Morgunblaðið - 22.04.1967, Side 24

Morgunblaðið - 22.04.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1967. Bragi Kristjánsson Ártúni — Minning „Dáinn, horfinn". — Harma — fregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! Þessar ljóðlínur þjóðskáldsins komu í huga mér, er ég frétti hið skyndilega fráfall vinar míns, Braga Kristjánssonar, Artúni, Reykjavík, hinn 13. apríl s.l. — En ég veit, að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. — Bragi Kristjánsson, sem í dag verður til grafar borinn, fæddist 26. júní 1907 í Ólafsvík, Snæfells nesi. Hann fluttist ungur að ár- um með foreldrum sínum, Krist- jáni Guðmundssyni og Sigríði Elimundardóttur, að Stapa. á Snæfellsnesi. Er Bragi var 6 ára gamall lézt faðir hans, og flyzt hann þá til fósturforeldra sinna, Guðmundar Magnússonar og Gunnhildar Jónsdóttur, að Stóra-Kambi, Breiðuvík. Rétt innan við tvítugs aldur flyzt Bragi svo til Reykjavíkur. Stund ar hann næstu árin ýmsa vinnu bæði til lands og sjávar eins og títt var á þeim tíma. Arið 1932 gerist Bragi ráðsmaður að Fells- múla í Mosfellssveit hjá Kristni Jónssyni. Þar er hann næstu tvö árin, en hverfur þá aftur til Reykjavíkur. Þar stundar hann ýmsa vinnu, jafnframt sem hann byrjar búskap að Ártúni, Reykja vik. Það mun svo hafa verið ár- ið 1944, sem Bragi gerist fastur vörubifreiðarstjóri hjá Þrótti og starfar við það til æviloka. Árið 1937 gekk Bragi að eiga eftirlifandi konu sína Sólveigu Bjarnadóttur, sem reyndist hon- um hin ágætasta eiginkona í hvívetna. Varð þeim hjónum fjögra barna auðið, en þau eru Kristján, ókvæntur, Sigurborg, gift Sigurþór Ellertssyni, Sigurð ur, ókvæntur, og Asdís gift Ólafi Júlíussyni. Kynni okkar Braga hófust fyr- ir nær 30 árum, en það er ekki fyrr en á s.l. 15 — 20 árum, að kynni okkar verða all veruleg. Þá flyt ég með búskap minn í nágrenni við Braga og áttum við síðan all náin samskipti í sam- bandi við fjárbúskap okkar. Þetta var þó aukastarf hjá Braga, en mér er óhætt að full- yrða, að hugur hans hafi beinzt mest að þessu aukastarfi, þótt at- vikin höguðu því þannig, að aðal starf hans yrði annað. Á fyrstu búskaparárunum að Artúni rak Bragi allstórt kúabú á þeirra tíma mælikvarða, en seinna meir og allt til dánardægurs var hann með sauðfjárbúskap. Bragi um- gekkst skepnurnar af mikilli nærgætni og nákvæmni, þótt oft á tíðum væri erfitt um vik, hér í borginni, og þá sérstaklega nú í seinni tíð, þegar Ártún gat ekki lengur talizt í útjaðri höfuðborg- arinnar. Um árabil var Bragi leitar- stjóri fyrir okkur Reykvíkinga f smalamennsku. Reyndist hann þar sem og annars staðar eins og bezt verður á kosið. Hef ég aldrei, að öðrum ólöstuðum, ver ið með manni i smalamennnsku sem Braga, er fór eins vel að fénu en þó af miklum dugnaði. Það kom sér því oft vel fyrir Braga að eiga afburða duglega hesta, og sparaði hann hvorki þá né sjálfan sig, ef því var að skipta. Sem félagi var Bragi mjög góður, og þótt fjárhagurinn væri ekki alltaf mjög rúmur, þá var það hann, sem oftast var veitand- inn en ekki þiggjandinn. Hann var skapstilltur maður, þrátt fyr ir mikla skapsmuni, en gat verið fastur fyrir, ef á reyndi, sérstak- lega þegar um var