Morgunblaðið - 22.04.1967, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967.
RÆTT VIÐ FULLTRÚA Á LANDSFUNDI
' / •• ' .
Landsíund Sjálfstæðis-
flokksins sækja menn alls
staðar að. Morgunblaðið
hitti að máli nokkra og
spurði tíðinda úr héraði,
hverndg þeim litist á stjórn
málaviðhorfið, auk annars,
er bar á góma.
ÓLAFUR St. Sigurðsson í
Kópavogi komst þannig að
orði, er við spurðum hann
ihelztu frétta úr kaupstaðn-
um:
— Eitt helzta áhugamál
Kópavogsbúa hygg ég vera
gatnagerð í kaupstaðnum, og
þá sérstaklega lagning Reykja
nesbrautar í gegnum kaup-
staðinn. -Sá vegarkafli mun
vera langfjölfarnasta leið á
landinu. en umtferðin frá
Reykjavík til Hatfnarfjarðar
og Suðurnesja liggur öll
■þarna í gegn. Skapar þetta
•kaupstaðar'búum mikil og sér-
stök vandamál. í kaupstaðn-
um er einn gagntfræðaskóli,
sem staðsettur er í austur-
hluta bæjarins og eiga því
nemendur skólans úr vestur-
bænum yfir Reykjanesbraut-
•ina að sækja. Er m.a. af þeim
orsökum sérstakur lögreglu-
vörður allan daginn á tveim-
ur stöðum á brautinni.
— Hvernig hafa menn
hugsað sér lausn þessa méls?
— Að því er ég bezt veit,
er búið að ákveða legu nýju
brautarinnar, sem að megin-
stefnu verður á sama stað og
gamli vegurinn, en innan-
bæjar. Búið mun vera að
ganga frá teikningum og sam
kvæmt þeim er gert ráð fyrir
þremur akreinum í hvora átt,
en ætlunin er, að lagð-
ar verði tvær akreinar í
hvora átt til að byrja með.
Eftir þvi er ég bezt veit hef-
ur bæjarytfirvöldum kaup-
staðarins verið falið að sjá
um framkvæmd verksins og
má af því tilefni benda á, að
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
hafa borið fram tillögu um
að kosin vérði sérstök fram-
kvæmdanefnd í því skyni að
hrinda máli þessu áleiðis.
— Hvað viltu segja um
stjórnmálin í landinu?
— Að mínu viti hafa síðast
liðin sjö til átta ár verið
mesta framfaratímabil í sögu
þjóðarinnar og vil ég setja
það í samband við þá stjórn-
arstefnu, sem ríkt hetfur þessi
ár og þá festu í stjórnarfari,
sem fylgt hefur setu sömu
ríkisstjórnar nú í tvö heil
kjörtímabil. Bezta trygging
fyrir því að svipuð festa ríki
áfram í stjórnmálum landsins,
fæst með því að efla Sjálf-
stæðisflokkinn sem mest í
kosningunum í vor.
~k r
SÉRA Andrés Ólafsson, pró-
fastur á Hólmavík, segir okk-
ur að vegamál í héraðinu hafi
verið ofarlega á dagskrá,
sem í flestum öðrum sveitum,
og séra Andrés segir:
— í vegamálum á Strönd-
um hefur verið unnið stór-
átak á kjörtímabilinu. Vega-
samband hefur komizt á við
Árneshrepp og var það lang-
þráð vegarbót. Vegurinn norð
ur Strandir er yfirleitt góður
nema elzti hlutinn út með
Steingrímsfirði. Nú er ein-
mitt í ráði endurbót á þeim
vegi.
— Land'búnaðurinn er yfir-
leitt ekki mjög sveiflukennd-
ur. Hann stendur alltatf fyrir
sínu, en við sjávarsáðuna hafa
verið miklir erfiðleikar und-
anfarið. Afli í Húnaflóa hef-
ur brugðizt og hetfur það að
sjálfsögðu haft áhrif á hag
fólksins, sem þar býr. >að
sem bjargað hetfur er rækju-
veiði í Hrútatfirði.
— Ég hef trú á að etfla eigi
smáiðnað t.d. á Hólmavík.
Það er hæpið að byggja ein-
göngu afkomuna á sjónum.
Það er von okkar að takast
megi að finna einhvern iðn-
að, sem vel hentar, í stað þess
að fólk eigi allt undir gjaf-
mildi sjávarins.
— Þá er það milkið áhuga-
miál okkar að lögð verði raf-
lína til nærsveita Hólmavík-
ur, í Bjarnartfjörð og Kolla-
fjörð frá Þverárvirkjun. Er
þetta mjög brýnt mál.
— Við höfum mikinn á-
huga á sjónvarpsmálinu og
teljum, að þegar það hafi náð
til allra landsmanna muni
ungt fólk miklu síður flytj-
ast úr dreifbýlinu í þéttbýlið.
