enn háværari,
sem sögðu, að Adenauer væri
orðinn gamall aftur'haldssegg-
ur, sem gæti ekki hætt stjórn-
málavafstri — og væri nú kom
inn tími til þess að yngri menn
tækju við. Deilur þessar urðu
til þess að flokkur hans missti
hinn hreina meirihluta sinn
og töldu nú margir, að dagar
Adenauers væru taldir. Svo
var þó ekki, — homim tókst
að hrinda af sér andstæðing-
unum, bæði innan flokks og ut-
an, náði samningum við
Frjálsa demókrata og í nóv-
ember var hann kjörinn kanzl-
ari í fjórða sinn.
En cánægjuöldurnar urðu
ekki lægðar úr þessu og stöð-
ugt dró úr fylgi kristilega
demókrataflokksins. Kom svo í
desember 1962, að Adenauer
lýsti þvi yfir, að hann mundi
segja af sér næsta haust. Enn
neitaði hann þó að skipa Lud-
wig Erhard eftirmann sinn og
Adenauer í Maria Laach-
klaustrinu.
hélt því statt og stöðugt fram,
að þótt Erhard væri snillingur
á fjármálasviðinu, væri hann
alls ekki heppilegur stjórn-
málaleiðtogi. Þessu vildu stuðn
ingsmenn Erhards í flokknum
ekki trúa og lauk svo, að þeir
kusu Erhard eftirmann hans
gegn vilja hans — og 15. októ-
ber 1963 sagði Adenauer loks
af sér.
Eftir að Erhard hafði tekið
við kanzlaraembættinu hélt
hann áfram að gagnrýna hann.
Einkum var honurti þyrnir i
augum að Erhard skyldi ekki
leggja meiri rækt við sam-
bandið við Frakka.
Smám saman kom í ljós, að
Erhard hafði ekki eins mikið
lán sem stjórnmálaleiðtogi og
vænzt hafði verið og urðu
menn nú nauðugir viljugir að
viðurkenna að ,,sá gamli“ hefði
haft nokkuð til síns máls, er
hann efaðist um stjórnmála-
hæfni efnahagssérfræðingsins.
Adenauer var áfram leiðtogi
flokks kristilegra eftir að hann
lét af kanzlaraembætti og
haustið 1964 fór hann til Frakk
lands til þess að reyna að
draga úr þeirri spennu, sem
þá hafði myndazt í samskipt-
um landanna, fyrst og fremst
vegna ágreiningsins innan
Efnahagsbandalagsins og
NATO. Árangur þeirrar heim-
sóknar varð sá, að Frakkar
lofuðu að sýna ögn meiri lip-
urð í samningunum innan
Efnahagsbandalagsins um korn
verðið gegn því, að þýzka
stjórnin færi sér rólega í kröf-
um sínum um þátttöku í sam-
eiginlegum kjarnorkufherstyrk
NATO, 'sem Frakkar voru and-
vígir.
En Frakkar virtust ekki, er
fram í sótti, taka eins mikið
tillit til Þjóðverja og Aden-
auer hafði vænzt. Þeir fóru að
auka samskipti sín við Rússa,
— sem varð til þess, að Aden-
auer skrifaði de Gaulle bréf,
þar sem hann varaði við því
að láta sambandið við Moskvu
ganga út yfir sambandið við
Bonn. Þegar de Gaulle sinnt.i
engu þessum viðvörunum kast-
aði Adenauer sér af afli út í
kosningi-baráttuna í Vestur-
Þýzkalandi, hélt harðorðar
ræður, þar sem hann varaði
Þjóðverja við því að láta af-
skrifa sig sem „annars flokks“
riki með því að afsala sér
möguleikum á þátttöku í kjarn
orkuvörnum Evrópu.
Konrad Adenauer var að
allra dómi mikilhæfur maða%«
en mjög umdeildur. Mörgum
gramdist hin þurra, fculd*-
lega framkoma hans, ein-
þykkni, óráðþægni og alU a8
því einræðiskennd afstaða tS
samstarfsmanna sinna. Aðrir
þóttust hinsvegar skynja
hlýrri persónu bak við harðan
greindarsvipinn — og hann
var sagður góður og traustur
vinur vina sinna.
Þegar deilurnar stóðu sem
hæst um það, hvort Adenauer
skyldi láta af em.bætti kanzl-
ara eða ekki, var hann hátt á
níræðiseldri .Einhverju sinni
um þær mundir, var hann
sjálfur spurður hvað verða
vildi og svaraði þá: „Adenauer
tímabilinu er enn ekki lokið“.
Að vísu lét hann af embætti
kanzlara nokkru síðar. En
margir munu þó þeirrar skoð-
unar, að þau spor, sem Aden-
auer markaði í stjórnmálalíf
Vesturveldanna — og þá fyrst
og fremst Þýzkalands og Vest-
ur-Evrópu, hafi verið stærri
og dýpr; en svo, að þau af-
máist með því einu, að hann
falli frá. Skerfur hans til upp-
byggingar og einingar Evrópu,
til uppbyggingar og endur-
reisnar Þýzkalands, er slíkur,
að í stjórnmálasögu Vestur-
landa á þessari öld, verður
Adenauer-tímabilið tæpast ein-
skorðað við þá tæpu tvo ára-
tugi, sem hann sat að völdum
sem kanzlari Vestur-Þýzka-
lands.
LANDSHAPPDRÆTTt SJÁLFSTÆOISFLOKKSINS