að ræða hin ýmsu baráttumál félagssamtaka þeirra, sem hann var meðlimur 1. Ekki sízt vegna þessara eigin- leika svo og vegna eðlisgreindar sinnar voru Braga falin ýmis trúnaðarstörf bæði hjá Vöru- bifreiðastjórafélaginu Þrótti og Fjáreigendafélagi Reykjavíkur, en hann sat um árabil í stjórn- um beggja félaganna. Fyrir fáum árum bauð Bragi mér í ferðalag með sér um æsku stöðvarnar á Snæfellsnesi. Eg minnist þess sérstaklega í þessu ferðalagi, hversu móttökurnar voru hlýlegar á hverjum bæ á fætur öðrum, sem við komum á. Var tekið á móti Braga, eins og þar væri kominn bróðir eða sonur, enda bar Bragi ætíð hlýj- an hug til þessara æskustöðva sinna. Ég vil ekki láta hjá líða að lokum að minnast þes, að oft, þegar komið var að Artúni, mátti sjá Braga í hópi barna, þar sem hann var að sinna fénu eða eitthvað að bjástra úti við. Hænd ust börn mjög að honum, enda var hann mjög barngóður, og var sama hvort það voru hans eigin börn, barnabörn eða vanda lausra. Er þetta dæmi ef til vill eitt sér nægilegt til að lýsa manninum. Ég votta eiginkonu hans, frú Sólveigu,. börnum, barnabörnum og tengdasonum, mína dýpstu hluttekningu við fráfall þessa á- gæta manns. Kæri vinur. Þetta var aðeins örlítill samtíningur úr sitt hverri áttinni, og gefur kannske ókunn- ugum ekki nægilega skýra mynd af þér. En þetta ætti að nægja þeim samferðarmönnum, sem þekktu þig, því að þeir vita, að ekkert af þessu er ofsagt. Þar sem ég veit að þú unnir ljóðum, og varst sjálfur hagyrðingur, þótt ekki bæri mikið á því, þá læt ég fylgja þér þessar ljóðlínur Þjóð- skáldsins, Jónasar Hallgrimsson- ar: Flýt þér vinur, í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Ingimundur Gíslason, Brúnastöðum. ÉG BÝST við að æskulýður- inn í nágrwini Artúns sakni vinar í stað, við brottför Braga. Staðhæfa má að hann hafi skilið börn og ungmenni, er hann um- gekkst, með fádæmum vel. í um- gengni sinni við börnin, naut hann og annars, er var að mínu áliti einnig mjög ríkt í fari hans, en það var skilningur hans á lífi dýra og samúð með þeim. Þau 27 ár, er hann var bóndi í Ártúnum, hafði hann jafna búfé. Ég hygg að þeim áhrifum, sem umgengni við dýr og kynn- ing á háttum þeirra, hefur á börn, verði ekki með orðum lýst, ekki sízt, þegar sá, er stjórnar, skilur hlutverk sitt. Að minnsta kosti var barnahópurinn oft stór, sem var í kringum Braga og búfé hans og virtist þar hver skilja annan. Við Bragi vorum nágrannar í 27 ár og man ég eigi að nein snurða hafi hlaupið á samskipti okkar. Við kynntumst talsvert og féll mér jafna mjög vel við hann og naut góðvildar hans og aðstoðar, þegar á þurfti að halda. Það er ekki ætlan mín að rita langt mál um vin minn Braga, enda væri það ekki að hans skapi, heldur aðeins að þakka honum góða samveru og votta eftirlifandi ástvinum hans sam- úð mína og minna. Sveinbjörn Jónsson. ÞAÐ HALLAR vetri. Sólin hækkar sinn gang. Vorboðarnir koma vængstyrkir og hraðfleyg- ir sunnan yfir sæinn. Lífið vakn- ar eftir vetrarins blund. Öll lög- mál náttúrunnar boða birtu og yi. En það eru fleiri á ferð en vorboðarnir, aðrir koma líka og þá í öndverðum tilgangi, marka djúp spor í tilveru mannanna, eigi hvað síst ef þeirra