— Jú, við Sjálfstæðismenn
erum bjartsýnir. Við treyst-
um því að fólk líti með heil-
brigðri dómgreind á það, sem
áunnizt hetfur á kjörtímabil-
inu, og við vonum, að þetta
framtfaratímabil sem þegar er
hafið megi halda áfram.
— Að lokum vil ég svo
bera fram þá ósk, að Sjálf-
stæðisflokkurinn megi eflast
og menn beri gæfu til þess
að standa saman í fullíkom-
inni einingu, þótt þeir hafi
mismunandi skoðanir á ein-
stökum málum.
★
Elín Jósefsdóttir í Hafnar-
firði vék fyrst að skólamálum
bæjarfélagsins og um þau mál
fórust henni orð á þessa leið;
— 1 skólamálum okkar
Hafnfirðinga er það mark-
verðast, að fyrirhuguð er bygg
ing nýs skólahúss í hverfi,
sem verið er að byggja vestast
í bænum, við Víðistaðaland.
Er þarna gert ráð fyrir að rísi
nokkur þúsund manna byggð.
Skólinn, sem þarna á að rísa,
er ætlaður börnum og ungl-
ingum þesa nýja hverfis, en
auk þess verður öðrum börn-
um og unglingum beint til
þessa nýja skóla þaðan úr
kaupstaðnum sem henta þyk-
ir. Nýi skólinn verður barna-
skóli með skyldunámsdeild og
er fyrirhugað að flestir ungl-
ingar geti lokið þar skyldu-
náuninu. Er mikil þörf á þess-
um nýja skóla, því að fólks-
fjölgun í Hafnarfirði hefur að
undanförnu verið örari en
gott er að ráða við.
— 1 framhaldi af þessu er
rétt að geta þess, að horfið
hefur verið frá því ráði að
stækka Flensborgarskólann,
en um eitt skeið hafði verið
ráðgert að leysa skólamál
Hafnfirðinga með stækkun
hans. En nú er ætlunin að
Flensborgarskólinn verði ein-
göngu gagnfræðaskóli, en taki
ekki við skyldunámsnemend-
um í framtíðinni. Verzlunar-
deild hefur verið starfandi
við skólann, sem verður
áfram, en annars gæti Flens-
borgarskólinn í framtíðinni
orðið menntaskóli. Væri þess
mikil þörf fyrir þetta ört-
vaxandi byggðarlag og eins er
Flensborgarskólinn ein elzta
og merkasta skólastofnun
landsins, og væri vel að þeirri
virðingu kominn að verða
menntaskóli.
— í sambandi við þá miklu
fólksfjölgun, sem orðið hefur
í Hafnarfirði á síðustu árum
hafa einnig mörg önnur
vandamál skapazt, sem nauð-
syn hefur borið til að ráða
fram úr. Mikið hefur verið
byggt og hefur bæjarfélagið
lagt áherzlu á að úthluta lóð-
um til þeirra aðila, sem hafa
getið tekið að sér byggingu
stórra íbúðarblokka, til að
leysa aðkallandi vandamál
fólksf j ölgunar innar.
— Þá eru stórframkvæmdir
framundan í hafnarmálum,
en fremsta lífsskilyrði hvers
sjávarbæjar er að hafnarmál-
in komist í gott horf. Er gert
ráð fyrir því á þessu ári, að
hafnarbakkinn verði lengdur
og viðlegurúm aukið í stórum
'Stíl.
Hvað um félagsmál og
stjórnmál?
— Ég vil byrja á því að
leggja á það áherzlu, að ég er
þeirrar skoðunar að Sjálfstæð
iskvennafélögin eigi að vinna
í þágu Sjálfstæðisflokksins að
hverju því máli, sem nauð-
■syn ber til að hrinda í fram-
kvæmd. Við konur eigum að
vera frjálsar að því að velja
okkur áhugamál, en við eig-
um ekki bara að berjast fyrir
þvi, sem okkur kynni að vera
úthlutað. Karlmennirnir eiga
ekki að skammta okkur bar-
áttumálin. Okkur er ekkert
óviðkomandi fremur en þeim.
Barnauppeldismálin eru mik-
ilsverð og brýn, en þau eru
ekki bara einkamál okkar
kvenna og ekki einu málin,
sem við megum láta okkur
varða. Það er mín skoðun, að
hafi konur áhuga á málum
utan heimilis, sé sjálfsagt og
raunar skylda þeirra, að beita
sér fyrir því að þau nái fram
að ganga. Starf okkar Sjálf-
stæðiskvenna á að miða að
því að efla Sjálfstæðisflokk-
inn til áhrifa og til þess eig-
um við að beita kröftum okk-
ar og starfsorku. Og í kosning
unum í vor erum við Sjálf-
stæðiskonur ráðnar í því að
leggja okkur allar fram til
þess að sigur Sjálfstæðis-
flokksins geti orðið sem mest-
ur.
★
ÞÁ hittum við að máli Valdi-
mar Indriðason, forstjóra
Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunnar á Akranesi, en
það fyrirtæki gerir jafnframt
út togarann Víking. Valdimar
sagði:
— Því er ekki að leyna að
hin siðustu ár hefur síldveiði
brugðizt nær algjörlega hér
sunnanlands og vestan. Er
því erfitt um hráefnaöflun og
nýtingu verksmiðjanna.