hefur ekki verið von og þeir eru fyr á ferð en gera megi ráð fyrir. Þar er sá helztur er þeysir á Banableik, hann er skjótráðnastur, fer að eigin ráðum og spyr engann á- lits, en maður stendur þá hljóð- ur og spyr í þögninni, hví svo fljótt? Hér lá ekkert á. Hví svo fljótt? kom mér í hug er ég fregnaði lát míns góða vinar og félaga Braga Kristjáns sonar í Ártúni. Hann sem enn var svo ungur í andanum og átti svo mörg óskaverkefni eftir að vinna ef til þess hefði gefizt tóm, hann hefur nú horfið af vinnu- staðnum, rúm hans þar stend- ur autt. Hví svo fljótt? Hvers- vegna gengur sólin undir að á- liðnum miðjum degi? ICreppuár, atvinnuleysi, þröng í búi verkamanna og allra þeirra er áttu lífsafkomu sína undir af- rakstri vinnunnar. Það var þá sem fundum okkar Braga bar fyrst saman, atvikin höguðu því svo að við urðum oft samferða í leitinni að hinu ófinnanlega, eða þegar langþráðu marki var náð í augnablikinu eða um stundar- sakir, við áttum saman marga raunagönguna á þeim árum, er við leituðum í von og þrá eftir því hnossi sem gerði okkur fært að bægja frá dyrum þeim vá- gesti sem heimsótti þá svo marg- an manninn í okkar stétt. Haustið 1935 fylgdumst við að austur í „Síberíu" vistina frægu, þar sem við urðum að hýrast langan og kaldan klakavetur. Sú vist mun fáum úr minni líða er í henni lentu, en heimilunum var borgið í bili. Það er svo margt að minnast á úr samfylgd og samstarfi okkar Braga fyr og síðar að ef ég ætti að rita það allt þá yrði ég að skrifa bók en ekki minningar- grein um hann í kveðju skyni. I harðri baráttu fyrir lífsaf- komunni á kreppuárunum hóf Bragi biiskap, fyrst á grasbýli í Sogamýri en síðar í Ártúni þar sem hann rak búskap í nær þrjá áratugi, við Ártún var hann svo kendur og þekktur um allar nær- sveitir sem góður og gegn bóndi, en jafnframt búskapnum stund- aði hann akstur og var einn af þekktustu mönnunum á Vöru- bílastöðinni Þrótti, hann lét þar félagsmál sig miklu skipta, var víðsýnn og atorkumaður í að bæta hag þeirrar stéttar, enda var dugnaði hans viðbrugðið að hverju starfi sem hann gekk. Nú er Bragi í Ártúni horfinn af sviðinu, miklu fyr en búast hefði mátt við, því hann var enn á góðum aldri, aðeins á sextug- asta aldursári, fæddur 26. júní 1907. Snæfeljingur að ætt og uppruna, búinn bestu eðliskost- um, karlmannlegur og vel vax- inn, þrekgóður og gjörvilegur að vallarsýn, hann var greindur og vel hagmæltur, léttlyndur og snjallyrtur, svo vel máli farinn að hann gat í stuttri meitlaðri setningu sagt og lýst málefni á ljósan og myndrænan hátt. 1 hópi vina og kunningja var Bragi gleðimaðurinn sem öllum kom í gott skap, hann átti jafnan á reiðu, hmittin svör og gaman- mál, hann hafði yndi af lausavís- um, en hélt lítið á lofti sinni eig- in hagmælsku þó hann gerði góð- ar ferskeytlur sem voru vand- virknislega ortar báru vott um góða hagmælsku vandað málfar og snjalla hugsun. Rúmri viku áður en hann dó, töluðum við saman og þá ákváð- um við að hittast eitthvert kvöld- ið á næstunni, ræðast þá við um liðna daga, lausavísur og tengja orð við orð, þetta átti að verða gott næðissamt kvöld með fer- skeytluna í öndvegi, við kvödd- umst með tilhlökkun um það í hjartanu, en þetta varð okkar síðasta sameiginlega ákvörðun sem ekki verður að veruleika, kvöldið góða með lausavísurnar og létt mál kemur ekki, en það kom annað kvöld miklu fyr en búast hefði mátt við, með aðrar fyrirætlanir og önnur mál. Mér finnst nú þegar ég lít heim að Ártúni sem það standi hnípið á bæjarhólnum þegar höldur þess er horfinn, hjörð- inni daprast gangan og hestarn- ir myndu fella tár ef þeir skildu hvað hefur skeð, vinur þeirra er nú ekki lengur með umönnunina eða undurmjúkt klapp á makk- ann, aldrei framar munu þeir þeysa í gleði sinni um grund og bala, tengslin milli manns og hests eru í þessu tilviki rofin. Fjölskyldu Braga verður miss- irinn sár, ung að árum bundust þau vináttu og tryggðaböndum hann og eftirlifandi kona hans Sólveig Árdís Bjarnadóttir sem staðið hefur’traust og óþaggandi við hlið manns síns í hartnær fjóra áratugi, átt með honum og uppalið fjögur börn og nú á síðari árum glaðst með honum yfir fjórum barnabörnum sem nú verða að sjá afa sinn hverfa svo skjótlega. Fjölskyldunni votta ég mína dýpstu samúð og nú þegar ég kveð minn góða vin og félaga, Braga í Ártúni, þakka ég honum alla góðu vináttuna gleðina, drenglyndið og hjartahlýjuna sem hann átti svo mikíð af. Með þessu fáu og fátæklegu orðum kveð ég hér þann góða dreng Braga í Ártúni með þökkum fyrir allt og allt. AJEP. — Umhleypingar Framhald af bls. 17 aftur 2. ágúst og hélt áfram dag ana 3.—5. og 5. ágúst mætti svo Papandreou loks aftur á fundi. Var þá stjórn Novasar felld með 167 atkvæðum gegn 131 á sögulegum þingfundi þar sem þingmenn fóru í hár saman og vart heyrðist mannsins mál fyr- ir hrópum og köllum. Óeðlilegt á síðari hluta 20. aldar. Konstantín þótti ungur nokk uð að árum er hann tók við völdum eftir föður sinn og sagð ist mönnum misjafnlega um em bættisverk fcans. Þess m i jjeta fcér til gamans, að haustið 1965, 28. sep emfcer, gat Mol. K. n- stantíns í ritstjórnargrem af því tilefni að þá var lok;ð 72 daga stjórnarkreppu í Grikfc- landi og Siephanopoulos tekinn við emöætti forsætisraðherra. Sagði þar svo: „En hitt er ljóst, sð heimurinn hefar í meira en tvo mánuði orðið vitni sð einkennilegum athöfn um ríkjandi konungs, sem eru í éngu samræmi við hugmynd- ir manna mi á dögum um hlut- verk konungsdæmis og kon- unga.. Konungsveldi samræmist illa lýðræðishugsjónum fólks og vafalaust verður þess ekki ýkja langt að bíða að þeim löndum fækki sem við konungdæmi búa. Vera má, að athafnir Kon- stantins konungs hafi ekki brot ið í bága við stjórnarskrá Grikk lands, sem mun veita konungi víðtækari völd en anr.ars stað- ar tíðkast en þær eru jafn ó- eðlilegar á síðari hluta 20. ald- ar þrátt fyrir það og sjálfsagt væri hyggilegt af Grikkjum að búa svo um hnútana í fram- tíðinni að þeir sem konungssess skipa hafi ekki aðstöðu til ríkra afskipta af málefnum landsins eða umgangast forsætisráðherra sína eins og reifabörn.