Mikið hefur verið rætt um
leiðir til úrbóta og nú erum
við að athuga hvort ekki
verður hagkvæmt að gera tog
arann Víking út með hring-
nót, láta hann veiða síld og
koma með hana ísvarða til
Akraness. Reikna má með þvi,
ef þetta verður ofan á, að
hann geti komið með 700—800
lestir í hvert sinn. Búizt er
við að tilraun þessi hefjist í
haust.
Þessi orð min má þó ekki
taka svo, að við höfum ótrú
á togveiðum. Ég tel togaraút-
gerðina nauðsynlega á íslandi
og það spor aftur á bak, ef
við hættum við hana. íslend-
ingar eiga að eiga skip, sem
geta stundað veiðar á úthatf-
inu — og það sæmir okkur
ekki að láta aðrar þjóðir ein-
ar um þær veiðar. Togarafisk
ur er mikilvægur liður í
rekstri frystihúsa og hann
skapar unglingum góða at-
vinnu á sumrin.
Eitthvað þarf að gera í mál
efnum þorpa, sem byggt hafa
allt sitt á smábátaútgerð þeg-
ar afli bregst. Þessir bátar
geta ekki sótt á fjarlæg mið
og kæmi þá til greina að skipu
leggja veiðar, úthluta smærri
bátunum ákveðin svæði og
hinum stærri önnur. Á þetta
sérstaklega við bolfiskinn. Þá
þarf að tryggja betur lín.u-
veiðar, en aflinn, sem fæst úr
þeim er öruggastur og jafn
beztur fyrir frystihúsin.
Þá þartf að tryggja léttan
iðnað fyrir fólk, sem getur
ekki unnið hin erfiðu störf,
sem fylgja sjávarútvegi. Við
megum-ekki missa þetta fólk
til Reykjavíkur.
— Já, nýlega fannst heitt
vatn á Akranesi. Við tengjum
miklar vonir við það og jarð-
fræðingar segja, að von sé á
meira magni en í þeirri bor-
holu, sem nú hefur gefið góð-
an árangur. Upp úr henni hef
unr komið 120 gráðu heitt
vatn. Bæjarstjórnarmeirihlut-
inn hefur barizt fyrir þessura
borunum, sem verða til mik-
illa hagsbóta fyrir kaupstað-
inn. Sætir það undrun að
framsóknarmenn skuli hafa
barizt með oddi og egg gegn
þessum borunum, sem við
vonumst til að sé vísir að
hitaveitu.
— Um kosningarnar? Ég
get ekki séð annað en við
sjálfstæðismenn getum horft
bjartsýnir fram til þeirra og
ég skil ekki í því að við kora-
um ekki vel út úr þeim.
★
Við hittum að máli Ingvar
Þórarinsson bæjarfulltrúa á
Húsavík og inntum tíðinda.
Helzta framfaramál okkar
Húsvíkinginga nú er beizlun
heita vatnsins. Það er búið að
bora nokkrar holur í Húsavík
urlandi og verið veitt í þær
framkvæmdir nær átta
milljónum króna. M. a. hefur
Norðurlandsborinn borað 1500
metra djúpa holu í Háhöfða,
sem er rétt norðan við Húsa-
vík. Er gert ráð fyrir að gerð
verði áætlun um nýtingu bor
holanna á þessu ári og heitt
vatn leitt í 57 hús. En lán
hafa ekki fengist til fram-
kvæmda enn.
— Framkvæmdir vegna
Kísiliðjunnar eru í fullum
gangi og var nú í vikunni
byrjað að vinna við grunn
skemma við Húsavíkurhöfn
í fyrra sumar var hins vegar
unnið að hafnargerð og var
gerð mikil uppfylling í norð-
urenda hafnarinnar. Og mun
það hafa kostað um 3,8 milj.
kr. Þá er nýji vegurinn um
Hólasand mikil samgöngu bót.
Nokkuð hefur verið deilt um
það heima í héraði, hvort
leggja ætti veginn um Hóla-
sand eða eins og hann liggur
nú. Einkum hafa menn verið
hræddir um snjóþyngsli á
Hólasandi. Þó hefur ótti
manna minnkað eftir þá
reynslu sem, við höfum feng-
ið á nýju vegunum í sýslunni
sl. 2 vetur, sem hafa verið
óvenju snjóþungir — en meg-
inatriði er þó að nýi vegur-
inn um Hólasand er 26 — 27
km. styttri, en sá um Reykja-
og Aðaldal.
Þá er verið að byggja
sjúkrahús á Húsavík og vil ég
í því sambandi benda á, að
reynt hefur verið að koma á
læknamiðstöð. Nú í sumar
réðust tveir ungir læknar til
Húsavíkur. Hefur mikil breyt
ing orðið á þeim málum, þvi
að áður fyrr fengust menn
helzt ekki til að leysa lækn-