“ ★ ★ Gekk svo allt fram til 17. september 1965 er Stephanos Stephanopoulos, sem löngum var talinn leiðtogi hægri arms Miðflokkasambandsins, (er hann hafði átt mikinn þátt í að stofna áður ásamt Papandreou) myndaði samsteypustjórn með stuðningi 45 þingmanna Mið- flokkasambandsins auk 99 þing manna Róttækra þjóðarflokks- ins (þjóðlegra radikala) og átta þingmanna Framfaraflokks ins eða 152 þingmönnum aí 300. Stjórn Stephanopoulosar var við völd mi'klu lengur en nokkurn óraði fyrir í upphafi eða í nær eitt og hálft ár þrált fyrir naum an þingmeirihluta. Hún sagði af sér í desember í fyrra, er Rót- tæki þjóðarflokkurinn lýsti því yfir að hann hætti s:uðningi við hana. Þá tók við Ioannis Parask- evopoulos, bankastjóri, sem kon ungur skipaði forsætisráðherra embættismannastjórnar. er fara átti með völd í landinu til bráðabirgða eða þar til kosn- ingar yrðu haldnar 1 maí n.k. Þetta er i anna,ð sinn sem Para- skevopoulos er falið að mynda bráðabirgðastjórn í Grikklandi, hið fyrra sinnið var (eins og áður sagði) er hann tók við 31. desember 1963 af Papandreou og gegndi embætti forsætisráð- herra þar til Papandreou tók við aftur að loknum kosning- um í febrúar. Stephanopolos var aðstoðarforsætisráðherra í þess ari stjórn Paraskevopoulosar 1963. Nokkuð varð brátt um em- bættismannastjórnina nú og hélzt hún ekki í sessi nema þrjá mánuði rétt rúma eða frá 22. desember til 30. marz sl. Rót- tæki þjóðarflokkurinn varð henni að falli eins og stjórn Stephanopoulosar á undan hennfc Hætti flokkurinn stuðningi sín- um við stjórnina er Miðflokka- sambandið lagði fram tillögu um að framlengja þinghelgi- þingmanna þar til degi eftir kosningar. Næstu daga á eftir átti Kon- stantín konungur viðræður við leiðtoga allra helztu stjórnmála flo'kka landsins, þar á meðal við Papandreou, en einnig ræddi konungur við Panayotis Kanell- opuolos formann Róttæka þjóð- arflokksins, við Ioannis Passat- ides, formann EDA-flokksins (sambands lýðræðislegra vinstri manna) og við Stephanopuolos. Gekk þó hvorki né rak um stjórnarmyndun í nokkra daga og hótaði Papandreou öllu illu ef brugðið væri út af stjórnar- skránni og kosningunum frest- að. Loks skipaði Konstantín konungur Kanellopoulos forsæt- isráðherra 3. apríl og voru allir ráðherra í stjórn hans úr Rót- tæka þjóðarflokknum. Keiddust Miðfiokkasambands- menn þessu ákaflega og kom til átaka víða með vinstisinnum og hægrimönnum i Aþenu og bæði þar I borg og í Salomki, næst- stærstu borg Grikklands, fó_u vinstrisinna stúdentar hópgöng- ur um götur og kröfðust afnáms konungsveldis í landinu. Kanell- opoulos gerði margar árangurs lausar tilraunir til að afla stjórn sinni þess fylgis er dygði til traustsyfirlýsingar í þinginu en gekk ekki og var þmg rofið 14. apríl og kosningar ákveðnar 28. maí n.k. AMMAN, 17. apríl AP — Geng ið var til kosninga í Jórdaníu fyrir helgina og var kjörið nýtt þing í stað þess er rofið var í desember í fyrra. Urslit urðu kunn á sunnudagsmorgun í 14 umdæmum af 17 og kom í ljós að yfir helmingur kjörinna íram bjóðenda átti sæti á fyrra þingi Einnig voru kjörnir fjórir ráð- herrar úr stjórn þeirri er rauf þingið. Fimm frambjóðendur í Jerúsalem áttu sæti sín vís þegar fyrir kosningar þar sem enginr bauð sig fram gegn þeim. f Jórd- aníu eru stjórnmálaflokkar bann aðir og frambjóðendur því ekki bundnir öðrum aga en hollustu sinni við konung sinn og stjórn landsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.